Tíminn - 06.10.1957, Blaðsíða 7
T í M I N N, sunnudaginn G. október 1957.
7
SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ
JörSin nöirar isndan sprengingnniim viS Eíra-Sog - Lánsfjármál Sogsvirkjnnar leyst fyrir for-
göngn ríkisstjórnarinnar, en Reykjavíkurkær leggur ekkert fé íram - Tilræðið við Sogslánið
í viðtali „óánægða“ foringjans við amerískt fjármálablað. - Enginn stafur til stuðnings árás-
inni á Eystein Jónsson - Tilftugalíf Bjarna Benediktssonar og kommúnista á sér Ianga sögu -
- Stjómarandstaðan dregin niður í svaðið - Sleifarlagið á franr kvæmdum Reykjavíkurbæjar -
Trminn birti þá frétt s. I.
miðvikudag, að framkvæmd-
irnar við virkjun Efra^Sogs
væru nú hafnar af fuffum
krafti. Ráðgert er að þessi
virkjun skili 38 þúsund hest-
afla orku og henni verði lok-
ið seint á árinu 1959/Þetta
eru merkustu tíðindi, sem
gerðust í s. I. viku. Þjóðin
veit nú, að þeirri miklu
hættu, sem yfir vofði fyrir
stjómarskiptin í fyrra — stór
felldum rafmagnsskorti 1959
— hefir verið bægt frá.
Nýja virkjunin á að geta komið
í skarðið, þegar þrýtur orku frá
eldri virkjunum, a'ð því marki, að
lil mikils tjóns leiðir. En rekstr-
arstöðvun áburðarverksmiðjunnar,
og annarra stórfyrirtækja, og
stöðvun iðnvæðingar í Reykjavík
og um Suðurland vofði j'fir, ef
ekki hefði reynst unnt að hefja
framkvæmdirnar við Efra-Sog í
sumar. ;
Skuggi lánsfJárskðrtsins 1
Þessi tímatakmörk málsins hafa
.lengi verið Ijós. Þau voru í aug-
sýn í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar.
Ýmsir áhrifamenn úr Sogsstjórn-
inni leituðu þá fyrir sér um lán
í nokkrum löndum, en varð ekki
ágengt.. Þessi niðurstaða stingur
mjög í stúf við þær sögur, sem
Morguhblaðið segir nú í dag um
lánsfé, sem hafi verið tiltækt í
ýmsum löndum fyrir stjórnar-
skiptin, ef íslendingar hefffu að-
eins viljað líta við því. Atburðir í
láns- og fraTnkvæmdamálum hafa
staðfest, að þessar sögur Mbl. eru
ekkert nema karlaraup Ólafs Thors
og fylgdarsveins hans. Skuggi iáns
fjárskortsins hvíldi þimglega yíir
íslenzku athafnalífi við stjórnar-
skiptin, og mest yfir Sogsfram-
kvæmdnnum. En þessi mál leyst-
ust á s. 1. vori, þótt enn skorti fc
til margvísleg'ra framkvæmda.
f dag nötrar jörðin austur við
Sog af átökum stórvirkra véla.
Tæknikunnátta mannsins er að
sigrast á orku fljótsins. Fjár-
magnið, sem knýr hugvitið og at-
Iiafnirnar, kom í tæka tíð, og raf-
magnsskortinum og fraiuleiðslu-
stöðvuninni 1959 hefir verið af-
stýrt. Þessi úrslit urðu þrátt fyr-
ir hatrammar og liættuíegar til-
raunir foringja Sjálfstæðisflokks-
ins ti! að stöðva málið og skapa
Iiér öngþveiti innan skamnis
tíma.
En afskipti þeirra af Sogslán-
inu og áliti og trausti íslands út
á við, er eitt hið alvarlegasta mis-
ferli, sem orðið hefir í íslenzkum
stjórnmálum og er ástæða til að
víkja að því á þessum tímamótum.
Reynt a'S hindra
Sogsiánið
Það er nú upplýst, að varafor-
maður stjórnarandstöðunnar og
aðalritstjóri Morgunblaðsins, lagði
vísvitandi hindrun á Ieið málsins
með því að koma falsfréttum vest-
ur um haf, þar sem lánssamnin'g-
arnir stóðu yfir, með aðstoð ame-
rísks blaðamanns.
