Tíminn - 03.08.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.08.1957, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 3. ágúst 195?* GUNNAR LEISTIKOW Ný og stórfengleg amerísk kvikmynd — með fallbyssu í aðalhlutverkí Skuggar yfir framtíðinni Allur Spánn varS aí einu kvikmyndaveri metian taka myndarinnar The Pride and the Passien stótl yfir í júm'lok var frumsýnd í New York ný kvikmynd sem aS öllum líkindum á eftir að njóta mikilla vinsælda víða um heim — eða svo mætti ætla, af þeim viðtökum er hún fékk í heimsborginni. Myndin er eink um óvenjuleg fyrir eitt — í aðalhlutverki hennar er nefni- lega ekki venjuleg kvikmynda- hetja frá Hollywood, heldur failbyssa. Hér á eftir segir Gunnar Leistikow nánar frá þessari kvikmynd. Myndin heitir „The Pride and the Passion" og er framleidd af Stanley Kramer, og hún er fyrir margra hluta sakir frásagnar- verð. Fallbyssan sjálf, sem mynd- in snýst um, er sex lesta þung ófreskju. Hún var langsamlegasta öflugasta vopn veraldar árið 1810 er spænskir frelsissinnar risu gegn einræði Napóleons, en að vísu hafði hún nldrei verið ætluð tíl hernaðarstarfa, hún var steypt að fyrirmælum duttlungafulls aðalsmanns. Um þveran og endilangan Spán. Kvikmyndin er byggð á sögu eítir C. S. Forester, „The Gun“. Þar segir að á flóttanum hafi spænski herinn steypt fallbyssunni ófan í gljúfur. En brezka flota- stjórnin taldi slíkt gljúfur ekki öruggan geymslustað fyrir slikt vopn, enda var það í héraðinu Leon sem Frakkar voru að ná á vald sitt. Því er Gary Grant liðsforingi sendur af stað í leið- angur til að ná fallbyssunni og flytja hana til hafnarborgarinnar Santanander, sem er á va(ldi Breta. En Grant kemur of seint til höfuð stöðva Larena hershöfðingja. — Spænski herinn hefur yfirgefið bæinn, og þar ráða nú tortryggnir og fáfróðir uppreisnarmenn. For- ingi þeirra, Frank Sinatra, veit hvar fallbyssan er niðurkomin og með samhjálp beggja aðila tekst að draga ófreskjuna upp úr djúp- unum og gera við hana. En Sinatra hefur annað í huga cr Grant liðs- foringi. Hann vill ekki láta flytja hana til norðurs, í átt til Sant- anander, heldur til suðurs. Þar hafa Frakkar höfuðstöðvar sínar í Avila, og uppreisnarmenn fá engu til leiðar komið gegn hinum voldugu borgarmúrum þar. Grant lætur undan, enda kemst hann ekki úr sporunum með byssuna án hjálpar Spánverjanna. En hann tekur það loforð af frelsissinnun- um, að þeir skuli flytja hana alla leið til Santanander er þeir hafa sigrað Avila með hennar tilstyrk. 500 kílómetra spölur yfir fjöll og íljót skiptir þá minnstu máli ef þeim tekst aðeins að skjóta múra Avi'la í rúst. 0g niðurstaðan verður ótrúlegt afrek hundraða — og á stundum þúsunda — skæruliða sem draga fallbyssuna upp og niður fjöll, þíir fljiSít íþamhjá launsáttrum Frakka og yfirstíga þúsund örðug leika, sem mæta þeim hvarvetna á ferð þeirra um Norður-Spán þveran og endilangan. Tákn ævarandi frelsis- baráttu. Gerð kvikrnyndar sem þessarar hefur verið einstætt tækifæri fyrir Stanley Kramer, framleið- an.da Sölumaður deyr og Upp- . reisnarinnar á Caine. Var ekki fallbyssan tákn hinnar óbugandi þrautseigju, hins ósigrandi stoits frelsisvina í öllurn löndum á tím- unum frá 1810—1845.? Var hún ekki tákn allrar baráttu við mann úðarleysi og grimmd, baráttunn- ar fyrir frelsi og mannsæmandi iífi í öllum löndum og á öilum timum? Kramer gekk til verks af stakri vandvirkni. Heilt ár fór til undir búningsstarfs, hann þurfti að at- huga landshætti og velja staði hentugs til kvikmyndatöku, rann- saka heimildir í söfnum, semja við innlenda aðila og ráða auka- leikara. Og þetta bar allgóðan árangur. Yfirvöldin féllust á að spænski herinn veitti aðstoð