Tíminn - 10.09.1957, Side 4

Tíminn - 10.09.1957, Side 4
TÍMINN, þriðjudaginn 10. september 1951« Til eftirbreylni fyrir þá, sem gjaman vilja verða fullkomnir eiginmenn • _______________________________________________ ____ ræ^TiW BV9 * fi■3=1 MíR •TPiraryBWáf S«‘i«assrsw:«rS7S **33rW&®"»WBIfc- S Hæsta hlutfallstalan af óliam- ingjusömum hjónaböndum kom fram meoal þeirra kvenna, sem vissu ekki-hve miklar tekjur menn þeirra höfðu. Hlutfallstala ham- ingjusamra hjónabanda lækkaði eftir því sem sambúðin var lengri. Þessum vísindalegu og óróiman- tísku staðreyndum var safnað á þann hátt, að læknar dreifðu spurningaeyðublöðum með.al giftra og ógiftra kvenna, sem voru sjúkl ingar þeirra. Um 18,000 eyðublöðum var dreift, en sumir læknar færðust undan að koma þeim í hendur ó- giftra kvenna. Rösklega 6000 eyðu blöðum var skilað útfylltum „Það virðist vera partur af siðalögmáli vestrænna þjóða,“ seg ir í hinni 642 blaðsíðna skýrslu, sem inniheldur þær upplýsingar, sem hér liofir verið greint frá, „að það sé rangt ,og ósiðsamlegt að hafa boldleg mök við karl eða konu fyrir giftinguna. Þó er ekki tekið eins strangt á þessu þegar karlmenn eiga hlut að máii . Hins vegar virðist fyrrgreint siða lögmál síður en svo í hávegum haft, því að nærri því tvær af hverjum fimm giftum konum og ein af hverjum fjórum ógiftum hafði hrotið það.“ Það er niðurstaða þeirra manna, sem fyrir þessari rann.sókn stóðu, að hamingjurik æskuár stuðli að hamingjuríku hjónabandi. Fjórar af hverjum fimm konum, sem spurðar voru töldu sig hafa verið hamingjusamár sem hörn, gátu upplýst, að þær væru líka ham- ingjusamar í hjiónabandiau. En sama svar gaf aðeins helmingur þeirra, sem áttu daprar æskuminn ingar. Þá leiddi rannsóknin líka í Ijós að mikið veltur ó því, að konan þekki og skilji hinn væntanlega eiginmann. Þær sfem litu á hjóna bandið sem veg til hammgj.uriks líifs, virtust fremur hrep.pa hnoss ið en hinar, sem ekki litu jafn björtum augum á málið. Úr Daily Telegraph. Hinn fullkomni eiginmaður er vöðvastæltur fr.emur en fríður. Hann er hugulsamur og góðhjart- aður og skilningsgóður, blóðheit- ur og barngóður og hefir svipaða kýmnigáfu og kona hans. Þetta er myndin af hinum full- komna eiginmanni, eins og henni var fyrir skemmstu brugðið upp í skýrslu, sem brezkir fræðimenn hafa saimið. Hún er byggð á víð- tækri skoðanakönnun meðal hrezkra kvenna. Á bak við hana stóðu sálfræðingar, hjúskaparfræð ingar og læknar. Fjörutíu af hundraði ógiftra kvenna, sem spurðar voru, lögðu mikið upp úr kröftum eiginmanns ' ins. Fjörutíu prósent til viðbótar fannst kraftarnir skipa talsverðu máli. Aðeins þremur af hundraði fannst mikilvægt, að eiginmaður- inn væri fríður, en 16 fannst það skipta nokkru máli. Afganginum virtist standa hjartanlega á sama. Þriðjungi kvennanna fannst aid ur 'hins tilvonandi eiginmanns ekki mikilvægur. Næsta lítil áherzla var á það lögð, að maðurinn hefði svipaða menntun og trúarskoðanir og konan. Níu af tíu þeirra kvenna, sem ekki voru orðnar 