Tíminn - 10.09.1957, Side 6

Tíminn - 10.09.1957, Side 6
6 T í MI N N, þriSjudaginn 10. september 195Í Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Rltstjórar: HaUkur Snorrason, Þórarinn Þórariusson (áb) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blflðamenn). Auglýsingasími 19523, afgreiðslusími 12323. Prentsmiðjan EDDA hf. Met í skattaálögum FYRIR seinustu bæj ar- stjórnarkosningar í Reykja- vík, sem fóru fram í janúar- lok 1954, lögðu forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins á það megináherzlu, að þeir myndu gæta fyllstu hófsemi í skattaálögum, ef þeir héldu meirihlutanum í bæjarstjórn ínni áfram. Þótt þetta loforö væri í litlu samræmi við þá reynsiu, sem fengin var af stjórn þeirra á bæjarmálum á undanförnum kjörtímabil- um, tók meirihluti kjósenda það þó gott og gilt og fram- lengdi meirihlutavald þeirra í eitt kjörtímabil til. Þessir kjósendur mmiu hafa senni- lega ýmsir hverjir hugsað sem svo, aö batnandi manni sé bezt að lifa, og því væri rétt að gefa Sjálfstæðisfl. eitt kjörtímabil enn til þess að bæta ráð sitt og efna loks ins hin fögru fyrirheit um sparnað í bæjarrekstrinum og aðgætni í skattaálögum. NÚ er þetta kjörtímabil senn á enda. Nú geta þeir, sem i góöri trú framlengdu meirihlutavald Sjálfstæðis- flokksíns fyrir tæpum fjór- um árum síðan, gert sér grein fyrir því, hvort þeim hafi orðið að von sinni. Þegar gengið var til bæj ar- stjórnarkosninga 1954, var nýlega búið að áætla út- svörin, sem leggjast skyldu á Reykvíkinga á árinu 1954. Þau voru áætluð 90,4 millj. kr. eöa 4 millj. kr. meira en árið áður (1953) og 7 millj. kr. meira en árið þar áður (1952). Þetta fannst ýmsum benda til, að borgarstjórinn reyndi aö halda í horfinu og hækkað ekki útsvörin meira en svaraði hækkunum á öðr- 'um sviöum. í trausti þess, að þetta myndi ekki reynast öllu verra í framtíðinni, veittu þeir nú borgarstjóranum og flokki hans meirihlutann á ný. EFTIR kosningarnar urðu hinsvegar fljótt umskipti á þessu. Þegar fjárhagsáætlun fyrir árið 1955 var til með- ferffar, voru útsvörin ekki hækkuð um 4 millj. kr., eins og næsta ár á undan, heldur um 20 millj. kr. eða í 110 millj. kr. Við afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar fyrir ár- ið 1956 þótti þetta þó ekki nógu stórt stökk, því að þá voru þau hækkuð um 40 millj. kr. eða í 149 millj. kr. Þegar fjárhagsáætlunin fyrir 1957 var svo afgreidd í vetur, var enn tekið nýtt stökk um 32 míllj. kr. og heildarupp hæðin ákveðin 181,3 millj. kr. Það var meira en tvöföld upphæð útsvaranna, sem á- kveðið var að leggja á 1954. Útsvörin höfðu m. ö. o. ver- ið meira en tvöfölduð á þess- um þremur árum. BORGARST J ÓRINN, sem hafði Iofað að sýna fyllstu aðgætni, taldi þó, að ekki væri nógu langt gengið. Til viðbótar 181,3 millj. kr. sem ákveöiö var að jafna niður, ákvað hann að nota til fulls heimild útsvarslaganna um 5—10% aukaálag fyrir van- höldum, en hún var ekki not uð til fulls 1954. Þannig voru útsvörin komin upp í 199,4 millj. kr. og hefði borgar- stjóranum þá mátt þykja, að nú væri nóg komið. Svo var þó ekki. Hann lét öllu þessu til viðbótar bæta ofan á þetta um 7 millj.kr. þótt fyrir því væri hvergi að finna neinn lagastaf. Þannig varð heildarupphæð útsvar- anna, er var jafnað niður í Reykjavik í ár, 206,4 millj. króna eða talsvert meira en tvöföld sú upphæð, sem lögð var á 1954. ÞAÐ er aö sjálfsögðu rétt að taka tillit til