Tíminn - 13.11.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.11.1957, Blaðsíða 8
8 T í MIN N, miðvikudaginn 13. nóvember 1957, Erindi séra Jakobs (Framhald af 5. síðu.) að þeir, sem hefðu lært að vlnna íaman, meðan á öllu þessu stóð, hefðu haldið hópinn, og unnið á- fram, undir handleðislu sóknar- prestsins. — Sænskur prestur, Ake Söderberg skýrði frá svipuðu starfi, sem að- allega hafði miðað að því, að fá yngra fólkið til ikirkjunnar, hafði borið þann árangur, að um 35% fleiri höfðu sótt messur í presta- kallinu síðustu sex árin. Þýðing- armest taldi hann samtök þeirra, sem sjálfir voru þátttakendur í starfinu, en enginn vafi, að áhugi hefði aukizt meðal safnaðarfólks- ins almennt. í öðrum flokki nýrra starfs- aðferða tel ég þær, sem miða sér- staklega að því að hafa áhrif á menningar- og menntalíf. Þar má itélja starf hinnar norsku „kirkju- akademíu“. Það er félagsskapur manna, sem boðar til samtalsfunda með kirkjunnar mönnum og ýms- um öðrum leiðandi mönnum í menningarmálum. Sem dæmi um þetta má nefna, að í fyrrahaust hélt kirkjuakademían fund og boð- aði til sín skáld og rithöfunda. Guðfræðingurinn dr. Per Lönning flutti fyrirlestur um „Hræðslu- hugtakið í bókmenntum hausts- ins“. Skáldin og rithöfundarnir voru síðan til andsvara, mótmæltu eða útskýrðu n'ánar sjónarmið sín, ef þeim fannst skilningur fyrir- lesarans ekki réttur. — í vor var ,ég svo heppinn að vera sjálfur boðinn á rithöfundafund, sem haldinn var á ferðamannahótelinu í Gran í Hadeland. Þar voru bæði prestar og rithöfundar, sem rædd- ust við, meðal annars um skiln- inginn á manninum og manneðl- inu. Ég skal taka það fram, að þar voru ekki aðeins trúaðir rithöfund- ar, heldur einnig efasemdarmenn, sem létu til sín hevra, en allt fór fram með mikilli virðingu og tillitssemi. Þar var ekki rifizt eða karpað, heldur talazt við, eins og menntuðum andans mönnum gómdi. — Nú í haust hefir kirkju akademían afráðið að kalla saman fund nokkura leiðandi kirkjunnar manna, aðallega biskupunum að ég hygg, og forustumönnum í at- ómvísindum til að talast við vanda tnál atómaldarinnar. Allt er þetta igert til að skapa kynni með þeim mönnum, sem hafa for- ustuhlutverk í menningarmálum þjóðarinnar á ýmsum sviðum. Stúdentar og mennta- skólanemendur En það eru ekki aðeins menn- ingarleiðtogar, sem kirkjan vill hafa tal af. Bæði í Finnlandi og Svíþjóð hafa verið gerðar til- raunir til að kveðja kirkjunni hljóðs meðal stúdenta og mennta- skólamanna. í Stokkhólmi hefir verið ráðinn prestur, til að starfa eingöngu í menntaskólum borgar- innar. Ég heyrði þennan unga mann segja frá starfi sínu, sem er nýbyrjað. Hann kvaðst verja miklum tíma í einkaviðtöl við menntaskólanemendur. Hann hefði sérstakar skólamessur með kirkju- Jiaffi á eftir, og þá færu fram umræður um efni predikunarinn- ar. Ennfremur hefði hann stund- um sérstakar bænasamkomur og altarisgöngur fyrir nemendur. — Sérstakir spurningatímar um trú- mál og andleg mál hefðu hlotið góða aðsókn. Presturinn kvað rekt orana yfirleitt taka starfi sínu vel, og oft væri sér boðið að heimsækja bekki í skólunum