Tíminn - 06.10.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.10.1957, Blaðsíða 1
Hmsr TlMA.MS srui Rltstjórn og skrlfstofur 1 83 00 BlaBamonn aftlr kl. 1S> 18301 — 18302 — 18303 — 18304 Efni blaðsins: Stefán íslandi 60 ára bls. 4. Skákþáttur Friðriks, bls. 4. Mál og menning, bls. 5. ÍLffið kringuns okkur, bl. 5. Erlent yfirlit, bls. 6. Skrifað og skrafað, bls. 7. 41. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 6. október 1957. 223. blað. Rússneskir vísindamenn skjóta fyrsta gervihnettinum á loft Fer umhverfis jörðina á 95 minútum - Merkin heyrast um allan heim Upphaf geimfara til annarra hnatta, segja rússneskir vísindamenn NTB-London-Moskva, 5. október. ■— Tass-fréttastofan rúss- neska íilkynnti seint í gærkveidi, að rússneskir vísindamenn hefðw sent gervihnött upp í háioftin í sambandi við hið alþjóð- lega jarðeðiisfræðiár. Fregn þessi hefir vakið geysilega at- hygií um alian heim, ekki sízt í Bandaríkjunum, þar sem smíði slíks gervihnattar er enn í fullum gangi, en aldrei tekizt að senda hann út í himingeiminn. Er þetta afrek rússneskra vís- indamanna talið marka hin mikilvægustu tímamót í sögu vísindanna, þar sem hér er raunveruiega um að ræða fyrsta geimfarið, er kemst út í ytra gufuhvolfið, þó að engir menn séu um borð. Það var rétt fyrir miðnætti, scm Tass-fréttastofan tilkynnti, að gerviihnettinum hefði verið skot ið á loft, en síðan hafa borizt til- kynningar frá útvarpsstöðvum um heim, þar sem skýrt er frá því, að þeim hafi borizt merki frá gervihnettinum. Brezka útvarpið flutti þessi merki í fréttatímum sínum í dag og hljóma þau eins og loítskeytasendingar. KOM Á ÓVART. Bandarískir vísindamenn í Kali forníu skýrðu frá því í dag, að þeir hefðu orðið varir við sending ar frá tækinu í mælitækjum sín- um. 17',”’"ikvæmdastjóri hins al- þjóðlega jarðeðlis- fræðiárs í Bandaríkj untim lét svo um- mælt í dag, að til- kynning Tass-frétta- stofunnar um gervi- hnöttinn hefði ,,kom ið mjög á óvart“. — Ekki væri að efa, að með þessu myndu Rússar leggja fram mikilvægan skerf til vísindalegra rann- sókna á háloftunum. Áætlað var að skjóta fyrsta gervihnetti Bandaríkjanna á loft í hausl frá rannsóknarstöð á Florida, en því hefir verið frestað til vorsins. Framkvæmdastjóri þessi kvaðst; einkum undrandi yfir því, hve Rússum hefði tekist að skjóta gervihnettinum svo rnikið fyrr á loft heldur en Bandaríkjamönn- um, þar sem þeir hafi ekki haft meiri tíma til undirbúnings. UMHVERFIS JÖRÐINA Á m KLST. Gervihnöltur þessi mun kom ast ailt upp í 900 km. hæð yfir yfirborði jarðar og fer með 8 km. hraða á klukkustund. Fréttamaður blaðsins ræddi í gær við frétlaritara Tass á íslandi Pjotr Kugujénko, sem veitti frek ari upplýsingar um þetta vísinda lega afrek rússneskra vísinda- ■ rnanna svo og -um tilkynningu . Tass fréttastofunnar. GERVÍIINÖTTURINN , SÝNILEGUR. I tilkynningunni segir, að í nokk ur ár hafi verið unnið að rann sóknuni í því skyni að undirbúa smíði gervitungls fyrir jörðina. Eins og þegar hafi verið skýrt frá í biöðum var ætlunin að senda fyrsta gervitunglið á loft í sam- bandi við hið alþjóðlega jarðeðli ár. Þetta hafi nú tekizt eftir þrot laust starf vísindamanna í ýmsum rannsóknarstofnunum. Hnettinum var skotið með flug skeytí út í himingeiminn, sem skil aði því með 8000 metra hraða á sekúndu. Auðvelt var að fylgjast með ferðum hnattarins með venju legum sjóntækjum, svo sem ein- íöldum kíkjum við sólarlag og sól arupprás. Samkvæmt mælingum mun hnötturinn fara tvívegis yfir Moskva, kl. 1.46 og kl. 6.42 eftir Moskva-tíma. Gervihfiötturinn er 58 cm í þver mál, en vegur 83.6 kíló. Hann er bú.inn tveim útvarpssenditækj- er gefa frá sér stöðugt merki. Styrkleikinn er það mikill, að auðvelt er fyrir radíóamatöra að taka á móti merkjum frá hnettin um. BRENNUR TIL AGNA. Þar sem erfitt er að dæma um þéttleika efri hluta gufuhvolfsins er ókleift að dæma um, hve gervi hnötturinn helzt lengi á lofti, en hætt er við því að hann brenni upp er hann kemur í hin þéttari lög gufuhvolfsins í nokkur hundr uð kílómetra hæð. f tilkynningu Tass segir, að hinn fróbæri rússneski hugvits maður, Eduard Isiolkovski, liafi lagt grundvöllinn að þessu vís indaafreki. Haun hafi fyrstur ntanua sannað, að liægt væri að senda gervilinött upp í háloftin þegar á síðasta liluta 19. aldar. Hugvitsinaður þessi fæddist i M Rússlandi 17. sept. 1857 en lczt árið 1935. Hann hafði með slarfi sínu (Framliald á 2. síðu). Merki frá gervihnett- imim heyrast í Gufunesi Stöíugar sendingar síbreytilegra tóna berast til stuttbylgjustöíivarinnar Bjarni skýrði svo frá, að starfs- nxenn stuttbylgjustöðvarinnar myndu fylgjast með merkjnnum frá gervilinettinum enn im sinn. Myndin sýnir flugskeyti af sömu gerð og notað er til að flytja gervi- hnöttinn út í himingeiminn. Hnett- inum er komið fyr.ir framan.