Tíminn - 08.09.1957, Side 12

Tíminn - 08.09.1957, Side 12
VeSrið: Norðan kaldi, víðast léttskýjað. Hitinn kl. 12 á hádegi í gær: Héraðsháííð Fram- sókoarmanna í Barðastrandarsýsfu Framsóknarfélögin í Barða- strandarsýslu gangast fyrir mjög vandaðri skemmtisamkomu á Pat reksfirði sunnudaginn 15. sept. og hefst hún kl. 3 e.li. Ávörp flytja á samkomunni alþingisménnirnir Björgvin Jóns son þingmaður Seyðfirðinga og Sigurvin Einarsson þingmað- ur Barðstrendinga. Jón Sigur- björnsson, leikari skemmtir með upplestri og söng við undirleik Steingríms Sigfússonar, Patreks firði. Karl Guðmundsson leik- ari skemmtir með eftirhermum o. fl. Um kvöldið leikur hljóm- sveit fvrir dansi til kl. 1. Aðsókn góð að sýn- ingu Jóns Engifbeiís Málverkasýning Jóns Engilberts, í sýningarsalnum við Ingólfsstræti, hefir nú verið opin í viku. Aðsókn- in hefir verið góð, og eru nokkrar myndir þegar seldar. Þetta er síðasta helgi sýningar- innar, því henni lýkur 11. þ. m. Kirkjudagur Langholtssóknar Kirkjudagur Langholtssóknar verður í dag, með svipuðu sniði og vant er. Messað verður í íþrótta húsinu við Hálogaland kl. 4 síðd. Sóknarpresturinn prédikar og kirkjukórinn syngur undir stjórn Helga Þorlákssonar. Ennfermur mun Helgi Þorláksson segja frétt ir úr Finnlandsför sinni. Sigurður Ólafsson syngur einsöng. Þá mun Hjálmar Gíslason skemmta með gamanvísnasöng o.fl. Um kvöldið verður dansað í íþróttahúsinu og leikur hljómsveit unglingafélags- ins fyrir dansi. Langholtskirkja er nú í smíðum og fyrri hluti hennar, safnaðar- húsið, komið vel á veg. Allur ó-1 góði af kirkjudeginum rennur til kirkjubyggingarinnar og er þess | vænzt að safnaðarfólk fjölmenni. i Hiti kL 18: ^ Reykjavík 6 stig, Akonyri • stig, Khöfn 18 stig, Stohkkóim* ur 18 stig, Lo&don 17 st>8> Sunnudagur 8. september 1957. Svíiffii Emil Sandström form. Alþjóða RanSa krossins heimsækir Island Kynnti sér starfsemi íslenzka RaiíSa krossins. Fyrir þremur dögum kom liingað til lands Svíinn Emil Sandströjn, formaður Alþjóða Rauða krossins og sænska Rauða krossins. Sandström er þekktur lögfræð- ingur í Svíþjóð, sérfræðingur í alþjóðalögum og var um skeið hæstaréltardómari í Svíþjóð. Hann hefir unnið að málefnum Rauða krossins um marga ára skeið, en tók við formennsku sænska Rauða krossins af Folke Berna- dotte árið 1948. Síðar varð hann skipaður formaður Alþjóða-Rauða krossins, en aðalbækistöðvar hans eru í Genf í Svisslandi. Voldugur félagsskapur. Sandström hélt vestur urn haf í gærkveldi, en dagana, sem hann dvaldi hér, notaði hann til að kynnast starfsemi íslenzka Rauða krossins. 1 stuttu samtali er blað menn áttu við Sandström var lítilsháttar drepið á hina víðtæku starfsemi þessa volduga alþjóðlega félagsskapar í heiminum. Hér sést höfundur Ijósmyndasýningarinnar „Fjölskylda þjóðanna" en að baki honum sjást nokkrar myndir, sem á sýningunni eru Usmið af kappi aS f)ví að setja upp Ijósiuyudasýninguna ,FjöIskyIda ÞjóSanna Á fjórðu hæð Iðnskólans við Vitastíg er nú unnið af kappi að uppsetningu ljósmyndasýningar, sem teljast verður einstök í sinni röð! Þetta er hin alþjóðlega ljósmyndasýn- ing, sem hinn kunni bandaríski iistmálari og ljósmyndari Edward Steiehen tók saman og nefnd hefir verið „Fjöl- skylda þjóðanna,“ Verða allir gangar, forstofa og kennslu- stofur á þessari hæð skólabyggingarinnar notuð til sýning- arinnar. ari og húsgagnasmiður, er honum Stefán Jónsson teiknari, hefur á hendi skipulagningu sýningar- innar í