Tíminn - 14.11.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN, fimmtudaginn 14. nóvember 1957,
5
Málgagn S. U. F
óri: Áskeil Einarsson
Mikið hefir verið rætt og ritað
að undanförnu um jafnvægi í
byggð landsins. Ég vil nú í þess-
ari grein minni, lesendur góðir,
bregða upp ofurlítilli mynd af við-
horfi okkar til jafnvægisfrum-
varps ríkisstjórnarinnar. Nú eru
annir miklar hér í Norður-Þing-
eyjarsýslu, því senn hefst síldar-
vertíðin. Eins og ykkur er kunn-
ugt, hefir á undanförnum árum
verið mjög mikið að gera hér í
sýslunni um síldveiðitímann.
Auk hinna mörgu söltunar-
stöðva, sem starfað hafa á Raufar-
höfn undanfarin sumur, er senn
fullgerð ný söltunarstöð, sem
Kaupfélag Norður-Þingeyinga á
stóran hlut í. Er mjög gleðilegt til
að vita, að kaupfélagið, ásamt öðr
um félögum, skuli taka svo virkan
þátt í uppbyggingu athafnalífs á
starfssvæði sínu. t
Tilfinnanlegt hefir verið, hve
hafnarskilyrði eru slæm hér í
sýslunni. Hafa farið fram mjög
nákvæmar athuganir á hafnar-
stæðum í þrem aðalverzlunar-
stöðum sýslunnar, þ. e. Kópaskeri,
Raufarhöfn og Þórshöfn. Er svo
komið að Raufarhöfn býr nú við
mjög viðunanleg hafnarskilyrði. Á
Kópaskeri er nú unnið að hafnar-
gerð í sumar. Verður það mann-
virki upp á um 2 millj. króna. Er
ákaflega ánægjulegt til að vita að
þessi merki verzlunarstaður og
samvinnuslagæð byggðarlagsins
vestan heiðar, eigi í vændum á
næstu árum að fá mjög góða höfn.
Verður það mikil lyftistöng fyrir
byggðarlagið í heild. I
Um hafnargerð á Þórshöfn mun
ég nú skíra frá nokkru nánar.
Fyrstu liafnarframkvæmdir hóf-
' ust hér árið 1937. Var þá byggður
hér um 100 m. langur brimbrjót-
ur, sem kom að mjög góðu gagn.i
tmeðan hans naut við. En sökum
þess hve öldurnar eru stórar hér
í miklum brimum, þá fóru fljótt
að brotna skörð í varnargarðinn.
Er nú svo komið að hafist er
handa um að gera mjög miklar
breytingar á honum. Mun ég víkja
nánar að því síðar.
Árið 1938 hófst bygging hafnar-
bryggju. Var það sumar unnið að
uppfyllingu fyrir ofan sjálfa
bryggjuna og síðan sökkt einu
keri fyrir framan.
Næsta sumar var bætt við bryggj
una tveim körum, en hún var full-
smíðuð 1943 þá 105 m. löng með
landgangi. Síðan var svo dýpkun-
arskipið Grettir látið grafa út
rennu inn að hafnarbryggjunni.
Geta nú skip eins og Herðubreið,
Jökulfell, iJísarfell og Tungufoss
lagzt að bryggju. Er það ómetan-
legt fyrir þorpið og héraðið.
Næstu ár var ekki unnið neitt
að hafnarbótum. Á þeim árum
risu upp raddir meðal útgerðar-
manna staðarins að óviðunanlegt
væri að hafa ekki minni bryggju
til að auka athafnapláss smábáta
útgerðarinnar. Það kom í ljós, að
yfir síldveiðitímann gátu smábát-
arnir ekki athafnað sig við bryggj-
una á sama tíma og verið var að
landa síld. j
Var því hafizt handa um smíði
nýrrar bryggju. Hófst sú smiði
sumarið 1956 og er nú lokið. Er sú
bryggja 45 m. löng. 1956 var einn-
ig lögð botnkeðja í höfnina til að
skapa betra viðlegupláss fyrir
báta. Nú er hafinn síðasti og
stærsti áfanginn í hafnarbótum
hér. Er það endurbygging brim-
brjótsins sem 'byggður var 1937.
