Tíminn - 14.11.1957, Blaðsíða 1
f BLAÐINU f DAGl ]
Bækur og höfundar, bls. 4.
Vettvangiu* æskunnar, bls. 5.
Fréttabréf frá Stokkhólmi, bls. 6.
Svifflugfélag Akureyrar, bls. 7.
II. árgangur.
Reykjavík, finuntudaginn 14. nóvember 1957.
256. blað.
Tveir fulitruar á nefndarfundi hjá S. þ.
Sérstaka stjórnmálanefndin á þingi S. þ. hefir að undanfornu m. a. íjallað
um kynþáttavandamál Suður-Afríku og kæru vegna greinar þeirrar sem
suður-afriska stjórnin hefir gert á lituöum og hvítum mönnum. Ilér sjást
tveir íulltrúar í nefndinni ræðast við. Það eru A. K. Mitra frá Indlandi til
vinstri og Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri i'rá íslandi.
Fjölmennur og einhuga f undur
Framsóknarm. um bæjarmál
Fuíidur Framsóknarmanna um bæjarmál Reykjavíkur í
gærkveidi var fjölmennur og umræður hinar fjörugustu. Ríkti
mikill einhugur á fundinum um að herða kosningabaráttuna
og hnekkia alræðisvaldi íhaldsins í bænum með því að koma
tveim fuiltrúum Framsóknarmanna í bæjarstjórn.
Einar Ágústsson formaður Fram
sóknarfélags Reykjavíkur selli
fundínn með stuttu ávarpi. Fund-
arstjóri var kjörinn Hjörtur Hjart-
ar, fnamkvæmdastjóri, en i’undar-
ritari Jón Snæbjörnsson, verzlun-
armáður. Síðan tóku framsögu-
ínenn tii máls.
Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi,
fæddi um stjórn, fjármál og fram-
kvæmdir bæjarins í ýtarlegu og
glöggu yfirliti og benti á ýmis hin
brýnustu vandamál, sem úrlausnar
bíða á næstu árum.
Frú Valborg Bentsdóttir ræddi
einkurn um það, hvernig bærinn
býr að yngstu kynslóðinni, börnun-
um, og benti á ýmis úrræði í
þeim málum.
Öriygur Hálfdánarson fulltrúi
ræddi um ýmsa þætti bæjarmála,
svo sem lagningu hitaveitu í Höí'ða
liverfi, óþarfar skrifstofur liæjar-
ins, vandamál úthverfanna og
fleira.
Að loknum framsöguræðum hóf
ust almennar umræður um bæjar-
máliií og voru hinar fjörugustu.
Tóku margir til máls og stóðu um-
ræður enn yfir, er blaðið fór í
prentun.
Árekstur á
Keflavíkurvegi
Harður bifreiðaárekstur varð á
Keflavíkurvegi á móts við Valns
leysuströnd í gærkveldi. Rákust á
bifreiðarnar Ö—247 og VI—2920.
Tvær konur voru í bifreiðinni frá
Keflavík og lilutu ’-ær allmikil
meiðsli. Skarst önnur kvennanna
illa á höfði. Lögreglan í Hafnar
firði var kvödd á vettvang, en
nánari atriði voru ekki kunn, þeg
ar blaðið hafði samband við lög
regluna þar í gærkveldi. Máli'ð
er í rannsókn.
Bandarískt gervihmgí í lof t upp
eftir hálfan mánuS
Fulltrúi fyrirtækis þess í Kali
forníu, sem vinnur að smíði flug
skeytisins er nota á til að flytja
fyrsta gervitung Bandaríkjamanna
upp í himinhvolí'in, upplýsti í dag
að félagið hefði l'engið skilaboð
þess efnis, að tunglið yrði sent á
loft frá vísindastöð í Florida þann
1. desember næstkomandi. Full
trúinn upplýsti, að skilaboðin
hefðu komið frá aðalbækistöð
bandaríska flotans í Washinglon.
Frá þingmannarátJstefnu Atlantshafsbandalagsins:
Kafbátafloti Rússa þrisvar sinnum
öflugri en allra aðildarríkja NATO
Yfirflotaforingi Nato leggur til, að Bandaríkja-
menn veiti bandamönnum sínum aÖstoÖ viÖ
smíth kjarnorkukafbáta
NTB-París, 13. nóv. — Vandamálið um dreifingu atóm-
vopna meðal meðlimaþjóða Atlantshafsbandalagsins í Evr-
>pu, dreifing herja bandalagsins og hinn mikli kafbátafloti
lússa vom helztu málin, sem voru til umræðu á þingmanna-
•áðstefnu bandalagsins í París í dag.