Það vakti mikla athygli bæði hér
á landi og víða annars staðar, að
um það bil sem samningarnir um
Sogslánið voru að komast á loka-
stigið, fyrir atbeina fjármálaráð-
herra og Vilhjálms Þór þjóðbanka-
st.jóra, birti áhrifaríkt fjármála-
blað, „The Wall Street Journal“ í
New York, grein um sendiför Vil-
hjálms yestur.um haf, og tilrnæli
Frá undirbúningsframkvæmdum í DráttarhlíS og við Ulfljótsvatn þar sem unniö er að stórvirkjun Efra-Sogs.
íslendinga um lánsfé til aðkallandi
framkvæmda. Greinin var öll i ó-
vinsamlegum tón, en mest áber-
andi voru þó þau ummæli hátt-
setts stjórnmálaforingja á Islandi,
að lánsfé fi-á Bandaríkjimum
mundi belzt til þoss fallið tíl a'ð
„greiða aðgöngumiða kommúnista1.
að ráðherrastólunum. „Hinn hátt-'
setti foringi var enginn ómerking-i
ur, sagði ameríski blaðamaðurinn, i
heldur „óánægður foringi Sjálf-
stæðisfIokksins“, en ekki i'rekar
tilgreindur í greininni. Þetta var
tilræðið við viðleitni íslenzkra
stjórnarvalda til a'ð leysa Sogsmál-j
ið, og auk þsss almennur rógur
um íslenzk stjórnmál. Hver var
„hinn óánægði“? Hvær lagðist svo
lágt, að vinna það til að spilla láns I
trausti íslands og aðstöðu á erlend!
um vettvangi með svona sögu-!
burði? Þetta var meira návigi en'
áður hafði sést í „ófrægingarstrí'ð-
inu“. Þarna var stefnt að ákveðnu
máli, ekki aðeins reynt að vinna
almennt ógagn.
Lánið fckkst, og rógsmálið fékk
ekki tilætlaðan hljómgrunn vestan
hafs. Þess varð víst aldrei vart, að
bandarískir valdamenn hefðu lesið;
ummælin frá Reykjavik, og því síð-j
ur lagt eyru við róginum. Sogsmál-j
ið fékk eðlilegan framgang, ogj
verður einn af þeim hyrningar-j
steinum, sem íslenzkt xramtak hvíl-i
ir á næstu árin. En þegar Sogs-|
virkjunarframkvæmdir eru hafnar,
aí fullum krafti er áslæða til að!
rifja þessa sögu upp, því a'ð hún
varpar nokkrú ljósi á þá erfiðleika,
sem íslenzka ríkisstjórnin á við
að stríða, óg eru af annarlcgum
toga spunnir. Um leið er ástæ'ða
til að minnast þess, aö stórfram-
kvæmdirnar vi'ð Efra-Sog eru í dag
gerðar einvörðungn fyrir það fé.
sem íslenzka ríkisstjórnin útveg-
aði vestan hafs, og Bandaríkja-
menn lánuðu, en Reykjavíkurbatr.
sem á að heita helmingaskiptaað-
ili a'ð franikvæmdunum, hefir ekk-
ert fé lagt fram, hvorki eigið fé né
lánsfé. Rógsmálið vestan hafs var
| svo vel undirbúið, a'ð borgarstjórn-
in í Reykjavik varpaði jafnhliða
, öllum áhyggjum af Iánsmálinu upp
! á fjármálaráðherra og forustu
hans. Eru þetta dæmalaus vinnu-
brögð af hálfu skattgírugasta fyr-
irtækis landsins, Reykjavíkurbæj-
ar.
Það slys henti svo Morgunblað'-
ið, um svipað leyti og fyrstu stór-
sprengingarnar voru gerðar við
Efra-Sog, að upplýsa, hver hann
var, þessi „óánægði Sjálfstæðisfor-
ingi", sem reyndi að ey'ðileggja
Sogslánið á síðustu slundu og not-
aði til þess erlendan milligongu-
mann. í vikulegum helgidágspistli
Bjarna Benediktssonar, var við-
haft svo til sama orffbragðið og
aineríski blaðamaðurinn geröi, og
var þá enginn milligöngumaður,
heldur íhaldshjartað sjálft, sem
sló. Liggur þannig Ijóst fyrir,.
hvernig íhaldsforustan hefir unnið
í þessu máli. Eru ótheilindin með
fádæmum.