21 árs, en spurð- ar voru, kváðust hlakka til að gift ast og eignast börn. Flestum kon- unum fannst það mikilvægt, að hjónaefnin kæmu sér saman um, hve rnörg börn þau eignuðust og bvernig þau höguðu uppeidi þeirra. Nærri allar voru sammála um, að æskilegt væri að reyna að safna ^parjfé, ...ef eitthvað kæmi fyrir“. Allar voru konurnar ásáttar um :ið til þess að hjónabandið yrði farsælt, yrði að vera algert sam- komulag itm, hvernig fjölskyldu- tekjunum væri eytt. Aliar töldu þær líka mjög æskilegt að konan vissi upp á eyri, hve miklar tekjur maður hennar hefði, og að hún fengi vasapeninga, sem hún þyrfti eriga grein að gera fyrir. Aðeins þremur af hverjum fimm fannst hins vegar sjálfsagt, að eiginmað- urinn fengi vasapeninga! Sú skoðun var almenn. að full- komin hreinskilni ætti að ríkja milli hjóna. Eiginmönnum bæri að hjálpa til heiima, og tvær sf hverj um þremur ‘hinna aðspurðu sögðu að eiginmaðurinn ætti að vera æðstráðandi á heimilinu. Eftir að skoðanakönnunin hafði opinberað drauma ógiftra kvenna, sneru fræðimenn sér til þeirra giftu. Hlutfallstala hamingjusamra hjónabanda lækkaði eftir því sem sambúðin varð lengri. Árangurinn var þessi: Ovenju- lega hamingjusamar, 36 af hundr- aði; mjög hamingjusamar, 35; sæmilega samingjusamar, 4; ákaf- lega óhamingjusamar, 2. Það reyndist meira um ham- ingju'söm hjónabönd meðal há- launaðra en láglaunaðra. Það var minna um hamingjusöm hjóna- bönd í þeim flokki þar sem kon- urnar unnu utan heimilisins. Sum ar gerðu það af fjárhagsástæðum og kannske vai þetta oí mikið erf- iði. Nýstárleg, sænsk íbúð Á sýningu, sem sænsku samvinnufélögin hafa haff í Stokkhólmi í sumar, er m. a. sýnd íbúö, þrjú ner- bergi, eldhús, baS, þvotfahús og fatageymsla á 90 fer- mefra gólffleti. Byggingameistarinn, sem íbúöina teikn- aöi, telur að i framfíðinni ætti aö reyna að ná því takmarki, að fjögurra manna fjölskylriur þurfi ekki að þrengja meira að sér en sem svarar þessari íbúðar- stærð. Það, sem í fljótu bragði virðist helzt vera ný- stárlegt við þessa íbúð, er það, að í staöinn fyrir fata- skápa inni í svefnherbergjunum, er gert ráð fyrir ein- um síórum skáp, sem gengið er í úr innri forstofu. Þar á að fást rúm fyrir lín, skó, allan fatnað fjölskyldunn- ar og vel það. í ytri forstofu er m. a. hilia fyrir raka skó, en undir henni er hitalögn. — í eldhúsinu er sér- stakt vinnuborð fyrir saumaskap og öll þjónustubrögð. A því er rúm fyrir saumavéi og skúffur undir fyrir það, sem til saumanna þarf. Gert er ráð f.yrir sjálf- virkri þvottavél í þvotfahúsinu, svo að iítið rými er æflaö til að þurrka þvoffinn. Baðker er í þyottahús- inu, en önnur snyrtitski í sérstökum Idefa við hiiðina á þvottahúsinu. Stór ókostur virðist það vera, að ekki er gert ráð fyrir neinpi geymslu og einnig er ég held- ur vantrúúð á, að það sé í samráði við húsmæður að hafa eldhúsið á móti suðri. Jafnvel í veðurfari eins og hér, getur þá orðið óþægilega heitt á matvælum. i//; Bréfkorn Frá París Eftlr Art Buchwald Kæri ferðafélagi