Tíminn - 17.08.1957, Qupperneq 5

Tíminn - 17.08.1957, Qupperneq 5
TÍMINN, laugardaginn 17. ágúst 1957, Starf bóndans er ræktunar- og frið- arstarf, andstætt öfgum og rótleysi Davíí Stefánsson frá Fagraskógi flutti snjallt og viturlegt ávarp á nýíiðnum bændadegi Eyfiríinga Nýlega héldu Eyfirðingar sinn fyrsta bændadag, og vönd- uðu vel til dagskrár. Var fjölmenni samankomið að Stærri- Árskógi þar sem hátíðin fór fram. Davíð skáld Stefánsson tal- ar sjaldan á mannfundum, en þegar hann gei’ir það, er það ætíð minnisstætt. Hann heiðraði þennan fyi'sta bændadag með því að flytja minni Eyjafjarðar os evfir7kra bænfla Erlingur Davíðsson ritstjóri Dags á AkurejTÍ birti nýlega í blaði sínu frásögn af bændadegin um, og rakti þar nokkuS ræðu þjóðskáldsins. Timinn hefir feng ið leyfi hans til að endurprenta meginmál greinarinnar og fer það hér á eftir: Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi stendur föstum fót- um í eyfirrkri mold og hefur aldrei slitnað úr tengslum við fortíð sína eða arfleifð. Átthaga- tryggð lians er viðbrugðið og hann ann nátturu landsins af heil um hug. — Vaknandi jörð og vax andi blóm, vængjaður gestur á vordegi, og ölduniðurinn við ströndina er Iifsnautn hans og' virðingu hans og olnbogabörn virðingu hans og of t olnbogabörn in djúpa samúð. — Þess vegna munu ljóð hans lifa meðan sól vermir norðlenzkar byggðir og þess vegna fær hann betri á- heyrn í ræðustól en aðrir menn. Þar sem hin ágæta ræða þjóð- skáldsins mun ekki auðfengin til birtingar, verða endursögð nokk ur atriði hennar. I - * I Á Sólarfjalli Skáldið minnti á söguna um fyi’sta eyfii'zka landnámsmann- inn, Helga mágra, sem fyrsta veturinn dvaldi á Hámundárstöð- um, en reisti ^íðan bú að Krist- Jiesi og bjó þar síðan. Helgi gekk á Sólarfjall, er hann skyggndist um sveitir og vaidi sér búsetu. Hann skýrði bæ sinn Kristnes í þakkarskyni við skapara sinn. Ræðumaður sagði, að því væri oft haldið fram, jafnvel af lærð- um mönnum, að ísland væri á takmörkum hins byggilega heims. JSlíkt væri þó hið fávíslegasta fleyp ur. Lífsbaráttan hefði aldrei bug- að hinn íslenzka kynstofn, heldur eflt hann að manndómi og þroska. Hér væri að vísu svalt loftslag, en landið okkar væri aftur á móti laust við eitruð -skorkvikindi og éargadýr. Einnig við hina ægilegu bruna hita, sem væri öllum kulda verri, flóðbylgjur, hitabeltissjúk- dóma o. m. fl., sem hvarvetna væri við að stríða í heitum lönd- um. Það þrifist líka leti og þýlyndi er víða væru þjóðarlestir. Á ís- landi hefðu menn æft og þjálfað huga og hönd og náð svo íangt í verklegum og andlegum efnum að við gætum hiklaust horfzt í augu við umheiminn og borið höfuð hátt. Frelsift aflgjafi framkvæmdanna Þá vék Davíð Stefánsson nokkr- um orðum að sjálfstæðisbarátt- unni og fengnu fullu frelsi og fullveldi og þeim geysilega fjör- kipp sem fýgt hefði frelsinu. — Túnin hefðu stækkað margfald- lega, skipastóllinn aukizt mjög ört og það sýndi sig, að arftakar 1 Helga hiris' magra væru forfeðr- unum engir eftirbátar í mann- dómi. En á vélaöld skyldi varast mjög að láta mannsheilann sljóvgast. Menn yrðu öðru hvoru að taka fyrsta