Tíminn - 14.09.1957, Blaðsíða 12
TeBriB:
Norðan stinningskaldi. Skýjað,
Hægviðri, bjartviðri.
Hiti kl. 18:
Reykjavík 6 stig, Akureyri 4,
Dalatangi 5, Galtarviti 4, Loft*
salir 11. j
Laugardagur 14. september 1957.
Júlíana Sveinsdóttir opnar stóra yfir-
litssýningu í Þjóðminjasafnshúsinu
Þessi líflega mósaíkmynd er gerð af Júlíönu Sveinsdóttur listmálara og
er til sýnis ásamt málverkum hennar og myndvefnaöi í Listasafni ríkisins
þessa dagana. Listakonan hefir fengið gullverðlaun fyrir listvefnað á Ítalíu
Skemmtileg nýjung í íslenzkri myndlist:
Ustvefnaftur
Á morgun kl. 4 e h. verður opnuð í Listasafni ríkisins
yfirlitssj'ning á verkum listakonunnar Júlíönu Sveinsdóttur,
en _þetta er stærsta sýning sem enn hefir verið haldin á
verkum hennar Eins og kunnugt er hefir Júlíana dvalið í
Danmörku lengst af, en er nú stödd hér í boði Menntamála-
ráðs. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra mun opna sýn-
inguna með ræðu. Sýningin er opin almenningi daglega kl.
1—10.
Átta ár eru liðin frá því Júlíana
hélt sýningu síðast liér heima og
þar áður hafði hún ekki haldið
sérsýningu síðan 1936. En hún
hefir tekið þátt í öllum samsýn-
ingum íslenzkra málara erlendis
og þar að auki haldið fjölmargar
einkasýningar í flestum þjóðlönd-
um Evrópu. Hún hefir alltaf átt
myndir á hinni árlegu sýningu í
Charlottenborg og hún mun vera
eini íslenzki listamaðurinn sem á
mynd í sölum Statens Museum for
Kunst í Kaupmannahöfn. Er það
sjálfsmynd.
Yfirlit yfir þróim listakonunnar.
Elzta mynd frúarinnar á hinni
nýju sýningu er frá 1912 en hin
yngsta frá því í fyrra. Sýningin
gefur einkar gott yfirlit yfir þró-
un listakonunnar ianga og starfs-
sama ævi og sýnir glögglega að
Júlíana hefir verið leitandi og vak
andi listamaður sem sítellt hefir
reynt að ná sem mestri fullkomn-
(Framhald á 2. síðu).
Heimskunnur brezkur sagníræðingur
flytur fyrirlestra í Ríkisútvarpið
Dr. Arnold Toynbee ræíir m. a. um íslenzka
menningu og stö'Su hennar í sögunni
Sagnfræðingurinn dr. Arnold Toynbee kemur hingað 19.
þ. m. í boði Afmælissjóðs útvarpsins og flytur hér útvarps-
erindi.
Hann talar um „sagnfræðinginn,
persónuleika hans og viðfangs-
efni“. Hann talar á ensku og verð-
ur erindum hans útvarpað beint,
en síðar verða þau flutt í kvöld-
dagskrá á íslenzku i sambandi við
erindaflokk um sagnfræði.
Prófessor Toynbee er sjálfsagt
sá sagnfræðingur, sem nú er mest
lesinn og ræddur um allar álfur.
Höfuðrit hans er „A Study of Hist-
ory“, það er rit í tíu bindum, en
til er einnig stytting þess í tveim
bindum. Ýmis fleiri rit hefir hann
samið og haldð fyrirlestra víða
um lönd.
Hann mun einnig tala hér í út-
varpið um íslenzka menningu ogl
stöðu hennar í sögunni.
