Tíminn - 14.09.1957, Blaðsíða 6
6
T í MIN N, laugardaginn 14. september 195'k
T
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn.
Rltgtjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarlnstom (áb)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304,
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523, afgreiðslusíml 12323.
Prentsmiðjan EDDA hf.
Utsvarshneyksli borgarstjórans
FÉLAGSMÁLAráðuneytið
hefur nú fellt úrskurð um þá
kæru bæjarfulltrúa íhalds-
andstæðinga, að borgarstjóri
og niðurjöfnunarnefnd hefðu
jafnað niður meiri heildar-
upphæð útsvara en löglegt
var. Ráðuneytið hefur kom-
íst að þeirri niðurstöðu, að
kæran væri á fullum rökum
reist og þvi ógilt útsvars-
álagninguna og lagt fyrir
bæjarstjórn að hlutast til
um nýja útsvarsálagningu.
Þessi úrskurður ráðuneyt-
ísins kemur ekki neinum á
óvart, sem nokkuð hefur
kynnt sér þessi mál. Hann
gat ekki farið á aðra leið. ef
byggja átti á lögum og venj-
um. i M
SAGA þessa máls er i
stuttu máli þessi: í fjár-
hagsáætluninni, sem bæjar-
stjórnin samþykkti í vetur,
var heildarupphæð útsvar-
anna ákveðin 181.3 millj. kr.
Félagsmálaráðuneytið sam-
þykkti síðan þessa upphæð,
enda þótt hér væri um hlut-
fallslega meiri útsvarshækk-
un að ræða en nokkurt ann-
að bæjarfélag hafði farið
fram á. Ofan á þessa upp-
hæð, var borgarstjóri og nið
urjöfnunarnefnd heimilt
samkv. útsvarslögunum að
leggja 5—10% álag fyrir
vanhöldum. Hámark heildar
upphæðir útsvaranna, sem
leyfilegt var að leggja á
samkvæmt þessu, var þvi
199,4 millj. kr. Við álagningu
var hins vegar ekki tekið til-
lit til þess, heldur kom í ljós,
þegar útsvarsskráin var lögð
fram, að alls hafði verið
jafnað niður 206.3 millj. kr.
eða nær sjö millj. króna
meira en leyfilegt var.
STRAX og kunnugt varð
um þetta, vöktu bæjarfull-
trúar vinstri flokkanna í
bæjarstjórn athygli á þessu
og óskuðu að fá þessu breytt.
Var líka í fyrstu haldið, að
hér væri um mistök að ræða,
sem allir yrðu sammála um
að lagfæra. Það kom hins-
vegar í Ijós, að hér var ekki
mistökum til að dreifa, held
borgarstjóra og bæjarstjórn
armeirihlutans um það' að
leggja á hærri útsvör en lög
legt var. Bæj arfulltrú?á'
minnihlutans áttu því ekki
annars völ en að kæra til
félagsmálaráðuneytisins.
Af hálfu borgarstjórans og
niðurjöfnunarnefndar, er
reynt að réttlæta hina ólög
legu útsvarshækkun með því
að ekki hafi verið hægt að
leggja útsvörin á, fullkom-
lega eftir efnum og ástæð-
um áður en útsvarsskráin
var birt og hafi hækkunin
verið lögð á til að mæta
vanhöldum, sem hlytust af
lækkunum við kærur. Þetta
er þó augljós fyrra, þvi að
5—10% aukaálagið, sem út-
svarslögin leyfa að leggja á
fyrir vanhöldum, á að sjálf-
sögðu einnig að mæta van-
höldum, er hljótast af lækk
unum vegna kæra.
Sú yfirlýsing niðurjöfnun-
unarnefndar, að hún hefði
ekki jafnaö útsvörum niður
nægilega eftir efnum og á-
stæðum, gerði það hinsveg-
ar að verkum, að félagsmála
ráðuneytið var ekki aöeins
nauðbeygt til að ógilda hina
ólöglegu aukaálagningu, held
ur niðurjöfnunina sjálfa og
fyrirskipa nýja niðurjöfnun.