i BALKONG Nú er sumarleyfum að Ijúka og ferðamenn að setjast um kyrrt heima við starf sitt og til að bíða næsta sumarleyfis. Við þessi tímamót skrifar Art Buch- vvald eftirfarandi hugvekju frá París: ÞAÐ ER útbreiddur ósiður ferðamanna, sem hittast á skipi eða öðru farartæki, og eiga þar einhver samskipti, að láta ná- ungann fá heimilisfang sitt skrif- að á blað. Og í hrifningu augna- bliksins láta þeir þetta fljóta: „Blessaður líttu nú inn ef þú verð ur á ferð.“ Ní.tíu og níu prósent af fólki lætur sér aldrei til hugar koma neitt slíkt, en einn af hverjum hundrað tekur þetta alvarlega. Og þá byrja vandræðin. EINN AF vinum vorum, sem við gelum hér kallað Sam Markay, býr í Sioux City í Bandaríkjunum, og hann varð ný lega fyrir sárri lífsreynslu, sem sprottin er af hugsunarleysi konu hans. Hann skýrir svo frá, að hún hafi látið 345 samfarþeg- um á hafskipinu Queen Mary í té nöfn þeirra og heimilisfang, á- samt áskorun um að líta inn, ef þeir kæmu til Sioux City. Þetta var í fyrra. í sumar voru Markayhjónin heima til þess að ná sér fjárhagslega eftir Evrópu- ferðina í fyrra. Svo var það á kyrrlátum sunnudegi nú í sumar, að dyrabjallan hringdi, og þeg- ar Markay opnaði dyrnar, stóð á tröppunum maður, kona og fjögur börn. „Ha, ha, sæll og blessaður Sam“ hrópaði maðurinn og rétti fram hendina. „Blessaður karlinn, þú hefir elcki breytzt hætis hót síðan í fyrra á „Queen Mary“. Sam þekkti ekki manninn, hafði óljósan grun um að hafa séð hann áður, en nafnið mundi hann ekki. Hann rétti fram hendina án hrifningar. „Þú manst eftir Lucille," hélt maðurinn áfram. „Og þetta eru krakkarnir okkar. Þau voru ekki með okkur á skipinu.“ „Viljið þið ekki líta inn?“ spurði Sam fyrir kurteisissakir. „Þakka þér fyrir,“ sagði maðurinn, og var þá raunar kominn inn í forstofuna. „Það er svei mér upp lyfting að sjá þig aftur heilla- karlinn við áttum leið hér í gegn um borgina, erum að ferðast með börnin í bílnum — látum Evrópu fá hvíld í ár — ha — ha, — og þá rann allt í einu upp fyrir mér ljós: Ileyrðu Lucille, sagði ég. Er það ekki einmitt hérna sem Sam Markay á heima? Og Lucilla var viss um að það væri einmitt hér. Hún kom svo með adressubókina og það stóð lieima. Þatta var nú meiri heppnin, gaman að sjá þig aftur Sam.“ FRÚ MARKAY hafði heyrt hávaðann fram í eldhúsið og hún koin nú á vettvang. Maðurinn sá hana um leið og hún kom í eld- húsdyrnar, hljóp til og greip í hönd hennar. „Hæ, Rut, ævinlega sæl og blessuð, og þú fríkkar með hverju árinu.“ Hann hristi hönd hennar í ákafa meðan hann lét dæluna ganga. „Heyrðu Lucille, komdu og heilsaðu upp á Rut.“ Frú Markay var ekkert minnis- betri en maðurinn hennar. Hún var eitt spurningarmerki og horfði vandræðalega á manninn sinn. Á meðan þessu fór fram voru börnin komin inn í stofu og farin að leika sér með minjagripina, sem frú Markay hafði komið með frá Frakklandi. „En hvað þið búið skemmtilega hérna, sagði aðkomufrúin, og lit- aðist um í stofunni. „Má bjóða ykkur glas af víni?