Tíminn - 27.09.1957, Blaðsíða 8
'iimiii
8
TÍMINN, föstudaginn 27. september 1957,
Verðmæti vinninga kr. 130.000.00
Happdrætti
HNATTFERÐ § U F °
modej’5?
1957 / Verð miðans kr. 20
HNATTFERÐ S.U.F.
Aðeins einn hlýtur vinn-
inginn hnattferðina með s. s.
Southern Cross, en öll getum j
við, lesendur góðir, brugðið
okkur í betri fötin og fylgit
með, þótt ekki sé nema í hug-
arheinjj okkar hvers cg eins.
Hrein tilviljun virðist hafa ráð-
ið því, að við höfum ekki enn tek-
ið sumarleyfið okkar og má því
segja að heppnin hafi fylgt, því að
nú eigum við leið til sólheitra suð-
urlanda úr grárri, votri haustskím-
unni og frá köldum hvítum vetri
norðursins.
Þægileg sæti hinar nýju full-
komnu flugvélar Vickers Viscount
ásamt blíðu. brosi flugþernunnar,
er býður okkur þennan klassíska
Aftanskin á Ermarsundi
9 þús. feta kokkteil, færir okkur
heim sanninn um það, að við séum
lausir við kvaðir hversdagslífsins
og liggur nú leið okkar til Prestvík
ur í Skotlandi.
Við dveljumst ekkert í Skotlandi
því að skipið fer um miðjan næsta
dag og því tekin jafnbrautarlest
til Southampton en þar bíður okk-
ar hinn glæsilegi farkostur og heim
ili okkar næstu 3. mán., s.'s. South-
hern Cross, 20 þús. smálestir að
stærð og 204 betur.
Landafræðin hefir sagt okkur að
Southamptonborg sé afar mikilvæg
fyrir verzlunarflota Bretaveldis og
að hún liggi í kjördæmi Hamps-
hire, 71 mílu suðvestur af London.
Er við eygjum borgina, gefur að
iíta þau ógrynni hafskipa á út og
innsiglingu og í sjálfri höfninni að
allur efi á sannleiks og þýðingar-
gildi landafræðibóka rýkur út í
veður og vind.
Southampton er stórfengleg borg
að okkur finnst, þar sem gamalt
og nýtt ber fyrir auga.
LEIÐSÖGUMAÐUR okkar þenn-
an dagpart, er við eigum eftir á
þurru landi, sýnir okkur það
helsta, kirkju heilags Mikaels,
Domus Dei sjúkrahúsið frá 12. öld
er á sínum tíma skýldi frönsku
landflótta mótmælendunum, skipa-
kví Prinsins af Wales sem mun
vera ein stærsta sinnar tegundar,
sem byggð hefir verið og lysti-
garða marga og fagra. Tími okkar
er útrunninn til frekari athugana
á' brezkri grund og stígum við nú
um borð í „Crossinn" þar sem
hann iiggur baðaður í skini haust-
sólarinnar. Borðalagður þjónn
tekur við farangri okkar, lítur á
skilríkin, og nú er víst foezt að
bregða fyrir sig betri fætinum því
— „this way please“ — okkar góða
og gamla íslenzka verður víst að
bíða svona eitthvað fyrst í stað.
Leið okkar liggur inn ótal ganga
og stiga og loks komum við í her-
bergið. Það er hið ákjósanlegasta
í alla staði, loftræsting góð, teppi
á gólfum, borð og tveir stólar. Allt
úr harðviði svo og þiljur og loft.
Við göngum lauslega frá farangri
okkar og flýtum okkur til baka því
nú er brottfarartíminn kominn og
daufur ómur eimpípu skipsins
berst okkur til eyrna, er við nálg-
umst þiljur.
Uppi á þiljum hafa farþegar rað-
að sér við lunninguna og er óspart
veifað, húrrað og hrópað og ber
þar lítið á einstaklingnum, því far
þegar eru um 2000.
Skipið líður hægt á stað út úr
höfninni. Mannfjöldinn á hafnar-
bakkanum fjarlægist smátt og
smátt unz hann hverfur okkur. —
Höfnin sjálf er brátt horfin úr
augsýn og Southern Cross klýfur
öldur Atlantshafsins í suður-átt
með 20 mílna hraða á klukku-
stund.
EINS OG fyrr segir, er farkostur
okkar 20 þús. smálestir og allur
hinn glæsilegasti, hvort sem er ut-
an eða innanborðs, ofan eða neð-
an þilja. Það rís hátt úr sjó; yfir-
bygging mikil og hvítmáluð, en
skipið annars ljósgrátt að lit. —
Reykháfur er aðeins einn og ligg-
ur aftarlega. Mikið mastur rís upp
úr yfirbyggingu þess miðri og er
þar öryggisútbúnaði, svo sem rad-
ar og senditækjum komið fyrir. —
Tvö lítil möstur á hæð við yfir-
bygginguna eru á framþiljum. —
Björgunarbátar eru samkvæmt
ströngustu kröfum og útbúnaður
til sjósetningar mjög fullkominn.