sína við kvikmyndatökuna í einkennis búningum frá N>póleon&-1áman- um. Og í herminjasafninu í Madrid fann hann frumteikningar að hinni sögulegu fallbyssu sjáifri. Við kvikmyndatökuna varð liðs- samdráttur og flutningar sem hvergi stóðu að baki hinum upp- runalegu leiðöngrum. Kramer lagði mikla áherzlu á að inyndin yrði jafn sannsöguleg og unnt væri, en hann lét þó ekki sam- vizkusemina halda aftur af list- rænu ímyndunarafli sínu, og hik- aði ekki við að velja aðra leið fyrir fallbyssuna en þá er farin var 1810, ef hann fann staði er betur voru fallnir til kvikmynda- töku. Hann hafði 4 milljónir doll- ara til umráða og horfði ekki í skildinginn. Hann hikaði ekki við að gera gervallan Spán að einu risavöxnu kvikmyndaveri. Kvik- myndaðar voru allar götur frá sherrybænum Jerez de la Frontera í Andalúsíu til Zaragoza í Aragon, við konungshöllina og í dómkirkj- unni í E1 Escorial, við hina fornu rómversku vatnsleiðslu hjá Sego- vía og í Santiago, yzt í norðvestur hluta landsins. Það varð jafnvel að leggja nýjan veg til Hoyo de Manzanares, 60 km. frá Madrid, til að koma farangurslestinni, 24 vörubílum, 22 fólksbílum, 2 vatns bílum, eldhúsvögnum og enn fleiri flutningatækjum, þangað heilu og höldnu. Sinafra, Grant og Loren. Víðast hvar var engum erfið- leikum bundið að ijúka kvikmynda tökunni í tæka tíð, þótt stundvísi Spánverjanna væri á heldur lágu stigi. Aðeins á einum stað, í smá- bænum Valdemore, skammt frá Madrid, þar sem uppreisnarmenn áttu að taka sér hvíld á torginu, urðu erfiðleikar. Öllum til skelf- ingar kom það upp úr kafinu, að íbúarnir höfðu með ærnum til- kostnaði komið upp nýju nauta- atssviði á nákvæmlega þeim stað er átti að kvikmynda. Ekki var um annað að ræða en rífa hið nýja svið niður í mesta flýti. Iðulega þurfti að skipta flokkn um niður í smáhópa þegar átti að kvikmynda á mörgum stöðum í senn. Og þá varð að fljúga með aðalleikendurna, Sinatra, Grant og Sophiu Loren, ástmær Sinatra — sem gerir heldur betur strik í reikninginn með því að verða ástfangin í Grant — í helikopter milli hópanna þangað sem þau áttu að vera hverju sinni. En sjálf aðalpersónan, fallbyssan, var að sjálfsögðu alltof þung og mikil til að hún yrði flutt með þessum hætti um langar fjarlægðir. Því var gripið til þess ráðs að fram- leiða 6 fallbyssur af sama tagi. Þetta er sennilega eina aðalpersón an í nokkurri kvikmynd sem átt hefur heila 5 tvífara. Mikil kvikmynd og sfórfengleg. En hvað hefur hlotizt af öllu þessu erfiði, sem stóð hálft annað ár og varð 10.000 Spánverjum velkomin tekjulind og dægrastytt- ing — að ekki sé talað um leik- arana sjálfa? Sophia Loren og Gary Grant á Spáni. Mikil kvikmynd, ein í hópi hinna mestu og beztu, þar sem getur að líta hrikafegurð óþekktra liéraða á Spáni, margbreytiiegar trúargöngur, flamenco-söngvar og -dansara og spænskt þjóðlíf, sem í raun réttri hefur ekkert breytzt síðustu 150 árin,- En umfram allt sumar stórfenglegustu fjöldasýn- ingar, sem sézt hafa síðan á dög- um Eisenstein og Pudovkins, — alvarleg kvikmyndalist sem ekk- ert á skylt við de Mille og annan Hcllyvvood gauragang. Og kvikmyndatakan sjálf var ógleymanlegur viðburður á Spáni. Telja má ao 50.000 manns hafi á einn eða annan liátt haft afskipti af kvikmyndinni, allt frá erki- biskupum sem þurftu að gefa leyfi til kvikmyndatöku í fornum kirkj- um og á kirkjulegum hátíðum, til sígauna. í Torrelaguna í Pyreneafjöllum, þar sém allir þorpsbúar gengu í þjónustu kvik- myndafélagsins bættist einnig heill flokkur sígauna í hópinn og fylgdu kvikmyndafólkinu hvert sem það fór. En einn daginn hurfu sígaunarnir fyrirvaralaust. Það var auðskilið hvert þeir höfðu farið. í Pamplona fór fram