Tíminn - 02.10.1957, Page 5
IÍMINN, miðvikudaginn 2. október 1957,
E
Greinaflokkur Páls Zóphóníassonar:
Búskapurinn fyrr og nú-Framfar
irnar í Norður-ísafjarðarsýslu
Páll Zóphóniasson
Jörðunum, sem byggðar eru hafa
íækkað úr 218 í 126 og er það
nieira en í öðrum sýslum landsins. |
Meðaltún á byggðri jörð hefir
stækkað úr 3 'ha. í 5,2 og því ekki
tvöfaldast. Stækkunin er raunveru
lega mikið minni því % af jörðun-
um, sem höfðu alminnstu túnin,
eru nú komnar í eyði og því eru
það önnur tún raunverulega, sem
meðaltalið er reiknað af nú, en áð-
ur þó hvorttveggja séu meðaltún
á byggðri jörð í sýslunni. Heyskap
urinn á meðalbýli var 207 heyhest-
ar, en er nú 338 eða nálægt %
meiri. Meðalbúið var 2.8 nautgr.,1
68 fjár og 3 hross, nú er það 5,2
nautgr., 104 fjár og 2,5 hross og
haífa því breytingar á því nokkurn
veginn fylgzt með fóðuraukning-
unni.
1. Hólshreppur
Meðaltúnið hefir stækkað úr
3 i 8,4 ha. og heyskapurinn þar
með orðið 'léttari og heyin
meiri. Meðalheyskapurinn var
76+107 eða 183 hestar, en er
nú 354+56 eða 410 hestar og
hefir því meir en tvöfaldast
■ eins og túnstærðin. Eyðijarð-
irnar eru margar notaðar frá'
Bolungarvíkurbúum, líkt og
jarðirnar kringum Flateyri af
Flateyringum en hætt er við .að
með slíkri 'átoúð á jörðum lands-
ins nýtist þær lítt og tún gangi
fljótt úr sér. Á öllum jörðum
sem nú eru í byggð, hafa túnin
stækkað nokkuð síðan 1920 en
á 5 þeirra ná þau ekki 5 ha.
stærð enn. Mest hefir búið
stækkað á Hóli III. Þar var það
1932 o,7 ha. en er nú 10,3 ha. i
og gefur af sér 390 töðuhesta, j
og er þó beitt töluvert. Stærst
bú er í Meirihlíð, 18 nautgr.
107 kindur og 1 hross. Bændur
verzla í Bolungarvík og hafa
þar markað betri en víða ann-
ars staðar, því kjötmagnið, sem
þeir hafa að selja, selst allt á
staðnum á skömmum tíma, og
fellur því enginn flutnings-
kostnaður á t. d. kjöt frá slát-
urstað til markaðsstaðar, eins
og víðast er í landinu og líka
minni geymslukostnaður, þar
sem það selst á skemmri tíma.
Vegasamband er nýlega komið
milli ísafjarðar og Bolungarvík-
ur.
2. Eyrarsveit
liggur um ísafjarðarkaupstað.
Tún hafa tvöfaldast að stærð
en töðufall þrefaldast, og eru
þó túnin nú notuð sem beiti-
land fyrir kýrnar í miklu stærri
mæli en áður var. Kúabúin
hafa meira en tvöfaldast, en
bæði sauðfé og hrossum hefir
fækkað. Aðstaða til nýrækcar
er yfirleitt slæm, land grýtt og
erfitt með nýrækt alla. Líka er
landþröngt, svo erfitt er og dýrt
að stækka búin, samanbonö við
það, sem er víðast annars stað-
ar. En á ísafirði er mjólkur-1
markaður, og er Eyrarhreppur (
eina svæðið, sem getur tryggt
ísfirðingum daglega mjólk, og
ættu því að fá nokkuð hærra
verð íyrir sína mjólk en aðrir,'
sem að vísu selja mjólk þar, en
sem ekki geta fiutt hana dag-j
lega á markaðinn, hvernig sem|
viðrar. Stærst tún er nú í
Tungu II og þar hefir líka tún-j
ið stækkað einna mest. Það var
4 ha. tún en er nú 28,6 ha. Bú- j
ið er 23 nautgr., 76 fjár og 2
hross.
3. Súðavíkurhreppur
Þar var 31 jörð byggð 1920
en nú eru þær 19. Meðaltún
byggðu jarðanna hefir meir en
tvcfaldast, og töðufallið aukist
úr 74 hestum af meðaltúninu í
249. Aftur hefir útheyskapur-
inn, sem var 100 hestar á meðal
jörð, alveg horfið, svo meðal-
heyskapurinn hefir aukist úr
174 hestum í 249.
