Tíminn - 06.10.1957, Blaðsíða 6
5
T í MI N N, sumutdaginn 6. október 1957,
Útgefandh FramsóknarflokkNrtaBu
RlUtjórar: Hautcur Snorrason, Þórartnn MrwtaiHsn <fik)
Skrlfstofur í Edduhúsinu viO UndU'gStH
Símar: 18300, 18301, 18302, 1830», 18334,
(ritstjóra og blaBamana).
Auglýsingasimi 19523, afgreíttóluatmt 1S8.
PrentsmiOJan EDDA hf.
Þriðja leiðin
HÉR VAR RÆTT um
íþriðu leiðina í stjórnmáia-
baráttu samtímans s. 1.
sunnudag. Það var koma
Toynbees, brezka sagnfræð-
ingsins, sem var tilefnið' þá.
Málið er annars ætíð við-
fangsefni hugsandi manna.
í ritgerð einni, sem sagn-
fræðingurinn birti f yrir
nokkru, ræddi hann örlög
kynslóöa og menninga og þá
spurningu, hvort I>essi öld
mundi sjá þjóðirnar hrapa
að sömu örlögum og þær
kynslóðir, sem báru uppi
löngu iiðin menningartíma-
bil.
Toynbee veitti ekkert loka
svar, enda eru sagnfræðing-
ar ekki spámenn. En hann
benti á nokkur atriði til um-
hugsunar. Tekst að bæta lífs
kjör og framtíðarvonir þjóð
anna nægilega snemma til
að eyða þeim ágreiningi,
sem nú ríkir, og hótar að
leiða tortímingu yfir alla?
Með öðrum orðum: Geta
kapítalísk og sósíalísk þjóð-
félög þokað efnahags- og
menningarsókn sinni á þá
braut, að þau samhæfist að
lokum; hverfi frá óréttlæti
og öryggisleysi hins kapítal
íska þjóðfélags og frá ó-
frelsi og mannfyrirlitningu
hins sósíalíska þjóðfélags, og
að réttlátara og tillitssam-
ara skipulagi? Þetta var
dæmið, sem Toynbee setti
upp. Lausnina birti hann
ekki; hún liggur heldur ekki
fyrir í dag. En dæmið er
umhugsunarefni fyrir frjáls-
huga fólk.
HÉR VAR þeirri skoð-
un haldið fram, að hinn
gullni meðalvegur, sem sætt
gæti þjóðirnar að lokum,
værl samvinnuhugsjónin.
Hún ber sjálf í sér efnahags-
legt og félagslegt réttlæti.
Hún þroskar þátttakend-
urna, eykur félagslega sam-
hyggö þeirra, en fórnar ekki
einstaklingsframtaki né sér-
. lcennum á altari fjarlægs og
ópersónulegs ríkisbákns. Hún
færir þátttakendum rétt-
látan skerf. Hún fyrirbygg-
ir arðrán; er andvíg þeirri
siðfræði, sem upphefur einn
á kostnað annars. Hún opn-
ar tækifæri fyrir Hugsandi
fólk, sem vill ekki skipa sér
í sveit með hinum aðgangs-
hörðu fylkingum samtímans,
dýrkendum hinnar skefja-
lausu einsta.klingshyggj u
annars vegar, ríkisbáknsað-
dáendum hins vegar.
TVÖ BLÖÐ hafa gert
þessa sunnudagshugleiðingu
Tímans að umtalsefni nú í
vikunni. Dagblaðið Vísir við-
hafði gamla lagið: Að tæta
allt í smærra, smærra, herma
hvert mál upp á þrönga
flokkshagsmuni í dag', og
persónur í stjórnmálastríöi
samtímans. Þannig gekk blað
ið fram. hjá kjarna málsins,
og staðfesti enn einu sinni,
að það er til einskis að eiga
orðastað við slíkt fólk um
stefnumál; þau eru engin til
í þess barmi.
