Tíminn - 10.09.1957, Side 5

Tíminn - 10.09.1957, Side 5
TÍMINN, þriðjudaginn 10. september 1957, 5 Sigurjón Einarsson, skipstjóri: - Eyðing fiskimiðanna Grein þessi, sem hér fer á eftir, birtist nýlega í Sjómanna- biaðinu Víkingi. Þar sem hér er lireyft mjög athyglisverðu máli og greinin er hin merkilegasta fór blaðið þess á leit við Sigur- jón að fá að endurprenta grein- ina og leyfði hann það góðfús- lega. Undirfyrirsagnir eru sett- ar af blaðinu. Þeirri spurningu hefir oft verið vikið að mér, hvort það sé álit mitt að fiskur hafi farið þverrandi hér við land á síðari árum, og hef ég þá af fullri sannfæringu svarað ját andi eins og allir þeir sjómenn munu gera, er langa reynslu hafa í þeim efnum. Hvernig má þetta rétt vera, þvert ofan í aflaskýrslur, er sýna hið gagnstæða, ef miðað er við þær, þ. e. aukið aflamagn á sama tíma miðað við skipafjölda. Þessu mun ég nú hér leitast við að svara og byggja upp á reynslu minni og annarra samtíðarmanna minna, sem fiskveiðar hafa stund- að hér við land s. 1. 50 ár. Það var sumarið 1906 að ég hóf sjó- mennskuferil minn á skútu, þá barn að aldri. Ég mundi ekki vilja halda því fram, að skúturnar hafi höggvið tilfinnanlegt skarð í fiski- stofninn, enda er skakfærið sak- lausasta og smávirkasta veiðarfæri,1 6em við höfum notað við fiskveið- ar. Árið 1913 réðist ég fyrst á tog- ara og komst þá í þann harða skóla að reyna hvað það er að vinna stanzlaust sólarhringum saman, t. d. einu sinni í þrjá sólarliringa með 20 mín. hvíld í hverjum, eða aðeins meðan að vörpunni var dýft í, eftir að búið var að hreinsa dekk, en þó kom varpan alltaf upp full af fiski. Þetta var mokfiskirí, eins og það er kallað, þegar að ekki hefst undan, en það kom oft fyrir í þá daga. Þeir togarar, sem Þjóð- verjar og Englendingar notuðu tih 1929 við veiöarnar hér við land, eru fallnir úr sögunni. Þjóðverjar eiga ekki einn einasta eftir, en Englendingar nokkra, sem þeir nota á heimamiðum á skrapi í Norð ursjó og þar í kring. Stærri skip íslenzk fiskimið hafa rýrnað svo mjög síðan 1920 að ekkert þýðir fyrir þessar þjóðir að senda slík skip lengur hingað til fiskifanga, og væri þó ólíku saman að jafna, því að nú væri hægt að búa þau hjálpartækjum, sem hafa mikla þýðingu við veiðar svo sem fisk- 6já, bergmálsdýptarmæli og ratsjá. Árið 1917 seldu íslendingar flesta sína fyrstu togara, en þá var stærsta skipið í þeim flota 305 tonn. Þessi skip höfðu gefið góðan árangur. 1920 komu svo nýir tog- arar hingað til landsins mun stærri og betri skip og var að bætast í þann flota þar til 1930, en þá var stærsta skip flotans af þeim fikipum, sem íslendingar létu byggja 462 tonn. Sama þróun held- ur svo áfram með tilkomu nýsköp- unartogaranna, sem nú eru komnir á níunda hundrað tonn og búnir flestum eða öllum hugsanlegum tækjum til þess að vera sem mikil- virkastir í herferðinni á íbúa Æg- is. Við höfum ekki verið einir um þessa þróun, því að sama gildir um aðrar þjóðir og engu síður. Við allt þetta bætist svo aukinn skipa- fjöldi. Það er því engin furða þó að högg sjái ú vatni, enda lítur fiskurinn í sjónum eins og annað því lögmáli að eyðist það sem af er tekið. Eftir fyrri heimsstyrjöld- ina kom mönnum saman um að fiskur hefði aukizt til muna við þá