'i ps /*•
Dr. Arnold Toynbee
Aðalfundi Stéttarsambands bænda lokið:
12 manna ráð kjörið til ráðuneytis
framleiðsiuráði í verðlagsmálum
Brýn nautSsyn a$ heina íramleiíslunni aí |>eim
vörutegundum, sem bezt er a<5 selja á erlend-
um markaÖi
Aðalfundur Stéttarsambands bænda hélt áfram í gær og
lauk skömmu fvrir miðnætti eftir að tillögur fundarins í
verðlagsmálum landbúnaðarins höfðu verið afgreiddar og
kosningar farið fram. Fundurinn samþykkti m. a. að kjósa
12 manna ráð, þrjá úr hverjum landsfjórðungi til ráðu-
neytis framleiðsluráði um uppsögn verðlagsgrundvallar. Iler-
mann Jónasson, forsætis- og landbúnaðarráðherra, og Hanni-
bal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, ávörpuðu fundinn í
Mikil leynd yfir fund-
um Titós og
Gomulka
BELGPiAD, 13. áept. — í dag síð-
degis hófust leyailegar viðræður
þeirra Titós Júgóslavíuforseta og
Gomúlka framkvæmdastjóra kom-
múnistaflokks Póllands og Cyran-
kiewitz forsætisráðherra. P’ara við-
ræðurnar fram á eynn.i Wanga,
sem liggur skam.nt frá Brioni, þar
sem er sveitaselur Titós. Stund-
um, ef forsetinn vi!l að mikii leynd
ríki yfir viðræðum, fer hann með
gesti sína til eyjarinnar. Fréttarit-
arar segja, að Titó hafi, áður en
viðræðurnar hófust, farið í langa
gönguför með gestum sínum. Þeir
munu ræða helztu atþjóðiegu deilu
mál samtímans, en ekki sízt munu
þeir skiptast á skoðunum uk fram
kvæmd sósíalismans og hversu
horfi fyrir þeirri stefnu í heimin-
um á komandi árum. Bæði þessi
lönd hafa farið inn á eigin leiðir í
fraankvæmd sósíalismans og átt í
miklum útistöðum við Moskvu.
Eldur í rusli viÖ Ármúla
Slökkviliðið var kvatt út í gær-
kvöldi til að slökkva eld í kössum
og hálmi við Ármúla. Sennilegt
er, að um íkveikju hafi verið að
ræða.
gær.
Fundurinn hófst um klukkan 4
síðdegis, en þá höfðu nefndir lok-
ið störfum. Voru nefndarálit sið-
an tékin fyrir, en ekki er rúm
til að geta allra þeirra mörgu á-
lyktana, sem fundurinn samþykkti,
hér, en það verður gert í næstu
blöðum.
Eftir að fundur liafði verið sett-
ur og ályktun sú um handrita-
málið, sem getið er annars staðar
í blaðinu, hafði verið afgreidd, gaf
fundarstjóri Hermanni Jónassyni,
landbúnaðarráðherra, orðið. Land-
búnaðarráðherra þakkaði fyrst
boð og kvað það margt, sem gam-
an væri að ræða varðandi þró-
un landbúnaðarins, en hann mundi
aðeins minnast á eitt eða tvö at-
riði.
Hann kvað það einkennandi, hve
stéttirnar ættu erfitt með að átta
sig á þeim breyttu tímum, sem
menn lifðu nú á. Nú væru svo
margar ákvarðanir teknar með út-
reikningum og tölum. Nú ríkfu
ekki lengur blind átök milli stétta,
ríkis, atvinnurekenda og verka-
manna, heldur réðu hagfræðiálit
og útreikningar æ meiru um á-
kvörðun kaupgjalds og verðs sem
annarrar framvindu í þjóðfélaginu,
og einmitt í þessu væri íramtíð-
arlausn deilumálanna fólgin. Nú
væri hægt með tilliti til ákveöins
jafnvægis að reikna nákvæmlega
út hvert verðlag tiltekinna vara
eða kaup ætti að vera. Samtímis
þokaðist valdið til hliðar, og frjáls-
ir gerðardómar byggðu úrskurði
sína á hagfræðilegum útreikning-
um. Á þessum breytingum yrðu
menn að átta sig.
Tilhögun framleiðslunnar
Þá kvaðst landbúnaðarráðherra
vilja benda á það mikilvæga atriði,
hve nauðsynleg væri góð samvinna
milli ríkisvaldsins og bænda með
tilliti til útflutningsframleiðslu,
ekki sízt þar sem svo er ástatt
sem nú, að ríkið greiðir útflutn-
ingsbætur. Þá væri mikilsvert að
bændur legðu kapp á að fram-
leiða þær vörur, sem hagkvæm-
ast verð fengist fyrir á erlendum
markaði og minnst þyrfti því að
greiða með. Þetta væri brýnt
vandamál ásamt stækkun sinábú-
anna. Kvaðst landbúnaðarráðherra
síðan vona að fundinum mætti
auðnast að nálgast lausn í þess-
um málum sem öðrum, er að köll-
uðu og árnaði honum allra heilln
í starfi.
Abyrgðarbréf með 50 þus. kr.
hverfur í pósthúsinuí Rvík
I bréfinu voru peningar til greiðslu á kostn-
acSi við raflínulögn í Dýrafirífi
Það hefir nú komið í ljós, að fyrir rúmum mánuði hefir
ábyrgðarbréf, sem í voru fimmtíu þúsund krónur, horfið
í. pósthúsinu í Reykjavík og bendir allt til að þarna sé um
þjófnað að ræða, enda aðstæður þannig að bréfið hefir
Samstarf launamanna og
bænda
Þá flutti Hannibal Valdimarsson,
félagsmálaráðherra, ávarp. Þakk-
varla getað horfið með öðrum
sókn hjá sakadómara.