Á FUNDI bæjarstjórnar
sem haldinn var í gær, gerð-
ist það tíöinda, að meirihlut
inn sá sitt óvænna og ákvað
að leggja fram nýja útsvars
skrá. Það verður þó ekki séð
fyrr en hin nýja útsvarsskrá
liggur frammi, hvort hún full
nægir alveg úrskurði ráðu-
neytisins. í þessari ákvörðun
meirihlutans felst þó greini-
legt undanhald og viðurkenn
ing á því, að úrskurður ráðu
neytisins sé réttur. Það getur
hver og einn sagt sér það
sjálfur, að hefði bæjarstjórn
armeirihlutinn treyst á lög-
legan málstað, myndi hann
hafa haft úrskurð ráðuneyt
isins að engu og látið dóm-
stólana skera úr. Þessa leið
fór meirihlutinn ekki, því aö
hann vissi sig hér sekan um
þá sök, að hafa reynt að sæl
ast lengra ofan í vasa skatt
þegnanna en hann hafði lög
heimild til. Úr því vildi
hann að sjálfsögðu ekki fá
skorið fyrir dómstólunum.
SAGA þessa máls sýnir þaö
vissulega Ijóslega, hve lítið
er að marka hátíðlegar yfir-
lýsingar Sjálfstæðisflokks-
ins, þegar hann er að lofa
hófsemi og aðgætni í skatta
álögum.
í fyrsta lagi eru útsvörin
hækkuð hér meira i ár en
hjá nokkru öðru bæjarfélagi
og það svo gífurlega, að þau
eru áætluð helmingi hærri
en fyrir þremur árum síðan.
Slíkt mun algert met, þótt
langt sé leitað. Þetta er þó
ekki látið nægja, heldur er
bætt ofan á stórfelldri upp-
hæð ólöglega, og ekki látið
undan fyrr en sú álagning
er ógilt af félagsmálaráðu-
neytinu og frekari ógilding
dómstólanna bíður á næsta
leiti. Hér hefur vissulega
veriff sett algert met í skatta
æði, svo aö höfð séu orð Mbl.
Eftir þetta ætti vissulega
að reynast erfitt fyrir Sjálf
stæðisflokkinn að flagga
með hófsemi sína í skatta-
álögum.
í stað þess að leitast viö
að draga nokkuð úr sukki og
eyðslu hjá bænum, eru út-
svörin ekki aðeins hækkuð
meira löglega en hjá nokkru
öðru bæjarfélagi, heldur eru
þau hækkuð til viðbótar meö
algerlega ólöglegum hætti.
Betur getur það ekki komið
í Ijós, að engum flokki er síð
ur treystandi til hófsemi í
skattaálögum en Sjálfstæðis
flokknum, þegar sukk gæð-
inga hans er annarsvegar.
Frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna:
Rúmlega 60 mál eru á dagskrá allsherj
arþingsins, sem hefst á þriðjudaginn
#
FritJarmálin og flóttamannamálin vertSa stœrstu viðfangsefni þess
Rúmlega 60 mál eru á dagskrá
Allsherjarþings Sameinuðu þjóð-
anna, sem kemur saman í New
York þann 17. þ. m. Þetta er
tólfta allsherjarþing samtakana
og mæta þar fulltrúar frá 81 þátt-
tökuríki, en líkindi eru til þess
að enn bætist við eitt þátttöku-
ríkið. Öryggisráðið hefir nýlega
einróma samþykkl að mæla með
upptökubeiðni Malaja ríkisins
nýja.
Það kennir margra grasa á dag-
skrá þingsins að þessu sinni eins
og endranær. Til umræðu verða
stórmál, sem skipta hvern einasta
mann 1 veröldinni, svo sem með
ferð kjarnorkuvopna og afvopn-
unarmálin og þingið mun einnig
fjalla um minni málefni svo sem
hvaða fyrirkomulag sé heppilegast
í skólamálum Sameinuðu þjóð-
anna, þ. e. rekstur alþjóðaskólans
sem börn starfsmanna og fulltrúa
S. þ. sækja. Auk þess verður þing
ið að semia fjárhagsáætlun fyrir
stofnunina, sem að þessu sinni
nemur um 53 milljónum dollurum.
Allsherjarþinginu ber einnig að
kynna sér skýrslur frá sérstofn-
unum samtakanna, ákveða um
starfsmannahald og ótal margt
fleira, sem leljast mega heimils-
mál.