þess, að bæði kaupgjald og verðlag hefur hækkað talsvert síðan 1945, en þó er vissulega langur vegur frá, að þetta tvennt hafi tvöfaldast á þeim tíma. Hvað er þá, sem veldur svona gífurlegri útþenslu útsvar- anna? Því er fljótsvaraðv Aðhaldsskortur og eftirlits- leysi hefur stóraukizt á öll- um sviðum bæjarrekstrarins á þessum tíma, því að borg- arstjórinn virðist alveg hafa misst það litla taumhald, er hann hafði áður, enda ann ríki hans mjög aukist við móttökur og ýmis hátíðleg störf. í stað þess að reyna að halda nokkuð i horfinu við útgjöld bæjarins, hefur allt veriö látið vaða þar á súðum, en reynt að afstýra tekjuhalla með því að seil- ast lengra ofan í vasa skatt- greiðenda. Með þessum hætti hefur það gerst, að útsvör hafa verið hækkuð meira í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili en dæmi munu vera um annars staðar. Gunnar Thoroddsen hefur með þessu framferði gerst methafi í skattaálögum á ís- landi. FORKÓLFAR Sjálfstæðis- flokksins treysta þó svo vel á langlundargeö reykviskra kjósenda, að þeir telja víst, að enn sé mælirinn ekki full- ur. í vetur munu þeir koma á ný til bæjarbúa og biðja þá um að framlengja enn borgarstjóradóm Gunnars Thoroddsens og tryggja með því sparnað I bæjarrekstrin- um og aðgætni og hófsemi í skattaálögum. Ætla Reykvíkingar að taka það gott og gilt, að þeim hefur verið lofuð aðgætni í skattaálögum, en síðan eru útsvörin meira en tvöfölduð á þremur árum, án þess að fyrir þau séu funndnar nokkrar réttlætanlegar á- stæður? Ætla Reykvíkingar að taka það sem góða og gilda vöru, þegar þeir menn, sem þannig hafa efnt loforð sín, koma og bjóöa þau enn á ný? Hvenær verðyr Reykvík- ingum nóg boöiö? ERLENT YFIRLIT: Sigur bandarískra blokkumanna Ný löggjöf tryggir aístöÖu þeirra til aÖ njóta kosningaréttar í sutSurríkjunum Á ÞINGI Bandaríkjanna 1957, sem lauk störfum úm mánaðamót- in, -bar meira á einu máli en öll- um öðrum. Þetta mál snerist um kosningarétt blölckumanna. Samkvæmt stjórnarskrá og kosn- ingalögum Bandaríkjanna, hafa allir þegnar landsins, er náð hafa tilskildum aldri, kosningarétt, án tillits til hver litarháttur þeirra er, ef þeir hafa ekki brotið sérstak- lega af sér. Til þess að mega nota kosningaréttinn í hverjum einstök- um kosningum, verða menn að láta skrá sig hjá tilteknum stjórnar- völdum með hæfilegum fyrirvara áður en kosningin fer fram. Þeir, sem vanrækja skrásetninguna, fá ekki að kjósa. í framkvæmd hefir þetta orðið þannig, að svertingjar nola nú kosningarétt sinn fullkomlega til jafns við hvita menn í öllum ríkj- um Bandaríkjanna, nema suður- ríkjunum. Þar liefir þátttaka þeirra í skrásetningunni alltaf ver- ið mjög lítil og þeir misst kosn- ingaréttinn af þeim sökum. Að vissu leyti stafar þetta af því, að áhugi svertingja er minni í suður- ríkjunum en annars staðar í Banda ríkjunum, því að þeir eru þar á öðru menningarstigi, en að öðru leyti rekur þetta rætur til þess, að hinir hvútu ibúar suðurríkjanna hafa sett ýmsar hömlur til að hindra kosningaþátttöku svert- ingja. Hér fara á eftir nokkrar tölur um það, hvernig ástatt er nú í þessum efnum í suðurríkjunum. í fremri dálknum er tilgreind, hve mörg % svertingjar eru af fólki, sem er á kosningaaldri í viðkom- andi ríki, en í síðari dálknuny er tilgreint, hve mörg % svertingjar eru af því fólki, sem er á kjörskrá í viðkomandi i'íki: Mississippi 25 4 South Carolina 19 25,3 Georgia 18,6 25,6 Alabama 