Tíminn - 08.09.1957, Page 6
6
T í M I N N, sunmtdaginn 8. septmHef T957,
Útgefandl: Fratnsóknarflokkurlnn.
Rltstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarlnsson (áb)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Sítnar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304,
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523, afgreiSslusími 12323.
Prentsmiðjan EDDA hf.
Hálendisvegur
í SUMAR munu fleiri
menn hafa lagt leið sína inn
á hálendi íslands en nokkru
sinni fyrr. íslenzka hálendið
seiðír til sín fleiri og fleiri
ferðamenn, erlenda og inn-
lenda, og þeir, sem. þangað
koma, óska þess yfirleitt að
geta komið þangað aftur.
Það myndi þó ýta mjög und-
ir þessi skemmtilegu ferða-
lög, ef hægt væri að koma
í framkvæmd þeirri hug-
mynd að leggja veg yfir há-
Iendið milli landsfjórðunga.
Jafnframt myndi það geta
haffc mikilvæga þýðingu fyr-
ir atvinnu- og athafnalíf á
Norður- og Austurlandi.
Þessu athyglisverða máli
um veg yfir hálendið, var
hreyft á Alþingi 1955, en þá
var samþykkt þar tillaga frá
Vílhjálmi Hjálmarssyni og
fleiri þingmönnum Fram-
sóknarflokksins um rann-
sóbn á slíku vegarstæði. —
Vilhjálmur flutti við það
tækifæri athyglisverða ræðu
uin þetta verkefni og þykir
rétfc að rifja hér upp nokkra-
kafla tir henni: _______
ÞINGMÖNNUM kann að
finaast, sagði Vilhjálmur,
aft’ hér sé ólíklegu máli
hreyffc. En það er a.m.k. víst,
að þetta er ekki nýstárlegt
mál. Þessi leið var farin að
fornu. Og landsnefndin svo-
kallaða, sem sett mun hafa
verið 1770 til að athuga um
vegaframkvæmdir og fleira,
sem til þjóðþrifa mætti
horfa, benti á þessa leið. Síð
ast, en ekki sízt, er svo þess
að minnast, að um þessar
slóðir hafa ýmsir ferðalang-
ar farið allmjög á bifreið-
um hin síðari ár.
Það kann að virðast vera
að bera í bakkafullan læk-
inn að fitja upp á nýjum
verkefnum á sviði vegamál-
anna, svo ærin sem þau nú
þegar eru fyrir hendi og
margt er ógert við þá vegi,
sem unnið er að. En rétt er
að benda á það, að hér er
aðeins um rannsókn að ræða.
Till. felur ekki annað í sér.
Og rannsókn á vegarstæðum
hlýtur, ef hún á að vera ýtar
leg, að vera æði tímafrek.
Það kemur ótal margt til við
val vegarstæðis og ekki sízt
Inni á hálendinu; úrkoma,
snjóalög, landslag, vatns-
fötl o.s.frv., einnig jarðveg-
ur á mismunandi stöðum.
SS*YRJA má, hvaða lík-
ur séu annars fyrir því, að
vegagerð yfir hálendið geti
hokkum tíma komið til
greina. Þeirri rannsókn, sem
hér er farið fram á að gerð
verði, er vitanlega ætlað að
gefa viö því rökstutt svar.
En nú þegar má þó gera sér
nokkra grein fyrir þessu
máli, og ég hygg, að það
megi a.m.k. fullyrða, að hug-
myndin sé engin fjarstæða
út af fyrir sig. Það var á-
reiðanlega ekki út í bláinn,
að fyrri tíma menn völdu
þessa leið. Þeir þurftu að
miili fjórðunga
komast snemma sumars milli
landsfjórðunga á ferðum
sínum til Alþingis, og þeir
völdu þessa leið vafalaust
vegna þess, að hún hefur
verið tiltölulega snemma fær
og tiltölulega greiðfær. Og
stytzt er hún vitanlega. Það
er augljóst., að inn til lands-
ins er úrkoma minni en niðri
við ströndina, og vötn eru
þar einnig minni og þau eru
orðin, þegar nær dregur sjó.
Einnig eru línur landslagsins
mýkri inn til landsins en úti
við ströndina, a.m.k. vestur-
norður- og austurströndina.
Nú þegar hefur verið ekið
af Rangúrvöllum um Sprengi
sand og norður í Bárðardal.
