Tíminn - 17.08.1957, Page 6

Tíminn - 17.08.1957, Page 6
6 T f MIN N, Iaugardaginn 17. ágúst 1957. STJÖRNUBÍÖ Slml 1S934 Same Jakki (Eitt ár meS Löppum) Hin fræga og bráðskemmtilega litmynd Per Höst, sem allir ættu ag sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Per Höst segir frá Löppunum áður en sýningar hefjast. GuSrún Brunborg. HAFNARBÍÓ Siml 1-64-44 í viíjum óttans (The Prise of Fear) Spennandi ný amerísk saka- málamynd. Merle Oberoon, Lex Barkc-r. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BlÓ Sfmi 1-11-82 VERA CRUZ Heimsfræg, ný, amerísk mynd, tekin í litum og SuperScope. Gary Cooper Burt Lancaster Ernest Borgnine Denise Dancel Sýnd kl. 6, 7 og 9. Bönnuð börnum innin 16 ára. TJARNARBÍÓ (Sími 2-21-40) Svarta tjaldiU (The Black Tent) Spennandi og afburða vel gerð og leikin ný, ensk mynd, í lit- um, er gerist í Norður-Afríku, !— Aðalhlutverk: Anthony Steel, Donald Sinden, og hin nýja ítalska stjarna Anna Maria Sandi. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíé Siml 113*4 Skýjaglópur (Masser af Passer) Sprenghlægileg ný, sænsk gam anmynd. — Danskur skýring- artezti. — AðalhLutverkið leik- ur vinsælasti grínleikari Norð- urlanda: Dirch Passer —• lék m. a. í hinni vinsælu kvikmynd „f draumalandi, með hund í bandi". Snd kl. 5, 7 og 9. Hafnarfjarðarbíó Sími 50249 Bernskuharmar (Ingen tid for kærtegn) Ný dönsk úrvalsmynd. Sagan kom sem framhaldssaga í Fam. Journal s. 1. vetur. Myndin var verðlaunuð á kvikmyndahátíð í Berlín í júlí í sumar. — Aðal- hlutverk: Eva Cohn, Lily Weiding, Hans Kurt. Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Sýnd fel. 7 og 9. NÝJA BÍÓ Simi 1 1544 Ævintýrama’Sur í Hong Kong (Soidier of Fortune) Afar spennandi og viðburða- hröð ný amerísk mynd, tekinj í litum og . CINEMASCOPE. Leikurinn fer fram í Hong 1 Kong. — Aðalhlutverk: Clark Gable, Susan Hayward. Bönnuð börnum yngri en 12 [ ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Leit a$ gulli (Night Hilis) Afar spennandi ný amerísk mynd í litum. David Wain, Keenan Wynn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. BÆJARBÍÓ >- HAFNARFIRDI — Siml 501*4 3. vika. Hættuleiífin Frönsk—ítölsk verðlaunamynd eftir skáldsögu Emil Zola. — Aðalhlutverk: Simone Signoret, Raf Vallone. Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. ÞaS gerist í nótt Hörkuspennandi og óvenjulega djörf ný sænsk mynd. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum. GAMLA Bíó Sfml 1-1479 Dóttir arabahöfðingjans (Dream Wife) : Bráðsæemmtileg bandarísk gam anmynd um íiáunga, sem taldi sig hafa fundið „hina full- komnu eiginkonu". Cary Grant, Deborah Kerr, Betta St.John. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ford ’53 (F. 250) Skúffubíll lVé tonn með grindum og segli. Mjög vel; með farinn og glæsilegur' bíll. Aðal Bílasalan, Aðalstræti 16. sími 1-91-81, Skolrauðu hestur! (sótrauður) tapaðist frá! Brjánsstöðum í Grímsnesi; fyrir nokkrum vikum. Þeir, sem gætu gefið upplýsingar; um hestinn, geri aðvart um! símstöðina Minni-Borg. MARTHA OSTENSO RÍKIR SUMAR í RAUÐÁRDAL m 105 - Hamingjan góSa barn, það er enn þá heitara, svaraði Mag dali um leið og hún tók fall ega bakaða brauðhleif úr ofn inum og setti á boriðð. Hún var þessa stundina með all- an hugann við það, hvernig hún ætti að ganga frá nýja kjólnum hennar Magdis. Efn ið var hvítt með fölrauðu og grænleitu blómamunstri. Tízk an hafði breyzt mikið sein- ustu árin og Magdali þóttist sjá, að hún yrði að hugsa nokk uð fyrir dóttur sína í þessu efni. Hún virtist ekki hafa dug í sér til þess. Hún ákvað með sjálfri sér að bezt myndi að hafa kjólinn með hálf- víðum ermum og dá- lítið fleginn. Það myndi taka þær mæðgur alla næstu viku að koma upp kjólnum í frí- stundum sínum. Næsta sunnu dag væri líka fyrsta tækifær ið, sem gæfist til þess að taka á móti George Grossman. Mag dali var nokkra stund áhyggju full er hún sugsaði um Croq uet-settið. Það var orðið svo slitið og af því öll gylling