Tíminn - 02.10.1957, Qupperneq 2

Tíminn - 02.10.1957, Qupperneq 2
2 Nær tvö himdruð manns stunda nám í Stýrimannaskólamim og á nám- skeiSum hans Aísóknin minni en nauísynlegt er tii a$ manna sívaxandi skipastól, sag<5i Friðrik V. Oiaíssoli, skólastjóri, í setningarræðu sinni í gær 1 gær var Stýrimannaskóli íslands settur í hátíðasal Sjó- mannaskclans í Reykjavík. Er þetta í 67. sinn, sem skólinn er settúr, en hann tók til starfa árið 1891. í setningarræðu sinni skýrði Friðrik V.- Ólafsson, skólastj., frá ýnisu varðandi kennslu og réttindi, sem próf frá skólanum veita. Eins og kunnugt er, þá er Stýri- mannaskólanum skipt í tvœr deild- ir, annars vegar fiskimannadeild og hins vegar farmannadeild. Próf úr fiskimannadeild veitir mönnum réttindi til að stjórna fiskiskipum af öllum stærðum innanlands og utan og allt að fjögur hundru'ð rúm lesta verzlunarskipum í innanlands siglingum. Farmannaprófið veitir mönnum hins vegar réttindi til að stjórna hváða skipi sem er og hvar sem er. Vaxandi aðsókn í vetur munu rúmlega eitt hundr að og fjörutíu nemendur stunda nám í Stýrimannaskólanum í tíu kennsludeildum. Er það nokkru fleiri nemendur en í fyrravetur,1 en þá voru þeir, þegar flest var, | eitt hundrað tuttugu og átta. Níu^ tíu nýir nemendur verða við nám' í skólanum í vetur. Af þeim lesa ■ 9—10 undir farmannapróf, en hin- ir undir fiskimannapróf sem nú er tvískipt og nefnast þau hið meira og hið minna fiskimannapróf. um'vegna aukinnar bárna og ung- ling-afræðslu. Þa'á er því. almennt tekjð próf beint upp í annan bekk Stýrimannaskólans. 40—50 nemendur á námskeiðum , Skólastjóri sagði að lokum að að sókn að skólanum yrði að teljast all góð i vetur, þegar þess væri gætt, að 40—50 nerruendur myndu sækja námskeið skólans utan Rvík- ur. M gat hann þess, að fjöldi nemenda færi alltaf nokkuð eftir aíkomu manna, en sjómenn hefðu komizt misjafnlega af að undan- förnu. Hann brýndi fyrir nemend- um að þeim væri nauðsynlegt að nota tímann sem bezt meðan þeir sætu skólann. Þær breytingar hafa orðið á kennaraliði, að þrír nýir kennarar taka nú til starfa. Eru það Þorsteinn Valdimarsson, Ólaf- ur Pálmason og Sigurður Þorleifs son, skipstjóri. Hið minna fiskimannapróf Skólastjóri sagði að þrátt fyrir- þau ágætu skilyrði, sem Stýri- mannaskólinn byggi nú við, væri aðsóknin minni en nauðsynlegt væri til að manna sívaxandi skipa stól. Þá gat skólastjóri að nokkru lagabreytingar, sem gerð var á síð asta alþingi varðandi fiskimanna- prófið. Fram til ársins 1945 hafði iþví prófi verið skipt í meira og minna próf, en niðurfelling minna prófsins leiddi af sér sífelldar und anþágur. Vegna þess var lögunum um fiskimannapróf breytt aftur og tekið upp minna og meira próf. — Minna prófið veitir nú mönnum réttindi til að stjórna allt að 120 rúmlesta fiskiskipi. Námskeið úti á landi Stýrimannaskólinn gengst fyrir fjögurra mánaða námskeiðum. Eitit námskeiðið verður haldið í Reykja vík', en tvö úti á landi. Á þessum námskeiðum læra menn meðal ann ars til minna fiskimannaprófs. Á fjórum stöðum utan Reykjavíkur er heimilt að kenna í undirbún- ingsdeild fyrir Stýrimannaskólann, er það á ísafirði, Akureyri, Nes- kaupstað og Vestmannaeyjum. Lítill áhugi hefir verið fyrir því að notfæra sér þessa heimild, eink aiiiiiiiiiiliiiifiMiiiiiiimiiiiMimiiHiiiniiiaiMiiiiiiiiiiiiii X = 6ÍII til sölu | Til sölu' er Chevrolet vöru- = bifreið með 5 manna húsi | og vélsturtum. Bifreiðin er i í góðu lagi. Upplýsingar gef | ur | MAGNÚS EINARSSON f Vatnkholti, Árnessýslu 1 Sími um VillLngaholt. | Nýtt undraeíni (Framhald af 12. síðu). kvæmara efni