Tíminn - 11.10.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.10.1957, Blaðsíða 12
VeðriS: Suðvestan kaldi, víða stinnings* kaldi síðdegis, skúrir. Föstudagur 11. október 1957. Hitinn kL 18: Reykjavík 4 st., AkureyrS 5 st., New York 19 st., London 1S st., París 17 st., Kaupmannak. 9 st. Ríkið býðst til að verða eifct eigandi stórvirka gufuborsins Synjar Reykjavíkurbæ um aíJ fella niðiir aíi- flutningsgjöld, en bý<Jst til aí framkvæma boranir fyrir bæinn, falli sameignarsamning- urinn úr gildi Ríkisstjórnin hefir nú svarað beiðni borgarstjórans í Reykjavík um eftirgjöf eða greiðslufrest á aðflutningsgjöld- um á djúpbornum, sem kominn er til landsins, en liggur ónotaður enn vegna greiðslutregðu af hendi Reykjavíkur- bæjat, sem er kaupaðili að bornum með ríkinu. Er tilmæl- unum þar hafnað. Beiðnin barst í formi ályktunar frá bæj- arstjórn Reykjavíkur. gerður samningur milli ríkisins og Reykjavíkurbæjar um borkaupin, og þar hafi Reykjavíkurbær tekið að sér að greiða helminginn af kostnaðarverði borsins, og aðflutn ingsgjöldin að sjálfsögðu innifalin í því verði, og enginn fyrirvari gerður um þau í samningnum eða á þeim tíma, sem hann var gerður. Af þessum ástæðum geti ríkis- stjórnin ekki orðio við éskorun bæjarstjórnarinnar um þetta efni. Forsætisráðuneytið hefir ritað borgarstjóra bréf um málið, og er þar minnt á það, að aðflutnings- -gjöid þau, sem greiða beri af jarð- bor þessum, séu ákveðin með lög- um af Alþingi og séu hliðstæð Iþeim gjöldum, sem ákveðin eru af margs konar öðrum tækjum og vcl um. Þessi gjöld greiði allir jaf'nt, enda séu þau lögð á til þess að standa undir uppbótum á útflutn- ingsframleiðslu landsmanna og rík isbúskapnum. jEnginn fyrirvari í samningnum. Þá bendir ríkisstjórnin á það, að í októbermánuði 1956 hafi verið Skipti á háskóla- kennurum á vegum Evrópuráðs Evrópuráðið samþykkti í fyrra að beita sér fyrir gagnkvæmum heimsóknum háskólakennara milli aðildarríkjanna á árinu 1957. — Hvert ríki á kost á styrk frá Evrópuráðinu til þess að bjóða til sín 3 háskólakennurum á ár- ínu, og greiðir ráðið fargjald báð- ar leiðir. Menntamálaráðuneytið teeitti sér í samráði við Háskóla Jslands fyrir því, að þessi fyrir- greiðsla Evrópuráðsins yrði hér faagnýtt. Bauð háskólinn þá hing- «ð þremur prófessorum til fyrir- festrarhalds, málfræðingnum dr. A.C. Bouman frá Leiden; dr. W. Sehultze kennara í byggingarverk fræði í Aachen og dr. Ilal Koch, prófessor í guðfræði í Kaupmanna íiöfn. Tveir hinir fyrrnefndu fluttu hér fyrirlestra síðastliðið vor, en próf. Koch var væntanlegur hing- að í gærjtvöldi. Mun hann halda fyrirlestra á vegum guðfræðideild ar, eins og skýrt hefur verið frá. Gert er ráð fyrir að þessari starfsemi Evrópuráðsins verði hald ‘ið áfram næstu árin. Hæstu vinniogar í Happdrætti Há- skóSans í gær var dregið i 10. flokki Happdrættis Háskólans. Vinningar voru 838, samtals að upphæð ein milljón og 50 þúsund kr. — Hæstj vinningurinn kom á miða nr. 24053 fjórðungsmiða, sem seldir eru á Akranesi, Vík, og á Patreksfirði. 50 þús. kr. komu á miða nr. 12985, fjórðungsmiða, sem seldir eru i Reykjavík. 10 þús. lcr. komu á miða nr. 1096, 3795, 18590, 32678. Fimm þús. kr. vinningar komu á miða nr. 6850, 9932, 14599, 19183 og 38334. — (Birt án ábyrgðar). Efnahags- og vamarmál aðalumræðu- efnið á ársþingi brezka íhaldsflokksins ÁHmargír rætSumenn töldu, aí Rússar hefðu nú nátS hernaíiarlegum yfirburðum Brighton—NTB, 10. október. — Fullvíst er, að efnahags- og varnarmál verða aðalmál ársþings brezka íhaldsöokks- ins, sem hófst í Brighton í dag. Ríkið býðst til að eiga borinn eitl. Þá tekur ríkisstjórnin fram, að hún hafi orðið þess vör, að tafir hafi orðið á því af hendi Reykja- víkurbæjar að greiða sinn hluta af andvirði borsins, vilji hún af þvi tilefni taka fram, að hún sé reiðu- búin að fallast á, að samningur- inn frá 18. okt. 1956 um sameign ríkisins og Reykjavíkurbæjar að bornum falli