í íkennslustundum. — Þetta mun vera fyrsti menntaskólaprestur- jnn í Svíþjóð, en eins og öllum ier kunnugt eru stúdentaprestar starfandi um öll Norðurlönd, nema hér á íslandi. Finnskur prestur skýrði frá því, að í Hels- inki hefði verið haldin svonefnd háskólavika. Kirkjunnar menn fluttu fyrirlestra í háskólanum um trúarleg efni, og aðsókn fór stöð- ugt vaxandi af hálfu stúdentanna. Umræðufundir og spurningatímar voru einnig haldnir, og loks smærri fundir með stúdentum, kaffisamsæti og sameiginlegar máltíðir, þar sem samtöl um and- ieg mál fóru fram undir borðum. Takmark þessarar háskólaviku var það, að kirkjan skyldi með ein- hverjum hætti hafa náð tali af hverjum einasta stúdent, áður en vikan væri liðin. jStéttir og starfsgreinar ’ í þriðja lagi eru þær aðferðir, sem miða að því að ná til ým- issa starfshópa og stétta, svo sem verkamanna, iðnaðarmanna o. s. frv., til æskunnar sérstaklega, eða til hinna svonefndu olnbogabarna þjóðfélagsins í svallhverfum borg anna. Svo að segja í öllum lönd- um er um eitthvað nýtt og sér- kennilegt að ræða á þessu sviði. í Svíþjóð hefir sérstakur prestur j.verið settur til að vinna að nán- ari og betri kynnum verklýðs- hreyfingarinnar og kirkjunnar. Oídrykkjumannaskýlið í Nikolaikirkju En kirkjan gerir meira en það eitt að tala. Eitt af því merkasta, eem ég heyrði um á þessum fundi, er það starf, sem hinn svonefndi krossher dönsku kirkjunnar er að hefja í Kaupmannahöfn. Hin gamla Nikolaj-kirkja hefir verið opnuð sem skýli fyrir drykkju- sjúklinga og aðra vesalinga að nóttu til. Þar fá þeir hressingu og hvíld, og eiga kost á viðtali við bæði lækni og prest. ! Leiðbemingar fyrir hjónaefni | Innan dönsku kirkjunnar hefir ;«innig verið hafið mjög merki- ilegt starf, sem fólgið er í því, að ungu fólki, sem ætlar að fara að gifta sig, er gefinn kostur á ráðleggingum og upplýsingum, er ■snerta sambúð hjóna og heimilis- ilíf. Skylt þessu er starf sjúkrahús- 'prestanna, sem allsstaðar eru nú jað verða sérgrein innan þjónust- ' unnar. Leiksýningar í kirkjum Hið fjórða, er freistandi væri iað segja frá, er sú leikstarfsemi, (Sem fram fer nú á vegum kirkj- unnar í mörgum löndum. Svo sem kunnugt er, hafði miðaldakirkjan imikla og merkilega leikstarfsemi með höndum. Það var ekki aðeins talað um biblíuleg efni, heldur voru sumir atburðir biblíunnar leiknir í kirkjunni. Helgileikirnir, isem í eðli sínu eru guðsþjónustur, en ekki skemmtun, eru nú vaktir upp að nýju. Þessi hreyfing fer isvo að segja um allan hinn kristna heim, og bæði í Sviþjóð og Dan- imörku fara fram leiksýningar í kirkjum. Þessi hreyfing á vafa- Iaust eftir að berast hingað til lands, þótt síðar verði. 