Nú á þessu ári eru veittar rétt um
700 þúsund krónur til endurbygg-j
ingar þessarar.
Hinn nýji hafnargarður verður
um 260 metra langur og er kostn-
aðaráætlun hans kringum 5 millj.
króna. Yfirsmiður þessa mann-
virkis er Sveinn Jónsson úr Rvík.
Skipulag allra hafnarfram-
réttir og annað úr Norö ur-Þingeyjarsýsíu
Aðaísteinn Karlsson formaður F U F í Norður-Þingeyjarsýsfu,
austan heiðar, tók saman fyrir Vettvanginn
kvæmda hér á staðnum hefir Þor-
lákur Helgason, verkfræðingur,
annast. Á hann skilið mikið lof
fyrir dugnað sinn í þessum mál-
um.
Þórshöfn er, eins og öllum er
kunnugt, mjög vel staðsett sem út-
gerðarstaður. Eru í Þistilfirðinum
og í kringum Melrakkasléttu, eins
í kringum Langanesið, einhverj-
ir allra fiskauðugustu staðir við
N-Austurland. Smábátaútgerð er
mikil héðan. um sumartímann.
Gerðir eru út héðan nú 15 bátar.
Það hefir verið leitt til að vita,
að margir duglegir sjómenn hafa
á undanförnum árum þurft að fara
héðan burtu yfir vetrartímann í
atvinnuleit til Suðvesturlands og
Vestmannaeyja, vegna þess, að
ekki hafa verið hér fyrir Norður-
landi gerðir að ráði út bátar yfir
þann tíma ársins. Síðastliðinn vet-
ur var gerð tilraun með að gera
út um 60 tonna bát, auk smærri
báta hér fyrir norðan. Gafst sú
tilraun mjög vel að kalla má og
gefur góða von um áframhaldandi
vetrarvertíðir hér.
Atvinnutækjanefnd rikisins
gerði í vetur ályktun til ríkis-
stjórnarinnar um kaup á 15 nýjum
togurum, 200—250 tonna.
Einn eða tveir þessara nýju tog
ara verða staðsettir á svæðinu frá
Raufarhöfn til Vopnafjarðar. Skap
ast með þessu sá, möguleiki, að
menn þurfi ekki að leita burtu í
atvinnuleit. Er þetta einn liður af
mörgum til að auka jafnvægi í
byggð landsins. En sá maður, sem
hefir verið manna ötulaslur í
starfi að þessum málum, er Gísli
Guðmundsson, þingmaður Norður-
Þingeyjarsýslu, en hann er for-
maður atvinnutækjanefndar rikis-
ins.
Samvinnufélögin
Fólki í dreifbýlinu er óðum að
skiljast að samvinnugrundvöllur-
inn er traustasti grunnurinn undir
velmegun þess sjálfs. Það er þess
vegna sem það sameinast í héruð-
um landsins utan um sitt kaupfé-
lag, því það sér og veit, að öflugt
kaupfélag er lyftistöng hvers
byggðarlags. Kaupfélögin cru fé-
lög þeirra sjálfra, þau gæta bezt
hagsmuna þeirra. Ég mun nú víkja!
nokkrum orðum að uppvexti og
gangi Kaupfélags Langnesinga á
Þórshöfn.
Kaupfélag Langnesinga er stofn
að árið 1911. Fyrsti framkvæmda-j
stjóri þess var Guðmundur Vil-'
hjálmsson, þá bóndi að Jaðri við
Þórshöfn, síðar bóndi á Syðra-'
Lóni í Þórshöfn.