þessum húsakynnum og yfirumsjón með uppsetningu henn til aðstoðar við þetla starí. Auk þess ræður Haraldur allri smíði á spjöldum og trégrindum, sem myndirnar eiga að hvíla á. Þar stigin dans. Hófið fór mjög vel fram og var hið ánægjulegasta. Veglegt afmælishóf til heiðurs Jónasi Helgasyni hreppstjóra á Grænavatni Mývatnssveit í gær. — Mývetningar efndu til veglegs afmælishófs að félagsheimilinu Skjólbrekku að kvöldi 6. sept. til heiðurs Jónasi Helgasyni, hreppstjóra á Græna- vatni, á sjötugsafmæli hans þann dag. Um 160 manns sótti hófið. Und- ir borðum héldu þeir ræður fyrir minni afmælisbarnsins Jón Gauti Pétursson, oddviti á Gautlöndum, Þráinn Þórisson, formaður Karla- kórs Mývetninga, Sigurður Guð- mundsson, prófastur, formaður Kirkjukórasambands Suður-Þingey inga, Páll H. Jónsson, formaður Heklu, Sambands norðlenzkra karlakóra, Árni Ingimundarson. söngstjóri Karlakórsins Geysis á Akureyri, séra Örn Friðriksson, ■sóknarprestur, Pétur Jónsson, Reynihlíð, Árni Jónasson, Pétur Pétursson, Hólmfríður Pétursdótt- ir og svo afmælisbarnið sjálft, Jónas Helgason. Hann stjórnaði einnig almenn- um söng undir borðum með miklu fjöri. Heiðursgestinum hárust ýms ar góðar afmælisgjafir. Mývetn- ingar tilkynntu, að þeir myndu gefa honum vandað orgel, sem væntanlegt er bráðlega. Frá Kirkju kórasambandinu barst honum silf- ursmíðaður pappírshnífur með á- letrun. Karlakórasambandið og Karlakórinn Geysir sendu honum skrautlegar blómakörfur. Eftir að staðið var upp frá borð- um söng Karlakór Mývetninga nokkur lög undir stjórn heiðurs- gestsins, er verið hefir söngstjóri haris í 35 ár, og að lolcum var ar, en Haraldur Agústsson, kenn- sem trégrindurnar nema við loft eða veggi, eru þær lagðar nælon- svampi til þess að verja þau skemmdum. Á sýningunni eru alls 503 ljós- myndir, og komu þær hingað frá Svíþjóð í 23 kössum, sem vega samtais 5,5 tonn. Myndirnar eru mjög mismunandi að stærð, allt frá 14x20 sm. upp í 3x3,6 metra. Sextán myndanna eru 3 metrar á hæð og ná því nærri alveg frá gólí'i til lofts í hinum vistlegu og rúmgóðu húsakynnum Iðnskól (Framhald á 2. síðu). Auk, svo til stöðugrar aðstoðar sem Rauði krossinn veitir bág- stöddu og nauðstöddu fólki, þar sem slys og náttúruhamfarir fcöma fyrir, hefir Rauði krossinn Unnið merkt hjálparstarf meðal iiótta- manna víðsvegar um heiminn. Merkilegt starf. Nægir þar að benda á hi'ð mikla starf er unnið hefir verið fyrir ungverska flóttamenn, sem nú er í höndum austurríska Rauða krossins. Auk beinnar hjálpar- starfsemi hefir Rauði krossinn rekið ýmiskonar upplýsingastarf- semi meðal flóttamanna. í Genf er rekinn framhaldsskóli fyrir starfsfólk Rauða krossins, e* þann skóia sækir starfsfólk hans hvað- anæva að úr heiminum. Sandström fór m.a. í ferðalag austur yfir fjall og skoðaði þar elliheimilið í Hveragerði, gróður liús þar, Sogsstöðiua og ýmislegt fleira. llann lætur hið bezta yfii' dvölinni á íslandi og róniar mjög náttúrufegurð landsins. Erlendar fréttir í fáum orðum í Emil Sandström GRONCHI, forseti Italíu, íór opinbera heimsókn til Iran. SAUD, konungur Saudi-Arabíu kom í gær í óvænta heimsókn til Beirút, höfuðborgar Líban on. Heimsóknin er talin standa í sambandi við síðustu atburði í Sýrlandi. EISENHOWER Bandaríkjaforseti ræddi síðdegis í gær við Brownell, dómsmálaráðherra um atburðina í Little Roclc í Arkansas. Allt var með kyrrum kjörum þar í gær. Ný Ijóðabók - Yfir blikandi böf - væntanleg frá Sigurði Einarssyni