Tíminn - 13.11.1957, Blaðsíða 4
4
T f MIN N, miðvikudaginn 13. nóvember 1953*
Menn segja aS styrjaldir séu þýSing-
arlaus fyrirtæki - hafa þá úrslitaþýð-
inge um sögn mannkynsins - VerSur
úraníum fiýSingarlaiist efni til víghún
aSar, en tinna og SiarSar steintegsmd-
ir eftirsútt aSnýju?
Bœkur oq höfunbar
Eiidurmisiniiigabók L. B.
BoEt-Jörgenseu fyrrv. sendihr.
Menn segja, að styrjaldir ^
séu vitaþýSingarlaus fyrir-j
tæki. Sigrar á vígvöllunumj
séu einskis nýtir og jafna;
þeim við ósigra. Báðir aðilar
tapi á styrjöldum og þess
vegna eigi aldrei að fara í
stríð.
Það mun rétt vera, að sumar
styrjaldir eru árangursrýrari en
aðrar og að sigur og ósigur í stríði
virðast oft lóttvægir á metaskálum
sögunnar, þegar litið er á málin
í stórum dráttum og hæfilega lang-
ur tími er liðinn frá því að við
komandi atburðir gerðust. En bar-
dagar í styrjöldum standa sjaldan
einangraðir frá sögulegu sjónar-
miði,en eru háðir samskiptum og
atburðum, sem hafa áhrif langt
fram í tímann eftir að vopnavið-
Skiptin fóru fram.
Verður tinna eftirsótt til
vopnagerðar að nýju?
Orustan við Marne 1914 bjarg-
aði París og Frakklandi frá þýzku
hernámi og hafði mikil áhrif á
gang fyrri heimsstyrjaldarinnar.
En orustan kom ekki í veg fyrir
næstu heimsstyrjöld. Tuttugu ár-
um síðar gengu sömu þjóðir til
bardaga á ný og sú styrjöld kom
í veg fyrir, að Evrópa félli í hend-
ur Þýzkalands og nazistanna, en
viö þessar aðfarir tókst Rússum að
færa út kvíarnar alla leið til Elbu
og myndu sennilega hafa náð
strönd Atlantshafsins, ef atóm-
sprengjan hefði ekki komið til
sögunnar.
Styrjaldir hafa jafnan átt sér
stað og munu eiga sér stað í fram-
tíðinni í einhverri mynd. Ef geng-
ið verður milli bols og höfuðs á
menningu nútímans í nýrri heims-
styrjöld, þá þýðir það meðal ann-
ars, að úraníum verður aftur þýð-
ingarlaust efni til vígbúnaðar og
að tinna og harðar steintegundir
verða þá sennilega eftirsóttar til
vopnagerðar að nýju.
Friðarsinnar láta sér einatt
sæma að biðja um stríð. Svo fór
um Albert Einstein, er hann vildi
Iáta hefja styrjöld við Þýzkaland.
Churchill valdi stríð — „blóð, svita
og tár“ — í stað þess að gefast
upp fyrir nazistum 1940 og munu
menn ljúka upp einum munni um,
að bar ;hafi hann valið þann kost-
inn, sem betri varð til frambúðar.
Saga mannkynsins virðist sýna
það, að sumar styrjaldir séu óhjá-
kvæmilegar og að því leyti nauð-
synlegar, að vissar hernaðarað-
gerðir hafa úrslitaþýðingu, þótt
þau úrslit verði sjaldan algild.
í kjölfar sfyrjaldanna
siglir lífið
Orustan við Trafalgar hafði úr-
slitaþýðingu, af því-að sigur Nel-
sons varð til grundvallar fyrir
Orrusta Japana og Bandaríkjamanna
við Midway. — Herskip stendur
í Ijósum loga.
heimsyfirráðum Breta á 19. öld. En
orustan við Tsushima varð hins
vegar þýðingarminni vegna þess,
að bundinn var endi á yfirráðum
Japana í Austur-Asíu í síðari heims
styrjöldinni. Var Napóleon dæmd-
ur til að tapa stríðinu við Englend-
inga? Hann var sjálfur viss um,
að það var orustan við Trafalgar,
sem réði úrslitum, en ekki sú við
Austerlitz.