en þau efni sem skip hafa verið smíðuð úr til þessa auk þess verður framleiðsla þeirra svo miklu hraðari en áður tiðkað- ist. Bátur úr trefjaplasti er um 5 sinnum léttari -en stálbátur en hef- ir þó sama burðarmagn. Efnið er með afbrigðum sterkt og þolir mik ihn þrýsting. Ótrúlega auðvelt er að gera við það ef sprunga kemur í það. Er þá aðeins borið nýtt lag af trefjaplasti í rifuna og verður báturin jafngóður. Þá eru óitaldir höfuðkostir efnisins, en það ryðg ar hvorki né fúnar og tærist ekki á neinn liátt. Viðhaldskostnaður bátanna verður því sama og eng- inn. Hvorki sjávargróður né maðk Ur vinnur á trefjaplasti auk þess sem það er ónæmt fyrir segul og galvaniskum straumum. Góð reynsla hjá Bretum. Þegar hafa 10 hringnótabátar verið pantaðir hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og er áætlað að hver þeirra kosti kr. 45.000, en samsvar andi bátur úr stáli kostar 75.000 kr. og er 5 sinnum þyngri. Einnig er farið að vinna að smíði móta fyrir stýrishúsi en það er Farsæll GK 8, eign Finnboga Gu'ðmunds- sonar útgerðarmanns í Gerðum. Skipasmíðastöðin hafir sótt um styrk til Fiskveiðinefndar og hyggst auka framíeiðsluna að miklum mun á næstu árum. Bretar hafa þegar framleitt mik inn fjölda báta og skipa úr trefja- plasti og eru þar á meðaj gang- miklir strandgæzlu-Mtar nieð 400 ha vélar. Nú þegar er unnið að framleiðsl-u plast'báta í 26 löndum og hafa þeir hvarvetna gefið góða raun. Fiskveiðiskip í framtíðinni. niMIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIMIMIIIMIMMMIIMIMMIIIIIIMMIIIIIM 1P M.s. H. J. KIVIG fer frá Reykjavík um 7. október, til Kaupmannahafnar. — Flutn- ingur óskast tilkynntur sem fyrst. Skipaafgrciðsla Jes Zimsen. Erlendur Pétursson. ■Skipasmiðastöð Njarðvikur mun hefja framleiðslu á fiskveiðiskip- um og telja brezkir sérfræöingar að ekkert sé því til fyrirstöðu að smíða 130 feta langan bát úr trefjaplasti. Hér er á ferðinni merk nýjung sem getur liaft ómet- anlega þýðingu fyrir fátæka fisk- veiðiþjóð sem íslendinga, sem verja stórfé til byggingarkostnaðar og viðhalds fiskibáta. Sparnaður- irin sem leiðir af smí'ði skipa úr trefjaplasti er ævintýralega mikill. Er full ástæða til þess að ríkisvald ið styrki af ráði og dáð hina fram- kvæmdasömu og hugmiklu skipa-; smiði í Njarðvíkum sem fært hafa þjóð sinni þeesa nýjung. TÍMINN, miðvikudaginn 2. október 1957, Alþ jóðlega kjaraorkustofnunin á mik ilvægu Hutverki að gegna í heiminum Ráístefna fulltrúa frá 60 ríkjum hófst í Vínar- borg í gær á vegum stofnunarinnar NTB-Vínarborg, 1. okt. — í dag hófst í Vínarborg ráðstefna fulltrúa frá 60 þjóðum, sem ganga endanlega frá stofnun al- þjóðlegu kjarnorkumálastofnunarinnar. Eisenhower forseti átti hugmvndina að stofnun þessara samtaka og hefir manria mest barizt fyrir að hún kæmist 1 framkvæmd. Markmið stofn- unarinnar er að vinna að aukinni þekkingu og hagnýtingu kjarnorkunnar til friðsamlegra nota og hagsbóta fyrir mann- kynið í heild. Fær Gunnar nú ekki að ræða um Mikíð stendur til í Holstein annað kvöld, eins og auglýst er yfir þvera síðu í Mogga. Full- trúaráð Sjálfstæðisfélaganna boð ar til fyrsta fundar á haustinu og ræðir bæjarmálefni. Er dag skráin skilmerkilega sundurliðuð og getið framsögumanns. Svo kynlega bregður við, að það er, ekki borgárstjórinn Gunnar Thor oddsen heldur Bjarni Benedikts son aðalritstjóri. Menn spurðu því hver annan í gær: Er ástandið svona á bænum þeim, á Gunnar borgarstjóri nú ekki einu sinni að fá orðið, þegar Sjálfstæðis- menn ræða uin bæjarmálin. Eða hefur Bjarni kannske liug á því að verða aðalborgarstjóri í