17 10,3 Louisiana 14 31.6 Virginia 13 20 Arkansas 12 29,2 Texas 7 38 Til samanburðar má geta þess, að í forsetakosningunum í fyrra varð kosningaþátttakan í Banda- ríkjunum 77,3%. Þá munu hafa verið skráðir á kjörskrá um 850 þús. svertingjar samlals í 8 fram- angreindum ríkjum, en á kosninga- aldri voru þá 3,750 þús. svertingj- ar í þessum ríkjum. EITT AF þeim málum, sem Eisenhower forseti hefir á stefnu- skrá sinni, er að vinna að jafnrétti svertingja við hvíta menn. í sam- ræmi við það lét hann leggja fyrir þingið í vetur frumvarp, sem átti að tryggja svertingjum í reynd jafnan kosningarétt við hvíta menn í suðurríkjunum. Aðalefni þeirra var það, að svertingja, sem var meinað um að láta setja nafn sitt á kjörskrá, væri heimilt að kæra það fyrir dómstóli sambandsríkis- ins, en hingað til hefir ekki verið hægt að vísa slíkum málum, nema til dómstóla viðkomandi rikis, en þeir legið undir þeim áburði, að vera tregir til að rétta hlut svert- ingja í slíkum tilfellum. Frumvarp þetta mætti í upphafi harðri mótspyrnu þingmanna frá suðurríkjunum, einkum þó í öld- ungadeildinni. Þar undirbjuggu þingmenn suðurrikjanna að hindra framgang málsins með takmarka- lausu málþófi, eins og þeir hafa áður gert undir slíkum kringum- stæðum. Fyrir forgöngu formanns þingflokks demokrata í öldunga- deildinni, Lyndon Johnson, tókst þó að lokum að fá samkomulag um frumvarpið, fyrst í öldungadeild- inni og sfðan milli þingdeilda, en fulltrúadeildin hafði samþykkt frumvarp Eisenhowers óbreytt. Frumvarpið er þvi orðið að lög- um með þeim breytingum, sém þingið gerði á því. SAMKVÆMT þessum nýju lö; Johnson um getur svertingi, sem verður fyr ir cinhverri hindrun í því að fá nafn sitt á kjörskrá eða við að nota kosningaréttinn, snúið sér til dómstóls sambandsríkisins og feng ið úrskurð hans um ágreininginn. Ef dómstóllinn dæmir hinn ákærða aðila í þyngri sekt en 300 doll- ara eða 45 daga skilorðsbundið fangelsi, getur hann óskað eftir að kviðdómur fjalli um málið, en hann myndi í suðurríkjunum yfir- leitt skipaður hvítum mönnum. Kærandinn getur hins vegar skot- ið úrskurði kviðdómsins til hæsta- réttar Bandaríkjanna. Um skeið mun Eisenhower hafa haft til athugunar að sætta sig ekki við ákvæðið um kviðdóminn, er þingið setti inn í lögin, og neita því að undirrita þau. Margir republikanar töldu það vænlegt til þess að koma demokrötum í klípu og ná frá þeim fylgi meðal svert- ingja í norðurríkjunum. Samtök svertingja lögðust hins vegar á móti þessu og töldu betra að fá lögin, eins og þau voru, en kannske Síminn og skattarnir fyrr og nú. „Hér í baðstofunni kom til um- ræðu nú á dögunum viðhorf manna til skatta og ráðdeildar með vinnuafl og almannafé. Var í því sambandi minnst á símann, — vikið að vaxandi þörfum hans og auknum gjöldum til hans, og af því tilefni drepið á innbeimt- una, m. a. talið vaíasamt að liún væri nægilegt 4 manna verk. Nú hafa stjórnendur símans líka tekið til máls, og virðist ekkcrt ánægðir með skrafið, — eins og gengur. Þeir telja að hvorki sé hér um að ræða of há gjöld til símans, miðað við launakjör manna, (benda líka á aukna eftii-vinnu!) né heldur sé innheimtan of viðamikil. Um hið fyrra má segja að hæp inn kunni að vera samanburður á kostnaði við starfræksluna fyrr á tíð. Menn hafa t. d. vænst þess, að öll hin mikla tækni, sem nú er tekin í þjónustuna, mundi létta að mun á starfrækslunni og hið „sjálfvirka" spara