Á þessum fyrstu árum var mjög
erfitt fyrir starfsemi kaupfélags-
ins, lítið húspláss, lélegar sam-
göngur og ennþá óvild og ótrú ríkj
andi út í samvinnufélög. En Guð-
mundur hafði óbilandi trú á þessu
nýja verzlunar- og menningar-|
skipulagi og með elju og dugnaði,
tókst honum að drífa upp öflugti
kaupfélag. Guðmundur var fram-
kvæmdastjóri félagsins um 18 ára.
skeið.
Næsti framkvæmdastjóri varj
Karl Hjálmarsson frá Ljótsstöðum !
í Laxárdal í S.-Þing. Karl var j
framkvæmdastjóri í 18 ár.
Karl var ötull og duglegur mað-
ur, unni sínu félagi og félags-j
mönnixm. Gerði hann sér mjög far,
um að greiða götu þeirra. I
En 1 kringum árið 1947 var byrj
að á nýju slátur- og frystihúsi
Vegna aukinnar útgerðar var hafð
ur í þessu nýja húsi stór fiskmót-
tökusalur ásamt vinnusal og hrað-
frystitækjum.
Þetta nýja hús var fullsmíðað
um 1950. Er hraðfrystingin og
vinna við fiskverkun ein af lyfti-
stöngum atvinnulífsins hér á
staðnum.
Við af Karli tók Sigfús Jónsson,
er gegndi þeim störfum til 1955.
Árið 1953 réðst kaupfélagið í
byggingu fiskimjölsverksmiðju, er
vinnur fiskúrgang frá hraðfrysti-
húsinu.
Núverandi framkvæmdastjóri
félagsins er Jóhann Jónsson, ung-
ur og bráðduglegur maður.
Óhætt er að fullyrða, að allir fé-
lagsmenn unna mjög sínu félagi
sem og eðlilegt er. Hvet ég þá ein-
dregið til að viðhalda trú sinni á
starfsemina og láta ekki annarleg-
an áróður illgjarnra afla hafa á-
hrif á sig. Hafið ætíð hugfast að
kaupfélagið er ykkar félag.
Ungmennafélagsstarf-
semin
kljög mikilsvert atriði er hverju
byggðarlagi að leggja rækt við
ungmennafélögin eða ungmenna-
félag síns staðar.
Því miður verð ég að viður-
kenna, að mikið átak verður að
gera til að koma á betur skipu-
lagðri ungmennafélagsstarfsemi
hér austan Öxarfjarðarheiðar. Tvö
félög eru starfandi hér á svæðinu,
en því er verr, að starfsemi þeirra
er í mjög miklum öldudal sem
stendur.
Ungmennafélagið í Þistilfirði
hefir sæmilega aðstöðu til starf-
semi sinnar. Það byggði félags-
heimili fyrir nokkuð mörgum ár-
um, sem nú er orðið of lítið og
stendur til stækkun þess núna á
næstunni, sem mjög nauðsynlegt
er og ber að stefna ákveðið að.
Þeir stefna einnig að því að koma
sér upp iþróttasvæði í nágrenni
hins nýja félagsheimilis; er það
og mark, sem verður að ná á
næstu árum.
Það er ákaflega mikið félagslegt
atriði að koma upp íþróttasvæði,
þar sem félagar geta komið saman
á sunnudögum og á kvöldin í
góðu veðri yfír sumartímann og
leikið knattspyrnu, handbolta svo
og hlaupið og stökkvið. Eykur
það mjög samstarf félags-
manna og hefir einnig heilsusam-
leg áhrif á þá.
Á Þórshöfn er ungmennafélag
starfandi. Er eins ástatt með það
og Þistilfjarðar-félagið, að það er
alllof lítið starfandi, standa samt
vonir til að úr rætist.
Sundlaug er hér á Þórshöfn. Er
hún opin yfir sumartimann og þá
iðkað og kennt sund. Mjög vandað
félagsheimili er í smíðum hér.
Verður það óefað eitt með glæsi-
legri félagsheimilum á landinu.