hvíld, sem miðin fengu þau 5 ár, sem styrjöldin stóð. En þá mið- uðu menn við hin grynnri mið. Gömlu skipin eða þangað til hafði ekki þurft að sækja á diúpmiðin. Það var nógur fiskur grynnra. Togararnir voru því ekki farnir að leita út í landgrunnshallið, en brátt kom að því að þeir urðu að leita dýpra, því að grunnmiðin þoldu ekki ánauðina og þá var það, að Halinn fannst og þar var svo mik- ill fiskur, að aldrei brást, ef veður leyfði, en nú er svo komið, að það má heita hending, ef hittist þar í fisk og helzt aldrei hægt að ná þar heilum túr. Selvogsbankinn hefir frá önd- verðu verið okkar árvissustu fiski- mið mánuðina marz og apríl og þangað hafa þá sótt skip frá mörg- um þjóðum. Fleiri hundruð skip röðuðu sér þar ár eftir ár og fengu I mikinn afla. Togarar flestra þeirra I fiskveiðaþjóða, er hingað sækja, 'sveimuðu þarna til og frá á góðum botni. Þeir hættu netum sínum lítt í hraun. Þess gerðist ekki þörf. Fiskur var þú svo mikill á Selvogs- banka um allan sjó. En Selvogs- banki þólir ekki ótakmarkaða ánauð frekar en önnur mið og nú er svo komiö, að enginn, sem stund að hefir þar veiðar s. 1. 30—40 ár, þekkir hann nú fyrir sömu mið. Það eru orðin mörg ár síðan Frakk . ar, Spánverjar, Portúgalar, Hol- lendingar og fleiri gáfust upp við að ná þar þoim árangri, sem þeir töldu sig þurfa og hafa þeir því ekki þar sézt síðari ár, en ennþá sækja þangað of margir eða nógu margir til þess að halda áfram- haldandi rýrnun við. I Ofveiði ) Það var siður togaranna allt fram undir 1930, þegar vertíð lauk á Selvogsbanka, að fara þá austur fyrir land á Hvalbak, sem kallað var. Skeikaði þá lengi vel ekki að þar var þá mikið af fiski, en því miður svo smáum, að oft var miklu af smæðsta fiskinum hent í sjó- inn aftur. Var ekki hirðandi. Þarna var um hræðilega rányrkju að ræða eins og víðar og þetta hlaut að hefna sín, enda var svo komið vorið 1927, er ég kom þangað síð- ast í mínum fyrsta túr sem togara- skipstjóri, að fiskur var þá farinn að tregast þarna svo mjög, að mér þótti ekki taka því að fara þangað aftur og hef aldrei þar síðan kom- ið að voxf til í fiskileit. Svipaða sögu er af öðrum mínum samtíðar- mönnum að segja hérlendum, en þó að við legðum þessar austurferð ir niður, þá hafa útlendir togarar, sérstaklega Englendingar, svo að . segja passað upp á hverja bröndu, j sem þangað hefir leitað og þar með j er girt fyrir að þessi mið nái sér aftur. Sama sagan gildir hvar sem er, þar sem áður voru auðug fiski- mið hér við land. Hver þekkir t. d. Halann og Hornbankann nú og fyr- ir 20—40 árum. Nei, þróunin er augljós niður á við öllum þeim, sem með hafa fylgzt. Það er um greinilega ofveiði að ræða og það er meira vandamál fyrir okkur en nokkra aðra þjóð, sem leitar til veiða hér við land. Það er höfuð- nauðsyn fyrir okkur að gera öðr- um þjóðum Ijóst hvert stefnir, ef ekkert er að gert, en það er vitað mál, að er þungur róður. I átökunum um rétt okkar, smá- an eða stóran, til landgrunnsins, verða ýmsir fræðingar til kvaddir, en það má víst segja, að fræðileg- ar niðurstöður eigi að byggjast á staðfestri reynslu. Fiskifræðing- arnir leitast að sjálfsögðu við að rnæla eða ákveða fiskmagnið í sjónum og hvaða breytingum það tekur. Þeir vilja þá miða við ákveð- ið