Harni leggur af staí í Suíurlandaför í dag, heimsækir nálægari Austurlönd og dvelur í Róm í haust ev væntanleg á markað ný ljóðabók eftir séra Sig- urð Einarsson. skáld í Holti. Nefnist bókin Yfir blikandi höf. Séra Sigurður leggur af stað í dag í langferð, og er förinni heitið til nálægari Austurlanda og Miðjarðarhafslanda. íslendingurinn vildi koma rússneskri vinkonu sinni til Reykjavíkur Rússar sögSu honum aí hann skyldi gleyma kynnum sínum viÖ stulkuna Sú saga gengur hér í bænum, að ástir liafi tekizt með íslenzk- um pilti og rúsneskri stúlku á alþjóða æskulýðsmótinu í Moskva. Út af fyrir sig er slíkt ekki í frásögur færandi, ef þessu fylgdi ekki sú frétt, að piltur- inn liafi lieitið henni að lijálpa henni til íslaudsferðar, útvega henni atvinnuleyfi og saniastað, sem að sjálfsögðu liefði orðið' minnstur vandi, eins og í pott- inn var búið milli þeirra. Því lauk ekki í Moskvu. Nú mundi margur álíta, að pilturinn hefði látið sitja við loforðið eitt, þegar hann var liorf inn úr augsýn rússnesku stúlk- unnar, en hann var trygglyndið sjálft. Og þótt botniim væri sleg' inn í margt, þegar hópuriun hélt brott, lauk þessu ævintýri ekki í Moskvu. Heimkominn fór pilt- urinn að vinna að því að koina stúlkunni liingað. í „ástandinu". Sagan seg'ir að pilturinn liafi snúi'ð sér til rússneska sendiráðs ins hér og heðið' ]>að um aðsto'ð við að koma stúlkunni hingað. Þeir í sendiráðinu liafa að líkind um álitið að stúlkan liafi aðeins notað tækifærið, sem æskulýðs- mótið veitti lienni, til að fara í „ástandið'1, eins og siík skipti við úllendinga eru kölluð liérlendis. Sögðu þeir piltiuum, að fólk væri blóðheitt, þegar það væri ungt, og hann skyldi gleyma þessu. Þar me'ð var punkturinn settur aftan við hina rúsnesk- íslenzku ástarsögu. Ekki hefir komið út l.ióðabók eft ir Sigurð síðan bókin Undir stjörn um og sól kom út 1953. Sú bók vakti mikla athygli og þeir eru nú orðnir margir, sem bíða nýrrar ljóðabókar af hendi Sigurðar, því að hver ný bók hans hefir sýnt, að hann er mikið, sífrjótt og vaxandi skálri. Margir lesendui' munu því bíða þessarar nýju bókar. í dag leggur séra Sigurður af stað í Suðurlandaför. Liggur leið in fyrst til nálægari Austurlanda, Palestínu, Sýrlands og fleiri Araba-landa. Síð'an til Grikklands og loks mun hann dvelja nokkurn tíma í Iíómaborg á heimleið. Það er ekki ólíklegt, að manni eins og Sigurði Einarssyni geti orðið slík för drjúg til efnis og kvæða, og er því full ástæð'a til að óska honum góðrar ferðar. ASeins tíu dagar til loka norrænu sundkeppninnar - herðið sóknina Senn dregur að loluim Samnorrænu sundkeppninnar, hinnar þriðju í röðinni. Þátttaka víða úti um land hefir verið betri en í síðustu keppni 1954, en í stærstu kaupstöð- um hefir þáttakan verið minni en þá. I Reykjavík höfðu synt um mán aðamótin 8262, en í síðustu keppni höfðu á sama tíma synt 10.500. Sundstaðirnir eru báðir opnir all- an daginn fyrir þátttakendur og er æskilegt, að þeir sem geta synt 200 m. og ætla að gera það, dragi það ekki til síðusta dags. Á Akureyri liöfðu 1111 manns synt í keppninni um mánaðamót- in og í Hafnarfirði 1005. Þátt- takan er hlutfailslega bezt í Hafn- arfirði, 16,1%, Á Akureyri 13.6'f, og í Reykjavík 12,6' ,,. Leiðir því IJafnarfjarðarbær greinilega í innbyrðis keppni þessara þriggja stærstu kaupstaða landsins um bikarinn, sem bæjarstj út;nþar gaf í þessu skyni, \/yutíX>': ú

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.