Alþýðublaðið tók sér aftur
á móti fyrir hendur að ræöa
málin út frá því sjónarmíði,
að skilgreining Tímans hefði
verið ósanngjörn gagnvart
jafnaðarstefnunni. Þaö væri
kommúnisminn, sem geymdi
ófrelaið; — demókratiskur
sósíalismi væri í rauninni
„þriðja leiðin“.
ÞAÐ ER auðvitað hár-
rétt, að hin hægfara þróun
til sósíalisma beitir ekki
hnefunum né ástundar kúg-
un. Jafnaðarmenn eru frjáls
lynt fólk, sem berst fyrir hug
sjón sinni samkvæmt leik-
reglum lýðræðisins. Ekkert
er þeim fjarlægara en of-
beldisaðgerðir kommúnis-
mans. En mál þaö, sem hér
var á dagskrá, var hin endan
lega niðurstaða; hið sósíal-
íska þjóðfélag, hvernig svo
sem menn hafa komizt á
leiðarenda. Þegar þar er kom
ið er sósíalisminn ekki þriðja
leiðin. Þriöja leiðin er þvert
á móti meðalvegurinn á miili
hins sósíalíska og hins harö-
vítuga kapítalíska þjóðfé-
lags. Það er höfuðmisskiln-
ingur, að samvinnuhugsjón-
in sé einhver ambátt sósalis-
mans, jafnvel þótt sé lýð-
ræðissósíalismi. Jafnaöar-
menn og samvinnumenn
eiga gott og náið samstarf
víða um heim, t. d. á Norður
löndum og í Bretlandi en sam
vinnumenn játa ekki sósíal-
íska lífsskoðun. Samvinnu-
flokkurinn brezki hefur t.d.
barizt harðlega gegn ýms-
um þjóðnýtingaráformum
brezkra jafnaðarmanna, og
vafalaust er, að brezki Verka
mannaflokkurinn tekur tillit
til viðhorfs samstarfsmanna
sinna í brezku samvinnu-
hreyfingunni, þegar hann nú
ákveður á yfirstandandi
flokksþingi að ganga hófleg-
ar fram í þjóðnýtingaráform
um en eitt sinn var tízka.
SAMVINNUMENN og
jafnaðarmenn eiga langt í
land að stofnsetja sina
Útópíu. Þegar sú stund nálg
ast, er vísast, að broddurinn
verði enn meira sorfinn af
sumum kennisetningunum,
og frjálslynt fólk geti sam-
einast um fleiri höfuðmál en
er í dag. Enda virðist stefna
í þá átt: Reynslan er smátt og
smátt að sanna, að bókfræði
þióðfélagsmálanna er ekki
óbrigðul, jafnvel þótt nýrri
sé en þjóðnýtingarfræðin
gömlu sem nú eiga í vök að
veriast víða um lönd, síðast
á flokksþingi brezka Verka-
mannaflokksins. Liklegasta
úrbótin er, að frjáls sam-
vinnusamtök fólksins leysi
rikisrekstrarhugmyndíir af
hólmi, og þeir, sem nú aö-
hyllast bókstafstrú sósial-
isma finni þar hina heppi-
legustu þriðju leið.
ERLENT YFIRLIT:
Allsherjarumræðurnar á þingi S.Þ
Ekkert NorSurlandaríkjanna mun taka þátt í þeim
New York, 2. okt.
Eins og venjulega hefir þing
S. Þ. hafizt a5 þessu sinni með alls-
herjar umi'æðum um alþjóðamál.
Umræður þessar fara fram með
þeim hætti, að hvert ríki, sem þess
óskar, lætur aðalfulltrúa sinn halda
eins konar framsöguræðu, þar sem
gerð er grein fyrir afstöðu þess.
Venjulegast flytur utanríkisráð-
herra viðkomandi ríkis ræðuna, ef
hann er staddur á þinginu. Svar-
ræður eru ekki haldnar, nema eitt-
hvert ríki telji sig hafa orðið fyrir
alveg sérstaklega óréttmætri árás.