niður til þess að koma í veg fyrir, að greiðsludrátt- ur verði þess valdandi, að það drag ist, að borinn verði tekinn í nolk- un. Ef að því yrði horfið, kveðst ríkisstjórnin reiðubúin að gera samninga við Reykjavikurbæ um að framkvæma fyrir hann með bornum þau verk, sem þegar hafi verið ákveðið að framkvæma, svo og önnur verk fyrir bæinn, sem um kynni að semjast. Fallegur minnisvarði um Aðalstein Sig- mundsson afhjúpaður í Þrastaskógi Sutmudaginn 15. sept. s.l. var afhjúpaður í Þrastaskógi minnisvarði um Aðalstein Sigmundsson, kennara. Á sam- bandsþingi Ungmennafélags íslands 1955, var samþykkt að láta gera þennan varða og kosin nefnd til að sjá um framkvæmdir. Duncan Sandys, landvarnaráð- herra, gerði grein fyrir stefnu stjórnarinnar í varnarmálum, en Peter 1 horneycroft ræddi um efnahagsmálastefnuna og framtíð- arliorfur í þeim málum. Ráðherr- ann ræddi einkum um árangurinn af baráttu stjórnarinnar gegn verð bólgunni. Allmargir ræðumenn í dag gagnrýndu stjórnina og sökuðu hana um að hafa sýnt veikleika og hik í stað þess að sýna áræði og festu. Yfirburðir Rússa. Allmargir ræðumenn liöfðu haldið því fram áður eu Sandys fékk orðið að Rússar stæðu nú framar en Vesturveldin á liern- aðarsviðinu eftir að þeim liefði tekizt að senda gerfitungl sitt á loft. Sandys kvaðst vilja minna á, að samkvæmt hinum bandarísku lög- um, sem kennd eru við MacMahon er bandarískum visindaimönnum bannað að veita t. d. brezkum starfsbræðrum sínum upplýsingar um kjarnorkuvopn. Það gerði að verlcum, að allt rannsóknarstarf á þessu sviði væri raunverulega tví- verknaður, þar sem beztu vísinda- menn Vesturlanda gætu ekki haft samstarf um mikilvægustu grund- vallaratriði þessara vísinda. Ef Bandarikjamennirnir væru fúsir til breytinga í þessum efn- um, myndi ekki standa á Bretum. Sandys sagði, að þrátt fyrir síð- ustu þróun í smíði flugskeyta og gervitungla, myndu Bretar ekki leggja eingöngu áherzlu á smíði vetnisvopna og flugskeyta, heldur viðhalda herjum sínum að vissu marki. Hætía á nýjum blób’sút- hellinguni á Kýpur NICOSIA—NTB, 10. október. — Talin er hætta á því að komi til nýrrar ókyrrðar á Kýpur, ef alls- herjarþing S.þ. samþykkir ekki tillögur, sem uppreisnarmenn á einni geti sætt sig við. í dag sendu brezku yfirvöldin á Kýpur út til- kynningu þess efnis, að Grivas, , leiðtogi EOKA, hefði gefið með- ' limum félagsskaparins skipun um | að hefja nýja sókn gegn Bretum I ef nauðsynlegt þætti. Svartaþoka veldur stórslysum í Dan- mörku KAUPMANNAHÖFN í gær. — Árdegis í dag meiddust 12 mann eskjur og 25 biíreiðar stór- skemmdust eða eyðilögðust á veg inum milli Hróarskeldu og Kaup mannahafnar, aðallega milli Hróarskeldu og Heiðahúsanna. Umferðaslys þessi urðu vegna þess að reyk frá brennamli hálm liaugum iagði yfir veginn og blandaðist hann dimmri þoku, sem á var. Myiidaðist af þessum sökum slíkt myrkurbelti yfir veginn, að ekki sá handa skil. Þokan, sem legið hefir yfir Kaupmannahöfn síðasta sólar- hring hefir na;r alveg lamað flug samgöngur við Kastrupflugvöll. — Aðils. AMMAN—NTB, 10. október. — Jórdanska stjórnin hefir nú í hyggju að ganga á milli bols og höfuðs á kommúnistum og fylgi- fiskum þeirra í landinu. Þrír ráð- herrar hafa verið skipaðir í nefnd sem hefir það hlutverk að rann- saka hvernig hreinsuninni yrði bezt við komið. I nefndinni áttu sæti: Ingimar Jóhannesson, fulllr., Sig. Greips- son, skólastjóri, Sveinn Sæmunds- son, lögregluþj., Axel Jónsson sundlaugav., og Ólafur Ág. Ólafs- son bóndi. Sýningunni „Fjölskylda þjóðanna“ lýkur kl. 6 síðd. á sunnudaginn Lengd um einn dag. Um 30 þúsund manns höí($u skoía^ sýninguna í gær „Fjölskylda þjóðanna“, hin alþjóðlega Ijósmyndasýning, sem nú stendur yfir í Iðnskólanum við Vitastíg, hefir verið framlengd um einn dag vegna óvenjumikillar aðsóknar. í tilkynningu frá sýningarnefnd tíma, þar eð aðsókn að lienni hef- inni segir, að sýningin verði opin ur verið mikil, svo að með