Tíminn - 11.10.1957, Blaðsíða 7
TÍMINN, fösludaginn 11. oktöber 1957.
i:'. . .' i / ' '" , * '/r.í i; \ ,' ■' ,
•'£• ‘í /*•• sL#
Laufásbærinn — S stafnar á hlaði.
Gamli bærinn í Laufási varðveitt-
ur sem menningarsöguleg bygging
Gagngerí vitJgertJ hefir farií fram í sumar á
vegum Þjóftminjasafnsins — stutt samtal vi<J
dr. Kristján Eldjárn þjó(Jminjavörí
Vegfarandi, sem ekur þjóð
veginn framhjá Laufási viS
Eyjafjörð nú í haust, veitir
því athygli, að búið er að
byggja upp baðstofuna í
gamla bænum í Laufási;
reisulegt torfhús með nýlega
hlöðnu þaki dregur að sér at-
hyglina, en bæjarburstirnar
fimm sjást ekki frá þjóðveg-
inum. Þær standa á hlaðinu
og snúa mót‘vestri.
Þegar nánar er að gáð og um
spurt, kemur í ljós, að endurbygg-
ing gamla bæjarins stendur yfir
og var mfklum hluta verksins lok-
ið nú í sumar. Fréttamaður Tím-
ans fór um hlað á Laufási í haust
og sá, að mikil og góð endurbót
var orðin á gamla bænum, sem
þótti einn reisulegasti og fallegasti
bær í g'ömlum stíl hér á landi um
langt skeið. En nú eru áratugir
síðan búið hefir verið í bænum,
og var ekki seinna vænna að hefj-
ast handa um að gera við hann, ef
átti að bjarga honum frá glötun.
Gott verk unnið við
endurbyggingu
Dr. Kristján Eldjárn þjóðminja-
. vörður var nýlega á ferð í Laufási
til að líta eftir viðgerðinni, og hef-
ir blaðið átt tal við hann um þess-
ar framkvæmdir og um aðra gamla
bæi, sem eru í umsjá þjóðminja-
vai’ðar.
Það hefir lengi staðið til að gera
við Laufásbæinn, sagði þjóðminja-
vörður, og halda honum við sem
menningarsögulegri byggingu, en
af ýmsum ástæðum hefir það ekki
komizt í verk fyrr en í ár. Við-
gerðin er fi-amkvæmd á vegum
þjóðminjasafnsins fvrir fé, sem Al-
þingi veitir árlega til að halda við
slíkurn byggingum. Þjóðminjasafn-
ið réði til verksins Sigurð Egilsson
frá Laxamýri sem verkstjóra og
yfirsmið, og honum til aðstoðar
Guðmund Þorsteinsson frá Lundi,
og fleiri. Hafa þeir unnið framúr-
skarandi gott verk og eiga hrós
skilið íyrir.
— Varð’ úr þessu meiriháttar við
gerð og endurbygging?
•— Þetta hefir orðið gagngerð
viðgei’ð á bænum. Baðstofan var
hlaðin upp atS nýju og fleiri hús,
en ekki vannst tími til að Ijúka
verkinu í sumar; ætlunin er að
halda því áfram að sumri og ljúka
því þá. Aðallega er eftir að endur-
byggja framhúsin 5, sem snúa
stafni fram á hlaðið, og svo er eft-
ir að ganga fi-á innan húss. Er
alll þetta; mikið verk.
— Er hér urn merka byggingu
að ræða?
— Það er álit allra, . sem til
þekkja held ég megi segja, að
Laufásbærinn sé óvenjulega fall-
egur og stór bær og það sé því
gleðiefni að honum er nú bjargað
frá hruni. Verður í þess stað nokk-
urs konar safngripur. Bærinn í
núverandi mvnd er ekki mjög gam
J all, fremur en aðrir þeir toi’fbæir,
sem varðveitzt hafa. Er byggður i
tíð séi’a Björns Halldórssonar, og
mun baðstofan verða 90 ára eða
um það bil. En Laufás á merka
sögu, þar er náttúrufegurð mikil.
Varla meira að gert
— Eru allir gömlu bæirnir, sem
eru í þessum stíl, þá komnir í um-
sjá þjóðminjavai’ðar?
— Ekki er um marga fleiri að
rasða, og ekki hygg ég að ráðizt
verði í slíka endurbyggingu og
allsherjarviðgerð á fleiri bæjum,
enda er nú nokkuð komið. En til
er t. d. mjög fallegur bær að Þverá
í Laxárdal, þar sem fyrsta kaup-
félagið var stofnað og hafa sam-
vinnumenn áhuga fyrir þeim gamla
bæ, einkum vegna tengsla við sögu
samvinnuhreyfingarinnar. En frá
almennu sjónarmiði er hann helzt
t l nærri öðrum slíkum bæjum,
Grenjaðarstað og Laufási til þess
að kalla á meiriháttar aðgei’ðir af
hálfu safnsins. Þegar þeirn aðgerð-
um. s«ra nú standa yfir í Laufási
Baðstofan hefir veriS endurbyggð.
og þar hefir jafnan verið stórt
heimili og mikill búskapur. Fer vel
á því, að menningarsöguleg heirn-
ild sé varðveitt á slíkunx stað.
