Tíminn - 13.11.1957, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.11.1957, Blaðsíða 3
T í M IN N, miðvikudagmn 13. nóvember 1957. 3 Opið bréf um gamla skuld Sviðsmynd — Einar ingi Sigurðsson, Helga Valtýsdóttir Kristín Anna Þórarinsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson og Árni Tryggvason. LEIKFELAG REYKJAVIKUR: Grátsöngvarinn Gamanleikur eftir Vernon Sylvaine Leikstjóri: Jón Sigurbjörasson Segja má, að LeikféiagiS ýti me3 seinna móti úr vör á þessu hausti, en það var þá heidur enginn sútarbrag- ur yfir sjóferðabænínni, þeg- ar það frumsýndi Grátsöng- varann í Iðnó í fyrrakvöld. Þau tíðindi lesum við í leikskrá, að höfundur stingvarans sé Eng lendingur, Vernon Sylvaine og gam anleikur þessi liafi notið gríðar legra vinsælda meðal enskra, frá því liann vár þar fyrst frumsýndur. Engan þarf heldur að undra á vinsældum þessa leiks. Þetta er lmyttilega saminn farsi hjá mr. Sylvaine og gamansemin er hug tæk. Allt-er gamanið græskulaust, góð ensk kímni eitis og þegar þeim dáindismönnum tekst bezt upp. Ég held, að fyrir höfundi vaki alls ekki að flytja neinn geig vænlegan boðskap undir gamninu. Menn þykjast stundum koma auga á heil heimspekikerfi í svona gam ansemi. Kannske maðurinn sé að gera grín að fánýti fræg'ðarinnar, eins og mig minnir, að ég hafi séð yísindalega sannað upp á Kiljan1 hugarlund, hvort ástarævintýrinu og Brekkukotsannál. Kannske er og söngferlinum ljúki með því, hann líka að gera grín að snobb að menn sjái, hve illan endi ódygð ■ eríinu fyrir svona fyrirbærum eins og svikin fá )g raularanum útgrátna, en áreið tnlega myndi hann gera grín að þeim, er reyndu að finna lausn lífsgátunnar í gamni hans. Og grín laust held ég, að ekkert vaki fyrir höfundi annað en koma mönnum til að hlæja. Ilann hefir samið ikemmtilegan og vel gerðan farsa sem óþarft er að velta lengi vöng um yfir, hvort geymi djúpstæða speki. Ég ætla ekki að taka ánægj una frá væntanlegum leikhúsgest um með því að rekja vendilega at burðarásina í þessum gamanleik, Hann fer fram á heimili miðaldra kaupsýslumanns í London, sem sízt er sæll af tengdasonum, kúrek um og heimspekingum, én þó bít ur það höfuðið af skömminni, er yngsta dóttirin fellir ástarhug til grátsöngvarans. Ekki skal heldur rakinn harma grátur söngvarans, er hann missir glæpinn, en menn geta gert sér í Steindór Hjörleifsson sem Pefer Pemper existentialisti og Brynjóifur Jóhannesson sem John Bentley. Árni Tryggvason sem grátsöngvarinn. Jón Sigurbjörnsson hefur sett leikinn á svið, og að mínu viti unnið verk sitt mjög vel. Leikritið i er prýðilega æft, leiktjöld og bún ingar létt og við hæfi, hraði og og fjör í leiknum, sem slíku verki hæfir. Naumast er þess að vænta, að leikstjóranum hafi tekizt að laða alla til jafngóðs leiks. Leik félagið hlýtur að treysta nokkuð i á nýliða, og ekki er unnt að krefj ast, að þeir leiki allir jafnvel. Brynjólfur Jóhannesson leikur heimilisföðurinn af gáskafullum krafti og ljómandi kímni. Hann er undraverður galdrakarl Brynjólf- m:, spontant og öruggur, sennilega hefur enginn núlifandi leikari lað- að fram fleiri ósvikna lilátra úr reykvískum börkum en hann. Frú hans leikur Helga Valtýs dóttir einnig mjög vel. Helga sýnir með hverju hlutverki hversu ágæta fjölhæf og listræn leikkona hún er. Eins og hún er öllum konum dramatískari, virðist hún ekki síð ur eiga ósvikna kímnigáfu. Ég get