Allsherjar umræðunum á þing-
inu mun ljúka að þessu sinni næst
komandi mánudag (7. okt.) og
hafa þær þá staðið yfir í réttar
þrjár vikur. Þegar þetta er ritað
(2. okt.) hafa fulltrúar 55 ríkja
látið til sín heyra, en 16 ríki eru
nú á mælendaskrá. Horfur eru á
því, að 71 ríki taki þátt í umræð-
unum að þessu sinni, en alls eru
þátttökuríkin 82. Ellefu ríki munu
ekki láta neitt til sín heyra og eru
Norðurlöndin fimm á meðal þeirra.
Svíþjóð var um eitt skeið komið
á mælendaskrá, en hefir nú dregið
sig til baka.
SVO VIRÐIST sem áhuginn fyr-
ir þessum almennu umræðum á
þingum S. Þ. fari heldur minnlv-
andi. Að vísu markast þetta hverju
sinni allmikið af því, hvernig um-
horfs er í aiþjóðamálum. í fyrra
settu Ungverjalandsmálið og Súez-
deilan sérstakan svip á umræðurn-
ar. Nú hafa engin slík söguleg dæg-
urmál dregið athyglina að þeim.
Fréttir blaða og útvarps gefa líka
til kynna, að þeim sé veitt veru-
lega minni athygli nú en þá. Áheyr
endafjöldinn á þinginu bendir til
hins sama.
Það vekur alltaf sérstaka athygli,
þegar fulltrúar stórveldanna tala,
einkum þó Bandaríkjanna, Sovét-
ríkjanna og Bretlands. Dulles,
Gromyko og Selwyn Lloyd fylltu
að mestu leyti þingsætin og áheyr-
endasætin, þegar þeir töluðu, en
strax að ræðum þeirra loknum
streymdu þingfulltrúar og áheyr-
endur í burtu. Pella, utanríkisráð-
herra Ítalíu, varð fyrir því óhappi
að tala næstur á eftir Gromyko og
þynntist mjög í þingsalnum með-
an hann talaði. Pella er þó þekkt-
ur maður og nýr sem utanríkisráð-
herra og Ítalía í tölu hinna stærri
ríkja. Fulltrúar smáríkjanna hafa
líka hlotið enn lakari áheyrn en
Pella, enda yfirleitt lítið bragð að
ræðum þeirra og þreytandi að
hlusta á svipaðar ræður dag eftir
dag. Fulltrúar Ieppríkja Rússa hafa
t. d. þulið ræðu Gromykos með
aðeins breyttu orðalagi, Suður-
Ameríkuríkin eru flest á sömu
bylgjulengd o. s. frv. Af ræðu-
mönnum hinna smærri ríkja hafa
vafalítið vakið mesta athygli Dief-
enbaker frá Kanada og Frank
Aiken frá Eire. Diefenbaker hélt
snjalla ræðu og fékk góða áheyrn.
Aiken fór hins vegar nokkrar sér-
leiðir eins og góðum íra sæmdi og
benti ræða hans til, að írar ætli
að fylgja mjög sjálfstæðri og
óháðri stefnu í S. Þ., en alrangt
væri að kenna hana við hlutleysi.
Afstaða íra getur haft talsverða
þýðingu á þingum S. Þ. vegna þess,
hve margir írar búa í Bandaríkjun-
um og taka þar oft verulegt tillit
til heimalandsins.
ÞÓTT RÆÐUR fulltrúa stórveld-
anna hafi dregið að sér mesta at-
hygli, verður ekki sagt, að þær
hafi verið að sama skapi athyglis-
verðar. í þeim kom ekki fram
neitt nýtt, heldur var aðeins árétt-
uð stefna, er áður var búið að
marka, t. d. í afvopnunarmálunum.
Þegar þetta er ritað, hafa full-
trúar tveggja stórvelda enn ekki
talað, þ. e. Frakklands og Indlands.
