Tíminn - 08.09.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.09.1957, Blaðsíða 8
8 T f MIN N, sunnudaginn 8. september 1951 Vigni svarað Framhald af 5. siðu. manns sem væri, en bezt væri að ' saman færi og vísindamaðurinn væri glöggur. Þar sem Vignir Guðmundsson var svo heppinn að hafa 1 æsku kynni af „Eyfirðingum fram“ og ríðandi mönnum þar, ætti hann að vita, að um þann tíma voru margir af hinum beztu reiðhestum Eyfirðinga keyptir úr drápshrossa rekstrum Húnvetninga og Skag- firðinga. Áttu þeir líf sitt eingöngu að þakka glöggleika mannanna, er keyptu þá undan hnífnum, sumir handa nokkrum mönnum í einu og brást hjá sumum ekkert af ’ þessum keyptu trippum. Ekki vöfðu þeir trippin í málböndum en sáu samt þá hæfileika, sem ó- tamdir biðu. Slíkra manna eru mikil not við úrval stóða, en engu eru þeir betri en aðrir til að segja það gott, sem reynt er gott. Og hver og einn getur fundið með, rassinum á sér hvernig við kemur. Ég sagði sögu um viðurgjörning i hrossa og sagði hana til þess að j þeir, sem ekkert vissu um kröfur j hrossa til aðhlynningar mættu sjá | hvað þau komast af með borið saman við þann búpening, sem næstur þeim gengur að heilsu og þoli, en það er sauðféð. Ekki virð- ist það hafa verið nógu smátt bitað í Vigni. Hann skilur þar ekkert af, en ef hann frétti að á hverjum vetri ganga alveg af stórir flotar hrossa án allrar mannlegrar íhlutunar og mörg þeirra akfeit undan flestum vetr- um en varla ber til að sú kind komi fram, sem vantar á hausti og þær fáu, sem lifa af eru oft mjög neyddar, þá kynni að mega segja honum á eftir í þeirri von að hann skildi, að sá er munur þessara tveggja kjötgjafa þjóðar- innar, að hross eru líkleg til að haldast í högum í nokkrum mæli víða um land, þótt mannfólkið flytti burt, en sauðféð væri allt að því öruggt með að strádrepast niður fyrir þá sök að Útigöngu- höfðarnir eða hvað þeir nú heita veðurnæmu blettirnir, sem fleytt hafa fé um vetur yrðu nagaðir niður í grjót og bjargarlausir orðnir eftir fyrstu hríð, ef ekki væru mikið til hreinsaðir afréttir, svo að fátt fé yrði um notin af þéim blettum sem vörðust fönn- um. Á þetta ber einnig að líta fyrir þjóð, sem eyðir miklu meiru en hún aflar. Henni er það skylt að láta sér ekki að öllu úr hendi j falla það, sem gefur ódýrastan mat j í munn, þótt fleira sé að vísu! matur en feitt ket. Nú hygg ég mig hafa tuggið. efni greinar minnar nægilega í manninn, en aðalefni hennar var, fyrirkomulag sýninga á hrossum,! hvort stóð væri æskilegt í landi! hér eða ekki og að síðustu hvort skynsamlega væri talað um Hvann eyrartamningarnar. Þar sem það efni snerti Vigni samkvæmt stöðu hans nokkru nán- ast þessara atriða, vil ég bæta því við i lokin. Ég tel tvísýnt að bæta miklu námi á tíma búfræðinema umfram það, sem verið hefir, en tamn- ingarnar á Hvanneyri þarfar ef þær takast sæmilega, sem víst er að oft bregzt, en ef þeim er haldið áfram, þá verður að taka þær upp víðar sökum aðhalds og sam- keppni. Kynni þá nær að láta. Eins er nauðsynlegt að hæla ekki öðru en því, sem vel er af hendi leyst. Til athugunar má benda á, að ef tamningarnar temja menn jafnmikið og Vignir lætur liggja að, að þær geri, þá hlyti ég — jafn mikið og ég þó hefi tamið — að vera orðinn miklu virðulegri per- sóna en hann vill láta mig líta út fyrir að vera. Kveð ég svo Vigni. Heilsist hon- um. Sigurður Jónsson frá Brún. Grein þessi fékkst ekki birt x Morgunblaðinu, Skrifað og skrafað (Framhald af 7. síðu). ekki nægja, heldur lagði á til við- bótar 18 millj. kr. fyrir vanhöld- um, sem er fyllsta heimild útsvars laganna, og þar á ofan bætti hann svo 7 millj. kr. algerlega ólöglega. Alls námu því útsvörin, sem lögð voru á, 206 millj. kr. eða rúmlega helmingi hærri upphæð en jafnað var niður á árinu 1954. Gunnar hef ir því vel tvöfaldað útsvörin á þessu kjörtímabili. Því fer vissulega fjarri, að verð lag eða kaupgjald hafi hækkað svoj á þessum tíma, að það nálgist nokkuð að réttlæta það, að út- svörin hafa verið tvöfölduð. Um þetta framferði má vissulega