Tíminn - 02.10.1957, Qupperneq 12

Tíminn - 02.10.1957, Qupperneq 12
Veðrið: Vestan og suðvestan gola — skýjað úrkomulaust að mestu. Miðvikudagur 2. okt. 1957. Hiti kl. 18: Reykjavík 8 st., Akureyti 9 st., London 11 st., París 10 st, Kaup- mannahöfn 6 st,, New Yori 21 6t, Framkvæmdir hafnar af fullum krafti við stór virkjun Efra-Sogs Ráðgert að virkjunin, er skilar 38 }tús. hestafla orku geti tekið þar til starfa í árslok 1959 Framkvæmdir eru nú hafnar af fullum krafti við stór- virkjun Efra Sogs. Verður þar á næstu tveimur árum lokið við byggingu raforkuvers, sem skila á 38 þúsund hestafla orku. Það var eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar að gera þessa framkvæmd mögulega með útvegun á fjár- magni, svo að hægt væri að leysa verkið, sem lengi hafði dregizf sökum þess að illmögulegt hafði reynzt að útvega lánsfé. Nú er það fengið og eru framkvæmdir hafnar af full- um krafti við byggingu hins mikla orkuvers. Blaðamaður frá Tímanum fór austur að Sogi í gær til þess að skoða framkvæmdir og afla frétta af því, sem þar er að gerast. Vinna þar nú um 70 manns og hafa gert aukið á annan mánuð. Búið er að reisa fimmtán skála fyrir menn og vélar í hlíðinni ofan við hina fyr- irhuguðu virkjun og byrjað er á miklum sprengingum niður við Úlfljótsvatn, þar sem stöðvarbygg ingin sjálf á að standa. Þrjú félög standa að framkvæmdum Biaðamaður átti samtal við Árna Snævarr verkfræðing, sem e'r yfir- verkfræðingur á virkjunarstaðn- um. Framkvæmdir annast nýtt fé- 5ag, sem þrir aðilar standa að, Pihl og Sön, Kaupmannahöfn, A1 rnanna byggingafélagið og Verk- lega framkvæmdir. Þessir aðilar hafa stofnað með sér félag, sém nefnist Efrafall og sér það um bygg ingu orkuversins. Framkvæmda- stjóri þess er Kaj Langvaad verk fræðingur, en aðrir í stjórn þess Gústaf Pálsson og Ólafur Jensson. Virkjun Efra Sogs er mikið mannvirki og þýðingarmikið til þess að bæta úr aðkallandi þörf fyrir aukna raforku. Með þessari virkjun skapazt einnig aðstaða til að auka orkumagn írafossvirkjun ar um 50%, vegna vatnsmiðlunar, sem tengd er hinni nýju stórvirkj iin við Sogið. Nær 400 metra löng jarðgöng Virkjunin við Efra Sog stendur ofan við Úlfljótsvatn, þar sem skemmst er á milli þess og Þing vallavatns. Sprengd verða tæp- lega 400 m. löng jarðgöng um það bil 8 m. breið og 8 m. há í gegnum höfðan í Dráttarhlíð og vatnið til virkjunarinnar tekið úr Þingvallavatni um þau göng. Framan við þessi jarðgöng, er ætlunin að vinna að í vetur, verð ur svo jöfnunarþró virkjunarinn ar og stöðvarhúsið sjálft neðst í Dráttarhlíðinni ofan við Úlfljóts vatn. Verður það mikil bygging og alveg upp úr jörðu, en ekki neð anjarðar, eins og írafossvirkjunin. Framkvæmdir við nýju virkj- unina hófust um mánaðarmót maí og júní. Járnþil byggt út í Úlfljótsvatn Byggja þurfti öfluga brú yfir Sog og veg upp Dráttarhlíðina, sem er brött. Var það verk framkvæmt af vegagerð ríkisins. Ofarlega í hlíðinni er að rísa myndarlegt