í ársskýrslu þeirri, sem Hammarskjöld, framkvœmdastjórj S. Þ. leggur
fyrir allsherjarþingið, telur hann það eitt allra mikilvægasta mál þingsins,
að reyna að finna lausn á máli arabisku flóttamannanna, sem á sínum
tíma voru hraktir frá fsrael. Meðan það mál sé ekki leyst, verði ógerlegt
að koma á friði milli Arabaríkjanna og ísraels. Þessir flóttamenn eru nú
taldir rúmlega 900 þús. og er um helmingúr þeirra á framfæri sérstofn-
. . . . þá hlusfar allur
heimurinn
Venjulega sækir fjökli utanrík-
isráðherra þátttökuríkjanna alls-
herjarþing Sameinuðuþjóðanna og
dvelja á þinginu að minnsta kosti
þar til hinar svonefndu almennu
umræður hafa farið fram. Umræð-
ur þessar fara fram í byrjun
þingsins, venjulega strax eftir að
embættismenn þingsins hafa ver
ið kjörnir og kjörbréfanefnd hef-
ir athugað skilríki fulltrúanna.
Fulltrúar þátttökuríkjanna —
venjulega utanríkisráðherrar, þeg
þeir eru viðstaddir, — gera í um-
ræðunum grein fyrir skoðunum
sínum á aðsteðjandi vandamálum.
Það er því oft beðið með óþreyju
eftir þessum umræðum um vanda-
mál heimsins. Ekki sízt vegna þess
að ráðamenn stórveldanna hafa
oft notað þennan vettvang til þess
að láta umheiminn vita, hvað þeir
ætlast fyrir, eða að þeir hafa
komið með uppástungur um lausn
vandamála, sem varðar allan heim
inn. Þannig var það t. d. að Eisen
hower Bandaríkjaforseti setti fram
hugmynd sína um alþjóðasam-
vinnu um kjarnorkurannsóknir til
friðsamlegra framkvæmda í ræðu-
stóli á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna.
Það hefir verið sagt, að þegar
hinir áhrifamiklu menn í alheims
stjórnmálunum taki til máls í al-
menum umræðum á Allsherjar-
þingi S. þ., þá hlusti allur heim
urinn.
Sjö þingnefndir
Dagleg störf þingsins fara fram
í sjö neíndum. Hvert þátttökuríki
á rétt á fulltrúa í öllum nefndum
og fer hann með eitt atkvæði,
hvort sem þjóðin er stór eða smá.
Málum er skipað í nefndir eftir
málefnaflokum. T. d. fjalla tvær
nefndir um stjórnmál, ein um
efnahagsmál, sú þriðja um félags-
mál, sú fjórða um gæzluverndar
málin, fimmta um fjárhag og fram
kvæmdamál stofnunarinnar og
sjötta um alþjóðalög.
Friðarmálin mikilvægust
Þau mál, sem mestu máli skipta
og mesta athygli vekja eru að
sjálfsögðu friðarmálin, eða ráðstaf
anir til þess að tryggja öryggi og
frið í heiminum. Þar er efst á
blaði afvopnunarmálið, sem verið
hefir á dagskrá allra ellefu alls-
herjarþinga til þessa, án þess að
endanleg lausn hafi fengist. En
bent hefir verið á, að svo lengi
sem þetta erfiða mál er á dagskrá
unar S. Þ„ UNRWA, sem annast sérstaklega um þessi mál. Þessir flótta-
menn búa í sérstökum flóttamannabúSum og eru engar horfur fyrir því,
að þeir geti iosnað úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Framlög til þessarar
stofnunar S. Þ. leggja ýmsar þjóðir og einstakiingar, aðallega þó Banda-
ríkin. Hinn helmingur flóttamannanna, sem er dreifður um Jórdaníu,
Líbanon og Sýrland, er litlu betur settur. — Meðfylgjandi mynd var ný-
lega tekin í einu flóttamannahverfi S. Þ.
þingsins só von um að stórveldin
komi sér saman. Það sé fyrst, ef
það sé tekið út af dagskránni, ,að
veruleg hætta sé á ferðum.
Önnur stórmál, sem fyrir
þinginu liggja, eru einnig gamlir
kunningjar, svo sem Kóreumálið,
flóttamannamálið, Suez, Kýpur,
Alsír. Ungverjaland er rætt þessa
dagana á 11. þingi samtakanna,
sem ekki var slitið í fyrra til
þess að hægt væri að kalla það
saman með stuttum fyrirvara, ef
á þyrfti að halda.