Skilyrði til að stækka túnin
á þeim jörðum flestum, sem
enn eru í byggð, eru góð og
sums staðar ágæt, en þó eru til
jarðir, þar sem túnræktarskil-
yrði eru mjög slæm og ekkert
land að fá nema stórgrýtt.
Sauðland er gott, Bændur
verzla flestir á ísafirði eða úti-
búi kaupfé'l. ísafjarðar, er það
rekur í Súðavík, enda selja þeir
þar mjólk og þar slátra þeir,
og hafa nú þangað sæmilegan
veg. Stærst bú er á Eyri við
Seyðisfjörð enda nytjar bónd-|
inn þar 3—4 eyðijarðir. Þar eru
6 nautgr., 553 kindur og 3
hross.
4. Ögurhreppur
Meðaltúnið í hreppnum var
3,7 ha., en er nú 6,1 og hefir
þvi ekki tvöfaldast að stærð.
Af því fengust 110 hestar en
nú fást af því 252 hestar og hef-
ir töðufallið meira en tvöíald-
ast. Allur heyskapur var 111 +
110 eða 221 hestur en er nú
252+41 eða 293 og heíir því
aukist um 72 hesta. Stækkun
meðalbúsins er 1,2 nautgr., og
11 kindur og hefir því ekki orö-
ið örari en aukning heyaflans,
sérstaklega þegar þess er gætt,
, að hrossum heíir fækkað um
1,0. Útgerð var áður stunduð
úr Ögurhreppi og þá byggð í
Ögurnesi. Nú er útgerð hætt og
byggðir í Ögurnesi eydd, húsin
rifin og flutt burt, svo ekki
verður fólksfjöldi, sem var á
búunum, sem landbúnað stund-
uðu, borinn saman til að sjá af-
kastaaukningu sveitafólksins
hér frekar en í Hóls-, Eyrar- ■
eða Súðavíkurhreppi, en í þeim
öllum voru og eru enn menn,
er stunduðu og stunda útgerð
samhliða búskapnum. Á fjórum
jörðum í hreppnum eru timin
með sömu stærð og þau voru
1920 og á 8 eru þau enn minni
en 5 ha. Á nokkrum jörðum er
aðstaða til túnræktar slæn) en
í öðrum aftur ágæt. Langstærst
bú er í Ögri, sem auk þess er
hlunnindajörð með dúntekju.
Túnið þar var 8 ha. en er nú
13,2 ha. Þar eru 13 nautgr., 294
fjár og 9 hross. Vegleysi er um
sveitina og ekki bílfært úr
henni og lítlð iiman sveitar.
Mjólk er seld til ísafjarðar með
Flóabáitnum, sem gengur um
Djúpið. Með honurn er líka fé
flutt til slátrunar til ísafjarð-
ar. Önnur mikil hlunnindajörð
er í hreppnum, Vigur, og er þar
Mka stórbú með 11 nautgr., 177
fjár og 2 hrossum. Ekki er féð'
í eyjunni nema að vetrinum,
heldur flutt í iand á hvei-ju vori
og haft í landi eyðijarðar, er
eigandi Vigur á og í Hestfirði,
sem er afréttarland sveitarinn-
ar. Um hreppinn rennur bezta
laxxveiðiá Vestfjarða.
5. Reykjafjaríarhreppur
í hreppnum voru 21 byggð
jörð en eru nú 18. Meðaltúnið
var 3,4 ha., en er nú 7.5 ha. og
hefir því vel tvöfaldast. Hey-
skapurinn á meðaljörð hefir
aukist úr 112+93 eða 205 hest-
um í 310+15 eða 325, eða sem
næst Va. Fólkinu í hreppnum
hefir fækkað um nálægt helm-
ing og er því augljós afkasta-
aukningin, þar sem allir vinna
að búskapnum. Meðalbúið hefir
stækkað um 1 nautgr., 51 kind
en hrossum fækkað um 2. Má
því ekki tæpara standa að hey-
aukningin fæði búfjáraukann
en þó má segja, að það gagni,
þar sem taðan er nú hlutfalls-
lega méiri en útheyið miðað við
það, sem áður var. Túnið á 1
jörð, sem byggð er, hefir ekk-
ert stækkað síðan 1920 og á 9
er það enn minna en 5 ha. Tún
ræktarskilyrði eru heldur slæm
um allan hreppinn að kalla, en
þó má stækka þau alls staðar.