vart gert upp á milli þeirra „hjónanna”, þau léku hvort öðru betur. Grátsöngvarinn leikur Árni Tryggvason. Hann er margreynd- ur gamanleikari og skilar þessu hlutverki vel, þótt naumast virðist mér 'hann auka á frægð sína í þess um leik. Af minni hlutverkum er sérstak lega að geta Hólmfríðar Pálsdótt- ur, sem leikur vinnukonu hússins, leikur hennar aDui- er hinn ágæt isti, fátið og yfirliðin sérlega vel æfð og eðlileg. Nokkru hnökróttari voru önn ur 'kvenhlutverk í höndiun Mar- grétar Ólafsdóttur, Kristínar Önnu FYRIR IJM það bil einu kori kom út í Reykjavík dálítil bók með nafninu „Bifreiðir á íslandi 1904 —1915“. Er þar um að ræða upp- haf sögu ibifreiða hér á landi þar sem jafnframt eru rakin helztu til- drög þess, að bílaöldin hófst. M.a. greinir frá því, að fyrst voru gerð- ar tvær tilraunir með bíla, hver eftir aðra, af mönnum búsettum hér heima og þær mistókust báð- ar. Svo liðu nokkur ár, að enginn lagði út í sams konar ævintýri, enda ekki hægt að kalla það mjög fýsilegt eftir það, sem á undan var gengið. Næst gerðist það svo í málinu, að nokkrir Vestur-íslendingar í Kanada, sem flestir höfðu verið þar lengi, tóku höndum saman nm að kaupa bifreið og koma henni til íslands í tilraunaskyni. Þeir skutu saman fé til kaupanna og tveir þeirra lögðu sjálfa sig fram til þess að fara með bifreiðina til ís- lands og sýna íslendingum hvers hún væri megnug og livers virði fyrir hið farartækjalausa ísland. Allt þetta gerðu þeir af eigin hvöt um, í veikri von en alls engri vissu um endurgjald í nokkurri mynd, enda fyllilega við því bú izt í upphafi, að ekkert fé gæfist þeim í aðra hönd af fyrirtækinu. En svo fór, að tilraunin heppnað- ist vonum framar og með þeim árangri, að ekkert hlé hefir orðið á bílanotkun á íslandi síðan hún var gerð, heldur hefir fræið, sem hinir þjóðhollu og framtakssömu menn þannig lögðu til framfara í íslenzkum samgöngumálum, vaxið jafnt og þótt og borið þann ávöxt í samgöngum innanlands og at- hafnalífi þjóðarinnar, sem hún fær nú notið og sérhver íslending ur þekkir af eigin raun. Þrír hinna áðurgreindu Vestur- fslendinga eru enn á lífi, eftir því sem bezt verður vitað, þeir Sveinn Oddsson, Jón Sigmundsson og PáU Bjarnason, allir vestan hafs og all ir mjög við aldur. Ekki hefir ver- ið mikið rætt um þá hér heima, og enga umbiin né viðurkenningu hafa þeir fengið frá ættlandi sinu fyrir þá fórnfýsi og þjóðhollustu er þeir hafa sýnt í umræddu máli, utan að sú saga hefir verið rakin nökkuð í fyrrgreindri bók, og má líklega vona, að þar með hafi minn ing þeirra verið allsæmilega tryggð. Það er mín skoðun, að ís- lendingar standi í þakkarskuld við þessa menn, bæði lífs og liðna, og að sú skuld verði ekki goldin á bet ur viðeigandi hátt, en þann að bjóða þeim, sem eftir lifa, að vera gestir hér á landi, svo að þeir fái með eigin augum séð hver ávöxtur hefir orðið af verkum þeirra fyrir hart nær hálfri öld, og með slíku boði væri það jafnframt leitt í ljós, að þeim og verkum þeirra hafi ekki verið gleymt á íslandi. Óneitanlega hefði það verið skemmtilegt, að slíkt heimboð hefði átt sér stað samfara merki- legum tímamótum í sögu bifreið- anna hér á landi, t. d. þegar liðin voru 50 ár frá því að fyrsta bifreið in var flutt til landsrns, en það var á miðsumri 1954. Var og nokkur ástæða til þess að ætla að svo mundi verða, en það brást. Ég vil sætta mig við þá hugsun, að