Breytingar á stofnskránni
Á einum tveimur árum hefir
þátttökuríkjum Sameinuðu þjóð-
anna fjölgað um þriðjung. Fyrstu
árin voru þátttökuríkin aðeins 50,
síðan fjölgaði þeim smátt og smátt
upp í 60 og stóð á þeirri tölu
lengi. Nú eru þátttökuríkin sem
(Framhald í 8 «fðis
Haustið á tröppunum.
Gulnað birkilauf mætir manni á
útidyratröppunum snemma morg
uns; norðangusturinn skilur
dyngju eftir í afkima. Maður þarf
ekki að gá á hitamælirinn eða
líta í almanakið, það er komið
haust. Þetta eru auðvitað engin
ný tíðindi. Maður hefir fundið
þetta á sér um hríð. En birki-
laufið gulnaða hrífur samt
upp úr andvaraleysi hversdags-
ins og maður sér allt í einu fyr-
ir sér gráan vetrardag, skamm-
degi. Mikils fara þeir á mis, sem
ekki þekkja árstíðirnar. Ekki
vildi ég skipta á þeim og eilífu
sólskini suðrænna landa.
Tungutak borgaranna.
Við höíum löngum verið stoltir
af því, að á okkar Iandi væru eng
ar mállýzkur. Háskólaprófessor-
inn, bóndinn og verkamaðurinn
töluðu allir sama máli. Þeir, sem
gista útlönd, og þekkja nokkrar
þjóðtungur, skilja, hversu mikils
virði hið hreina og óskemmda
mál er fyrir menningu þjóðarinn
ar. Er nokkuð ömurlegra í munni
manns en at'bökun móðurmáls?
Mér rennur t. d. alltaf til rifja
að heyra götumál sumra stórborg
anna. En hve lengi getum við ver
ið stoltir af hreinieika móður-
málsins? Nýlega hlustaði ég á
útvarpsþátt, sem hljóðritaður var
í listamannaklúbbnum svonefnda.
Þar fóru fram kappræður um á-
kveðið efni, útvarpið flutti glefs-
ur úr þeim. Ræðumenn voru
menntamenn, sérfræðingar. En
þeir töluðu ekki íslenzku nema
að öðrum þræði. í hverri setn
ingu að kalla mátti, voru út-
lenzkslettur, og flestar algerlega
óþarfar. Þarna var annað tveggja
fordild eða hugsunarleti. Þessir
menn kunna betur. Þeir gefa
slæmt fordæmi.
Hættuleg málskemmd.
Einhver útvarpsmaður fór með
hljóðnema á Hótel Borg og talaði
við unga menn, sem sátu að
sumbli. Þeir töluðu ekki , ást-
kæra, ylhýra málið“. Máifar
þeirra var gróft og spillt, út-
lenzkuskotið, þótt með óðrum
hætti væri en í listamanna-
klúbbnum. Sú tegund af mál-
skemmd hljómaði í eyrum
mínum í gær, í verzlun í
Reykjavík. Afgreiðslustúlka var
að tala i síma, kvaddi í skyndi,
þegar viðskiptamaður var farinn
að bíða, og notaði til þess þessa
kveðju: ,, Ég sé þig“. Betra hefði
verið ef hún hefði hreinlega sagt
„I vvill be seing you". Dæmi af
þessu tagi vaða uppi í mæltu
máli í Reykjavík. Þau eru e. t. v.
hættulegustu málspjöllin í dag.
Þau spretta af hraflkunnáttu í
ensku, sem algeng er, kvikmynda
tali og meiri samskiptum við
enskumælandi fólk en áður
þekktist. Mælt mál af þessu tagi
leiöir hraðfara til sérstakrar borg
armállýzku. Enginn maður í strjál
býlinu mundi kveðja náungann
með því að segja „ég sé þig “
íslenzkan á falleg kveðjuorð sem
hæfa hverju tilfelli. Alþýöan úti
um sveitir kann þau og notar.
Borgarfólkið kann þau líkn, en
notar þau sjaldnar en skilcli. Það
er meinið. —Frosti