Brígslin um Bar.da-
ríkjamenn
Einn árangur af Sogsláninu varð
óvæntari en skildi, og er þó um
leið nokkur upplýsing á brjóstheil
indum valdamestu foringja Sjálf-
stæðisflokksins. Þegar rógsmáli
þeirra hafði verið vísað á bug vest-
anhafs, og lánið var veitt, snerust
þeir þannig við, að þeir tóku að
brígsla lánveitendum um mútur.
Lánið var kaupverð herstöðvarinn-
ar á Keflavíkurflugvelli, sögðu
þeir. Með þessari stórkostiegu að-
dróttun tóku þeir Bjarni Benedikls
son og Ólafur Thors alveg undir
fjTri brígslyrði kommúnista, er á
dundu, er þeir Ólafur og Bjarni
voru sjálfir valdamenn á íslandi,
og tóku lán vestan hafs. Hafa eng-
in dæmi gerzt hér á landi áður,
sera sanna eins átakanlega og þessi
brígsl — endurtekin í Vestmanna-
eyjaræðu Ólafs Thors fyrir fáum
dögum — að valdastreita blindar
og ærir jafnvel náttúrugreint fólk.
Enginn stafur fyrirfannst
í framhaldi af þessum málum
öllum og hneykslismáii útsvar-
anna í Reykjavík, er svo heiftar-
árás Bjarna Benediktssonar á Ey
st.ein Jónsson í helgidagshugleið-
ingunni i Morgunblaðinu s.l. sunnu
dag. Bjarni talaði þar um ,,yfir-
lýsingar" Eysteins á fundum úli,
um r land, og þóttist hafa allt á
föstu. Stóð svikabrígslaloginn aft-
ur úr honum og vandlætingin eftir
því. Þegar að var gáð af athugul-
um lesendum, var þó allt á huldu
og engar tilvitnanir í ræður Fram
sóknarmanna, heldur urðu mcnn
að gera sér að góðu skýringar
Bjarna. Mun þá marga hafa farið
að renna grun í, að ekki mundi
fallegt, eí ofan af væri svipt. Þar
kom, að Tíminn fletti ofan af þess
um vinnubrögðum og það svo ræki
lega, að þótt Bjarni fletti heilum
árgöngum af Tímanum, Degi og
Alþýðublaðinu, fann hann enga
sto'ð fyrir ásakanir sínum á Ey-
stein, engan staf til að vitna í.
Þótt ýmsir hefðu talað digurt um
að kommúnistar væru ekki sam-
sctarfshæfir, stóð sú staðreynd upp
úr, að það var meginmál íslenzkra
stjórnmála á s. 1, sumri, að koma
á samstarfi ríkisvaidsins og fram-
leiðslustéttanna. Á það var og lögð
megináherzla í öllum ræðum og
skrifum forustumanna umbóta-
bandalagsins.
Löng saga, ljót
Það er svo sérstök saga, að það
skuli vera Bjarni Benediktsson,
sem reynir að nudda öðrum upp
úr kommúnistasamstarfi. Enginn
stjórnmálamaður á landi hér á
aðra eins sögu í þeim efnum og
í svikum í „baráttunni gegn
kommúnismanum", og einmitt
Bjarni Benediktsson. Það er löng
saga, en nokkrar vörur standa
upp úr á þjóðvegi síðustu ára.
Það var strax eftir að þjóðstjórn
arflokkarnir töldu hæfilegast að
kommúnistar skyldu vera „utan-
garðsmenn“ í íslenzkri pólitík
1939, að Bjarni hóf samvinnu við
þá i verkalýðsfélögunum, á bak
við stjórnarsamstarfið og til tjóns
fyrir Iýðræðið í laiulinu. Tilgang-
urinn var í bráðina að eyðileggja
völd Aiþýðuflokksins í verkalýðs-
i hreyfingunni og koma íhaldsfæll
| inn fyrir dyrastaf. Sú aðgerð tólcst,
og þjóðfélagið sýpur seiðið enn
í dag. Næst samdi Bjarni við
kommúnista 1942 um „steiktu gæs
irnar“, sem urðu að vísu ekki
eins lostætar og hann ætlaði, og
enn aftur 1944, er þeir Ólafur
leiddu þá upp í stjórnarráð, og
fólu þeim þar yfirstjórn þýðingar
mestu mála. Þá var veldi Stalins
í algleymingi og sjálfur kommún-
istakardínálinn á íslandi í emb-
ætti menntamálaráðherra fyrir
náð Ólafs Thors og Bjarna Bene-
diktssonar. Þessi samvinna varð
að lokum svo náin, að þeir Ólafur
og Bjarni ætluðu að kaupa fram-
hald hennar 1946 með bankastjóra
stöðu í Landsbankanum handa
öðrum helzta komúmnistaleiðtog-
anum, og strandað sú ráðagerð að
lokum ekki á þeirn, heldur á komm
únistum sjálfum, sem þá voru á
kafi í utanrikisstefnu Staiintima-
.bilsins. Enn reyndi Bjarni svo að
upplífga gamiar ástir í fyrra, eins
,og Ólafur Thors játaði berlega í
Vestmannaeyjarræðunni. Við
muridum hafa myndað stjórn,
sagði Ólafur, ef hinir flokkarnir
hefðu ekki „svikið kosningalof-
orðin“. Þetta þýðir, að Ólafur bjóst
við því í fyrrasumar, að geta mynri
að stjórn með kommúnistum, en
það strandaði að lokum á þeim.