verulega vinnu- afl og fé. Og í þessum saman- burði má heldur ekki gleyma því hvað notandinn fékk fyrir fasta- gjöldin sín áður. Þá má'tti hann nota símann að vild. Nú 'þarf hann að borga aukagjald fyrir hvert símtal fram yfir 7 á dag. Og allir vita, scm eitthvað nota símann að ráði, hvíhk viðbót sá skattur er við fastagjöldin. Um hið síðara þurfa ekki mörg orð. Stjórnin sjálf telur það vert til íhugunar, hvernig nýta megi betur vinnuaflið við innheimtuna. Það er gott, — og engin van- engin lög um ófyrirsjáanlegan tíma. Niðurstaðan varð því að Eis- snhower undiritaði lögin og koniu þau þegar til framkvæmda. YFIRLEITT virðist litið sva á, að lög þessi muni strax örfa aijög kosningaþátttöku svertingja í suðurríkjunum. M. a. hafi um- talið um þau haft þau áhrif, að svertingjar þar hafi fengið aukin íhuga fyrir því að taka þátt í kosningum. Það er heldur ekki oúizt við því, að hvítir menn muni svo mjög amast við því að þeir aotfæri sér kosningaréttinn. Fyrir illan þorra hvítra manna er það jkki talið nærri eins viðkvæmt T.ál og sameiginleg skólaganga hvítra og svartra barna, því að henni fylgja miklu nánari kynni. Með umræddri löggjög hefir á- -eiðanlega verið stigið nýtt veiga- nikið spor í þá átt að tryggja í framkvæmd jafnrétti hvítra manna >g svartra í suðurríkjunum. Vafa- laust hefir Iika verið heppilegt að gera það með málamiðlun. Annars hefðu getað skapazt í sambandi við þetta mál mikil deila, sem leitt hefði til æsinga og ýtt undir mótþróa. Nú er mklu líklegra að mál þetta leysist eftir leiðuin eðli- legrar þróunar. Fyrir þá, sem ekki þekkja til suðurríkja Bandaríkjanna, er oft erfitt að skilja afstöðu hvítra manna þar, t.d. í sambandi við skólamálin. En þess ber að gæta að hér er að fást við gamlar venj- ur og fordóma, sem tíma þarf til að yfirstíga. Auk þess blandast jnn í þetta samkeppni á vinnumark- aði, því að atvinnuástand hefir oft verið einna lakast í suðurríkjur. um. Það er nú hins vegar að breyt- ast. Hlutur svertingja fer líka yfir- leitt batnandi í suðurríkjunum og réttindi þeirra aukast að sama skapi. Hér stefnir því óðum í rétta átt og vafalaust er heppilegast, að breytingin komi sem eðlileg þró- un, en ekki sem bylting, sem hefir umrót og æsingar í för með sér og gerir mótspyrnuna meiri en hún annars þyrfti að vera. Þ.Þ. þörf. Oð lofsverð skal sú við- leitni talin, að fá holl ráð reyndra manna um fyrirkomulag. Kemur það væntanlega að góðu gagni. Annars má að lokum segja, að það væri af einskonar tilvilj- un að siminn var nefndur í þessu sambandi. Það hefði vitanlega al- veg eins mátt gægjast inn i hús við Laugaveg, Lindargötu, Lækj artorg, Hafnarstræti, Austurstræi og miklu vtðar, því að víða mun pottur brotinn, því miður.“ Lýkur þar bréfi „Skattþegns." Hraustir Húnvetningar. Þessar gamansömu vísur voru sendar baðstofunni hér á dögun- um. Þær eru ortar af tiæfni af skemmtiför Húnvetninga um Borgaríjörð, er skýrt var frá í Tímanum 31. ágúst. Þar til við- bótar leggur höf. til að menn fletti upp í Þjóðsögum og munn- mælum og lesi svo í Krukkspá (bis. 199) „Húna fjarar hreysti út. — Herma yngstu fréttir: Atta drokku af einum stút og urðu bara þéttir. Öfunum þeir ekki ná eftir þessum skjölum. — Manndóm fyrr ég meiri sá Miðfjarðar i dölum. Ilaldi áfram svo um sinn í sama dúr að bætast. spá um íífufjóröunginn fer vist senn að rælast. Andrés Eyjólfsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.