fiskmagn fengið fyrir ákveðna fyrirhöfn og tala þá um ákveðinn önglafjölda og ákveðinn togtíma. Við þessa aðferð er það að athuga, að útkoman getur ekki orðið rétt nema að á sama tíma sé stöðvuð öll tækniþróun við þessar veiðar. Ég á við, að notuð séu sams konar skip með nákvæmlega eins veiðar- færum eða sem sagt engu tækni- lega breytt yfir tímabilið, sem at- hugunin stendur yfir. Ég hef hvergi orðið var við slíka kyrr- stöðu og vona að okkar menn gangi ekki inn á að togtími sé það sama nema að nafninu til. Enginn má láta sér detta í hug að leggja að jjöfnu í athugun togtíma á nýtízku togara með öllum þeim hjálpar- j tækjum, sem við nú ráðum yfir j og gamla togaranum, sem var meira en helmingi minni og snauð- . ur að öllum hjálpartækjum. Mis- munurinn er svo stór, að manni | dettur í hug sláttuvélin, orfið og I ljárinn. GROÐUR OG GARÐAR INC-OLFUR DAVIÐSSOM Veiðarfæri Þá er að athuga öngulinn á lín- ur.ni, Öngullinn sjálfur hefir ekki tekið neinum sérstökum breyting- um en þau skip, sem honum beita, eru allt önnur og meiri en áður var. Þau hafa sífellt veiúð að breyt- ast og eflast, bæði hvað stærð, gang og hjálpartæki áhrærir. Þau geta því farið víðar um og hnit- miðað öngulinn betur niður á veiði stað, sem er höfuðskilyrði til að ! ná góðum árangri og af þeim i ástæðum gefur nútímabáturinn í ekki sömu reynd af íiskimagninu í sjónum þá og nú. Þó miðað sé við önglafjölda, eins og gamli illa búni báturinn, sem vegna smæðar og gangtregðu var bundinn við mik ið styttri sókn og grynnri mið. Ekki einu sinni skakfærið hefir staðið í stað, því að nú nota menn nylonfæri, sem gefa mikið betri árangur en hampfærin, sem nú eru alveg að falla úr sögunni. Ég veit, að í átökum um land- grunnið og umráðarétt okkar, mik- inn eða lítinn, yfir því vei’ður skýrslum skotið frarn í sókn og l vörn. Með það fyrir augum hef ég dregið hér fram þessar athuga- semdir í ti’austi þess að þær nái eyrum þeiri’a manna, er með okk- ar mál kunna að fara, þegar til átaka kemur á alþjóða vettvangi, því að þá vei’ða skýrslur um afla rnagn veiðiflotans okkur hættuleg- ar séu ekki við þær gerðar þær athugasemdir, sem ég hef hér fram sett. Fiskimið eyðast í skóla lífsins við fiskveiðar hef ég sífellt verið að sannfærast meir og meir um að fiskur fari minnk- andi hér við land. Ég hef séð of möi’g góð fiskimið eyðast upp íil þess að ég berji höfðinu við stein- inn og segi að ailt sé í lagi, því að það megi finna önnur ný mið, en jafnvel þó svo væri, en þau Unnast engin framar á landgrunni íslands, þá rnundi fara um þau eins og önn ur okkar ágætu fiskimið, sem einu sinni voru full af fiski, en eru nú fyrir ofveiði orðin svo fátæk, að allir, sem til þekkja, hafa stórar áhyggjur af. Ég fullyrði, að á öllu landgrunninu í kringum okkar land eru ekki nein ófundin fiski- mið. Styð ég þá fullyrðingu mína með því að benda á, að um árarað- ir hafa rnörg hundruð skip siglt hér fram og til baka um landgrunn ið í sífelldri leit að fiski, en eng- in ný mið fundið, sem ékki er von, því að fyrir löngu eru fiskiskip okkar og annarra búin að rannsaka og plægja þann akur svo rækilega, að segja má, að ekki sé lófastór blettur eftir órannsakaður. Það er og líka svo að leikurinn hefir bor- izt lengi-a og lengra út