landnámsmanninn til fyrirmyndar og ganga á Sólar- fjöll til að öðlast víðari útsýn. Hann bar saman hin friðsömu og hljóðlátu störf bænda, sem þó hafa tekiö vélarnar í þjón- ustu sína, og hins vegar þeirra, er í stærra masli en nokkru sinni fyrr framleiða vítisvéla og stela með því gæfu þúsundanna. Hánn minnti Davíö Stefánsson i ræSustól á störf bænda og sjómanna, húg- ■vit þeirra og harðfylgi til stór- felldrar sóknar við að auka gróðr armátt moldar og draga feng úr djúpi. Eða hvort væri ekki þeirra hlutskipti í meira samræmi við sanna menningu, en þeirra her- fræðinga, sem sáðu sprengjum, er mannkynið uppskæri hörmung ar og tortímingu af? Hvort væri ekki staða bóndans virðulegri í hógværð sinni og í meiri snert- ingu og samvinnu við lífið sjálf? Bóndinn tæki ekkert af öðrum, sveitirnar væru enn og mundu verða hið nauðsynlega jafnvægi þjóðarinnar og gróðrarreitir ís- lenzkrar menningar, svo sem verið hefði til þessa. Flestir mestu gáfumenn og andans fröfmuðir væru fæddir í sveit og hefðu not- ið þar kyrrðarinnar og friðarins, sem mannssálinni, eins og blóm- unum, væri nauðsynleg til að gróa. Ræktunar- og fríðarstarf Og skáldið bað bændur að minn- ast þess, að þeir væru frjálsborn- ir menn, en hefðu þýðingarmiklu hlutverki að gegna, og heiglar mættu þeir aldrei vera eða haldn- ir minnimáttarkcnnd og að því skyldi ávallt stefnt, að allir nytu hæfileika sinna og krafta. „Ein- staklingurinn varðar mestu. Án þroska hans er allur félagsskapur einskis virði,“ sagði ræðumaður. „íslenzk bændastétt þarf ekki að vantreysta gæfu sinni. Erfiðleik- unir eru alls staðar, og það er ífsins Iögmál að lxver maður verð xr að glíma við sín Grettistök í lífsbaráttunni. Og hver er of góður til að reyna krafta sína? Hver er borinn til þess að flatmaga á dúnsvæflum og gleypa rjóma- froðu og háma í sig kökur? Anilóð óðinn hefur bannfært sjálfan sig,“ ;agði skáldið með áherzlu. Búskapur á ekkert skylt við hernað eða happdrætti, eftirsókn eftir vindi né verðlaunafýsn. Hann er hið hljóðláta og virðulega starf >em veitir vel fenginn arð, ef allt gengur að óskum. Framleiða bónd ans cr ekki frá neinum tekin. Hún er uppskera jarðar og ávöxtur, lífs vdðurværi heiðarlegra manna, sem að loknu dagsverki geta gengið til hvíldar án alls samvizkubits. Starf bóndans er ræktun og friðarstarf, mdstætt öfgum og rótleysi. Það ituðlar að jafnvægi þjóðfélagsins Dg andlegum þroska“, sagði Davíð Stefánsson, m. a. í ræðunni. Ræðumaður sagði, að nú myndi Helga magra vel líka, ef hann stigi niður af fjallinu og liti byggðir Eyjafjarðar, svo byggilegar væru þær nú og manndómur mikill í bændastétt. Hverri jörð væi’i skil að betri og lífvænlegri í hendur afkomendanna og vinnugleðin væri enn hinn sanni fögnuður allra þeirra manna, sem lifðu og störf uðu með gróandi jörð. Ljúft væri og skylt að minnast forfeðranna og blessa þá, en það skyldu menn gera í störfum sínum fyi-st og fremst. Slíkt væri ekki neitt dekur við fortíðina, en aðeins virðing við arfleifð okkar. Davíð Stefánsson bað menn að lokum að vanrækja ekki að ganga á hin andlegu sólarfjöll, en það væri hverjum manni nauðsyn til að skynja feg'urð