Tíminn - 03.08.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.08.1957, Blaðsíða 8
8 Skáld í skugga kom T í M I N N, laugardaginn 3. ágúst 1957. Verður haon kommgur Spánverja? Stöðugt eru á kreiki sögur um a'ð Franco einræðisherra á Spáni ætli að endurreisa konungdæmi þar i landi. Ef úr því verður, mun ungi maðu*-- inn hér á myndinni, verða konungur, en hann er Juan Carlos prins, sonur núverandi krónprins, Don Juans. Prinsinn er þarna í heimsókn á frönsku barnaheimili, þar sem systir hans, Margrét prinsessa, ssm er aiveg blind, er að reyna að læra að verða barnfóstra. (Framhald af 7. síðu). áttu fyrir friði og framför- um. (Já, ég er mjög von- góður um þetta — jafnvel um samstarf.) Við erum báðir fjöl- skyldufeður. Þú átt tvö börn, ég þrjú. Eigum við þar ekki samstöðu til að vinna sameiginlega að friði — friði handa þeim? (Væri það ekki gott fyrir okkur báða, gamli minn, að geta hitzt yfir glasi af vodka eða viskí — skiptir ekki máli hvoru — og ræða sam- an langt fram á nótt án þess að taka tillit til óþolin- mæði kvennanna.) Mér þykir mjög leitt að draum- ur minn um að hitta þig aftur og sitja að sumbli með þér fram á morgun getur ekki rœtzt — ekki fyrst um sinn að minnsta kosti. Mér yrði ekki hleypt til Bandaríkjanna og þér ekki út úr þeim. En ég hef talað yfir mig í þetta skipti. Ég ætti að hætta áður en bréfið verð- ur of þungt til að fara í flugpóst. Kærar kveðjur til Bette frá mér og Júlíu — ekkert Jiefur breytzt milli þeirra að minnsta kosti þótt þær hafi reyndar al- drei hitzt. En konurnar eru alltaf hyggnari en menn þeirra. Þinn einlœgur (þinn) Boris Polevoi 18. marz 1957. P.S. Ég held ég ætti að senda þér skeyti um leið og þetta (bréf vegna þess að eitthvað virðist bogið við póstinn, og þú hefur greini- lega enn ekki fengið síð- asta bréf mit-t, sent í miðj- um febrúar). Bréfið sem ég sendi þér um miðjan febr- úar virðist hafa tafizt í pósti. Póstsamgöngur eru orðnar eitthvað tregar. Fast til Polevois. 25. marz fékk Howard Fast bréf Polevois í hendur og svar- aði hann því samdægurs. Ekki er vitað hvernig því hefur reitt af í Sovétríkjunum, en hingað til hefur ekkert svar borizt frá Polevoi. Bréf Fasts fer hér á eftir: Kæri Boris. Mér þótti gott að heyra frá þér, því máttu trúa. Ég fékk bréf þitt í dag og las það samstundis; og ég fann til hamingju að heyra rödd þína á nýjan leik, því að hana heyri ég í öllum bréf- um þínum. Ég met þig og Isakov mikils sem vini mína, og það gerir Bette einnig. Þetta má ekki breytast. En bara að þú hefðir svarað einhverju af spurn- ingum okkar í bréfi þínu. Það skiptir engu máli að Voice of America gerir sér mat úr ákvörðun minni. Ég get fullvissað þig um það að hún gerði miklu meira veður út af „leyniræðu“ Krúsjeffs, og það er ekki hægt að þagga alla gagn- rýni niður með því að Voice of America muni nota sér hana. Ég lagði fram spurningar um atriði sem skipta öllu máli; eru engin svör til við þeim? Erum við börn eða fífl að beiðnum okkar um útskýringar skuli alltaf vera svarað með mælgi einni saman? Getur það valdið meiri skaða en þeg- ar er orðinn að segja okkur hvers vegna ríkisstjórn ykkar lét myrða rithöfunda af gyðingaættum, hvers vegna Bulganin lætur gyð- ingaandúð móta utanrikis- stefnu ykkar, hvers vegna heil kenning viðbjóðslegrar gyðingaandúðar varð til í landi þínu undir hinu heimskulega nafni „kosmó- pólitanismi“? Stendur það ekki í valdi stjórnarinnar eða sjálfs þin að gefa okkur skynsamlegri skýringu á hinu dœmalausa morðœði undir veldi Stal- ins en eitthvað blaður um „einstaklingsdýrkun“? Okk ur er sagt að Beria hafi risið gegn Stalín og snúizt gegn brjálœði hans, en Krúsjeff og félagar hans hafi myrt hann vegna þess að hann