Reykjavík. Björgunarbáíurinn gat tekið tóíf menn Það mun hafa farið eitthvað á milli mála í frétt blaðsins af landtöku skipbrotsmanna af Berg foss við Grímsey, hvernig hana bar að höndum. Gúmmíbáturinn, sein var um borð í skipinu, rúm- aði tólf menn. Hins vegar bar svo við, þegar þrír af hinni fjög urra manna áhöfn, voru komnir um borð, að báturinn kastaðist frá skipinu og tókst þeim fjórða því ekki að komast í bátinn. Eins og segir í fréttinni var mikill öldugangur og hentist báturinn með mennina þrjá upp í fjöru fullur af sjó. Þegar sjónum hafði veriS hleypt úr bátnuni, dró sá er var í skipinu hanu til sín, en band var í bátnum, og náði landi án áfalla. Úfför Hákonar VII. (Framhald af 1. síðu). Ólafur konungur boð fyrir 700 gesti. Fléstir liinna erlendu þjóð- höfðingja og gesta héldu af, stað heimleiðis þegar í kvöld. Borgrav biskup flutti útvarpsræðu um kon- ung og rakti minningar sínar um konung, sem hann hafði þekkt um langt árabil. Víða um heim voru haldnar minningarguðsþjónustur um Hákon konung VII. Hann ríkti í 52 ár og með þeim ágætum, að fágætt verður að teljast. f skeyti, sem Eisenhower forseti 'sendi ráðstefnunni, kvaðst hann álíta, að stofnunin væri ein helzta von mannkyns um bætt mannlíf og hamingjuríkt á komandi tím- um. Það væri og von sín að frið- samleg not kjarnorkunnar yrði eit't heízta ráðið til þess að sam- eina þjóðir heims og sk'apa sam- taka friðelskandi heim. SögulegUr atburður. í skeyti sínu segir Macmillan, for sætisráðherra Breta, að hann íelji stofnun kjarnorkustofnunarinnar einn af merkustu viðburðum sög- unnar, sem muni hafa gífurlega rriikla þýðingu. Hammarskjöld sendi og boðskap til ráðstefnunn- ar og lagði áherzlu á að starf stofn- unarinnar myndi verða mjög mikil- vægt fyrir fátækar og fakunnandi þjóðir, sem enn væru skammt á veg komnar efnahagslega. Lofað stuðningi. Bandaríkin hafa lofað að leggja ríflega af mörkum til stofnunarinn- ar og flutti L. Strauss, formaður bandarísku kjarnorkunefndarinnar ráðstefnunni boðskap um þetta í morgun. í fyrsta lagi munu Banda- ríkin leggja fram allverulegt magn Ölafur í Eyjum (Framhald af 12. síðu). hra'kningasaga Ólafs hin merkileg asta og sigurstranglegt að hefja baráttuna fyrir bæjarstjórnarkosn ingarnar á henni. Ýmsir telja, að Ólafur muni næst „hefja undir- búning bæjarstjórnarkosninganna“ í Grímsey með hrakfallabálki sín- um, en margir telja þó, að Hroll- augseyjar hæfðu betur. af úraníum, en einnig bjóða þáu fram til afnota „reaktora“ til til- rauna og gífurlegt bókasafn um kjarnorkuvísindi. Bretar hafa eink um lofað tæknilegri aðstoð og leið beiningum sérfræðinga. Hver er „djöfull- inn“ í Ung- verjalandi? Ungverska blaðið „Nep Szabadsag“ skýrir svo frá, að nýr trúarflokkur í Ungverjalandi, svo kallaðir Bethanistar, hafi náð mikilli útbreiðslu í landinu. M. a. hafi margir meðlimir hinnar kommúnistísku æskulýðsfylking ar gengið hinni nýju hreyfingu á hönd. Blaðið varar mjög við félagsskapnum, sem það teliir vera undir erlendum áhrifum og þiggi mútur frá auðvaldssinnum. Hið raunverulega markmið hans sé að vinna gegn stjórn landsins og kommúnistaflokknum. Er leið togar hreyfingarinnar tali um, að leiðtogar ríkiskirkjunnar hafi „gert samning við djöfulinn" og þess vegoa þurfi að stofna nýja kirkju, sé átt við stjórnarvöld landsins. Er þeir nefni „djöfnl- inn“ eigi þeir við stjórn komm- íínista, segir blaðið. 