SAMFARÞEGAR okkar eru eins
og við myndum hafa orðað það á
góðri íslenzku, auðmenn, því
svona ferðalög eru dýr þó ekki sé
nema tíminn sem þau taka. En við
skulum ekki horfa í það, við hrepp
um ekki á hverju ári hnattferð fyr
ir 20 krónur. Og nú skulum við
skoða hvað bíður okkar neðan
þilja. Matsalurinn er fyrstur á
vegi okkar, dýrindis krásir hafa
verið á foorð bornar og ef að lík-
um lætur, tökum við til matar okk
ar því hér um foorð í þessu fljót-
andi sæluríki er sjóveiki næsta fá
títt fyrirbrigði, og sem íslendingar
komnir af sæbörðum víkingum,
könnumst við ekki við sjúkdóm
með því nafni. Inn af matsalnum
liggur svo reykingarsalurinn og
þar fýsir okkur að dvelja við góð-
an vindil og glas af góðu víni í
djúpum hægindastólum til að lýsa
velþóknun okkar á því sem fyrir
okkur hefir borið fram til þessa.
Og brátt upphefjast mjúkir tónar
hljómsveitarinnar og fólk af öllum
þjóðernum stígur léttan dans fram
til miðnættis.
HINU FYRSTA kvöldi um borð í
Southern Cross er brátt lokið og
við höldum glaðir í bragði til her-
bergis okkar og stígum ímyndað-
ar öldur AtlantShafsins á mjúkum
teppum hinna glæstu svala.
Næsti ákvörðunarstaður okkar
er Las Palmas. J.
*
A víðavangi
(Framhald af 6. síðu).
riti Alþýðusambandsins er þessi:
Af 158 félögum, sem eru í
Alþýðusambandi íslands og telja
samtals um 30 þúsund meölimi
hafa aðeins sex gert verkfall
sem náð hefur til 5—600 manna.
Flest eru þessi félög fámenn og
starfandi í Reykjavík. Þegar
undan er skilin vinnudeila sjó-
mannadeildar Verkalýðsfélags
Akraness, hefur alger vinnu-
friður haldist úti á landsbyggð-
inni. Nokkur félög hafa náð fram
breytingum , á samningi án
vinnustöðvunar en allt slíkt heit
ir á máli íhaldsins að rjúfa
vinnufriðinn. Sú staðreynd liggur
því fyrir að 5—600 manns í fé-
Iögum Alþýðusambandsins hafa
lent í verkfalli á árinu, en 152
sambandsfélög með um 29500
mann innan sinna vébanda hafa
haldið vinnufriðinn í samræmi
við óskir og stefnu ríkisstjórn-
arinnar og forustu verkalýðs-
samtakanna."
Southampton
Þannig flengja staðreyndirnar
hina hámóðins „verkalýðsfor-
kólfa íhaldsins.
Flugstöí
(Framhald af 7. síðu).
Morgunn þrýstiloftsaldarinnar
er þegar liðínn. Hver verður hlut
ur fslendinga þegar á daginn líð-
ur? Að því spyrja menn sjálfa
sig og aðra þessa dagana á
morgni atómaldar. Ekki verður
annað sagt en að reynslan veki
hjá okkur bjartar vonir. h.h.
Harðnandi kosninga-
barátta
(Framhald af 6. síðu).
við atvinnurekendur og ríkisstjórn
íhaldsflokksins út af launamálun-
um. Ýrnsir, sem um þessi mál rita,
telja hættu á, að siðustu aðgerðir
stjórnarinnar hafi flýtt því, að til
slíks uppgjörs komi fyrr en seinna.
Sjötug: Arnlaug Samúefsdóttir,
Seljalandi
UNDIR vesturhlíð Eyjatfjalla,
sunnanverðri má sjá þá dásamlegu
nágranna, Gljúfrabúa og Selja-
landsfoss, sem ásamt sínu svip-
fagra umhverfi eru mörgum ferða-
manni augnayndi. Gljúfrabúi í
sérlega fagun-i klettakví, en Selja-
landsfoss, sem hefir það fram yfir
flesta bræður sína að ganga má
bak við hann á grasbekk fast við
bergið. Sunnan við Fosstúnið —
en svo nefnist grasflötur er geng-
ur fram með ánni að þjóðveginum
— er brekka xmdir hömrunum og
nær allt fram undir Seljalands-
múla.
í þessa brekku hafa nú verið
gróðursettar trjáplöntur margar,
en spilduna gaf Arnlaug húsfreyja
á Seljalandi til skógræktar í minn-
ingu um eiginmann sinn.
Frú Arnlaug Samúelsdóttir hefir
nú náð sjötugs aldri. Fædd í
Hvammi undir Eyjafjöllum 26.
sept. 1887. Foreldrar hennar voru
bæði úr sveitinni: Björg Sveins-
dóttir Einarssonar frá Nýjabæ og
Samúel Einarsson frá Borgareyr-
um, Guðmundssonar. Ekki giftust
þau eða bjuggu saman. Samúel fór
til Reykjavíkur, kvæntist þar og
eignaðist börn. Hann þótti rösk-
leikamaður svo sem átti hann kyn
til.