þekkti allar stað- reyndir um glcepi þeirra. Hvers vegna er þessu ekki mótmœlt? Hvers vegna er slíkur orðrómur ekki þagg- aður niður? Hver er frá- sögn af einstökum atriðum i réttarhöldunum yfir Ber- ia? Hvers vegna hljómar ekki rödd þín, Isakovs og ann- arra i vörn fyrir bókina „Ekki af brauði einu sam- an“? Kannski er bókin einskis virði; en verður ekki að verja höfundinn? Hvers vegna vill enginn segja okkur hvernig Yitzak Pfeffer lézt? Pólverjar sögðu okkur að Krúsjeff hefði ætlað sér að notfæra sér gyðingaandúðina til að hafa áhrif á innanlands- baráttuna í Póllandi. Hvers vegna mælir enginn á móti þessu? Hvar er eitt einasta orð úr gagnrýninni og sjálfsgagnrýninni sem við höfum heyrt svo mikið skrifað um? Hvers vegna reyndi Pravda að hafa áhrif á á- tökin í flokknum hér heima og styrkti Foster og fylgis- menn hans? Þeir eru ekki góðir menn. Þeir eru við- skila við allan raunveru- leika hér í landi. Hinir beztu og djörfustu í flokkn- um eru andstæðingar þeirra. Og hvað um þitt eigið bréf, Boris? Hvers vegna segirðu aðra eins fjarstæðu og að „póstsamgöngur séu orðnar eitthvað tregar“? (Fast veit ekki að þetta er viðauki þýðarans.) Síðast- liðið ár hefur varla liðið svo dagur að ég fengi ekki eitt eða tvö bréf frá Rúss- landi. Alls konar fólk skrif- aði mér — skólabörn, verka menn, kennarar, ritstjórar, leikhúsfólk — og, að sjálf- sögðu, þú og stéttarbræður þínir. Hvernig stendur þá á því að póstur frá Rússlandi hætti með öllu að berast mér þremur dögum eftir viðtalið í New York Times þar sem ég sagði skilið við kommúnistaf lokkinn ? Þú veizt jafn vel og ég að ekki hefur verið sagt frá ákvöröun minni í blöð- um í Sovétríkjunum. Engu að síður barst mér ekki eitt einasta bréf. Bersýnilega voru öll bréf til mín stöðv- uð í pósti — alveg eins og fyrra bréf þitt til mín. Er þetta frelsi — er nokkur skynsemi í þessu? Hvað sem þú segir um Bandaríkin er það víst, að ég hef skrifað til Rússlands árum saman og fengið póst þaðan, og ekkert slíkt hefur nokkru sinni verið stöðvað hvað sem ég hef sagt eða gert. Hvers vegna heldur þetta áfram? Getur enginn yfirgefið kommúnistaflokkinn lieið- arlega og hreinskilnis- lega, gagnrýnt forystu Sovétríkjanna heiðarlega og hreinskilnislega, og samt verið meöhöndlaður sem mannleg vera eftir sem áður? Þú segir í bréfi þinu að þú teljir mig enn vin þinn þrátt fyrir það sem ég hafi gert — og gefur þar með i skyn að ég hafi gert eitthvað óheiðarlegt og á- takanlegt. En hefur það nokkru sinni verið óheiöarlegt að fylgja boði sinnar eigin samvizku? Milljónir góðra og heiðarlegra manna í heiminum eru á sama máli og ég og spyrja sömu spurn inga og ég. Vinnur þú þetta fólk á þitt mál með þeirn röksemdum sem þú beitir í bréfi þínu? Þú talar um Vercors sem ég virði einn- ig. En Vercors var ekki kommúnisti; hann innsigl- aði ekki gerðir Sovétrikj- anna með lífi sínu og heiðri. Það geröi ég, og þú hlýtur að sjá að það skap- ar allan mun. Ef þú lítur aðeins á þetta mál í sambandi við mig persónulega getur hvorki þú né stéttarbræð- ur þínir neitt lært af því. Ég er ekki fyrsti menntamaður inn sem yfirgefur ílokkinn hér eftir að fréttir bárust af ræðu Krúsjeffs. Margir aðrir hafa orðiö til þess. Og með þeim fóru hundruð verkamenn og annarra flokksmanna, gott, heiðar- legt, hugsandi fólk sem ég heiðra og virði. í sumar sem leið, Boris, fékk ég skeyti frá útvarp- inu i Moskva þar sem ég var beðinn að láta í Ijós álit mitt á tilraunum með atómsprengjur. Ég svar- aði að allar þjóðir œttu að hœtta tilraunum, en Sovét- rikin œttu að vera fyrst til þess þar sem þau vœru sósíalisk þjóð er berðist fyrir heill mannkyns. Ég sagði að Sovétríkin yrðu að hœtta tilraunum núna hvort sem