Á þeirri leið' er langstærsta
torfæran Tungnaá, en hún
er óbrúuð, og þarf á hana
töluvert dýra brú. Að feng-
inni brú á Tungnaá , merk-
ingu vegar norður sandinn
og lagfæringum á minni tor-
færum yrði þessi leið þegar
orðin allgreiðfær sterkum
bílum. Mætti hugsa sér það
sem fyrsta áfanga, þegar þar
að kæmi, að hægt væri að
sinna þessu verkefni, að
brúa Tungnaá og opna þar
með möguleika fyrir sumar-
ferðir. Lengra fram 1 timann
sér svo hilla undir það, að
byggður verði myndarlegur
og fljótfarinn nútímavegur
á þessum slóðum, nokkurn
veginn beina línu frá Rang-
árvöllum norður i Bárðardal
með þverálmu norðan Vatna
jökuls til Austurlands.
. .... &r; —1
UM NOTAGILDI fram-
tíðarvega yfir hálendið skal
ég ekki vera margorður. Sú
byrjun að brúa Tungnaá
mundi strax hafa verulega
þýðingu. Eg trúi, að stórar
sveitir eigi á afrétt að sækja
yfir þessa á, og mundi brúin
spara þeim mikið vos og erf-
iðleika.
Það er líka engin vafi á
því, að framtíðarvegur á þess
um stöðum, þ.e. uppbyggður
nútímavegur, mundi hafa
geysilega þýöingu fyrir allt
atvinnu- og athafnalif um
norðaustur- og austurhluta
landsins, þann landshluta,
sem liggur lengst frá þétt-
býlustu svæðunum. Það, sem
gerðist, væri i rauninni það,
að þessi landshluti færðist
nær aðalþéttbýlinu, svo að
skipti hundruöum km. Og
augljóst er, að leið um þessar
slóðir yrði talin glæsileg
ferðamannaleið. Það er örð
ugt að gera sér fyrir fram
fulla grein fvrir notagildi
veaar í einstökum atriðum.
Hitt er alkunnugt, að sér-
hver nýr vegur kallar um-
ferðina yfir sig, ef svo má
segja. —
FLEIRI atriði úr ræðu
Vilhjálms verða ekki til-
greind að sinni. Þessi upp-
rifjun á ræðu hans sýnir
hinsvegar glöggt, að hér er
um merkilegt mál að ræða.
Það er sjálfsagt mál að sú
rannsókn sé látin fara fram,
„Að lesa hann er að uppgötva það,
sem börn skilja stundum í leyfisleysi”
í nýútkommi Helgafclli er
grein eftir einn ritstjóranna
Kristján Karlsson, um bók Þór
bergs Þórffarsonar, Steinarni
tala. Þetta er aðeins bókarum
sögn en bregður þó um lei<
skemmtilega skörpu leiftri yfii
Þórberg sem rithöfund. Tímini
birtir hér þessa stuttu greii
með leyfi höfundar.
Þórbergur Þórðarson. Stcinarnii
tala. Ilelgafell 1956.
Ef íslenzkir höfunclar vildu haf
riáð Stendhals og lesa á hverjur
morgni góðan pistil til að „liðk
sig‘r í máli og stíl, væri Þórhergui
Þórðarson tilvalin lesning. Mér e
ekki ljóst, hvort hann skrifar „fe;
urst mál“ á íslandi, af því að é.
veit ekki sem bezt, hvað átt er við
með því hugtaki, en hann skrifar
öðrum fremur smekklegt mól og
stffl. Sá smekkur á ekkert skylt við
ólistræna tilburði eins og mál-
hreinsun og því síður velsæmi;
hann er fyrst og fremst gáfa eins
og Irver önnur hagsýni. Þess vegna
er fáum hent að stæla Þórberg,
sem betur fer: hann er of persónu-
legur, en stfll hans lætur menn
samt ekki afskiptalausa. Það er
eins og felist í lnærri setninguj
spotzk ögrun að láta af ýmsum'
listrænum ósiðum, hátíðleik, I
feimni, tilgerð, fínheitum. (
Steinarnir tala er lýsing á
bernsku höfundar að Hala í Suð-
ursveit. Vera má, að einhverjir
sakni á köflum hins tnikla leiks og
fjörspretta, sem einkenndu t. d.
írásögn íslenzks aðals og Ofvitans.
En þvf má ekki gleyma, að höf-
undur er hér að lýsa friðsæluoi
heirni og tíma, sem standa næstum
þvi kyrrir í vitund hans. Og stíll
sögunnar er afburða skýr, rólegur
og fumlaus. Hann er klassískur,
hagnýtxu* stíll, sem teflir aldrei á
tvær hættur. Hið dularfulla og 6-
skýranlega á ríkan þátt í vitundar
lífi drengsins, og það er mikil list
að láta það aldrei komast yfir stíl-
inn, til að gera hann dnlarfullan
og óskýran.