vegna þess hve Olina hafði skilið það oft eítir úti í rign ingu. En svo datt henni í hug að Karsten hlyti að geta flikk að upp á þaö með litunum í,' þessum túbum sínum, sem hann lika ætti eitthvað af enn þá. Hún var fegin að hún hafði keypt handa Magdis támjóu, hvítu lambsskinns- skóna. Þeir myndu draga úr því hve fótstór hún var. Nú þegar það var ekki lengur ósiðlegt að sýna svolítið á sér leggina, þá var hún sjálf orðin svo gömul að henni stóð á sama um það. Hamingjan góða. Hún var orðin hálffimmtug, tveim ár- um eldri en ívar. Raunar fannst henni sjálfri að hún hún væri alls ekki svo gömul. Að vísu var hún svolítið feit- ari og þyngri á sér en áður, eftir að hafa átt börnin. En það var ekki eitt einasta hvítt hár á höfði hennar. Hún velti því fyrir sér hvort það hefði ekki verið skakkt af sér að kaupa ekki gerfiflétturnar, sem voru til sölu hjá Prudens Emporium og kostuðu aðeins tvo dollara. Þær voru 20 þuml ungar. Hárið á Magdis var þykkt, en það var fremur stutt og náði alls ekki niður í mitti. Nú en falska hárið hafði held ur ekki verið alveg nógu dökkt á litinn. Eitt var hún alveg á- kveðin í að láta dóttur sína gera. Hún varð að klippa sig þannig að unnt væri að láta hárið liðast eins og því var eöli legt. Undarlegt hvernig dóttir hennar gat látið sér detta í hug að greiða hárið alveg. Það var greinilegt, að stúlk an var hrifin af George Gross man. — Það hvernig hún eld roðnaði í hvert sinn sem hann var nefndur sannaði þaö. Og þá skyldi maður nú halda að eðlisávísun segði stúlkunni að halda sér svolítið til fyrir honum. Magdali hristi höfuð ið og andvarpaði. Það var þá ! heldur öðru vísi með Solveigu. Hún gat ekki gengið svo fram hjá spegli, að hún þyrfti ekki að skoða sig í honum. Hún var alltof falleg stúlkan sú, og vísast að henni yrði það til ógæfu. Eftir eitt eða tvö ár gæti hún gifzt hvaða manni sem væri í sveitinni — já hún myndi meira að segja geta valið úr mönnum í öllu fylkinu, ef hún gerði sér nokk urt ómak í þá átt. Það var nú þegar svo, að hver einasti karlmaður, sem sá hana snar- stanzaði og glápti á hann, en hún herpti bara saman varirn ar og leit varla á þá. En var nú víst að hún hunzaði þá alla? Upp á síðkastið hafði henni fundizt . . . nei. Hún hafði ekki merkt neinn sér- stakan glampa í augum dótt ur sinnar. Með haustinu færi hún í skólann í Moorhead og lyki þar skólagöngu sinni. Það kynnu að verða meiri vandræði með Olinu. Hún var auðvitað ekki nema 11 ára og ómögulegt að segja, hvern ig hún myndi arta sig telp an. En hún var afslepp eins og áll. Til hvers stóð nú telpan þarna og sneri tágrönnum fót leggjunum hverjum um ann an? Hún leit alltaf út eins og hún fengi ekki nóg að borða. — Ertu svöng Olina? Fáðu þér sjálf sultu og . . . — Nei mamma, ég held ég ætti heldur að fara með kald ar áfir niður eftir til hans Karstens, finnst þér það ekki. Hann vinnur á suðausturakrin um og það er svo nálægt sól inni, er það ekki? Magdali brosti og klappaði lauslega á kinn telpunnar. Barnið líka gott í sér og hug- ulsamt, ekki vantaði það, þrátt fyrir þetta kynlega álfalega háttarlag. Bíddu þangað til ég er bú in að baka brauðin og þá skal ég búa til handa þér kollu með ísblöndu, sem þú getur farið með til hans, og svo lit- ið af áfum líka. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii I Sjómenn athugið | Til sölu er opinn vélbátur, ca. 6 tonn. Báturinn er ný- 1 legur, sterkur og vel með farinn. í bátnum er atlasdýpt- E 3 B B E E E E B E S armælir og góð línuvinda. Bátnum getur fylgt bezta teg- I E | und nælon ýsunet, ýsulóð og þorskanet með tilheyrandi. | Verðið er afar sanngjarnt. Upplýsingar í síma 50467. em«mn»aiimiiiiim!immmiiimiiiiiiiiiiiiiimiiimiimmmiimiuiiiiiiiimmmmmmmmi!iiiiimmmii Úrvals hangikjöt E *■ 1 3 3 i 3 Reykhús 1-70-80 og 14-2-41 E HiuiiiiniiuinniiiuiiHHiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiuiiiiiiiiimiiininnniiiiiiiiuiiiiii 3 3 3 3 E 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.