aðrar þjóðir féll- ust á það eða ekki. Vera má að ég hafi haft rangt fyrir mér, en þetta var mín skoðun. Hvers vegna var hún aldrei notuð? Hvers vegna fékk ég ekkert svar? Hvers konar barnaleg í- myndun er það að hœgt sé að grafa í kyrrþey allar skoðanir sem ykkur eru andstœðar? Var þetta ekki hið sama og er þið birtuð ekki orð Gene Dennis um eyðileggingu á menningu gyðinga þegar rœða hans var prentuð að öðru leyti i Pravda? Og hvers vegna, Boris, sagðirðu okkur hér í New York að rithöfundurinn Kvitko væri á lífi og liði vel og byggi í nágrenni við þig þegar hann var í hópi þeirra sem teknir höfðu verið af lífi fyrir löngu? Hvers vegna? Hvers vegna varðstu aö ljúga? Hvers vegna gaztu ekki sneitt hjá spurningunni og sagt okkur að þú vissir það ekki eða vildir ekki ræða það? Hvers vegna laugstu á svona öm- urlegan og útsmoginn hátt? Nú hefurðu aðgang að yfirlýsingu minni íl „Mainstream". Birtu hana. Birtu þetta bréf. Svaraðu röksemdum mínum. Segðu mér að ógnarstjórninni sé lokið. Segðu mér að gyð- ingahatrið sé liðiö undir lok. Krefstu þess að dauða- refsing verði lögð niður — það er gamall og góður draumur sósíalismans. Segðu okkur sannleikann — aðeins sannleikann. Má vera að ég hafi verið fífl að vita ekki fyrr af ógnun- um — en ég vissi ekki af þeim. Viltu að ég dýrki kommúnistaflokkinn sem heilagan? Trúðu mér ég tigna það sem betra er, sannleik og frelsi, og hvern- ig geturöu óskað þess að ein harðstjórn komi i stað annarrar? Ég hœtti lifi mínu og gœfu til að segja sannleilc- ann eins og ég sá hann. Viltu gera hið sama? Prent- aðu þetta bréf. Opnaðu dyrnar. Láttu orðin fljúga. Aðeins á þann hátt er unnt að grceða meinsemd heims- ins. Og láttu engan mann þurfa að þjást fyrir að segja hug sinn heiðarlega og hreinskilnislega. Og ég vil vera vinur þinn framvegis. Get ég það? Það veltur á þér. Howard Fast. Hyggtim bóndi tryggtr dráitarvél sína AÐ VESTAN ... íFramhald af 4. síðu). ofan í æ vegna þess, að einir og aðrir fámennir staffshópar standa í deilum um launakjör sín. Slíkan ófrið og búsifjar viljum við af- biðja. Og okkur finnst það engan veginn samboðið gáfaðri og gagn- menntaðri þjóð, að líta á slík ó- sköp, sem eitthvað náttúrulögmál, sem ekki verði undan komizt. Við skiljum það sjálfsagt, að það má heita eðlilegt að annmarkar komi í ljós á þennan hátt á vissu stigi þróunarinnar. En okkur finnst sannarlega nóg reynsla fengin af þeim, svo að tímabært sé að breyta nú til. OKKUR ÞYKIR nógu erfitt að berjast við náttúru þessa harðbýla lands, þegar hin óbiíðari hlið henn ar veit að okkur, þó að ekki sé því bætt við, að righalda í það ástand og skipulag, sem hefir sýnt sig að vera öllum til ill.s og stórhættu- legt. Og það skulu menn vita, að þarna er líka hætta sean ógnar hinum dreifðu byggðum og getur enda ráðið úrslitum um framtíð einhverra þeirra, ef ekki er að gert. H. Kr. Á ¥íSavangi (Pramhald af 5. sl@u). au. Þessi bifreið var síðan að sjálfsög'ðu taliutetín hér eins og aörar slíkar bifreiðar í samræmi við aláur sinn og gerð. Slík toll- afgreiðsla er algeng og mundi ekki hafa verið gerð að umtals- cfni í íhaldsblaði, ef liún liefði ekki þótt passa í útungunarvél- ina. Effí’ir langa ásetu Þarna er gripið á nokkrum dæmum, aðeius fáum sýnis- hornum. Sumir íhaldsforingjar eru miklu afkastameiri en rjúp- au, sem verpir 12 eggjum. Þeir eiga 3 hreiSur cg verpa mörg- uni tylííum í hvert þeirra. Stuud um tekst þeim að kiekja út eggj unum, og' afkvæmin flögra um landið og tista framan í fólk. Oft ar er þó, að þeir uppgötva eftir mikla ásetu, a'ð undir er ekkert ncma fúíegg. Á þeim dögum er Mbl. viðskotaillt umfram veuju. Það er þess náttúra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.