Franski fulltrúinn mun eiga erf-
iða aðstöðu, þar sem stjórnar-
kreppa stendur nú yfir í Frakk-
landi vegna Alsírmálsins. Hins veg-
ar verður íulltrúa Indlands,
Krishna Menon, vafalaust létt um
málið að vanda. Hann verður sein-
asti ræðumaður í allsherjar umræð
unum, en þá aðstöðu hefir hann
valið sér á tveimur undanförnum
þingum og haldið þá Iengri ræður
en nokkur fulltrúi annar, enda sá
eini í þessum umræðum, er ekki
bindur sig við skrifaða ræðu. Af
þeim ástæðum verða líka mála-
lengingar og endurtekningar hjá
honum, en mælsku skortir hann
ekki.
EF DÆMT er éftir þeim um-
ræðum, sem þegar hafa íarið fram
á þinginu, beinist athyglin nú mest
að tveimur málum, afvopnunarmál-
inu og málefnum hinna nálægari
Austurlanda eða nánar tiltekið
Arabalandanna. Þessi tvö mál
valda nú tvímælalaust mestum
áhyggjum og skapa mesta óvissu
varðandi framtíðina.
Sameinuðu þjóðirnar hafa haft
afvopnunarmálin til meðferðar nær
óslitið síðan þær komust á legg.
Seinustu misserin hafa þær vonir
heldur glæðzt, að fyrr en síðar
muni nást samkomulag á vegum
þeu-ra um takmörkun á vígbúnaði.
Viðræður, sem hafa farið fram í
undirnefnd afvopnunarnefndar S.
Þ., hafa frcmur styrkt þær vonir
en hið gagnstæða. Það er þó nokkr
urn veginn ljóst af umræðum
þeim, sem hafa íarið fram hér á
þinginu, að ekki muni nást neitt
samkomulag um afvopnunarmálin
að þessu sinni. Aðalástæðan er sú,
að enn hefir ekki skapast slík til-
trú milli stórveldanna, að þau þori
að stíga skrefin, er geri slíkt sam-
komulag mögulegt. Einkum ber
mikið á tortryggninni hjá Rússum,
sem enn hafa ekki viljað fallast á
neitt raunhæft eftirlit til öryggis
þtd, að haldið yrði samkomulag,
sem gert kynni að verða um af-
vopnun. Samningar, sem yrðu gerð
ir án slíkrar tryggin|&r, gætu hins
vegar reynzt verri en engir. Það
sýnir reynslan augljóslega. Það
vantar ekki, að gerðir hafi verið
margir friðar- og vináttusamning-
ar. Alltof margir þeirra hafa hins
vegar reynzt haldlausir vegna þess,
að ekki hefir verið tryggt nægilegt
aðhald með framkvæmd þeirra. Sú
reynsla bendir vissulega til þess,
að betra sé að láta verða drátt á
samningagerð en gera slíka samn-
inga.
AÐ SJÁLFSÖGÐU hafa menn
áhyggjur af því að samkomulag um
afvopnun skuli ekki nást og víg-
búnaðarkapphlaupið skuli því
halda áfram. Menn mega hins veg-
ar ekki gerast vonlausir, þótt slíkt
samkomulag náist ekki strax, eða
telja starf S. Þ. í þessum efnum
þýðingarlaust. Þær umræður á veg
um S. Þ., sem þegar hafa farið
fram, hafa glöggvað menn á ýms-
um atriðum, er munu gera samn-
ingagerð auðveldari, þegar hin
rétta undirstaða er fengin. Þessar
viðræður hjálpa líka talsvert til
að auka kynni og glæða þannig
vissa tiltrú milli ráðamanna stór-
veldanna. Þær stuðla og vafalaust
að því að halda áhuganum vakandi
fyrir nauðsyn þess, að komið verði
á samkomulagi um afvopnun. Senni
lega er það nokkuð rétt, sem
amerískur blaðainaður sagði ný-
lega, að afvopnunarmálin væru
álíka á vegi stödd og ungi í eggi.
Þau eru með fullu lífsmarki eins
og unginn, en þau eru enn eldci
komin svo vel á veg, að óhætt sé
að brjóta skurninn. Þá gæti farið
fyrir þeim eins og unga, sem kem-
ur of fljótt úr egginu. Það er betra
að einhver dráttur verði á samn-
ingum enn um stund en að gerðir
verði haldlausir samningar, sem
myndu aðeins verða til að auka á
tortryggni og viðsjár, þegar frá
liði.