Afrétt er góð og sauðland gott
í heimalöndum og þess vegna
vaxtarmöguleiki í sauðfjárbúun
um ef rækitunarlandið stækkar
og töðufallið vex. Fé er slátrað
í hreppnum í sláturhúsi, sem
Kaupfélag ísfirðinga á í Vatns-
firði og sláturafurðirnar flutt-
ar með flóabátnum til ísafjarð-
ar. Mjólkursala er til ísafjarð-
ar og mjólkin flutt með flóa-
bátnum. Hreppurinn er nýlega
kominn í vegasamband við þjóð-
veginn suður til Reykjavíkur en
innbyrðis í hreppnum er vega-
samband vont, og akvegur eng-
inn til þeirra verzlunarstaðar,
ísafjarðar.
Túnið í Þúfum hefir breytzt
mest, það var 3,5 ha., en er nú
17 ha., þar eru 5 nautgr., 235
fjár og 6 hross. Stærst bú í
hreppnum er í Reykjarfirði, þar
var 8 ha. tún, en er nú 16,6 ha.
Áhöfn er þar nú 13 nautgr., 403
kindur og 15 hross og skil ég
ekki hvað Salvari vini mínum
gengur til að hafa hrossin svo
mörg, enda þótt hann hafi ekk-
ert vegasam-band haft og orðið
að flytja allt að sér og frá á
reiðingum.
6. Nauteyrarhreppur
Þar hefir byggðu jörðunum
fækkað um 3. 1920 var meðal-
-tún hreppa sýslunnar stærst í
Nauteyrarhreppi og var það 4,
8 ha. Þangað kom ein af fyrstu
hjóladráttarvélum er til lands-
ins kom og var unnið mikið með
henni þar áður en slík jarð-
vinnsla bvrjaði annars staðar.
Meðaltúnið þar er nú líka 13,7
ha. og þriðjungi stærra en 1
þeim hrepp sýslunnar sem næst
kemst. Heyskapur á meðaljörð
var 135+144 eða 279 hestar en
nú er hann 436 hestar, og allt
taða og hefir því aukist um 157
hesta eða meira en nam allri
töðunni 1920.
Búið á meðaljörðinni var 3,1
nautgr., 106 fjár og 5,6 hross.
Nú er það orðið 4,7 nautgr.,
200 fjár og 3,6 hross. Breyting-
in því +1,6 nautgr., +94 fjár
og —f- 2,0 hross. — Það má því
segja sama og um Reykjafjarð-
árhreppinn, heyaukinn nægir
rétt fyrir búaukanum. Á öllum
jörðum, sem í byggð eru, hefir
túnið stækkað og á mörgum
■ mikið og nú er einungis 1 jörð
■ með minna en 5 ha. tún. Stærst
-tún er á Laugabóli 28,7 ha.,
þar eru nú 9 nautgr., 426 fjár
og 6 hross. Á 11 jörðum eða
rneir en annarri hvorri jörð,
má stækka túnin mikið, og
eru túnin stærri en 10 ha. Enn
Samanburður á meðaijörðum hreppa í Norður-ísafjarðarsýslu
Byggðar jarðir Meðal jörð árið 1920 íbúatala Meðaláhöfn og hús á jörð 1955 Tún
HREPPU R: 1920 1955 Túnst. Taða Úthey Nautgr. Satiðjó Hross 1920 1953 T únst. Tala Úthey Nautgr. Sauðjé Hross undir
1. Hólshreppur .... ha. hestar hestar tala tala tala ha. hestar kestar . tala tala taia 5 ha.
25 16 3,0 76 107 2,8 57 1,8 953 771 8,4 354 58 6,6 71 1,0 5
2. Eyrarhreppur .... • 21 19 4,0 108 84 3,8 56 3,0 677 372 8,0 352 9 8,4 40 1,2 8
3. Suðavíkurhr 31 19 2,5 74 100 2,4 51 1,8 529 296 5,6 249 0 2,8 86 1,3 9
4. Ögurhreppur .... 22 19 3,7 111 110 3,5 89 3,4 277 139 6,1 252 21 4,7 100 2,5 8
5. Reykjarfjarðarhr. 21 18 3,4 112 93 3,1 116 6,1 185 88 7,5 310 15 4,4 144 5,1 9
6. Nauteyrarhr 23 20 4,8 135 144 3,1 106 5,6 231 89 13,7 436 0 4,7 200 3,6 1
7. Snæfjallahr 12 7 3,6 112 224 3,0 74 3,0 163 50 7,2 351 89 7,9 94 3,2 1
8. Grunnavíkurhr. .. 22 9 2,3 58 168 2,3 65 3,2 253 77 4,5 146 86 . 3,4 70 2,1 5
9. Sléttuhreppur 41 0 1,6 38 126 2,2 34 1,2 476 0 •> 0 0 0 0 0 0
Alls 218 127 3746 1882 46
Meðaltún 3,0 85 122 2,8 68 3,0 7,9 313 25 . 5,2 104 2,5
skortir hvorki gott sauðland né
góða kúahaga fyrir vaxandi bú-
stofn.