nautaat, og hvar áttu sígaunar betur heima en þar sem var fiesta og nautaat. En sígaunarnir höfðu sérstaka ástæðu til að sækja þetta nauta- at. Kramer var að ijúka störfum í þessum landshluta, en í Pamp- lona var annar framleiðandi, Darryl Zanuck, að hefja kvik- myndatöku. Þar var unnið að kvikmynd eftir bók Hemingways, „The Sun also Rises“. Sígaunarnir voru komnir á bragðið. Glæíraíör Þessa sjón gat nýlega að líta yfir götu í bænum Nihonbr.shi í Japan. Að lokinni svona sýningu, safna fjöl- leikamennirnir aurum hjá áhorf- endum. UM SKEIÐ hefir veðráttan leik- ið við menn, gvo að með fádæmum iwá telja. Júiímánuður hefir verið svo ljúfur og blíður að engir muna yndislegri veðráttu og júníimánuð ur var góður. Þetta er því fagurt sumar og gott sumar það sem af er íhér vestur á fjörðum. Sumarið var löngum kallað hæ'sti bjargræðistíminn og enn er það réttnefni að mörgu leyti. Sum arið er uppskerutími grasræktar- bænda. Það er framkvæmdatími í heimi vetrarríkisins. Og það er þvðingarmikil vertíð fyrir þá, sem sjóinn stunda, engu síður en aðr- ar vertíðir. NÚ LÍKAR bændum og fólki þeirra forkunnarvel að stunda hey skapinn í blíðu og árgæzku þessa sumars. Og litlir bátar sækja sjó- inn með góðum árangri úr hverj- um firði. Það hefir verið góður færaafli þetta sumar og sleitulaust stundaður. Náttúran er gjöful sem fyrr. EN ÞRÁTT fyrir þetta alit grúfa leiðir skuggar yfir framtíð okkar, svo að búast má við vand- ræðum eða jafnvel neyðarástandi innan fárra vikna. Kaupskipaflot- inn íslenzki er út úr starfi og flutningar að landinu og frá eru stöðvaðir. Og þó að heppni og fyr- irhyggja forsjármanna okkar hér vestra um aðdrætti hafi dugað til að firra okkur beinum vandræðum til þessa er þó öllum Ijóst að hverju dregur. Það er umsáturs- ástand og því lýkur ekki með cðru en neyð og hungri ef það helzt. Og svo mikið er víst, að sú stöðv- un, sem þegar er orðin, kann að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir vissar opinberar framkvæmd ir, sem mikils virði er að gerðar verði á þessu sumri. Hér skal ekki um það rætt hve réttmætar séu kröfur farmanna þeirra, sem nú stöðva flotann. Slík ir smámunir þykja ekki eiga er- indi fyrir almannasjónir í þessu lýðræðislandi. Menn hafa því litla að'stöðu til að dæma um slíkt. En það er líka önnur hlið á þessu máli. Það er engan vegin einkamál þeirra, sem í deilunni standa hvernig hún verður Ieyst. Það er þjóðmál, sem varðar hvern ein- asta íslenzkan rriann. Það er fyllilega úrelt að sveita alla þjóðina og rýra iífskjör henn- ar um hundruð milljóna á einu ári út af ósambomulagi um launakjör örfárra manna. Um þetta munu all ir vera sa'mmála út af fyrir sig. Engin óskar eftir slíkum herkostn aði eða mælir honuim bót. ÞAR MEÐ er þó engan veginn sagt að vandinn sé ekki annarr en sá að verða við kröfum mannanna og gera þá ánægða, svo að ekki komi til stöðvunar. Þegar það er viðunkennt af öllum að nú sé skipt upp milli iannastétta landsins 500 milljónum króna árlega umfram það sem aílast, þá mun flestum orðið ijó'st að vandinn er einhver annar en að skipta meiru. Það hefir leitt gengislækkun yfir þjóð ina að skipta m-eiru en aflast. í dag eru hluta'skiptin þannig að það vantar hálfa aðra milljón á hverju kvöldi til þess að aflinn dugi svo að hver fái sitt. Þeir peningar eru sóttir til manna aft- ur. Það er sjálfsagt hægt með litlu meiri vinnu og fyrirhöín að láta menn á sama bátt endurgreiða tvær til þrj'ár milljónir á hverju kvöldi en það væri sú niðurstaða sem fengi'st ©f því að reyna að gera alla ánægða með því að verða við öllum kröfum allra um hækk un og „kjarabætur“. VITANLEGA verður það lengi áPtamál og ágreiningsmál hvernig rét? sé að