nota þau ummæli Morgunblaðsins, að, hér er hreint skattaæði á ferðinni og verður það bersýnilega ekki stöðvað meðan Sjálfstæðisflokkur- inn hefir meirihluta í Reykjavík. Efling stóriínaðar Aflabresturinn, sem orðið hefir í ár, og erfiðleikarnir við sölu land búnaðarafurða, minna enn á ný á nauðsyn þess, að unnið sé að því að auka fjölþættni íslenzkra atvinnu- vega. í þeim efnum gildir ekki að- eins að efla iðnað, sem byggist á innlendum markaði eingöngu, held ur engu síður iðnað, sem fram- leiðir vörur til útflutnings og þyrfti sá iðnaður að vera rekinn í stórum stíl — stóriðnaður, sem byggðist á því að hagnýta orku- lindir landsins. Framsóknarmenn beittu sér strax fyrir því á stríðsárunum að hafizt yrði handa um slíka stór- iðju. Þeir fengu skipaða sérstaka I milliþinganefnd til að athuga m. a. hvernig stríðsgróðinn yrði bezt hagnýttur að þessu leyti. Það var! eitt fyrsta verk nýsköpunarstjórn-! arinnar að leggja þessa nefnd nið- ur og hætta öllum aðgerðum í áburðarverksmiðjumálinu, sem var komið vel á veg undir forustu Vil- hjálms Þór. Meðan nýsköpunar- stjórnin sat að völdum, var svo öllum slíkum framkvæmdum frest- að, til dæmis öllum rafvirkjunum. Þáttaskil urðu 1947, þegar Framsóknarmenn komu í stjórn aftur og fengu raforkumálin og landbúnaðarmálin í sínar hendur. Undir forustu þeirra voru reist nýju orkuverin við Sogið og Laxá og áburðarverksmiðjan byggð. Undir forustu þeirra hefir nú enn verið hafizt handa um framhalds- virkjun við Sogið. Þá er sements- verksmiðjan komin allvel áleiðis, en fyrst var hafizt handa um at- hugun þess máls í stjórnartíð Her manns Jónassonar 1934—’37. Hér hafa vissulega verið stigin góð byrjunarspor, en meira þarf að fylgja á eftir. Afkoma okkar getur mjög oltið á því í framtíð- inni, að við gerum okkar bezta til að hraða slíkum framkvæmdum og sleppum engum tækifærum, sem okkur kunna að bjóðast í þess- um efnum. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Þúsundir íerSalanga (Framhald af 5. síöu). á þessum stað. Mývetningar kvíða því, að þetta illvíga og ógeðslega dýr, muni, þá tímar líða, breyta svipmóti vatnsins og landsins. En þeir munu ekki bíða aðgerðarlaus ir heldur leggja meginkapp á að verjast varginum. Til þess starfs eiga þeir að fá alla aðstoð, sem þjóðfélagið getur í té látið því að eyðing fuglalifs á Mývatni og grennd mundi óbætanlegt tjón. Rómantík og veruleiki Þannig rekur rómantikin í .kring um fuglana og ferðir þeirra sig hastarlega á kolsvartan veruleik- ann. Og auðvitað líta náttúruskoð- arar eins og þeir Grímsstaðabræð ekki lengur á vatnið sitt og um- hverfið með augum fermingar- drengsins. En áhuginn fyrir nátt- úrunni sjáifri dvínar ekki. Margt er áráðin gáta í lífi íslenzkra fugla. Þeir vilja ótrauðir leggja fram lið veizlu til að leysa þær gátur. Á- hugamenn af lífi og sál, eins og Ragnar á Gi'ímsstöðum og hans líkir, er vilja nokkuð á sig leggja til að aðstoða náttúrufræðinga og vísindamenn, gera landi sínu mik- ið gagn. Og auk þess kunna þeir þá list, að nota frístundirnar sér til imikillar ánægju. Unglingar sam tímans mega þar margt af þeim. læra. Nú eru tæpir tveir mánuðir, þar til dregið verður í happdrætti S.U.F. Vinningar eru Ópeibifreið 6 manna og ferðalag umhverfis hnöttinn. — Útsölumenn eru hvattir til að herða söluna og gera skil til skrifstofu happdrættisins, Lindargötu 9 A, hið fyrsta. HÁPPDRÆTTI S.U.F. ^iiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmmmmmmmmmmiimmiimmmmiimi&iiiimmimimmmmmmmiimmmmiimmmmmmmimmmiiimiiimmiimiiimmmmrummiiimmmmii X-OMO 16/3-2187-50 Mjallhvítur fatnaður mun vekja aðdáun, bæði á börnum yðar og þvotti yðar. Að vísu hreinsa algeng þvottaefni þvottinn, en einungis hið bláa Omo gerir hvítan fatnað skjallhvítan. Hvíti þvotturinn, og Hka sá HK> BLÁA SKIIAR ifsm Hwímm þw&ítsí fyrr, og hversu grómtekin sem fötin eru, inn, þegar þér notið hið bláa ihnandi OMO. hreinsar OMO hvern blett. Athugið mun- misliti, mun verða hvítari en nokkru sinnj H B i f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.