'Auglýsingar f fimmta og síðasta lagi er ástæða til að nefna það, að miklar breyt- ingar eru að verða á auglýsinga- og kynningarstarfi kirkjunnar í þessum löndum. Ég hefi t.d. í fór- 'ium mínum heilsíðuauglýsingu úr jeinu af stærstu blöðum Stokk- hólms/þar sem birtar eru myndir af kirkjum þeim í grennd við borgina, sem fólk getur skoðað og sótt messur til, er það ekur iút úr bænum á sunnudögum. Kirkjan og blöðin Það er og að verða mjög al- ,gengt, að kirkjunnar menn hafi ráðstefnur með blaðamönnum til að kynna ýms atriði kirkjulegs starfs. Annars varð ég þess var, iað íslenzka kirkjan á sennilega ,betri aðgang að blöðunum og fær meira rúm en víðast hvar annars staðar á Norðurlöndum. Þar eru að vísu í flestum blöðum kirkjusíður, sem geta um allt, er kirkjunni viðkemur, en það vill bregða við, að lesendur hlaupi yfir þessar síður, ef þeir hafa ekki alveg sérstakan áhuga á kirkju- málum, að sínu leyti eins og það er ákveðinn lesendahópur, sem kærir sig um íþróttasíðuna. En ,hér á landi eru ritstjórar og blaða- menn fúsir til að leyfa greinum um kirkjumál rúm innan um hvert annað efni, sem rætt er. Svo á það einnig að vera. Minning: Guðlaugur Stefánsson Með þeim fáu orðum, sem hér fara á eftir, er ekki tilgangur minn að lýsa æviferli Guðlaugs vinar míns og vinnufélaga um margra ára. bil, heldur votta honum virð- ingu mína og tjá honum hug minn og dóm um samvistir okkar hérna megin þeirra landamæra, sem hann nú snögglega og óvænt er horfinn yfir. Guðlaugur Stefánsson lézt á Landakotsspítala mánudaginn 4. þ. m. eftir stutta legu. Hann var fæddur að Hamri í Hamarsfirði 31. janúar 1906. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson trésmiður og bóndi á Hamri, og kona hans Stein | unn Einarsdóttir. Guðlaugur kvæntist 17. febrúar 1929 Bjarn- j fríði Vilhjálmsdóttur, sæmdar- og : myndarkona. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Sjöfn, nú gifta og búsetta á Flórída í Bandaríkj- unum, og Vilhjálm, sem er útlærð ur trésmiður, kvæntur og búsettur í Kópavogi. Kynni okkar Guðlaugs hófust, er við stunduðum báðir trésmíða- nám í Reykjavík, en urðu þó ekki náin fyrr en leiðir okkar mættust á Austurlandi, en þar hófst sú vin- átta okkar ,sem hélzt óslitin til hans æviloka. Báðir fluttum við búferlum til -Reykjavíkur um svip- að leyti, en Guðlaugur færði sig um set, er hann fluttist til Kópa- vogs 1951. Þar byggði hann vand- að íbúðarhús, er þeir feðgar bjuggu báðir í. Um það leyti, sem hann fluttist til Kópavogs, gekk hann ekki heill til skógar, því að hann hafði þá legið um nokkurt skeið veikur, en virtist nú vera að ná sér að fullu, er hann skyndi- lega veiktist af hinum sama sjúk- dómi, er dró hann til dauða á tæp um mánuði. En ef til vill hefir hann aldrei náð sér eftir hin fyrri veikindi, en hin síglaða lund hans og æðruleysi villt vinum hans sýn. Eg vil þá í örfáum orðum lýsa því, sem mér fannst mest um í fari Guðlaugs og tel mig þar geta mælt af talsverðri reynslu um samstarf það, er við áttum í um 15 til 20 ár, þó ekki væri það alveg óslitið. Vandvirkni hans í verki var ein- hver sú mesta, sem ég hefi kynnst af þeim, sem ég hefi stafað með, geðprýði og fágun í umgengni, frjálslyndi og hleypidómaleysi í skoðunum, ásamt ljúfri og græsku- lausri glaðværð. Eg minnist margra samverustunda í vinahópi, ekki síst á hinu indæla heimili: þeirra hjónanna. Guðlaugur var hagmæltur vel, en lét lítið á því bera, eins og svo mörgu, sem hann1 gerði vel. Þó flutti hann kvæði við ýmis tækifæri, ég nefni aðeins eitt, þegar Trésmíðafélag