Um Jeanne d’Arc hefir verið
sagt, að áhrif hennar á styrjöldina
hafi komið í veg fyrir, að Frakkar
hernámu England. Ef Henrik VI.
hefði orðið konungur Frakklands,
hefði pólitíski hvílupunkturinn í
tviveldinu flutzt vfir til Frakk-
lands. Fralckar hefðu þá orðið ofan
á í pólitískri togstreitu við Eng-
lendinga. Það hefði orðið annað
Normannatímabil á Englandi. En
litla stúlkan frá Orleance setti
stri’k í reikninginn. Benda má á
svipaða atburði í sögu Norður-
landa. Ef Karl Gústav hefði her-
tekið Kaupmannahöfn 1659, gátu
Danir — um leið og stjórnmálaleg
yfirráð fluttust til Kaupmanna-
hafnar — náð þeirri aðstöðu á
Norðurlöndum, sem ætlazt var til
með Kalmarsambandinu. Skánkka
héraðið hefir orðið Svíum nota-
drjúgt og gott land. En á þeirri
tíð voru það íbúarnir í Kaupmanna
höfn og Friðrik III., sem réðu úr-
slitum.
Styrjaldir og vígaferli marka
jafnan tímamót og í kjölfar þeirra
siglir lífið, sem tekur til starfa
með endurnýjuðum krafti. Þær
virka sem blóðtaka á þjóðfélögin,
en jafnframt sem aðgerð, sem
dregur út illa vessa. Þær velta í
rústir, en gefa ármönnum samtíð-
arinnar tilefni til að byggja á ný.
Sálfræði og matargerð
Alls staðar bíða okkar hættur!
Nú segja bandarískir sálfræðing-
ar, að þeir geti m. a. séð af því,
hvaða mat við berum á borð fyrir
eiginmennina, hvort við elskum
þá! Ýmislegt annað segjast þeir
geta ráðið af því, hvernig og hvað
menn borða.
Sá, sem geymir sér bezta bitann
þangað til síðast, er öruggur um
sig og sína tilveru. Hinn, sem allt-
af gleypir bezta bitann fyrst, van-
treystir umhverfi sínu og sjálfum
sér.
Ef fólk hefir áhyggjur út af
hvaða mat það borðar, er hrætt
við sumar fæðutegundir og þykist
visst um, að því verði illt af hinu
og þessu, ef það borði það, þá
bendir það til þess, að fólk skorti
sjálfstraust og sé í eðli sínu
hræðslugjarnt.
Haldi menn undir öllum kring-
umstæðum fast við að borða á á-
kveðnum tímum, heimti að vissar
fæðutegundir og vítamínmagn sé
alltaf í fæðunni og borði yfirleitt
alltaf eftir föstum reglum, þá eru
Orrustan við Lutxen.
menn þröngsýnir og hafa litla á-
nægju af matnum og öðrum lífs-
ins gæðum.
Þeir, sem borða í óhófi, hrúga
í sig sætindum og aukabitum, eru
að jafnaði að bæta sér upp von-
brigði, ástleysi og skort á lífsgleði.
Þeir eru að reyna að seðja hungur
sem engin fæðutegund getur satt.
Borði menn athugasemdarlaust
það, sem fyrir þá er sett, sé ná-
kvæmlega sama hvort það er upp-
hitaður plokkfiskur eða dýrindis
réttur, og geri á því engan grein-
armun, þá skortir þá að jafnaði
skilning á fagurfræðilegum efnum
og hæfileika til að njóta og gleðj-
ast yfir umhverfi sínu.
Tilfinningar eiginkonu speglast
oft í þeim matarréttum, sem hún
ber fyrir eiginmann sinn, í tilbún-
ingi þeirra og framreiðslu. Kona,
sem hefir andúð á manni sínum,
ber honum sjaldan þá rétti, sem
honum þykja sérlega góðir. Sé
henni alvarlega í nöp við hann, þá
er steikin brennd, brauðið hart og
grænmetið kalt og mauksoðið. Hús
móðir, sem ber daglega á borð
bragðgóðan og nærandi mat, nost-
urslega matreiddan, sannar með
því umhýggju sína og ást á fjöl-
skyldu sinni, en iðki hún að bera
fram tilbreytingalausan, bragð-
lausan mat, þá megi menn fara að
vara sig og allar líkur benda til,
að tekið sé að halla undan fæti
fyrir hjónabandshamingjunni! sem
sag't, því meiri alúð, sem húsfreyj-
an leggur í matreiðsluna, því
hamingjusamari kvað hún vera!