Þórbergur Þórðarson er fyrst og
fremst mikill stilsnillingur og mik-
ill rithöfundur af því, að hann
hefir frumlega og óspillta sjón. Að
lesa hann er að uppgötva það, sem
börn skilja stundum í leyfisleysi,
en fullorðnir vilja ekki skilja, að
þeir séu yfirleitt ekki annað en
stórvaxin börn, sem hafi ánetjast
mjög flóknum ósiðum og beri þar
á ofan sligandi byrðar af stein-
runnum hugmyndum. Húmor hans
er í því fólginn að taka afieiðing-l
unurn af þessari vitneskju. Hannl
hefir alla tíð barizt gegn hugsana-
leti, efnishyggju, fordild, hræsni,
sjálfbirgingshætti: í stuttu m'áli
fullorðinstoætti, með öllum þeim
herbrögðum, sem listgáfa hans
leggur honum til, og þau eru ekki
fá. Ef annað bregzt, haslar hann
óvininum völl á sviði raunvísinda.
Ég held, að fyndnasti kaflinn af
mörgum fyndnum í Steinarnir tala,
sé frásögnin um landmælingar
hans, þegar hann er að stika út
vegalengdir í grennd við Halabæ-
inn. Hann varð auðvitað að gera
það cmeð leynd t. d. í röitkri, til
þess að hann yrði ekki ólitinn „al-
gjör fákur“. „Þetta voru mikilvæg
ar vegalengdir, af þvi að fólk
þurfti að ganga þær daglega,“ en
allir nema Þórbergur Þórðarson
létu sér nægja að vita þær svona
nokkurn veginn. Állka sinnuleysi
ríkti um áttirnar. „Það var sagt,
sem tillaga hans fjallaði um,
enda samþykkti Alþingi, að
htin skyldi gerð. Það er byrj -
unarskref þess, sem fyrr
en siðar á vafalaust eftir að
verða að veruleika, að vegur
verði lagður um hálendið,
og þannig bætt aðstaða af-
skekktra landsliluta og öll-
um landsmönnum opnaðir
mestu töfraheimar íslenzkr
ar náttúru.
Þorbergur i-oioarson
að hádegisstaður frá Haia væri1
vestur frá Breiðabólsstaðarbænum. I
Var það rétt hádegi, rétt suður?
Hver hafði sigtað það út? Og
hvernig gerði hann það? Eftir
lukku? En var sú kiukka rétt? Og
vaðan frá Hala sigtaði hann það
t? Frá hvaða dyrum? Eða af öðru
voru hlaðinu? Það gat munað
okkru . . En hann verður að
íta sér nægja „að slumpa til“.
>að er ekki kvalalaust. Það er ó-
igur vísindamannsins, sem skortir
'infaldasta tæki eins og kompás og
■jotihæfar upplýsingar frá fólkinu,
em trúði gagnrýnisl'aust á þessar
ttir. Og það er ósigur hins ein-
tæða persónuleika íyrir sljóleik
'jöldans. Söguhetjan Þórbergur
>órðarson ‘hefir beðið margan
sostulegan og sorglegan ósigur í
jálfstæðisbaráttu sinni allt frá
íréfi tii Láru og fram í þessa bók,
mátt fyrir vísindalega þrákelkni,
átreiknuð klókindi og ódrepandi
sálarþrek. Sú tvísýna barátta er
inntakið í öllum sögum hans eins
og fiestra annarra mikilla húmor-
ista, sem hafa sjálfa sig fyrir sögu
hetju. En rithöfundurinn Þórberg-
ur Þórðarson stendur alltaf með
pálmann í höndunum.
Sigurður Jóussoo írá Brírn:
Vigni í
Vignir Guðmundsson sendir
mér kveðju í Morgunblaðinu 17.
águst. síðast liðinn. Mér kom hún
dálítið á óvart. Ég vissi ekki að
grein mín í Mbl. 10. ág. ’57 væri
sá viðburður að tæki til fréttarit-
ara, en þegar á daginn kom að
maðurinn var í vor sem leið próf-
dómari tamningadeildar Hvann-
eyrarskólans, en ég staðinn að því
að hneigja mig varlega fyrir þeim
starfsemi skólanemenda, þá var
ekki furða þótt hann hrykki við.
Ég átti, þegar til kom, ekki að
verjast fregnritara, er segði frá
hörmulegum hryllingsatburði, held
ur dómara, sem hélt sig vera að
verja dómsatkvæði sitt fyrir órétt-
mætum aðfinnslum, en ótti sá er
hinn mesti misskilningur. Að visu
er varla til vonar að ég finni ó-
sanngirni hjá mér sjálfum, þótt
henni væri til að dreifa, en hér
er ekki svo víst sé um skoðana-
mun að ræða heldur aðeins um ó-
líka framsetningu. 1 fyrrnefndri
grein sagði ég, að til náms í bænda
skólum kæmu jafnt hestelskir
menn og lagnir sem hinir. Gaf þá
auga leið, að lagnu mennirnir
myndu gera venju betur ef þeim
vaeri til vióbótar leiðbeint, en ég
treysti engum til að hafa vit fyrir
sumum mönnum :í viðskiptum við
skepnur sízt ungviði, af því að
löngum er hvorki tími til íhlutun-
ar né kostur á að koma henni við,
en ég veit, að fljóthuga geðofsi er
búinn að svara trippunum sínum
með meingjörð áður en skynsam-
ur maður getur hindrað, þótt nærri
sé.