og er nú kominn út af landgrunninu. Karfa- miðin. sem fundizt hafa í haíinu milli íslands og Grænlands, sýnast ekki vera ótæmandi, en þau liafa komið okkur í góðar þarfir nú um skeið. Það er aðeins spurning hvað lengi þau endast, hitt er lítið vafa- mál, að þau eyðast upp á tiltölu- lega stuttum tínxa á líkan hátt og önnur þau karfamið, sem við höf um tekið til að stunda fyrir al- vöru. Mikið alvörumál Eyðing fiskimiöanna er meira al- vörumál fyrir okkur en nokkra aðra þá þjóð, sem fiskveiðar stunda hér við land eins og ég hef áður sagt. Ég er ekki viss um að menn almcnnt geri sér ljósa grein fyrir því, sem er að gerast úti á miðunum. Hún er af sú tíð, þegar við gerðum 4 saltfisktúra á íogur- unum í api’ílmánuði og komumst upp í hátt á þriðja hundrað tonn eða svo dæmi sé nefnt 288 tonn af saltfiski á 8 dögur.i miðað við fisk upp úr skipi. Þá var fiskur á Talið er að Kínverjar hafi einna fyrstir notað teblaða- seyði til di’ykkjar. Hiö vísinda- lega nafn terunnans er lika Thea eða Camellia sixxensis. Heimkynnið cr Suðaustur-Asía — í íj allaskógunum landamæra- héruðum Indlands, Burma, Kina og Indókína. í heimkynnum sín- um vex vilt teplanta öi*t og verð- ur jafnvel að allt að 15 m liáu tré á nokki’um árum. En í rækt- un er plantan klippt og þá rækt- uð sem runni. Frá foniu fari er talað um tvö fabrigði: Kinate og Af-’am >. hru flestri rækt- aðir ærunxxar kynblendingar þeii’d afbrigða. Terunninn er Svai’ta tcið (laufið) hefur verið látiö gerja, en hið græna ekki. Við drekkum nær eingöngu svart te. Kínverjar, Japanar, Baxrda- ríkjamenn, Noröur-Afríkumenn og Rússar drekka mikið af grænu te. Annarstaðar er aðal- lega drukkið svart te. Ekki er telaufið notað eins og það kemur fyrir við tinsluna. Ef lauíið er strax hi’aðþurrkað við opinn eld eða í sérstökum þerri- klefum, fæst hið græna te. Miklu meiri tilreiðslu þarf svarta teið. relaufið er þá fyrst hraðþurrk- að til visi.anur, sían er þaö mar- ið og pressaður út á því safi í sérstökum vólum — og svo látið Tedómarinn bragSar te og dæmir gæöi þess, þ. e. bragð, ilm og lit. Hann sýpur á bollanum, smjattar og spýtir í trektina. jdekki allan túrinn frá því híft var upp í fyrsta sinn og á þeim dög- um var það allvenjulegt að fylla dekk á næturnar og liggja í að- gerð á daginn og þá komst maður upp í að innbyrða sem svarar 70— 80 tonnum af saltfiski á 12 tímum (Framhald á 8. eíöu fremur harðgerður og vaxtar- svæði hans mikið Terunninn vex niður við sjó, en lika í allt aö' 2500 m hæð. Hann .er ræktaður allt noröur á 42. breitídargráðu (-t. d. í Georgíu liinni rússnesku, heimkynni Stalins sáluga) og suður um 27. breiddargráðu i Argentínu og Chile. Er fjariægð- in milli norður- og suðurtak- xnarka teræktarinnar þannig um 7650 km! Forn-Kínverjar drukku te sér til heilsubótar. Siðar komust þeir upp á lagið með að meðhöndla teblöðin á réttan hátt svo að teið varð bragðgóður og ilmandi drykkur — drukkinn til hress- ingar og ánægju. Þegar á 8. öld, þ. e. fyrir íslandsbyggð, var te ox’ðin mikil verzlunarvara í Kína. Á landnámsöldinni var kín- vei’sku terunnafræi sáð í Japan og þar varð teið snemma þjóðar- drykkur. — Talið er aö Hollend- ingar hafi flutt te til Evrópu ár- ið 1610. Nú er drukkið meira af te í veröldinni en