Reykja-1 víkur átti 50 ára afmæli og fékk hann verðskuldað lof þeirra, er á það hlýddu. í þessum fáu línum mínum hefi ég ekki sagt neitt sem vinum hans og samstarfsmönnum er ekki áður kunnugt og veit að frá þeim öllum berast honum nú hljóðlátar, hlýjar kveðjur. Með söknuði í huga sendi ég þér svo Hin kirkjulegu blöð utan lands eru nú einnig að taka nokkrum istakkaskiptum frá því sem áður var. Sérstaklega sá ég eitt danskt isafnaðarblað, sem ég er hræddur um, að gott kirkjufólk hér á landi ætti erfitt með að telja til fyrir- myndar. Það tekur hressilega á m'álum og birtir myndir, sem ekki hefðu alltaf þótt vel við eiga í blaði kirkjunnar. Kirkjan er ekki gömul myndastytta, heldur lif- andi likami Svona mætti lengi telja, en ég ihefi getið um þessar nýjungar í istarfsaðferðum í tvennum tilgangi. jiMig Iangar til að gefa tilheyrend- um mínum hugmynd um, að kirkj- !an er ekki gömul myndastytta, heldur lifandi og stafrandi líkami, i— með hugsandi sál. Og í öðru lagi vildi ég mega vekja athygli já því, að innan hinnar íslenzku = 'kirkju er einnig þörf á nýjum starfsaðferðum — en það er önn- ur saga, sem ekki verður hér sögð. 1 Jakob Jónsson mitt innilegasta þakklæti fyrir liðn ar samverustundir og hinstu kveðju. í dag verður Guðlaugur Stefáns son til hinstu hvílu borinn. Votta ég konu hans og börnum, ásamt öðrum aðstandendum mína innileg ustu samúð. Ben. Sveinsíwn. í dag verður kvaddur Guðlaug- ur Stefánsson, húsasmíðameistari, Skjólbraut 1 í Kópavogi. Hann var fæddur að Hamri í Hamarsfirði hinn 31. janúar 1906, sonur hjónanna Stefáns Sigurðs- sonar frá Kelduskógum í Beru- firði og Steinunnar Einarsdóttur úr Suðursveit. Eignuðust þau hjón sjö börn og eru nú fjögur þeirra á lífi: Stefán, bóndi í Fagra dal í Breiðdal, Þóra, húsfreyja að Harnri, Kristín, húsfreyja að Hálsi í Hamarsfirði og Sigurgeir, verka- maður í Djúpavogi. Stefán og Steinunn bjuggu um langan aldur að Hamri. Stendur bærinn í þjóðbraut við Hamarsá, sem var áður hinn versti farar- tálmi. Maður, er kunnugur var æskuheimili Guðlaugs heitins hef- ir sagt mér, að þar hefði ríkt scr- stök gestrisni og myndarskapur, og hvers konar hjálp til handa vegfarendum talin til hinna sjálf- sögðustu hluta. Áttu þar allir ó- skipta aðild, húsfreyjan, bóndinn og börnin. Snemma mun hugur Guðlaugs hafa beinst að smíðum, enda var faðir hans hinn mesti völundur þótt ólærður væri. Erfði Guðlaug- ur hagleik hans í ríkum mæli og fór hann ungur til Reykjavíkur til trésmíðanáms. Á námsárum sínum þar mun hann hafa kynnst eftirlifandi konu sinni, Bjarnfríði Vilhjálmsdóttur frá Vogsósum í Selvogi, hinni ágætustu konu. Þau giftust árið 1929 og bjuggu fyrst um tíma á Djúpavogi og síð- ar á Fáskrúðsfirði, en fluttu svo til Reykjavíkur. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Sjöfn, sem búsett er í Bandaríkjunum og Vil- hjálm, sem býr að Skjólbraut 1. Hefir hann fetað í fótspor föður síns og lært trésmíði. Árið 1950 reisti Guðlaugur sér hús að Skjólbraut 1 í Kópavogi og hafa þau hjónin búið þar síðan. Ég kynntist Guðlaugi fyrst er ég var að byggja mér íbúð í ná- grenni við hann árið 1951. Sótti ég til hans mörg góð ráð og margs konar aðstoð. Hann var mesti greiðamaður er ég hefi kynnst, alltaf reiðubúinn að leysa vand- ræði manns og veit ég að fleiri, er stóðu í því að koma yfir sig íbúð í Kópavogi með lítið fé handa í milli, og enn minni þekkingu á byggingarmálum, fengu marghátt- aða fyrirgreiðslu og góðar ráðlegg ingar hjá Guðlaugi heitr.um án þess að spurt væri um livað borg- un liði. Það var alltaf ánægjulegt að koma í heimsókn að Skjólbraut 1. Þar ríkti falslaus gestrisni og sú hjartahlýja, sem maður mætir að- eins þar sem gott fólk býr. Guðlaugur heitinn var jafnan glaður og reifur og hafði næmt auga fyrir hinu broslega í tilvcr- unni. Hann kunni þá lysi að hafa um hönd græzkulaust gaman. Hann hafði mikinn áhuga á félags- málum, var róttækur í skoðunum og hirti ekki í þeim efnurn, frek- ar en öðru, að skipa sér þar í flokk sem stundarhag sínum yrði bezt borgið. Var hann jafnan fastur fyrir og góður liðsmaður þar sem hann skipaði sér í sveit. Allt frá því að Guðlaugur fór úr föðurgarði stundaði hann tré- smíði. Hann var smiður góður, smekkmaður og vandvirkur og mun flestum hafa þótt gott að eiga skipti við hann. Er Guðlaugur var að byggja hús sitt í Kópavogi kenndi hann sjúkdóms, er mun hafa búið með honum síðan. Hann var frá vinnu í nær tvö ár, en náði sér svo aftur að hann tók upp sín fyrri störf og virtist sem hann hefði sigrast á þessum vágesti. En fyrir mánuði veiktist hann og tók hið gamla mein sig upp aftur. Hann andaðist að Landakoti hinn 4. þ.m. Þeirri göngu er lítill drengur hóf austur í Hamarsfirði fyrir rösk um 50 árum er nú lokið. Allir lúta því óbreytilega lögmáli að ganga þeirra taki enda, þótt eng- inn viti hvenær það verður. Leið- arlokin koma því jafnan samferða- mönnunum á óvart og gangan verð ur þeim aldrei söm upp frá því. En gott er að minnast þess er góð ur förunautur hefir kvatt, að sam- fylgd hans létti öðrum sporin. Vil ég því færa þessum góða dreng beztu þakkir mínar og fjöl- skyldu minnar fyrir clskulega samfylgd þann spölinn, sem við áttum leið saman. Árni Halldórsson. iiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiimtmmiiiiiiiiimiiimiiimmiiiHimiiiimmifiiimiiiiinnœi* NESSÓKN Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn mið- vikudaginn 20. nóvember 1957 í Neskirkju og hefst kl. 8,30. Fundarefni: Ven|uleg aðalfundarstörf. Séknarnefndin ími!miiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimininiimimiimimiiii!iiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii ■■ ■■ LOGTOK ( Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík f. h. = bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði, verða lög- i tök látin fara fram fyrir ógreiddum gjöldum vegna 1 söluturnaleyfa, sem féllu í gjalddaga 1. október s. 1., 1 að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsing- | ar, verði gjöld þessi eigi að fullu greidd innan þess 1 tíma. | Borgarfógetinn í Reykjavík, 12. nóvember 1957. Kr. Kristjánsson s iKmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiitrniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.