Fái menn skyndilega löngun í
ákveðna fæðutegund, gefur það
einnig vísbendingu um sálará-
standið. Langi menn skyndilega í
sætindi, einkum súkkulaði, heitar
pylsur eða hnetur, þá vorkenna
menn sjálfum sér. í erfiðleikum
og þegar menn óttast um öryggi
sitt, þá langar þá í mjólk og mjólk
HÉR DVALDI í fá ár hæglát-
ur, danskur gentlemaður, L. B.
Bolt-Jörgensen, fyrrum sendiherra
Dana í Eloskva og Budapest. Hann
átti hér vinahóp. Þeir munu hafa
vitað, að saga þessa manns var
merkileg, og ævin viðurðarrík. Þó
mun jafnvel þeim koma á óvart,
hversu margt hefir á dagana drif-
ið. Fyrir hina, sem lítið eða ekk-
ert þekktu til Bolt-Jörgensen með-
an hann dvaldi hér ásamt frú
sinni, Bodil Begtrup amassador,
er ævisaga hans, sem nú er kom-
in út á forlagi Thaning & Appel
í Kaupmannahöfn, í senn skemmti
lestur og lærdómsríkur fróðleik-
ur um norræna og evrópska stjórn
málasögu á merku tímabili. Bókin i
heitir: „Med Sabel og Kaarde“,
er nær 200 bls„ myndum prýdd
og myndarlega útgefin. Bolt-Jörg
ensen skiptir ævi sinni í þrjú
tímabil; því fyrsta lýkur með
heimsstyrjöldinni fvrri; öðru tíma-
bili lýkur á Stríðsárunum, er hann
lét af sendiherra embætti, og hið
þriðja — sem ekki er fjallað um
í bókinni — er ævin síðan og
til þessa dags, og eru þar íslands-
árin. En sú saga er óskráð.
BOLT-JÖRGENSEN lýsir í
fyrstu köflum bókarinnar, æsku
! sinni, uppvexti og skólagöngu, er
leiddi til þess, að hann gekk í
I verkfræðingadeild danska hersins,
I og þjónaði þar sem foringi í mörg
i ár. Síðan gerðist hann verzlunar-
maður og starfaði hjá fyrirtækj-
um í Bandaríkjunum og á Balkan-
skaga, og lýsir hann skemmtilega
mönnum og málefnum á þeim
tíma, en eftir skamma útivist á
þessum slóðum, gekk hann í þjón-
ustu utanríkisráðuneytisins danska
og þá hefst viðurðarríkasti kafli
æivsögunnar.
BOLT-JÖRGENSEN starfaði
fyrst í Kaupmannahöfn, og koma
margir merkir menn við sögu þar.
Hann gegndi þá mikilvægum
trúnaðarstörfum, var m. a. á samn-
ingafundum Dana og Norðmanna
um Grænlandsmálið. Erlendis
starfaði hann m. a. í Helsinki og
kynntist þar ungum norskum ut-
anríkisstarfsmanni, Vidkun Quisl-
ing að nafni. Ekki urðu þau kynni
náin né löng. En frægum nöfnum
er stráð um alla bókina. Bolt-
Jörgensen var staddur í Þýzka-
landi, Rússlandi og Ungverjalandi'
á örlagatímum í sögu þessara j
þjóða. Hann var 7 ár í Berlín, og
helztu sögupersónur frá Weimar-j
tímabilinu til Ilitlers, líða yfir svið |
ið; Stresemann, Briining, svo Hind
enburg og Hitler. Alla þessa menn 1
hitti Bolt-Jörgensen og segir frá
þeim kynnum. Eftir að hann hafði i
þjónað um tíma hjá Þjóðabandalag 1
inu í Geneve, var hann útnefndur
sendiherra Dana í Moskva í sept.
kafli bókarinnar. Straumur tímans
Kápusíða bókarinnar „Med Kaarde
og Sabel", málverkiö af Bcit-J5rgen<
sen í einkennisbúningi utanríkis<
þiónustunnar er gert á Ungverja-
landsárunum.