þorp timburhúsa, þegar komin 15 hús sem flest eru flutt að í flek um, eða jafnvel í heilu lagi hin smærri. Þar eru íbúðir starfs- manna, mötuneyti, geymslur verk stæði og aflvélar, sem notaðar eru við framkvæmdir. Búið er að gera járnþil gerðar legt út í Úlfljótsvatn og á að þurrka upp innan við það, svo liægt sé að vinna að sprenging um. Er þegar búið að vinna þarna mikið, svo að ekki er hægt annað að segja en menn og vélar skilji þar eftir sig mikil vegsum merki að loknu liverju dag'sverki. Unnið við jarðgöngin í vetur Verkfræðingur við sprenging- arnar er Gestur Stefánsson ungur maður, sem fengið hefir mikla reynzlu í stjórn á slíku starfi, bæði hérlendis og erlendis. Hefir hann stjórnað svipaðri mannvirkjagerð í Svíþjóð og á Filipseyjum fyrir sænskt fyrirtæki, er þar hafði stór framkvæmdir með höndum. Ætlunin er að vinna með svip uðum mannfjölda við virkjunina í vetur og verður þá lögð áherzla á að sprengja göngin, sem eru mik ið mannvirki eins og áður er sagt. Ráðgert cr að virkjunarfrvn- kvæmdum við Efra Sog verði lok ið í árslok 1959 og þá geti virkj unin tekið til starfa. Þá er eftir að gera stíflu við útrennsli Þingvallavatns sem á aö annast vatnsmiðlun til allra virkjana og skapa aukið öryggi við rekstur þeirra allra þriggja. ■f, ■i.+JSmyfr VirkjunarþorpiS, sem risið er f Dráttarhlíð ofan við Úlfljótsvatn. Þar eru íbuðir starfsmanna, mötuneyti og vélahús. SéS yfir virkjunarsvæðið ofan við Úlfljótsvatn ofan við lónið sem myndast innan við stálþilið út í vatninu. Stöðvarbyggingin á sjálf að standa neðst í Dráttarhlíð, höfðanum milli Úlfliófsvatns og Þingvallavatns. Fimm ísl. sundmenn keppa í | Þýzkalandi í dag fara fimm sundmenn á veg um sunddeildar Ármanns til Þýzka lands, og mun þeir keppa á móti í Rostock 5. og 6. október. Er hér um gagnkvæmt boð að ræða, en í óv. sl. komu hingað nokkrir Aust ur-Þjóðverjar á vegum Ármans. Þéir, sem fara í keppnisför þessa, eru Pétur Kristjánsson, Einar Kristinsson og Ágústa Þorsteins- dóttir úr Ármanni, Guðm. Gísteson ÍR og Ilelgi Sigurðsson Ægi. Farar stjóri verður Ögmundur Guð- mundsson og þjálfari Ernst Bach mann. Flokkurinn er væntanlegur heim aftur 10. október. Nýtt undraéfni veldur stórfelldri byltingu í skipasmíði hér á landi Þjóðminjasafnið fær rúmenskan þjóð- biining Corcinschy, sendiherra Rúmeníu hér á landi og kona hans, heim- sóttu Þjóðminjasafnið á laugardag inn var og færðu því að gjöf tvo rúmenska þjóðbúninga. Annað er kvenbúningur, en hitt lcarlmanna búningur, báðir mjög vandaðir og fagrir, unnir að öllu leyti af sveita fólki í héraðinu Oltenia. (Frétt frá Þjóðminjasafninu). Skipasmíðastöð NjarÖvíkur byrjar framleiÖslu á nótabátum úr trefjaplasti. Fiskveiíiskip væntanleg í náinni framtíÖ Framundan er bylting í skipasmíði á íslandi. Ef að iíkum lætur má vænta þess, að í náinni framtíð verði hafin frarn- leiðsla á bátum og smærri skipum úr nýju undraefni, deborine. sem þekkt er hér á landi en hefir verið notað með ótrúlegum árangri síðasta áratug í Bretlandi. Skipasmíða- stöð Njarðvíkur er nú að undirbúa framleiðslu á hringnóta- bátum og stýrishúsum á fiskibáta úr efni þessu, sem á íslenzku hefir verið nefnt trefjaplast. að segja má að það verði kven- mannsverk að smíða skip.. Þar að auki er þetta nýja efni búið mörg um kostum umfram stál, járn og tró. 