skipta þjóðartekjunum og hver launakjör hver stétt skuli hafa. Um það er eðilegt að menn deUi. Um það verður að semja. En þeii samningar og deilur mega bara ekki fara farm með þeim hætti að öllum verði til bölvunar og þjóðin sé fátækari eftir. Eins og hagfræðilegum vísind- um og skýrslum er nú komið, er það ekki einasta eðlilegt, heldur blátt áfram og beinlínis sjálfsagt, að þjóoartékjur í heild séu lagðar til grundvallar almennum tekjuin og launakjörum í Iandinu. —• Greiðslugeta atvinnuveganna og lífskjörin í landinu hlj'óta hvort eð er að fara eftir því hverjar þjóðar tekjurnar eru. Hins vegar er ekki víst, að stætt sé á því hverju sinni að láta þá, sem tækjunum eiga að stjórna og fámennan hóp starfs- manna eina öllu ráða um það, hver verða ákveðin. STÉTTARSAMTÖKIN hafa á síðustu áratugum vaxið til mikilla á'hrifa og óbeinna valda í landinú. Þetta er tvímælalaust góð bróun og réttmæt og ekki nema eðlilegt að það taki nokkurn tíma að fella þjóðfélagsmálin og skipulag þeirra að þeim ástæðum. Stéttarsamtök- in hafa líka haft oflítið að segja af hreinni ábyrgð þess, sem trúað er fyrir heinu valdi. Það er eðli- legt, þar sem þau hafa hingað til lengstum orðið að taka sér valdið með baráttu en verið lítill hlutur ætlaður lengi að lögum. Nú er hins vegar svo komið, að alþýðu- samtökin eru vald, sem allir viöur- kenna og hver einasta ríkisstjórn veit að hún verður að taka tillit til. Þá er heldur ekki eftir neinu að bíða með það að kannast við þetta í verki og fela þessum sam- tökum beinlíni'S að réttum lögum það þýðingarmikla starf að á- kveða launahlutfall sinna starfs- stét-ta og semja við framleiðslu- stéttir og ríkiisstjórn um verðlag og launakjör í landinu. ALÞÝÐUSAMBAND íslands á að gæta hagsmuna þeirrar alþýðu, sem skipar stéttarfélög þess og þá meðal annars á þann hátt, að tryggja þjóðina og vernda gegn ó- tímabærum styrjöldum og skorti og tjóni sem þeim fylgir. Það kalla ég ótímabæra styrjöld ef t. d. kjöt- iðnaðarmenn, mjólkurfræðingar eða matreiðslumenn á kaupskip- um k'nma af stað langvinnri stöðv- un eða einhvers konar tilfinnan- legum truflunum í fram'leiðslu og atvinnulífi með ósanngjörnum kröfum um launa'kjör sín. Hins vegar virðist mér, að engum sé betur til trúandi og engum standi nær en sambandi íslenzkrar al- þýðu að ákveða réttlátt hlutfall milli launa starfshópa og stétta. Tækist AlþýðU'samband íslands þennan vanda á hendur og reynd- ist honum vaxið, myndi þ.ióðin græða nokkra tugi milljóna á hverju ári, eða segjum að hún sparaði sér það með því að létta af sér heimskulegum herkostnaði. Jafnframt því ætti svo að lögfesta rétt og skyldu Alþýðusambandsins til að fylgjast með árfegum reikn- ingum hagstofu og þjóðhanka á þjóðartekjum og grundvelli ailra launakjara í Iandinu. Sú áhætta, sem alþýðusamtökin tækju á sig vegna hætiunnar af innbvrðis deil um um launa'hlutfail yrði þá að nokkru bætt með sterkri aðstöðu að lögum, og stærra hlutverki og meira valdi. í RAUN OG VERU er það ekkert vit að láta eins og menn viti bað ekki, að fjöldasa'mtökin geta verið og eru oft sterkari en allir aðrir í iandinu, hvað sem stjórn'skipun- arlögin segja. Þess vegna er það eitt skynsamlegt að kanna=t við þetta fyrir sjá'lfum sér og öðrum og fá þessum samtökum að lögum vald og ábyrgð. Hvenær hefir ver- ið farið vel með það vald, sem eng in toein ábyrgð fylgdi? ^ ÞAÐ ER sjá'lfsagt smávægilegt atriði fyrir obkur, útkj'álkamenn vestur á fjörðuim, hvort skip-tjór- ar á hafskipum fá 10 þúsund eða 12 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hitt þykir okkur miklu Varða, að góðæri sé ekki snúið í hallæri æ (Framhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.