Með komu hins nýja félagsheim-
ilis verða vonandi þáttaskil í öllu
félagslífi staðarins, en húsleysi
hefir verið einn aðalþröskuldur
allrar slíkrar starfsemi hér.
Fyrir nokkrum árum var á
staðnum allgott samkomuhús, en
það brann haustið 1954. Siðan
hefir ekki verið neitt samkomuhús
hér.
I Knattspyrnuáhugi er mikill hér
í Þórshöfn og er alltaf að aukast.
Um þessar mundir er verið að at-
I huga um íþróttasvæði hér í þorp-
j inu, en það hefir ekki verið í-
| þróttasvæði á staðnum í nokkur
ár.
Nú þurfa áhugamenn knattspyrn !
unnar að fara á bilum um 7—8 km ■
leið til að leika sér að bolta. Fr i
alls ekki von, að almennur áhugi
vaxi til muna við slík skilyrði.
Fyrir innan Öxarfjarðarheiði
eru nokkur velstarfandi ung-j
mennafélög.
Félagasamtök í Kelduliverfi
hafa sýnt mikinn dugnað í félags-1
heimilismáli sínu. Er svo komið,1
að félagsheimilið er fullbyggt, en
eftir er að fullgera skóla, sem er
áfastur við það.
Keldhverfingum hefir tekizt
mjög vel til um nafn á hinu nýja,
félagsheimili sínu, en það heitir
Skúlagarður. Stendur það nafn í
sambandi við Skúla fógeta Magnús J
son, sem var fæddur í Keldu- •
hverfi.
Önnur íélög innan heiðar hafa i
ékki hafizt handa um byggingu i
félagsheimila enn.
Enn vil ég drepa á nokkur at-
riði, sem ég vona að ungmennafé-
lög í sýslunni taki til nákvæmrar
athugunar og vinni að á næstunni.
Stofnið deildir innan félaga
ykkar fyrir börn á aldrinum 7—12
ára. Verið ötulir að halda með
þeim fundi og kenna þeim félags-
störf. Kjósið 3—4 börn á hverjum
fundi, sem eiga að sjá um næsta
fund. Bezt álít ég sé að lofa börn-
unum að velja skémmtiefnið sjálf.
Börn á þessum aldri eru ófeimn
ust og sé byrjað að þjálfa þau í
góðum félagsanda, er víst, að í
framtíðinni munu þessir kraftar
verða máttarstoðir ungmennafélag
anna.
Næsta aldursdeild þarf að vera
með unglingum á aldrinum 13—
16 ára. Þessi aldur er dálítið
hættulegur, sé ekki farið rétt að.
Unglingar eru oft á þessu tíma-
bili feminir og hlédrægir. Er því
nauðsynlegt að kenna þeim að
koma fram. T. d. með því að halda
málfundi, þar sem rædd eru fé-
Íagsmál og . áhugamál þeirra
sjálfra. Einnig væri nauðsynlegt
þar sem aðstaða leyfir, að koma
saman einu sinni í viku eða einu
sinni á hálfum mánuði, til að
leika knattspyrnu eða handbolta.
En umfram allt, leggið mun meiri
áherzlu á meðferð vngstu meðlima
félaga yk'kar en þið hafið gert að
undanförnu.
Bókmenntakymiing !
Á eina leið vil ég benda cldri
félögum ungmennafélaganna. Sú
leið er vel framkvæmanleg og er
menningarauki fyrir hvert félag. |
Komið á lijá ykkur framsóknar-:
vist hálfsmán.lega yfir vetrartím-;
ann. Fáið einhvern heppilegan'
mann til þess að kynna islenzkt
skáld, verk þess og æviágrip. Veit-
ið svo í verðlaun bók eftir þann
höfund, sem kynntur er hverju
sinni. |
Þetta er mjög heppileg leið tilj
að kynna okkar ágætu skáld, svo J
og viðhalda félagslífinu með sem ]
beztum árangri um veu artímann.'