ein- hér þar til kl. 6 síðdegis, sunnu- dæmum er. Kringum 30 þúsund daginn 13. október, í stað kl. 10 -manns hafa nú séð sýninguna, frá kvöldið áður, eins og upphaflega því er hún var opnuð fyrir tæpum var ákveðið. Ekki verður unnt, að framlengja sýninguna um lengri ííma, þar eð mánudaginn 14. okt. hefst kennsla í þeim kennsluslof- um Iðnskólans, þar sem sýningin er haldin. Enda þótt tími verði naumur til þess að taka sýninguna niður, hefur sýningarnefndin ákveðið, að hún verði framlengd um þcnnan þremur vikum. Margir sýningar- gestir hafa látið þess getið, að þeir hafi hug á að sjá sýninguna aftur um þessa helgi. Ummæli blaða hal'a verið mjög lofsamleg, og er sýningin yfirleitt talinn einsstæður menningarvið- burður hér í bæ. Héðan verður sýningin send til Danmerkur, og verður hún opnuð í Kaupmanna- höfn í næsta mánuði. Leitað var til ungmennafélaga landsins um frjáls fjárframlög. Var vel brugðizt við, svo á skömm um tíma safnaðist það fé, cr þurfti. Nefndin leitaði til Ríkarðar Jóns- sonar með gerð varðans og réði hann útliti hans og lögun. Minnisvarðinn er hár stuðla- bergsdrangur, sem greiptur er nið ur á milli smærri stuðlabergs- steina. í drangann er felld vanga- mynd úr eir, gerð af myndhöggv- aranum Ríkarði. Alla sína vinnu gaf Ríkarður til minningar um sinn láína vin Um uppsetningu varðans sáu Þórður Pálsson og Marteinn Gíslason. Við afhjúpunina flutti aðalræð- una sr. Eiríkur J. Eiríksson, minnt ist hann Aðalsteins, athafna hans og hugsjóna. Einnig talaði Ingi- mar Jóhannesson, sem lýsti varð- anum, en Þórður Pálsson þakkaði f. h. ættingja Aðalsteins heitins. Frú Jóhanna Sigmundsdóttír, syst- ir Aðalsteins, afhjúpaði varöann. Á annað hundrað manns vai við- statt athöfnina j Þrastaskógi, þar á'meðal menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason og frú hans. Á eftir hauð Ungmennafélag ís- lands til sameiginlegrar kaffi- drykkju í Ilótel Selfoss. Voru þar flultar margar ræður og einnig kvæði. Voru þar raktir atburðir liðinna daga og rifjaðar upp minn- ingar um samstarf við hinn látna félaga, Aðalstein Sigmundsson. Næsta verkeíni russneskra vísinda- manna er að senda skey ti ti! tnnglsins Fjölmargar Ijósmyndir voru teknar af „Sputnik'* í gær LONDON—NTB, 10. október. — Þúsundir mauna um heim allan fylgdast með ferðum rússneska gervitunglsins „SPUTNIK“ í dag með ljósmyndavélum, vís- indalegum tækjum og sjónauk- um um leið og rússneskir vís- indamenn upplýstu, að annað slíkt tungl yrði sent upp í geim- inn að mánuði liðnum. í þessu gerfitungli verða tæki, sem geta mælt geimgeisla. Rússn- eskir vísindamenn hafa lýst því yfir, að ekki sé ósennilegt, að scnn takist að senda ílugskeyti til mánans, með mikilvægum vís- indatækjum. f dag tókst að ná myndum af gerfitunglinu er það fór yfir Tékkóslóvakíu, Sviþjóð og Kanada. Moskvu-útvarpið skýrði frá því í dag, að fjölmargir íbúar í bæn- urn Volgoda hefðu séð „Sputnik" með berum augum í dag er það geystist um himinhvolfið. Tékkn- eskir vísindamenn upplýstu í dag, að þeir hefðu orðið varir við lita- skipti á tunglinu, sem hefðu kom ið mjög greinilega fram. Fágætar guðsorðabækur og æviminn- ingar frá Hrappsey og Hólum á uppboði ListmunauppboS Sigurðar Benediktssonar verður haldið í Litlasal Sjálfstæðishússins í dag og hefst klukkan fimm. Þar verðuf boðið upp margt fágætra bóka og æviminninga. um. Meðal bókanna er eitt kver með margföldunartöflu og öðru í sama dúr og er kverið gefið út í Kaupmannahöfn áf eínhverjum ónefndum manni árið 1778. Titill kversins bendir nokkuð til þanka- gangs útgefanda, en hann er: „Lít- ið vasakver fyrir bændur og ein- feldninga á íslandi." i Er eingöngu um að ræða upp- boð a bókum að þessu sinni. Verða þær til sýnis frá klukkan tíu til f'jögur í dag. Frá Hrappsey og Hólum. Þarna verða m. a. boðnar upp nokkrar fágætar guðsorðabækur og æviminningar frá Hrappsey og Hól

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.