það hafi verið sakir gleymsku en ekki af öðrum ástæðum, að þau merki- legu tímamót í samgöngumáluin hérlendis liðu fram hjá án allra viðeigandi orða og ath’afna þeirra atvinnustétta, sem telja verður að eigi þar öðrum fremur hlut að máli. En þar fyrir ætti þeim ekki að vera óljúfara að taka nú vel undir þá tillögu, sem ég hefi hér fram að færa, en hún er áskorun mín til atvinnustéttar bifreiða- stjóra og þeirra annarra, er h-afa atvinnu af bifreiðum með ein- hverjum hætti, að beita sér fyrir gestum til dvalar á íslandi nokk- því, að áðurneíndum þremur Vest- ur-íslendingum verði boðið sem urn tima á sumri komanda í þakk- lætisskyni fyrir framlag þeirra til íslenzkra samgöngumála sani- kvæmt áðursögðu. Þessir þrír menn báru, hver fyrir sig o-g allir í senn, mestan hita og þunga af þvi að koma bifreiðinni til íslands og um einn þeirra, Pál Bjarna- son, er það að segja, að hann er fæddur vestan hafs og hefir aldrei komið til íslands, en ann landinu og þjóðinni, fylgist með íslenzkum málefnum af miklum áhuga og tal ar og ritar íslenzku svo vel, að varla verður á betra kosið. Hann er skáld gott og hefir gefiö Ijóð sín út á íslenzku. Ennfremur hefir hann unnið það stórvirki að þýða á enska tungu og gefa út í sér- stakri bók, mörg af kvæðum ís- lenzkra skálda, og þannig kynnt íslenzka Ijóðlist í hinum enskumæl andi heimi. Eigi verður nú um það sagt, hvort þeir þrímenningarn.ir geti tekið, eða sjái sér fært að taka, slíku heimboði. En hvað sem þar kynni að verða ofan á, yrði söm gerð bjóðendanna og sæmdin meiri en ella. Allar frekari upplýsingar um þessa þjóðbræður mína vestan hafs eru til reiðu af minni hendi, verði þess óskað, eftir því sem í minu valdi stendur. Guðlaugur Jónsson, Rauðalæk 50. .Illliitllltlli111111111111111)111111111111111111111111111111111111111II I Eftirspurðar | og 1 umtalaðar bækisr Þórarinsdóttur og Margrétar Magnúsdóttur. Steindór Hjörleifsson er ágætur í hlutverki heimspekingsins, gerv | ið og leikurinn hvopt tveggja gott. | Þolanlegir eru þeir Knútur Magn ússon og Einar Ingi Sigurðsson,, en í slíkiun leik sem þessum, eru mönnum a,rar tilfinningar nærtæk ari en þolinmæði. Inn á sviðið líta í smáhlutverk um Kristin Nikulásdóttir og Theo dór Halldórsson, og mun þá allir nafngreindir leikarar og skráðir í leikskrá upp taldir. Leiktjöld Magnúsar Pálssonar eru góð og létt, og sama er að segja um þýðingu Ragnars Jóhannesson ar. Þótt síð sé siglt og ekki á djúp mið sótt i þessari fyrstu sýningu Leikfélagsins, verður enginn svik- inn um gaman, sem fer að sjá og heyra grátsöngvarann. Það er líka skiljanlegt og afsak^nlegt þótt fátækt félag áliugamanna verði að bjóða upp á léttmeti sem þetta, þegar síðasta sýning þess kolféll, þótt liún væi einhver listfengust og bezt sýning um árabil. En það er nú víst átóríseraður dónaskap ur að minnast á það. Ég vona sum só, að Leikfélagið verði svo feng- sælt á veraldarauð í þessimi fyrsta róðri vetrarins að það þoli að láta a. m. k. eina Browningþýðingu falla í vetur. S.S. |á dönsku sendum við hvert ísem er. Biðjið um verðlista. I Peirups Boghandel Nörrebrogade 38, i Köbenhavn N. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU Hús i smíðum,. mm «b fanan ligiacflarun* aamti Cwklavíkur, brun» •WlilimaiSI mat blnum aap iiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiuar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.