í skeyt- inu, sem þeytir honum úr sér er komið er út í háloftin. Fréttamaður blaðsins átti í gær tal við Bjarna Guðmundsson stöðvarstjóra stuttbylgjustöðvar- innar í Gufunesi, sem skýrði svo frá, að þeir hefðu fylgzt með merkjum frá rússneska gervi- hnettinum frá því klukkan 10 í gærmorgun. Ekki verður lesið , <•*> ». neitt úr merkjunum því að hér £lgan Umferöamala er ekki um venjuleg loftskeyti. að ræða, lieldur stöðugar send-| « r a_ ' 1 ingar síbreytilegra tóna. Ekki V1K3I1 lieiSt 1 03^ kvaðst Bjarni geta urn það sagt, hvort hnötturinn hefði farið yf- ir ísland eða nágrennið, þar sem ekki eru nein tæki í gangi, sem liefðu getað mælt stöðu hnattar- ins. Slík tæki eru þó til hér á landi, en verða vart notuð. — Thorstein Petersen helsjukur Kaupmannahöfn í gær. — Hinn þekkti færeyski stjórnmálamað- ur, Tlxorstein Petersen, veiktist alvarlega urn borð í Tjaldi á leið frá Færeyjum til Kaupmanna- hafnar. Hann mun hafa fengið aðsvif og dottið í klefa sínum, en þar fannst liann meðvitundarlaus. Ehgiiín læknir var um borð, erx Tjaldur sneri þegar til næstu haínar, Krislianssand, þar sem sjiikrabifreið beið á liafnarbakk- anum og keyrði Petersen til flug vallarins. Þaðan var flogið með hann tii Osló og liggur hann nú í ríkissjúkrahúsinu þar. Petersen liggur stöðugt meðvitundarlaus, en rannsókn hefir leitt í ljós, að liann liefir höfuðkúpubrotnað og blætt lieflr á heilann. — Aðils. og ná- Slysavarnarfélag Islands Bindindisfélag ökumanna, í inni samvinnu við Umferðar- nefnd Reykjavíkur, verða helatu aðilar í herferðinni gegn um- ferðaröngþveiti og umferðarslys um vikuna 6.—12. október. Munu þessi félög ræða umferðarmálin í blöðurn og útvarpi og halda sameiginlega sýningn. Þá munu og verða sýndar umferðarmyndir i nokkrum kvikmyndahúsum. Mark og mið allra aðila að um- ferðavikunum er: Endurbætur í umferð, rneiri umferðamenning, færri slys. Djilas dæmdur í 7 ára f angelsi Belgrad-NTB, 5. okt. Milovan Djilas, fyrrverandi varaforseti Júgóslavíu, var í dag dæmdur í sjö ára fangelsi af júgóslavnesk- um dómstól skammt fyrir utan Belgrad. Iljilas er gefið að sök að hafa gagnrýnt valdhafana í hinni nýju bók hans „Hin nýja stétt“. Nýjasta kenning ÞjótSviIjans: MeS smíði gervitunglsins hafa Sovét- ríkin sannað yfirhuroi þ jóðfélags síns Rússneski hugvitsmaðurinn Eduard Isiolkovski Þessi merkilegu orð stóðu stór letruð á forsíðu Þjóðvíljans í gær sem inngangur að fréttinni um uppsendingu sovétgervitungls- ins: Nýbygging Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi OstageymsluhúsiS mikla, sem rúmar um 400 smálestir af osti, þegar önnur starfseml búsins, sem þar er um stundarsakir verSur flutt í húsnæSi, sem er ■ byggingu. Á efstu hæSinni verSur samkomusalur, sem tekur um 1200 manns í sæti. (Ljósm.: Guðni Þórðarson) „Með þessu afreki, sem mark- ar tímamót í sögu vísinda og allri sögu mannkynsins hafa sov- ézkir vísindamenn gengið skrefi framar starfsfélögum sínum í öðr um löndum, og Sovétríkin sjálf sannað, svo a8 enginn fær um viltzt, yfir- burði þess þjóðfélags, sem á fjörutíu árum hefir lyft þjóðum þeirra úr algerri eymd og niðuriægingu ( æðsta sess vísinda og menn- ingar". Þetta eru stór orð og vafalaust er smíði gervitunglsins hinn merkasti atburður. Hitt virðist dálítið nýstárleg þjóðfélagsfræði, að smíði gervitungls sé sönn- un um yfirburði þjóðfélagsins. Viff fákænir menn í vcstrænum „auðvaldsþjóðfélögum“ höfnm lifað í þcirri trú, að „yfirbxirðir þjóðfélagsins" kæmu fram í því hvernlg það breytti við hana al- mennu borgara sína, og hvaða skilyrði það skapaði þeim til menningar, frelsis og lífsafkomu En alltaf heyrir maður eitthvað nýtt, og sú „virðing" sem birtist í þessum orðuin fyiir mannin um og velferð hans er ekki á marga fiska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.