Kanadíski fulltrúinn, Charles
Jannon hélt því i'ram að þátttöku-
•íki NATO í Evrópu yrðu einnig'
íð fá kjarnorkuvopn. Málstaður
vans var studdur af fulltrúa Breta,
4. Brown, sem lagði áherzlu á að
amræma yrði vígbúnað banda-
agsherjanna.
Yfirflotaforingi NATO á At-
lantshafi, Jerauld Wright, sagði
í ræð'u á fundinum, að Ráðstjórn
arríkin hefðu nú yfir að ráða
stærsta kafbátaflota, sem sézt
hefði í veröldinni á friðartínium.
Upplýsti hann, að þessi kafbáta-
floti væri þrefalt stærri en kaf-
bátafloti allra annarra þjóða
samanlagður.
Geysistór herskipafloti.
Einnig væru Rússar nú að
byggja herskipaflota, sem verður
stærri en flotar allra annarra
þjóða samanlagður, ef floti Banda-
ríkjanna er ekki talinn með, í
þeim tilgangi að einangra Norður-
Ameríku frá Evrópu, sigra NATO
á hafinu, og þar með gera það ó-
virkt. Aðmirállinn gerði grein fyr
ir hver hann teldi höfuðverk-
efni bandalagsins til þess að
hindra að Rússar næðu slíku
marki.
Nauðsynleg lagabreyting.
Hann taldi, að Bandaríkin yrðu
(Framhald á 2. síðu).
Tveir eldsvoðar í Hafnarfirði
í gær meo skömmu millibili
Kviknaíi í fiskiÖjuveri Bæjarútger’ðarinnar
— tíu mínútum síÖar í íbuðarhúsi
í gær urðu tveir eldsvoðar í Hafnarfirði með skömmu
millibili. Kviknaði fyrst í byggingu fiskiðjuvers Bæjarútgerð-
ar Hafnarfjarðar, en tíu mínútum síðar var farið að loga í
húsinu Strandgata 50, sem er íbúðarhús.
Klukkan fimm mínútur yfir tólf
í gær varð eldur laus í suðurátmu
húss fiskiðjuvers Ba'jarútgerðar-
innar, sem er í byggingu. Verið
var að asfaltbera veggina og varð
álrnan alelda á nokkrum mrnútum.
Skemmdir urðu talsverðar á hús-
inu og helmingur þaksins rná heita
ónýtur. Ennfremur urðu skemmd-
ir af reyk inni í aðalhúsinu. Greið-
lega gekk að slökkva eldinn. Lík
legt er að kviknað hafi út frá
asfalti, sem verið var að hita.
Annar eldsvoði.
Tiu minuruni errir ao KViKnaoi i tn>Kio|Uvennu Kom upp eldur i liTlu iouð-
arhúsi að Strandgötu 50. Slökkvilið Hafnarfjarðar varð því að snúast við
þeim voða á sömu stundu og tókst aö slökkva. Myndin sýnir reykinn gjósa
upo úr því húsi. (Ljósm.: Helgi Jónasson).
Tíu mínútum eftir að kviknaði í
fiskiðjuverinu og meðan slökkvi-
starfið þar var enn í fullum gangi,
varð elds vart í húsinu Strandgata
50, sem er íbúðarhús í eigu Vél
smiðju Hafnarfjarðar. Þar hafði
kviknað í svefnherbergi. Urðu
skemmdir aðallega á því herbergi
og svo á húsinu af vatni. Ekki er
heldur vitað um upptök eldsins á
þessum stað. Hjón með tvö börn
bjuggu í húsinu og urðu þau fyrir
tilfinnanlegu tjóni, enda var inn-
bú þeirra óvátryggt.
Slökkvilið Hafnarfjarðar gekk rösklega fram við að slökkva eldinn í fiskiðjuverinu og tókst giftusamlega. _________
Hér sést það að starfi. Eldurinn leikur um hálft þakið. (Ljósm.: Helgi Jónasson).