lífsins og öðlast vizku til að elska skapara sinn. Vel af staíj farið. Segja má að fyrsti bændadagur Eyfirðinga hafi tekizt mjög vel og var það ágætlega til fund ið að halda hann hátíðlegan fyrsta sinn í þeirri sveit, þar sem landnámsmaður byggðarinnar, Helgi magri, hafði búsetu í upp- hafi. Þá mun það hafa heppileg áhrif að unga fólkið var virkur þátt takandi innan Ungmennasambands Eyjafjarðar. E.D. Skákmót Taflfélags Hafnarfjarðar hefst á sunnndaginn kemur Þar keppa m.a. Friðrik, Pilnik, Benkö og Ingi R. Um næstu helgi hefst skákmót Taflfélags Hafnarfjarðar en þar keppa tíu skákmeistarar. Keppnin hefst klukkan tvö á sunnudaginn í Góðtemplarahúsinu og verður teflt á hverju kvöldi. Þetta er fyrsta stórmótið, sem haldið er í Hafnarfirði og verður nokkurs konar alþjóðamót, þar sem tveir útlend- ingar, þeir Herman Pilnik og Ungverjinn Benkö, keppa þai við Friðvik Ólafsson og Inga R. Jóhannsson. Tíu keppendur taka þátt í þessu skákmóti Taflfélags Hafnarfjarð-I ar. Verða fjórir úr Reykjavík og fjórir úr Hafnarfirði, auk þeirra tveggja útlendingar, sem áðúr er getið. Keppendur úr Reykjavík eru: núverandi íslandsmeistari í skák, Friðrik Ólafsson og skák- meistari Reykjavikur, Ingi R. Jó- hannsson, en hann er nýkominn heim. Þriðji keppandinn er Jón Pálsson, en endarvlega er ekki á- kveðið hver verður sá fjórði, en annað hvort verður það Kári Sól- mundarson eða Ásmundur Ás- geirsson. Hafnfirðingarnir. Keppendur frá Hafnarfirði eru Stígur Herlufsson, núverandi skák meistari Hafnarfjarðar, Sigui’geir Gíslason, Jón Kristjánsson og Árni G. Finnsson. Mótsstjóri verð- (Framhald á 7. síðui. Arður búanna Misjafn arÖur af fjárbúum Eftir Pál Zóphóníasson ÉG MUN nú nefna dæmi um misjafnan arð fjárbúa. Bóndi, sem við skulum kalla A, ótti haustið 1955 28663 fóðurcining- ar, sem svarar til 57326 kg. af töðu eða 573 töðuhestum, og er þá í því fóðri talinn allur fóður- bætir, sern hann gaf veturinn 1955—56, þó að hann væri ekki allur heima hjá honum að haust inu. Á þetta fóður setti hann 2 kýr, 1 vetrung, 2 hross og 200 fjár. Þetta er góður ásetningur á heyin, og hann stendur ekki einn um það, það hafa allir í hans hreppi gert um langt skeið, enda aldrei orðið fóður- lausir. Þeir hafa gert samþykkt um, hve mikið fóður hver bóndi skuli eiga á haustnóttum (eða eiga víst í kaupstað) og gæta þess vel að henni sé hlýtt. Miða þeir þá nú oi’ðið við að fóðra. allar skepnur til mikillar afurða gjafar og hafa næg hey, þó gefa þurfi fram í fardaga. Siðan fjár- skipti fóru fram, hefir þeim þó ekki heppnazt enn að fá eins margt af ám sínum tvílembt og áður var, en með ári hverju fjölgar þó tvilembunum. A FÉKK þennan arð af búl síriu: 253 lömb eða 1.27 lamh eftir hverja fóðraða kind, og þó hleypti hann ekki til lamb- gimbranna, en það gera sumir, sem hafa næg hey, með góðunx árangri (aðrir misjöfnum). Líf- lömb reikna ég með sama fall- þunga og meðal sláturlamb, og fæ á þann hátt dilkakjötið eftir ærnar: kr. 72.320.0Œ Dilkakjöt 4520 kg. á 16.00 pr. kg. Ærkjöt var 400 kg. og er sleppt Ull 300 kg. cða lVz kg. af kind, kg. á kr. 10.00 — 3.000.0Í Gærur 899 kg. á kr. 10.00 pr. kg. — 