Arnlaug ólst upp í skjóli móður
sinar, sem ekki giftist né átti
fleiri börn, hún var ein í hópi
þeirra sívinnandi og ómetanlegu
vinnuhjúa, sem gerðu garðinn
frægan.“ Þær mæðgur dvöldust á
heimili þeirra góðkunnu Hvamms-
hjóna, Þuríðar Jónsdóttur Ijós-
móður og seinna manns hennar,
Magnúsar Sigurðssonar, síðar
hreppstjóra V-Ejafjallahrepps.
Mun það hafa verið hollur skóli
þeim unglingum sem þar ólust upp
og hefir svo verið löngum um hin
beztu heimili í landi hér.
ARNLAUG giftist 2. nóvember
1918 Kristjáni Ólafssyni (f. 15.
apríl 1890 d. 4. apríl 1945) frá
Eyvindarholti. — Foreidrar hans
voru Sigríður Ólafsdóttir frá Múla
koti og Ólafur Ólafsson frá Hólmi
í Landeyjum, þau hjón áttu mörg
börn og eiga nú fjölda afkomenda.
Þau Kristján og Arnlaug hófu
búskap vorið 1917 á vesturjörðinni
á Seljalandi, en þar hafði iöngum
verið tvíbýli, síðar fengu þau hinn
hlutann einnig og festu kaup á
jörðinni. Þau hófu ræktun, komu
upp miklu búi, reistu stórt stein-
hús til íbúðar, einnig heimilisraf-
stöð og útihús.
Kristján var atorkumaður mikill
og hinn ágætasti drengur. Hann
varð oddviti sveitarinnar og hlóð-
ust á hann fleiri trúnaðarstörf. —
Seljaland var svo í sveit sett að
þar var gestanauð mikil, jörðin r
þjóðbraut, þar var foréfhirðing og
símstöð, þar var reist útifoú frá
Kaupfélagi Hallgeirseyjar (nú Kf.
Rangæinga).
Þau Seljalandshjón eignuðust
átta börn, — þar á meðal einir tví
burar, — dóu tvö þeirra í bersku,
Þuríður og Högni, en þau sem upp
komust eru: Ólafur oddviti, Sigríð
ur og Marta, búsett á Seljalandi,
Magnús forstjóri Kf. Rangæinga,
Aðalbjörg og Þuríður, búsett á
Hvolsvelli. Þau eiga nokkur foörn.
Öll nutu þau systkin skólagöngu,
annar bræðranna í búnaðarskóla,
hin í samvinnuskóla, systurnar í
húsmæðraskólum og einnig fóstur-
dóttir hjónanna Svanlaug Sigur-
jónsdóttir frá Mið-Skála, systur-
dóttir Kristjáns.
KRISTJÁN á Seljalandi féll frá
fyrir aldur fram, eftir þunga legu
í sjúkrahúsi. í túninu ó Seljalandi
var vígður heimagrafreitur og
Kristján þar til grafar borinn
fyrstur manna, síðar var jörðuð
þar tengdamóðir hans, sem hjá
þeim hjónum hafði dvalið. Eigi
rísa steinvarðar á gröíum þeirra,
heldur hinir fegurstu barrviðir. :
Eigi mun húsmóðurinni á Selja
landi hafa hentað að sitja auðurn
höndum og vist hefir hennar hlut-
ur ekki etftir legið í þeim umsvif-
um sem foversdagsliíið heimtaði.
En að taka bók í hönd var hennar
eftirlæti,á hún nokkurt safn góðra
bóka, sem hafa veitt henni útsýn
og yndi eigi sízt bækur um andleg
miál — einnig er hún ljóðavinur.
Blóm í gluggum og björk og
reynir í hlaðvarpa tala sínu máli
og lengi munu vaxandi viðir í
brekkunni við kverkina og inn að
fossi minna á nöfn þeirra Selja-
landshjóná.
Guðmundúr Böðvarsson skáld á
Hvítársíðu kveður svo:
Djúpa og tregandi eiga þeir að-
dáun mína,
allir er dugðu hvað bezt þegar
tæpast stóð.
Þökk sé þeim hetjum er leystu
land mitt úr viðjum,
lof sé þeim draumi er barg minni
fátæku þjóð.
. . . Heilög er sýnin hvernig ætt-
stotfninn brunar
hækkar að limi, dýpkar að rótum
á ný.
A. V.
aMTtt aru Ornait (Bgaasnamnv
ReykiaviKur, trun*
*mtuia«lt Mlt fllnum
(ramuitu HHlmilunw
AUGLÝSEÐ í TÍMANUM
V.V.V.V.V.V.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.Yl
f
.* Innilegt þakklæti fyrir alla þá virðingu og vinsemd
I; er mér var sýnd sjötugum og allar gjafir og skeyti er
/ mér bárust á afmælisdaginn.
I; Markús GuSmundsson
I; Klapparstíg 9.
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.
Hjarfanlegar þakkir til ykkar allra, sem auðsýnduð okkur sam-
ÚS v!o andlát og jaröarför eiginkonu og móöur,
Sólveigar Einarsdóttur,
Stóra-Vatnsskaröi,
Árni Árnason og börnin.