'Smíði skipanna verður einstak- lega létt í vöfum og einföld svo Ölafur Tbors messar yfir Vestmannaeyingum: Eg gat fengiS lán í Þýzkalandi „fyrir vinsamleg afskipti Adenauers“ SjálístæÖismenn í Eyjum „hefja undirbúning , bæjarstjórnarkosninganna“ með Jiví aft hlýÖa á 2 stunda hrakfallabálk Ólafs Það er löngu frægt orðið, þegar Bjarni Benediktsson fór upp í Húsafellsskóg með söfnuð sinn rétt eftir síðustu stjórn- arskipti, hélt þar ræðu og' sagði: Við komum bráðum aftur. Nú hefir Ólafur Thors skroppið í aðra svipaða ferð sér til hugarhægðar í valdaleysinu, og flytur Morgunblaðið miklar fregnir af þeirri för í gær. Ólafur fór til Vestmannaeyja og „hóf undirbúning bæjarstjórnar- kosninganna" þar fyrir Sjálfstæð ismenn með því að flytja tveggja stunda raunatölu, með tilheyrandi heilingum og tannagnístran, um valdamissi sinn. Er þetta fyrsta sjóferð kapteinsins eftir strandið svo vitað sé. Ólafur sparaði ekki sjálfshólið, þakkaði sér flest hið | góða, scm gert. hefir verið á und anförnum árum í ríkisstjórn, ný sköpunarstjórnin hefði verið allra stjórna bezt, og sjálfur liefði hann átt kost á Sogsláni og láni i Þýzka landi „fyrir vinsamleg afskipti Adenauers kanslara". Var öll ræð- an slíkur sjálfshólsþvættingur. Ráðherrastólar miverandi rík isstjórnar sag'ði hann aftur á móti að væru smíðaðir úr brot- inni stjórnarskrá og klæddir sviknúm loforðum. Þótti ýþetta liraustlega mælt, þar sem Ólafur er kunnur að því að liafa jafuan brotið undan sér alla ráðherra- stóla og skilið við öngþveitið eitt I í sessi sínum. Þótti sýnt, aðl strandkapteinninn væri orðinn setfær eftir síðasta skipbrotið. Þótti Vestmannaeyingum sjálfs- (Framhald á 2. síðu). Skipin smíðuð í mótum. Bjarni Einarsson skipasmiður boðaði blaðamenn á fund í Nausti í gær til að skýra þeim frá þessari stórmerku nýjung en Bjarni hefir davlist langdvölum í Englamii og starfað og numið við verksmiðjur þær sem vinna að framleiðslu úr trefjaplasti. Smíði skipanna fer frani á þann hátt að gerð eru mót úr tré af ytra formi bátsins. Síð- an er smurt þykku vaxlagi á tréð. Þar næst koma tvenn lög af debor- ine í fljótandi ástandi, en það er náskylt plastefnum að eðli. Síðan eru borin nokkur lög af örþunnum trefjum í fljótandi efnið og loks smur't yfir það á ný. Efnið er síðan látið storkna í mótunum unz hægt er að taka bátinn samfelldan í heilu lagi úr mótunum. Nota má sömu mótin við smíði ótakmarkaðs fjölda báta. Enginn viðhaldskostnaður. Trefjaplast er hentugra og hag- (Framhald á 2. síðu). Hafnsögubátur úr trefjaplasli, 26 feta langur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.