“ spurði frú Markay vonleysislega. Maður tók hana á orðinu: „Þú veizt vel Rut, að aldrei smakkaði ég dropa á skipinu ha-ha-ha-ha, en ekki held óg að góður viskí- sjúss mundi gera mér neitt tií, en Lucille vill helzt gin. Krakk- arnir geta fengið kók.“ Þegar frú Marlcay var búin að bera fram drykkinn, tók maður* inn til máls á ný: „Segðu mér eitt. Hvað var eigin lega um Larry Dismond?“ Sam Markay horfði undrandi á manninn. „Um hvern“ spurðl hann. „Æ, þú veist, náungann, sem sat við næsta borð í matsalnum. Náungann sem var í töskubusn* isnum. Þú mannst eftir honum?‘* Sam kinkaði kolli, en án þesa að vita, um hvern maðurinn var að tala. „Þú manst þó Sam kvöldið góða þegar þú datzt í sundlaugina um borð. Ila-ha-ha-ha. Og hélzt utau um þá ljóshærðu í fallinu ha-ha.“ Maður veltist um af hlátri. „Hvar var ég?“ spurði frú Markay. „Blessuð góða, þú varst háttuð.*' Sam var orðinn náfölur. En ná« unginn hélt áfram: „Hefur þú nokkurn tíma séð þá ljóshærðu síðan?“ STRÁKURINN, sem var að leiká sér með dýrasta mingjgripinn, missti hann, og hann brotnaði, Frú Markay fölnaði. Maðurinn hló. „Krakkarnir eru alltaf að gera eitthvað af sér,“ sagði hann. „Það er aldrei friður, segðu frú Markay að þér þyki fyrir því að hafa brotið þetta,“ sagði hann í ávítunartón. Strákur herpti saman varirnar, en sagði ekki orð. Maðurinn slð hann utan undir. Hann rak upp org. » „Farðu út í garð og leiktu þér við hina krakkana. Lofaðu pabbá og mömmu að vera í friði og rifja upp endurminningarnar frá því | fyrra.“ Krakkarnir voru nú öll komin út í garð, og óðara byrjuð að rífa upp blómin, sem frú Markay hafðl plantað um vorið. Túlípanai blómstur flugu um sviðið. „Hafið þið nokkuð heyrt frá Bill Moss og hans konu? spurði Luc- ille. ! Markhjónin hristu bara höfuð* ið. „Við fáum jólakort frá þeim," sagði Lucille. Markayhjónin sögðu ekki neitt, HEYRIÐ ÞIÐ, nú dettur nsél nokkuð í hug,“ sagði maðurinn. „Ég tók mikið af myndum í íerða* laginu og ég er með þær allar I bílnum. Eigið þið ekki skugga* mvndavél?“ ! Áður en Sam Markay gat full- yrt, að svoleiðis tæki væri ekki til í húsinu, kom maðurinn auga á vélina úti í horni, og var sam- stundis rokinn á dyr. Ég kem undir eins aftur, sagði hann um leið og hann skellti hurð- inni. Það var komið fram undir kvöld þegar þau voru búin með helm- ingin af myndunum. „Má ég bjóða ykkur að borða með okkur,“ stundi frú Markay. „Það var fallega boðið Rut,“ sagði maðurinn. „Krakkarnir eru húnir að fá leið á pylsum og smur- brauði." SEINT UM kvöldið kvöddu gest- irnir Sam Markay og frú. „Þetta hefur verið ánægjulegur sunnudagur. Eitthvað skemmti- legra en flækjast um bæinn og horfa á byggingar og skemmti- garða. Það var heppilegt að ég mundi eftir að þið voruð einmitt hér, Já, það var gaman á Queen Mary í fyrra. Og það var ekki sízt ykkur að þakka. — Maður lítur inn aftur, ef íeið liggur hér um.“ (NY Herald Tribune, Tíminn hefur einkarétt á íslandi á birting greina eftir Art Buch- wald.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.