Ennfremur er óráð að stórhæla
fyrirtæki, sem tekur að sér að
vinna verk, sem margur gæti gert,
en menn eru ófúsir til að ganga
í. Hólið eykur aðsóknina með
vinnuhænir, en hún var nóg áður
þegar um það er að ræða að koma
af sér vanda, hættu eða striti, en
allt þetta er tamning hrossa. Glæsi-
sögur af niðurstöðum í slíkum til-
fellum bíta bakfiskinn úr mörg-
um öðrum að reyna að vinna það
sjálfur sem þarf að gera og togna
þá á árinni ef átak þarf til. Því
meira sem haldið er hjá iðnaðar-
manninum af áhöldum, tækni og
listfengi, þvi færra sér maður
heimasmíðar. Þess vegna lagði ég
áherzlu á það sem hætta var í
fólgin, þótt ég gæti hins, sem
betur var, af því að satt á að
segja, ef nokkuð er sagt. Annað
mál er svo hitt að ég sá riddara-
listir Hvanneyringa og reyndi að
nokkru á cigin hesti hér um árið,
og eins á annarra hrossum fyrr og
um líkan tíma. Fór þar stundum
niðurstaðan eftir upplagi hests-
ins, en aðra tíma eflir athöfnum
;varad
mannsins og þótti sá kosturinn
— með nokkrum undantekningum
þó — öllu lakari. Flestir þóttust
sjá að þarna rigndi ekki niður
kraftaverkum.
Vignir bregður mér um dálæti
á „villistóðsrækt". Sjálft orðið er
hugsunandlla og getur ekkert gef-
ið til kynna, nema óljósa hugsun,
fremur en hundurinn sem í einu
urraði og dinglaði rófunni.
Villidýr öll og villigróSur er
ræktunarlaust fyrirbæri.
Fornrit geta stóðs hjá mönnum.
Þau stóð voru, ef rétt er hermt,
ræktað búfé. Þeim var sinnt. Þau
voru snyrt og snotruð haldið í sam
stæðum hópum. Þannig óx hrossa-
stóliinn, sem hingað út var fluttur
á skömmum tima upp í það að
verða úr samtíningsdóti misjafnra
bænda hæfiiegar gjafir konungum
og lífgjöfum og þykja gersemar.
Síðan flytur öld af öld óþekktar
frægðarsögur íslenzkra hrossa.
Danakonungur kvað hafa lagt föl-
ur á Sóta Gríms Thomsens og lík-
lega ekki fyrir leti hans, klauf-
gengni né aðra skaðlega galla.
Svo hafa hross okkar haldið
gildi sínu fram undir 1900. Nú er
þar komið að ekki þykir nýtilegu
boði að svara á útlendum mark-
aði þrátt fyrir kappsamlegar til-
raunir hrossaræktarráðunauts Bún
aðaríélags íslands við framboðið.
Er þá að furða þótt mann fari
aftur að íanga í stóð, sem metið
væri að fornu lagi eftir svip og
hreyfingum en ekki eingöngu
eftir máli og misgóðri tamningu?
Ég tek það því enn fram, að
þótt einhverju af þeitn epurning-
um, sem bufræðingar telja sig
vilja vita svar við, kunni að fást
betur svarað á sýningu taminna
hrossa en við athugun ómældra
stóðhrossa, þá er það nytjalítið fyr
ir bændur. En kannske sýningarn-
ar eigi aðeins að vera fyrir ráðu-
nautana haldnar, og til þess ætlað-
ar að þeir geti fengið nákvæmar
töflur yfir stærð og hlutföll
þeirra hrosslíkama, sem næstu
bændur nenna að ómaka á sýning-
arstaði.
Sú mun ástæða fyrir núverandi
útilokun stóðs frá sýningum, að
erfitt þykir að mæla stóð. Menn
eru fáir i sveitum og hafa mikið
að gera. Blauðum mönnum og löt-
um býður íslcnzkur vinnuveitandi
heldur varla ófýsilegra starf en
fljúgast á við stóðhross, og slíkir
menn finnast enn í sveitum, þótt
margt af þeim hafi flutt að sjó.
En fái ég glöggan ráðgjafa vil ég
heldur augnamál hans á uppaln-
ing' minn mér til fróðleiks en
spottamæiingar hvaða vísinda-
(Framhald á 8. siðu.I