14 OG 18 KARATA TRÚLOFUNARHRJNGAFi Fréttir M landsbyggðinni Ræöa Eysteins (Framhald af 1. síðu). efnahagslegt öryggi en hún byggi nú við. Hann kvað það mundi verða erfitt verkefni að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög frá þing- inu og að leysa vandamál fram- leiðslunnar, en það yrði að finna leiðir til þess.. Ráðherrann minntist nokkuð á stjórnarandstöðuna. Kvað hanri það almannaróm, að hún hefði al- gerlega brugðizt sinni skyldu og undruðust menn yfirleitt málflutn ing stjórnarandstæðinga og hneyksluðust á honum. Þá væru menn ekki síður hissa og reiðir út af því, að stjórnarandstæðingar | skuli hafa gripið til þess ráðs að reyna að spilla fyrir málefnum landsins bæði inn á við og út á við. Ætti þetta ekkert síður við þá, sem hefðu fylgt Sjálfstæðis- mönnum, en væru nú dáuðþreyttir orðnir á ábyrgðarleysi þeirra, gorti og ósannindum samfara algeru úr- ræðaleysi. Þetta væri Sjálfstæðis- mönnum ljóst, en liefðu ekki lag á því að breyta til um vinnubrögð, enda ekki hægt um vik, þar sem þeir hefðu ekkert jákvætt til vandamálanna að leggja. Þá ræddi ráðherrann um ýms framtíðarmál landbúnaðar, sjávar- útvegs og iðnaðar. Hvatti hann menn að lokum ein- dregið tií að vinna ötullega að framgangi Framsóknarflokksins. Mundi það bezta ráðið til þess að skapa meiri festu í þjóðmálastarfið en verið hefði undanfarin ár. Fjórar kindur fóru yfir Jökulsá Fosshóli í gær. — Hér á Ófeigs- stöðum var slátrað fyrir nokkrum dögum fjórum kindum frá Möðru; dal. Höfðu kindur þessar komið fram 'í leitum Mývetninga í Grafar- löndum. Þar sefn Jökulsá er „varn: argirðing“ vegna mæðlvéiki og garnáveiki, máttf ekki flytja kind- urnar austur vfir aftur. og var far- ið með þær vestur í ófeigsstaði og slátrað þar. Á Ófeigsstöðum feí fram slátrun fjér vestan Skjálf- andafljóts á vegum Kaupfélags Þingeyinga. SLV. Gáfu Stórólfshvols- kirkju skírnarfont Hvolsvelli í gær. — Nýlega hafa konur úr kvenfélaginu Eining og flpiri konur í Hvolhreppi fært Stór ólfshvolskirkju að ,gjöf skírnar- font, sem keyptur var í Englandi. Skírnarfonturinn er úr eik og hinn vandaðasti og fegursti gripur. VerÖur aí gera hlé á slátrun Hvolsvelli í gær. — Slátrun í Sláturhúsi Sláturfélags Suður- lamls í Djúpadal stendur nú sem liæst og er áíormað að slátra þar um 10 þús. fjár auk stórgripa. Fé úr lágsveitum er talið heldur rýr ara en í fyrra en aftur á móti það fé, sem á aírétti gekik, fyllilega eins vænt og í fyrra, en þá var fé mjög vænt. Gera verður hlé á slátrun í tvo daga hér í sláturhús úriurti í Djúþádal óg Hellu, þar sem frystihús í Reykjavik ' hófa ekki undan að frysta það kjöt, sem að berst. Fljótshlíðarmenn fengu dimmviðri og rigningu í göngum og eru heimtur hjá þeim slæmar. 2 Jiús. fjár slátraÖ í ÓlafsfiríJi . Ólafsfirði 29. sept. — S. 1. mánu dag og þriðjudag fóru göngur ’hér frani og vár gangnaveður gott. Margt fé var í Héðinsfirði og vænt því að haglönd eru þar góð. Ólafs fifðingar og Siglfirðingar ganga Héðinsfjörð sameiginlega. Slátrun. hófst hér í gær og er áætlað að slátra 2 þús. fjár. Nýr fiðiukeimari viÖ Túnlistarskóla Akureyrar Akureyri í gær. — Ungfrú Gígja Jóhannsdóttir hefir verið ráðin fiðlukennari við Tónlistarskóla Ak ureyrar. Hún stundaði nám í þeim skóla hjá Rut Hermanns og síðar í Reykjavík. S. 1. tvö ár hefir hún stundað nám í Vínarborg hjá Ernst Mirawee, kunnúm fiðlukennara, og er því orðin vel mennt í list sinni. Lá vi$ alvarlegu slysi Akureyri í gær. — S. 1. fimmtu dag munaði minnztu að alvarlegt slys yrði hér í bænum, er barn, sem kom út úr strætisvagni við Hafnarstræti 18, hljóp á bíl, sem ók hjá, dróst með h-onum nokkra metra, en losnaði síðan. Var barn ið marið og skrámað, og er mildi að efcM skyldi fara fer. Meiðslin reyndust ekki mikil.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.