Þeir vildu ekki við hann tala. —
Fyrirætlunin kom einna gleggst
í Ijós í samningamakki konimún-
ista og Sjálfstæðismanna í bæjar
stjórninni á Akureyri. þar
víxluðu bæjarfulltrúar bitling-
um; íhaldið fékk sinn hlut fyrir
kosningar, en varð að gjalda í
augsýn alþjóðar eftir kosningar
með stofnun nýs embættis. Þetta
er feimnismál Bjarna Benedikts-
sonar, og Mbl. fæst ekki til að
minnast á það.
Er það ekki inndælt að eiga
svona stjórnmálamann með svona
feril að baki, sem útnefnir sjálf
an sig sem hershöfðingja í kross
ferðinni gegn kommúnismanum
á íslandi.
NiSur í svaöiÖ
Sannleikurinn er, að Bjarni
Benediktssyni er sama um komm
únismann í sjálfu sér. Einræðis-
stefnan er ekki óbi'úklegri en ann.
að í augum hans, ef hún affeins
megnar að þjóna undir valdstréit
una með einhverjum hætti. Þegar
slík peróna er orðin til leiS-
sögu í stjórnarandstöðu í lýðræðis
ríki, er ekki gott í efni. Ofan á
tillitsleysi við hugsjón og stefnu-
mál hleðst svo það, að skapsmumr
mannsins leiða oft til vandræða.
Verkfallsbaráttan í sumar, viðtal
ið við erlenda blaðamanninn í
vor, brígslin í garð Bandaríkja-
manna nú á dögunum, algerlega
staðlausar ásakanir á hendur Ey
steini Jónssyni, og margt fleira,
veldur undrun, langt út fyrir raðir
stjórnarsinna. Með þessum að-
ferðum er stjórnarandstaðan.
dregin niður í svaðið, ekki aðeins í
Morgunblaðinu, heldur og á vett
vangi hinnar almennu stjórnmáta
baráttu. Þetta er ömurleg og hætUt
leg staðreynd.
Hitaveitan í HlíSunum
Hlíðahverfið í Reykjavík fæc
vonandi hitaveitu einhvern tím-
ann á næsta ári, cg verður þá
um það bil hálft annað ár liðið
síðan verkinu átti að vera lok-
i'ð samkvæmt áætlun bæjaryfir-
valdánna. Um það leyti, sem
heita vatnið rennur þár inn í
húsin geta Hlíðabúar haldið
hátíðlegt tíu ára ai'iriæli skipu-
lagðrar baráttu sinnar fyrir hita
veitunni. Að vísú er þá sigUT
unninn, en rétt er að minnask
þess, að sú barátta er orðin
löng og hörð við íhaldið í
Reykjavík.
Þórður Björnsson rakti þessa
sögu nokkuð á bæjarstjórnar-
fundi í fyrrakvöld og bar fram
tillögu um.að hraða verkinu eft-
ir föngum jafnframt því spm
þessi semagangur var harmáð-
ur. Borgarstjóri taldi bess enga
þörf, og var helzt á honum að
heyra, að drátturinn skipti íithi
máli og óþarfi væri a'ð hvetja
til þess að hraða verkinu. Var
me'ðferð tillögunnar eftir því.
Félagsstarí ti! fyrir-
myndar
Hlíðabúar háfa unnið aS
þcssu máli með skitiulegri sóku
(Framhald á 8. síðu.)