7. Snæfjallaströnd
hefir alltaf verið lítill hrepp-
ur og nú eru byggðu jarðirnar
komnar niður í 7. Meðaltúnið
hefir stækkað um helming.
Hreppurinn er ekki í akvega-
sambandi við aðra hreppa og
hefir það staðið honum fyrir
þrifum, eins og mörgum fleiri.
Meðalheyskapur var 112+224
eðg 336 hestar. Nú er hann 351
+89 eða 440 og hefir aukist um
nálægt 100 hesta. Fólki hefir
þó fækkað úr 232 í 89 eða mik-
ið meira en um helming og er
afkastaaukningin því mjög mik-
il. Nautgripum hefir fjölgað úr
3 í 7,9 eða um 4,9 en sauðfé
og hrossum fækkað nokkuð. í
hreppnum er mesta æðardúns-
jörð landsins, Æðey. Á eynni
er rekið stórbú og eru þar 17
nautgr., 173 fjár og 3 hross.
Með henni hafa ábúendur jörð
uppi á ströndinni og hafa sauð-
féð þar að sumrinu. Eins og
bændur í Vatnsfjarðarsveit og
Nauteyrarhreppi og Ögur-
■hreppi, verzla bændur á Snæ-
fjallaströnd á ísafirði og flytja
afurðir sínar, mjólk og sauðfé,
þangað með Djúpbátnum.
8. Grunnavíkurhreppur
Þar voru 22 byggðar jarðir
1920, og til muna fleiri áður
fyrr. Nú eru þær 9 eftir byggð-
ar. Meðaltúnið var 2,3 ha., en
er nú 4,5. Meðalheyskapur var
58+168 eða 226 hestar. Nú er
hann 146+86 eða 232 hestar
og má því segja, að hann sé
svipaður því, sem hann var,
nema nú sé taðan meiri að til-
tölu. Fólki í hreppnum hefir
fækkað um meir en helming,
eða úr 178 í 77. Meðalbúið hef-
ir lítið breytzt, það voru 2,8
nautgr., 68 kindur og 3 hross,
en er nú 3,4 nautgr. ( + 0,6),
70 fjár (+2), og 2,1 hross (-4-
0,9). Má því segja, að heildar-
fækkun búfjárins og öflun
heyjanna haldist í hendur. Með
opinberri aðstoð héfir byggðin
verið færð saman, en mjög er
liæpið hvort sú ráðstöfun verð-
ur til þess að býlunum fjölgi
aftur og áreiðanlega verður
hún ekki til þess að láta landið
verða betur nýtt. Hreppsbúar
■ hafa haft tekjur sínar jöfnum
höndum af landi og úr sjó, og
enn verður svo að vera.
9. Sléttuhreppur
Þar voru áður yfir 40 jarðir
og áttu þar heima um 470
manns. Menn lifðu jöfnum hönd
. um á landi og sjósókn. Nú er
þar engin byggð, hreppurinn er
í eyði. Meðaltúnið var 1,6 ha.
Ta'ðan af því var 38 hestar og
af útheyi var heyjað 126 hestar
á meðaljörðinni. Heyskapurinn
var því 164 hestar á meðaljörð.
Á þessum heyskap var fóðrað 2.
2 nautgripir, 34 kindur og 1,2
hross. Af arði þessa bús fékkst
lítil seljanleg vara, enda lifði
fólkið ekki á þessu búi ein-
göngu, lieldur líka á sjósókn,
svo og á engjum og fuglum úr
björgunum, sérstaklega úr Horn
bjargi, silungsveiði o. fl. hlunn-
indum, er þar var að fá.
Bændurnir í Sléttuhreppn-
um reyndu að búa sem mest að
sínu, verzla sem minnst, og
bjuggu iþví eins og gert var um
aldamót. Fram um 1940 færðu
þeir frá ám sínum, og fengu
með því meira búsílag. Ekki
voru þeir í neinu vegasambar.di
við aðra, leiðin frá þeim og til
lá yfir opinn rúmsjó. Hreppur-
inn er vsðravíti. Um hésumar-
ið geta koniið stórhríðar svo fé
fenni og úm verði að gefa
inni. En fiskur er oft uppi í
landsteinum, þegar gefur á sjó,
og silungur er bæði í sjó, ám
og vötnum.
Kaupmenn töku fiskinn þar
norður frá, og létu salta, og
fluttu hann síðan til ísafjarðar
eða Bolungarvíkur til frekari
vinnslu. Fyrir fiskverðið gátu
bændurnir keypt búðarvarning-
inn.
(Framhald á 8. síðu).