nokkrum öðr- um drykk. Fram undir miðja 19. öld kom mestallt te frá Kína. En laust fyi’ir 1830 var farið að rækta Assam térunna í Indlandi og fleiri löndum við Indlandshaf. Nú er geysimikið af tei flutt út frá Norður-Indlandi og Seylon. Fyrrum var Ceylon frægt kaffi- íækíarlnnd. En laust fyrir 1370 kom skæð sýki í kaffitrén og eyöilagöi þau. Réðst ekki viö neitt og.tóku menn þá ao rækta te í staðinn. Terunninn cr aðal- lega ræktaður á stöllum i fjalla- hliðum, því að telaufiö þaðan vérður ilmmeira og betra en af hinuin hraðváxta láglendisrunn- um. Fjallágróðurinn er kjarn- mikill viðar en á íslandi! Java er þriðja mesta tefram- leieslulandið Austur-Afríka er yngsta teræktarlandið. Te er og rxektað i Brazilíu, Tyrklandi, Siam o. fl. löndum, auk lxinna fyri’nefndu. Terunnarnir þurfa nákvæma hirðingu. Farið er að tína af þeim blöð þriggja ára gömlum, en fullum krafti ná runnarnir 7—8 ára. Oft eru lauf- in tind hvern 7,—10. dag um vaxtartímann (á Ceylon allt ár- ið). Yenjulega eru tind tvö yztu blöðin og einn blaöknappur á hverjum kvisti. — Þaö gefur 'oezta teið. Gömul talöð eru gróf- ari og verri. Framleitt er aðal- lega svart te og grænt te. — gerjast, þ. e. hvatar (Enzym) valda því að telaufasafinn tekur í sig rnikið súrefni úr loftinu. Laufiö skiptir nú lit og verður eirrautt og loks dökkbrúnt. Við þetta fær telaufiö lika llm sinn. Að lokum er laufið loftþurrkað í öfnum og flokkað í stórblaðað te (leáf tea) og smátt (broken) te. — í tei er ekki teljandi næring. Áður var taliö allmildð af sút- unarsýrum í telaufi, en það hafa reynst vera önnur efni (te-kat- erkiner). Hin hressandi áhrif tesins orsakast, auk ilmsins og bragðefnanna, aðallega af koff- feini sem í því er. Á telaufið er, eins og kunnugt er, helt sjóðandi vatni ög sjóðheitt teið látið ,;trekkja“ í 5 mínútur. Talið er að 1 kg af telaufi nægi í 400—500 bolla af góðu sterku tei. (í sum- um löndum er tefölsun illræmd; þ. e. tetegundum er blandaö sam an og jafnvel öðrum jurtateg- undum blandað í telaufið.) Hér i álfu eru Englendingar og Rússar sérlega miklir tedrykkju- menn. Stjórnmálamaðurinn Gladstone sagði: „Ef þér er kalt vei’mir teið þig. Sé þér of heitt, kælir það þig. Ef þú ert dapur og niðurdreginn mun teiö hressa og f jörga þig, og sértu æstur mun það róa þig.“ Svo mælti „Glaði-Steini“ og undanfarið hefur fólk horft á „Tehús ágústmánans" og séð hve mikill þáttur tedrykkjan er í þjóölífi Austurlandabúa. Já, og sýð.ur ekki tevatniö æði oft á ,,samóvarnum“ í rússneskum sögum? íslendingar hafa frá fornu fari drukkiö eyði eöa „te“ af ýmsum innlendum jurtum, löngu áður en lauf terunnans var hér þekkt. Fjallagrasate var drukkið til heilsutaótar viö kvefi, hálskvill- um o. fl. Brúöbergste sömuleiðis, en einnig sem daglegur drykk- ur, enda er þaö bragðgott og ilm- andi. Brúöbergið (blóðbergið) var til forna helgað Freyju og hefur e. t. v. verið brúöardrykk- ur, (sbr. nafnið brúðberg, sem enn er algengt í Eyjafirði og víðar). Te er einnig drukkið af vallhumli, ljónslöpp, silfurmuru, gulmöru o. fl. jurtum. Voru ýms- ar slíkar te- og lækningajurtir helgaðar Freyiu í heiönum sið, en sumar siðan gefnar Maríu mey, er kristni kom á Noi’ður- lönd.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.