Meðan raunhæft samkomulag
um afvopnunarmálin næst ekki,
verða lýðræðisþjóðirnar að sjálf-
sögðu að halda vöku sinni. Jafn-
hliða því, sem þannig er tryggt
jafnvægi í hernaðarmálum, þarf að
stuðla að auknum samskiptum og
kynnum milli þjóðanna og vinna
þannig bug á tortryggnlnni. Eins
og sakir standa, eru þetta tvímæla-
laust vænlegustu leiðirnar til aö
skapa grundvöll fyrir raunhæft
samkomulag um afvopnun í fram-
tíðinni. klenn mega ekki missa
vonina, þótt slík þróun geti tekið
nokkurn tíma.
í IIINIJM almennu umræðum á
þingi S. Þ. hafa mál hinna nálæg-
ari Austurlanda boríð einna mest
á góma, næst á eftir afvopnunar-
málunum. Allmikið hefir borið á
gagnkvæmum brígslum um það, að
stórveldin væru að sækjast þar eft-
ir yfirráðum eða Rússar í Sýrlandi
og Bandaríkin i Jórdaníu, írak og
Saudi-Arabíu. Þetta virðist hafa
leitt til þess, að Arabaríkin hafa
aukið samstarf sitt að nýju, enda
væri sennilega bezt, að þau gætu
myndað sjálfstæða blökk, sem
hvorki væri háð austri eða vestri.
Ófriðarhættan í hinum nálægari
Austurlöndum stafar hins vegar
fyrst og fremst af því, að deilumál
Arabaríkjanna og ísraels hefir enn
ekki verið jafnað og nær milljón
(Framhald á 8. síðu.)
Á SKOTSPÓNUM
Forsvarsmenn útvarpsins hafa verið á ferðalagi um
Evrópulönd í leit að útvarpshúsi . . . Útvarpsstjóri og
formaður útvarpsráðs sóttu útvarpsráðstefnu Norður-
landa í Helsinki. . . Héldu þaðan til ýmissa landa til að
skoða útvarpshús. . . .húsnæðisvandamáliðhrjáir útvarp-
ið hér æ meir. .. .en teikningin gamla af útvarpshúsi er
nú talin úrelt. .. .helzt mun leitað að fyrirmyndum í
Þýzkalandi. . . .Útvarpið hefir fest til bráðabirgða hús-
næði í miðstöð fiskirannsóknanna, stórhýsi atvinnudeild-
ar háskólans við Skúlagötu. .. Fær útvarpið þar heila
hæð til afnota og flytzt þá úr Landsímahúsi og Klappar-
stíg með alla sína starfsemi. .. .en enn er þetta bráða-
birgðalausn. . . . Fleiri heyja nú valdastríð innan Sjálf-
stæðisflokksins en Bjarni varaformaður og Gunnar borg-
arstjóri .. Smákóngar eigast þar líka við. . svo sem
Björgvin Frederiksen og Þorbjörn kjötkaupmaður. . . .
berjast þeir hart um áhrif í uppstillingarnefnd og sæti
á bæiarstjórnarlista. .. . Siðvæðingarhreyfingin mun nú
hafa í hyggju að koma hér upp fastri bækistöð eftir
reynsluna af íslendingum á Mackinaceyju . Mun helzt
hafa komið til orða að kaupa hús í Reykjavík og ráða
starfslið . . . Á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisfélaganna,
þar sem bæjarmál voru á dagskrá, var Bjarni Benedikts-
son aðalræðumaður. . . borgarstjóra að litlu getið í
Morgunblaðinu bæði fyrir og eftir fundinn . Getum
er að því leitt, að Bjarni hyggi a aðalborgarstjórastarf,
þar sem leiðin í ráðherrastólinn er torsóttari en virtist í
Húsafeilsskógi forðum. . . .