8.990.00 Mjólk 8085 kg. á kr. 2,50 pr. kg. — 20.212.00 Stórgripakjöt 280 kg. á 16.00 pr. kg. 4.460.00 Alls kr. 109.599.00 Hér er sleppt slátrum, mör og fleiru, sem lítið segir og sleppi ég þvi þá eðlilega líka hjá bónda B, sem ég tek til saman- burðar. Og þemian ai’ð hefði þessi bóndi fengið, hvernig sem vetur hefði orðið og hvenær sem vor- ið og grængrasið hefði komið, þ. e. þó að það hefði ekki komið fyrr en um fardaga, en lengur hefði fóður hans varla enzt. Búskapur hans er orðinn ár- viss með þennan arð, en arður- inn á eftir að vaxa, með fjölgun tvílemba. Til samanburðar við þennari bónda tökum við bónda B. Hann býr í annarri sveit, þar sem er trúað á bústærðina. Trúað, að ai-ðui’inn af búunum fari eftir fjölda búfjárins, og því alltaf sett á fremsta hlunn með ásetn- inginn. Yfirleitt er reynt að hafa það fóður til á haustnótt- um, að það nægi í góðum — kannske meðal — velri, til þess Dilkakjöt 2335 kg. á lcr. 16.00 pr. kg. kr. 31.250.0C' Ull 220 kg. (0.61 kg. af kind) á 10.00 kr. kg. — 2.200.06 Gærur 456 kg. á kr. 10.00 pr. kg. — 4.560.00 Mjólk 6600 kg. á 2.50 — 20.212.00 Nautakjöt 562 kg. á 16.00 kr. pr. kg. — 8.992.00 að fóðra fénaðinn ,svo að Iianu lifi, og gefi einhvern arð, mis- jafnan eftir vorinu. B. átti nokki’u meiri hey en A. Hann átti 31250 fóðureiningar eða jafngildi 62500 kg. af töðu eða 625 hestum og er þá lika hjá honum talinn fóðurbætii’, sent hann gaf, en sem ekkí var heima að haustinu, en hann átti vísan í kaupstað. Á þetta setti hann 3 kýr (hinn 2), 3 vetrunga (hinn 1), 5 hross (hinn 2) og 266 fjár (hinn 200). Ásetningurinn er ekki góður og fóðrið var alls ónógt ef hart yrði. Þessi bóndi fékk þessar af- urðir af sínu búi: 168 lömb eða 0,46 eftir fóðraða kind (hinn 1.27). Hann hleypti ekki til lambgimbranna frekar en A. enda mundi hann hafa haft lít- inn hagnað af því. Líflömbin eru áætluð með meðalfallþunga sláturlambanna, eins og hjá A. Alls kr. 67.214.00 Og er þá sleppt slátrum, mör o. fl„ sem sumt hefir ef til vill verið meira en hjá A (hú'ðir), en annað (slátur) aftur minna. Arðurinn af þessum búurn er misjafn og miklu minni lijá þeim bóndanum, sem hefir stærra búið, og ekki fóðrar fén- aðinn, til þess að hann gefi þær afurðir, er hann getur, heldur aðeins til að halda honum lif- andi. Það munar um 42385 kr, Og svo halda menn, að þa'ðr borgi sig að hafa hausana nógu marga. Dæmi úr tveim sveitum Rétt er að taka annað dæmi úr öðrum tveim sveitum og þá sinn bóndann úr hvorri. Við skulum kalla þá D ög F. Fóðurein 1955 16300=32600 kg. taða=326 h. Á þær var sett: 16200=32400 kg. taða=324 h. Kýr 3 3 Vetrungar 0 0 Hross 3 3 Sauðfé 178 120 Afurðir: Dilkar 135 142 Dilkakjöt 1930.5 kg. 30888 kr. 2584.4 kg. 41330 kr. Ull 200 — 2000 — 183 — 1830 — Gærur 375 — 3750 — 412 — 4120 — Mjólk 5500 — 13750 — 7270 — 18175 — Alls kr. 50388 65455 Arðsmumir búanna er Iiér 15067 ki’. og minni, þar sem mörgu hausarnir eru. Ég gæti tekið marga tugi bænda, og borið saman arð búa þeirra á þennan hátt, og alltaf er útkoman sú sama. Þar sem skepnurnar eru ekki hafðar fleiri en það, að hægt sé að (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.