Bygoðasafnsmál
— Verður komið upp byggða-
safni í Laufásbænum?
— Um það eru ekki uppi neinar
ráðagerðir nú að þvi ég hygg, það
er bærinn sjálfur, sem áherzla er
lögð á að varðveita, án þess að
hann sé búinn sem íveruhús frá
liðinni öld. Byggðasöfn eru og ekki
langt frá, í svipuðum húsakynnum,
á Glaumbæ í Skagafirði, og svo er
verið að koma upp byggðasafni
Þingeyinga í gamla bænum á
Grenjaðarstað. Virðist varla ástæða
til að ieggja kapp á að koma upp
þriðja byggðasafninu í þessum stíl
á ekki meira landssvæði.
— Hvað eru margir gömlu bæ-
irhir, sem þjóðminjavörður hefir
umsjá ;neð?
— Þeir eru Glaumbæi’, Laufás,
Grenjaðarstaður, Burstafell og svo
gamli bæi’inn á Hólum í Hjaltadal,
en viðgerð á honum er ekki lokið.
Á Suðurlandi er enginn slíkur bær,
nema Keldur, og enginn á Vestui’-
landi.
er lokið, og Hólabærinn að fullu
viðgerður, tel ég að þessurn þætti
sé sæmilega borgið. En viðhald
þessara bæja vex-ður ætíð nokkuð
kostnaðarsamt og ekki vandalaust.
En það er önnur saga, sagði þjóð-
minjavörður að lokum.
AHiance Francaise
Alliance Francaise er nú um
það bil að hefja vetrarstarfsemi
; sína. Félagið mun að vanda halda
’ uppi námskeiðum í frönsku og
verða kennarar þeir sörnu og und
anfarin ár, ungfrú Medeleinö
Gagnaire sendikennari við Háskól
ann og Magnús G. .Jónsson. Er
kennsla í þann veginn að hefjast.
Fyrsti skemmtifundur vetrarins
, verður annað kvöld, fimmtu-
daginn 10. október, í Tjarnarkaffi.
Þar mun ungfrú Gagnaire halda
stutt ei-indi um ýmsar fornfrægar
byggingar í Frakklandi, hallir og
minnismerki og nýjar aðferðir til
að yngja upp sögu þeirra og forn-
an ljóma. Þar hefur ljósa og radio-
tækni nútímans orðið að góðu liði.
, Einnig verða sýndar stuttar kyik-
I myndir með skýringum.
fhaldið hefir bognað undan gagnrýni
minnihlutans á sukkinu í hæjar-
rekstrinum í Reykjavík
Stofnun sparnaðarskrifstofu er viðurkenning
borgarstjórans á réttmæti þessarar gagnrýni
BORGARSTJORINN hefir sem
kunnugt er, tilkynnt það með
venjulegum auglýsingabrag, að
setja eigi á stofn um næstu ára-
mót „hagsýsluskrifstofu“ í
Reykjavák. Á það að vera verk-
efni skrifstofu þessarar að
fylgjast með rekstri hinna
ýmsu bæjarstofnana og bæjar-
skrifstofa og benda á leiðir til
hagkvæmari rekstrar og sparn-
aðar á bæjarfé. Flutti boi’gar-
stjóri tillögu um þetta á bæj-
arráðsfundi og var hún einnig
til umræðu og var samþykkt
samhljóða á síðasta bæjarst.jórn
arfundi. Þótti ýmsum, sem fyrr
hefði nxátt vera.
í sambandi við þessa tillögu
ræddi Þórður Björnsson, bæj-
arfulltrúi Framsóknai’flokksins,
allýtarlega unx sparnaðaimálin
í Reykjavík síðustu tvö kjör-
tímabilin og viðbrögð þau, sem
íhaldið hefði haft, þegar minni
hlutaflokkarnir reyndu að koma
fram einhverjum sparnaðartil-
lögum.
ÞÓRÐUR SAGÐI, að það mundi
ekki vei’ða í fyrsta sinn sem
hann eða aðrir minnihlutafull-
trúar greiddu atkvæði með til-
lögum í sparnaðarátt, þegar
þessi tillaga yrði afgreidd, en
hins vegar væri það fátítt að
borgarstjórinn og aðr-
ir íhaldsfulitnxar gerðu það, að
minnsta kosti á þessum áratug.
Bæjarstjórnaríhaldið hefði ár-
um saman skellt skollaeyrum
við öllum tillögum í þá átt.