Bréf þetta var frá Raforkumála
skrifstofunni. Hefir skrifstofan
haft þann hátt á, að senda pen-
inga til framkvæmda úti á landi
í ábyrgðarbréfum, en þá er ekki
tilkynnt upphæð, eða með öðrum
hætti hægt að sjá á umslagi að
um peningabréf sé að ræða.
Bréf þetta átti að fara til Guð-
mundar Hannessonar, verkstjóra
á Þingeyri og átti að nota pening-
ana til greiðslu á kostnaði við raf
línulagnir. Nafn Guðmundar mun
hafa misritazt utan á bréfið og
hann nefndur Sveinsson. Þetta var
þó leiðrétt og gerðar ráðstafanir
til að Guðmundur fengi bréfið í
hendur.
Þegar bréfið var lagt x póst, stóð
þannig á ferðum vestur, að mest
fjórir dagar gátu liðið, þar til
bréfið yrði ritað út af pósthúsinu
aftur og sent til Þingeyrar. Nú
hefir það komið í ljós við rann-
sókn málsins, að bréfið hefir
aldi-ei verið ritað út, eins og önn-
ur bréf sem innrituð voru og lit-
rituÖ á þessum tíma. Bréfið hefir
því horfið úr pósthúsinu á þessum
fjórum dögum.
Þessi háttur á sendingu peninga
nxeð póstinum, ábyrgðarbréfið, var
tekinn upp í sparnaðarskyni.
Bevndist ódýi’ara að senda bréfin
á þennan liátt og tryggja þau hjá
hætti. Mál þetta er nú í rann-
tiyggingarfélagi, sem í þessu til-
felli er félagið Trygging, heldur
en kaupa undir þau sem peninga-
bréf. Munar það nokkurri fjárhæð
hvað það er ódýrara.
Þá mun það hafa gerzt í fyrra-
sumar, að peningasending frfá Raf
orkumálaskrifstofunni, sem nam
tíu þúsund krónum, hvarf og ekki
enn vilað með hvaða hætti.
Brotizt áfram í snió
yfir Siglufjarðar-
skarð
Snjór er nú orðiixn niikill í
Sigluljarðarskarði og má heita,
að það sé með öllu ófært, enda
þótt snjóýta hafi gcrt liíraunir
tii að halda því opnu.
í fyrrinótt voru áætlunarbílar
að brjótast yfir skarðið lengi næt
ur og nutu aðstoðar ýtu. Snjór
var þá kominn mikill á fjallið og
mátti licita að jafnóðiun fennti í
slóðiua, svo að vegurinn lokaðist
strax á eftir bílunum. IVlá búast
við, að skarðið verði lokað, að
íuiiinsta kosti um sinn, ef áfram-
liald verðui’ a snjókomunni.
; aði hann boð Stéttarsambandsins
til verkalýðssamtakanna um að
senda íulltrúa á fundinn. Sam-
, starf þessara tveggja stétta væri
I eitt hið þýðingarmesta undirstöðu
ati’iði þjóðfélagsins. Það samstarf,
sem staðið hefði lengi milli þess-
ai'a stétta um ákvörðun vei-ðlags
landbúnaðarvai-a, hefði verið heilla
drjúgt. Þessar stéttir fyndu einnig,
að þetta samstarf væri nauðsyn-
legt og hagur annarrar stéttax’inn-
ar væri hagur hinnar. Góð afkoma
launastéy,anna skapaði góðan nxark
að fyrir landbúnaðarvörur, og
góðar landbúnaðaiwörur væi’u hin-
um fjölmennu launastéttum lífs-
nauðsyn. S. 1. 18 ár hefði vei’ið ó-
heillaþróun í verðlags- og efna-
hagsmálum. Verðstöðvun vævi ó-
hugsandi nema með heilu sam-
starfi þessara tveggja stétta,
bænda og launanxanna. Óskaði
hann fundinum heilla í störíum
og kvaðst vona að þetta samstarf
blómgaðist og blessaðist.
Eftir þetta voru nefndarálit tek-
in fyrir og fjölmargar ályktanir
gerðar. Verður þein-a nánar getið
í næsta blaði. Síðast voru verð-
lagsmálin til umræðu og var sam-
þykkt ályktun um að lýsa yfir
ánægju með þá breytingu, sem
fengizt hefði nú ú vei’ðlagsgrund-
vellinum en jafnframt bent á, að
mikilla breytinga þyrfti enn við.
Var samþykkt að kjósa 12 manna
ráð til ráðgjafar framleiðslui’áði
í þessum málum.