Þróttmikil íorusta
Framsóknarmanna
í sýslunni
Norður-Þingeyjarsýsla er ein af
þeim sýslum landsins, þar sem
Framsóknarmenn eru í miklum
meirihluta og er það mjög vel far-
ið. Það er mjög mikilsvert fyrir
fólk, bæði í sveitum og þorpum
dreifbýlisins, að vera samhuga.
Þetta fólk á margra sameiginlegra
hagsmuna að gæta og verður að
vinna saman að sínum málefnum.
Enginn íslenzkur stjórnmálaflokk-
ur berst meira og betur fyrir mál-
efnum okkar en Framsóknarflokk-
urinn. Hann er eini flokkurinn,
sem þið getið öll staðið saman um.
Margir andstæðingar Framsókn-
arflokksins hafa haldið því fram í
áróðri sínum gegn honum, að í
sýslum, eins og Noröur-Þingeyjar-
sýslu sé Fvamsóknarflokkurinn
alltof sterkur. Hann sé svo sterk-
ur, að hagsmunir fólksins og fram-
kvæmdir séu látnar sitja á hakan-
um með fjárveitmgor, þær séu
frekar veittar til staða, þar sem
tvísýnna er i pólitísku baráttunni,
þessi áróður er hrein fjarstæða.
Ég mun nú tiltaka nokkur dæmi
úr N.-Þing. til að þið getið betur
gert ykkur ljóst, hve þessi lævísa
aðferð er staðlaus. Á síðastliðnum
20 árum hafa verið þyggð eða eru
í smíðum í N.-Þing. 32 býli. Er á-
reiðanlegt, að tala býla hefir ör-
ugglega ekki lækkað á þessu tíma-
bili. Ötullega hefir verið að unnið
um símalagningu á sem flesta bæi.
Eru aðeins örfáir, sem ekki eru
koihnir í samband. Vegabætur eru
stórkostlegar hér á svæðinu; unn-
ið er að nýjum vegi frá Axarfirði
til Hólsf jalla. Einnig á nýjum
vegi frá Raufarhöfn til Þistilfjarð-
ar. í sumar er verið að endurbæta
veginn frá Þórshöfn inn Þistil-
fjörð. Nú í haust verður fullgerð
ný brú á Jökulsá í Öxarfirði. Er
sú brú mikið og glæsilegt mann-
virki. Hin nýja brú stendur við
hlið þeirrar gömlu. í fyrrasumar
var fullsmíðuð ný brú á Ormalóns-
á á Sléttu. Er sú brú tenging á hin
um nýja vegi f’-á Raufarhöfn til
Þistilfjarðar. Nú er nýhafin smíði
brúar á Lónsá á Langanesi. Einn-
ig er ráðgert að smíða brú á Laxá
i Þistilfirði.
Allar þessar framkvæmdir ber
fyrst og fremst að þakka okkar
mjög góða og ötula þingmanni
Gísla Guðmundssyni. Hefir Gísli
unnið ómetanlegt starf í þágu
síns kjördæmis, starf, sem kjós-
endur hans og velvildarmenn
munu seint gleyma.
Tvö Framsóknarfélög eru nú
starfandi í sýslunni, annað austan
heiðar en hitt vestan. Formaður
félagsins austan heiðar er Jóhann-
es Árnason, bóndi á Gunnarsstöð-
um í Þistilfirði. En formaður fé-
lagsins vestan heiðar, er Þórhall-
ur Björnsson, kaupfélagsstjóri á
Kópaskeri.
Nú í sulnar er ákveðið að stofna
ný samtök ungra Framsóknar-
manna í sýslunni. Er ráðgert að
stofna eina deild austan heiðar,
aðra vestan heiðar.
Er það eindregin von mín, að
sem allra flest ungt fólk í sýsi-
unni, gerist virkir þátttakendur í
hinum nýju samtökum okkar .
Þórshöfn, í júlí 1957.
Aðalsteinn Karlsson,
Þórshöfn.
Munið Uappdrætti S.U.F.
DregiS 21. desember.