Hann minnti á, að eiii hin
fyrsta tillaga, sem hann bar
fram í bæjarstjórn árið 1950,
var um þetta efni. Síðan gat
hann nokkurra þeirra mörgu
tillagna, er hann hefði síðar
flutt um þessi mál og rakti af-
greiðslu þeirra. Mætti nefna til-
lögu um ráðsmann bæjarins,
heildax-áætlun nm verklegar
framkvæindir, heildarlaunaskró
starfsmanna bæjarins, skrá um
ráð og nefndir bæjarins, sparn-
aðarnefnd, verðlaun fyrir sparn
aðartillögur, sameiginleg inn-
kaup sjúkrahúsa og vislheim-
ila, innkaupastofnunina, útboð
á benzíni og olíu, útboð bruna-
trygginga, rekstur áhaldahúss-
ins, bifreiðar og bifrciðastyrki
bæjarstarfsmanna, aukavinnu
bæjarstarfsmanna og ræsting-
arkostnað barnaskóla.
FÆSTAR ÞESSAR tillögur
felldi íhaldið ekki bein-
línis en vísaði þeim
til bæjarráðs eða at-
hugunar einhverra nefnda í
langflestum tilfellum heyrðist
svo ekkert um þær framar. þær
voru aldrei lagðar fyrir bæjar-
ráð og álit nefnda um þær
komu aldrei. Eru þnð garr.al-
kunnug vinnuhrögð bæjarstjórn
aríhaldsins.
En loks á árinu 1956 er sem
einhver bilbugur sé loks kom-
inn á íhaldið. 6. seþt. það ár er
samþykkt í bæjarstjórn tillaga
frá Inga R. Helgasyni um skip-
un nefndar til að athuga rekst-
ur Innkaupastofnunar bæjarins.
Mætti telja þann dag merkis-
dag í sögu bæjarstjórnar. í maí
s. 1. er enn samþykkt tillaga írá
minnihlutaflokkunum um 5
manna nefnd er kveðja má til
■erlenda sérfræðinga til þess að
gera tillögur um sparnað í bæj-
arrekstri.
En enn þann dag í dag hefir
hvorug þessara nefnda verið
kölluð saman, er önnur nefndin
þó orðin 16 mánaða gömul en
hin 5 mánaða.
EN ÞAÐ HEF-I'R verið starf-
andi önnur sparnaðarnefnd síð-
an 1951 og sú nefnd hefir lagt
eitt og annað til en engu kom-
ið fram fyrir borgarstjóra. Ár-
ið 1951 þurfti borgarstjóri að
hækka útsvör einu sinni sem
oftar meira en lög leyfðu án
ráðuneytisleyfis. Steingrímur
Steinþórsson, félagsmálaráð-
herra, veitti leyfið með því skil-
yrði að bærinn reyndi að gæt»
meira hófs í meðferð fjár og
sýndi einhverja viðleitni til
sparnaðar. Þá þorði borgarstjóri
ckki annað en skipa 2 menn
í sparnaðarnefnd. Sú nefnd hef-
ir borið fram ýmsar sparnaðar-
tillögur, en engu komið frarn
sem fyrr segir vegna oi’sa og
skilningsleysis bæjarstjóiKai’i-
haldsins.
Enn hefir skrifstofukostnafr-
urinn mai’gfaldazt og enn hefir
boi’gai-stjóri orðið að fá sér-
stakt leyfi til útsvarshækkunar,
sem þó var framkvæmd með
þeim endemum og lögléysum,
senx alkunnugt er. Nú eru kosn-
ingar í nánd og þá skýtur
skelknum enn upp í borgar-
stjóra. Bilbugurinn eykst svo
að hann gengur feti framar en
skipa sparnaðarnefnd, ætlar nú
að stofna skrifstofu.
Þórður Björnsson benti á, að
í þessu máli hefði gerzt sú
saga, sem í fleiri tilfellum bæj-
arinálanna, að íhaldið hcfði
bognað nndan áralangri og þrot
lausri baráttu og gagnrýni
minnililutaflokkanna og léti nu
undan síga að minnsta kosti i
orði kveðnu. Það hefði komið
gat á íhaldsvegginn í bæjar-
stjórn. Þessu bæri að fagna og
vænta þess að einhver árangur
yrði af starfi þessarar skrif-
stofu.
Ný brú á Norðurá hjá Skeljusigshöfða
Síðastl. vor hófst smíði brúar á Norðurá í Norðurárdal, Skagafirði. Hefir
verið unnið að brúarsmiðinni í sumar og er henni nú að mestu lokið. F.ft-
ir er aðeins að slá utan af. Brúin var ekki byggð yfir sjálfa ána, heldur
á að veita henni undir brúna, en það verður gert á næstunni. Vegur hefir
verið gerður að brúnni að norðan, en enn er eftir að byggja varnargarða
og veg að sunnanverðu og er nú unnið að hvoru tveggja. Yfirsmiður við
brúna er Þorvaldur Guðjónsson á Akureyri. — (Ljósm.: Helgi Jónasson).