1938. Með Moskvuferðinni og dvöl
inni þar, hefst lærdómsríkasti
stefndi óðfluga að samningum
nazista og kommúnista og upphafi
heimsstríðsins. Bolt-Jörgensen upp
lýsir sviðið frá sjónarhóli íhuguls
menntamanns í útlendu sendiráði,
og bregður upp myndum af atvik-
um og persónum. Þarna eru allir
þeir „stóru“ í Moskvu, bæði falln-
ir og uppistandandi. Bolt-Jörgen-
sen gerir grein fyrir þeirri stefnu,
er hann fylgdi í Rússlandi eftir
hernám Danmerkur. Eftir árás
Þjóðverja á Rússa fóru fram skipti
á dönsku sendisveitinni í Moskvu
og þeirri rússnesku í Kaupmanna-
höfn og er lærdómsríkur kafli
um ferðina frá Moskvu um Tyrk-
land til Danmerkur.
SÍÐASTI kafli bókarinnar fjall
ar um sendiherrastarf í Ungverja
landi á stríðsárunum, og um rnenn
og málefni þar meðan stjórnmála
samband 'hélzt í milli landanna.
Varpar sá kafli ljósi á ástandið í
Ungverjalandi í striðinu og árin
þar’ á undan, og þá um leið óbein
línis á harmleikinn mikla, senx
þar hefir gerzt undanfarin ár.
Sendiherrastarfinu lauk síðla ára
1944 og þar lýkur raunverulega
líka bókinni. Lesandi leggur hana
frá sér og hugsar að hér sé merki-
legur æviferill, verulegur sögu-
fegur fróðleikur, myndasafn af
frægum persónum og miklum at
burðum, en þó umfram allt sjálfa
mynd af ágætum og samvizkusöm-
um starfsmanni, sem örlögin lyftu
upp á áhorfendabekk þegar hinir
mestu atburðir evrópskrar sögn
voru að gerast. Og áhorfandinn
segir þannrg frá því, er fyrir auguD
ber, að minnisstætt er öllum. er
lesa. H.
urafurðir. Langi menn ákaft í te,
kaffi og áfenga drykki, eru menn
að reyna að Sanna þroska sinn og
hafi þeir löngun í sérstaklega „fín
an“ mat og dýran, eru þeir að
sanna með því stöðu sína í þjóð-
félaginu.
Þeir sem leggja ákafa áherzlu
á hollustu fæðunnar, eru oft tauga
veiklaðir, menn hegna oft sjálf-
um sér með því að neita sér um
þann mat, sem þeim þykir góður
og hafi menn mikla sektartilfinn-
ingu, geta þeir orðið algerlega
listarlausir.
Sé heimilisfólk útásetningasamt
um mat, getur það bent til andúð-
ar á húsfreyjunni og eiginkona
liefir fulla ástæðu til að óttast, að
eiginmaðurinn sé að verða henni
afhuga, þegar hann hættir að
nefna það, þegar hún býr til eftir-
lætis ábætir hans, eða hæla henni
fyrir matargerðina yfirleitt!
Hið gamla orðtak, að leiðin að
hjarta mannsins liggi um magann,
reynist harla raunhæft. Við al-
rnenna atkvæðagreiðslu í Banda-
ríkjunum kom í ljós, að meiri-
hluti karlmanna óskaði sér frem-
ur eiginkonu, sem kynni að búa
til góðan mat, en sem væri fríð.
Já, þeir voru jafnvel til með að
meta góða matreiðslu meira en
trygglyndi, geðprýði og skilning.
Sem sagt, þeirri konu yrði flesl
fyrirgefið, sem eldaði góðan mat.
Albert Schweitzer hand-
Ieggsbrotnaði — heldur
senn til Lamharéne
• Oslóarblaðið Aftenposten skýr-
ir svo frá, að hinn heimsfrægi
mannvinur, Albert Schweitzer hafi
orðið fyrir því slysi að handleggs
brotna í stiga, en hann
er nú áttræður að aldri. Schweitz-
er dvelst nú á heimili sínu í Alsace
um þessar mundir, en undirbýr
för sína suður til Lambarene. —
Gamli læknirinn er mjög áhysgju
fullur yfir bví, að enginn læknir
er nú við sjúkrahúsið í Lambaréne
og mun hann hraða för sinni efFtir
megni. Samband þýzkra uppgjafa-
hermanna lýsti því yfir fvrir
skömm.u, að það hefði ák-”eðið
að veita Scweitzer friðarverðlaun
sambandsins, 20 þús. norskar kr.
að verðmæti.