Tíminn - 21.11.1957, Blaðsíða 2
2
T í IVIIN N, fimmtudaginn 21. nóvember 1957,
Byggingarmál Kennaraskólans til umræðu á Alþingi
Fimm ár liðu frá því óskað var eftir
lóð, þar til Rvíkurbær !éi fiaua í té
Gísíi Guðmundsson vill að athugað verði
hvort ekki sé rétt að byggja skólann við
góðar aðstæður utan Reykjavíkur
Byggmgarmál Kennaraskólans voru mikið rædd á Alþingi
í gær. Komu þar fram margar athyglisverðar uppfýsingar.
Lóð fékkst loks undir bygginguna hjá Reykjavíkurbæ fyrir
rúmu ári síðan og höfðu þá liðið fimm ár frá þvi áð’ bygg-
ingarnefnd sú sem fer með framkvæmd jji&lgþ^óskaði eftir
lóð, en fjögur ár frá því að loforð var géfið um lóð af hálfu
bæjarvíirvalda. Eru byggingarframkvæmdir því enn á byrj-
unarstigi, lokið teikningum og tæknilegum undirbúningi og
byrjað að grafa fyrir grunni skólahússins.
Umræður um málið hófust á
fundi sameinaðs þings í gær um
framkomna þingsályktunartillögu.
Fyrsti flutningsmaður hennar, Sig
urður Bjamason þingmaður Norð-
ur-ísfafjarðarsýslu flutti framsögu
ræðu og taldi að mikill dráttur
hefði orðið á framkvæmdum, sem
nauðsynlegt væri að hraða, enda
myndu um 3 millj. kr. vera í bygg
ingarsjóði og fjárfestingarleyfi
fyrir framkvæmdum, sem kosta
tvær milljónir króna.
Menntamálaráðherra rekur
sögu byggingamálsins.
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra tók næstur til máls og
rakti í glöggu yfirliti sögu bygg-1
ingarmálsins allt frá því að kenn j
arasamtökin hófu sókn til fram- •
gangs byggingarmáli þessarar
merku stofnunar, sem mennta-
málaráðherra -sagði að byggi og
hefði lengi búið við algjörlega. ó-,
fullnægjandi húsnæði.
Voru margar athyglisverðar
upplýsingar seni fram komu í
máisnu lijá menntamálaráðherra
meðal annars að eitt ár hefði lið-
ið frá því að óskað var eftir lóð
undir skóiahúsið, þar til loforð
fékkst um lóð, sem ekki fékkst
þó endanlega afgreidd fyrr en
fjögur ár voru liðin frá því að
loforðið var gefið. Tók það þann !
ig fimm ár að fá Ióð hjá Eeykja-
víkurbæ undir nýtt kennaraskóla
hús. Þá var hnfizt handa um fram
kvæmdir og í fyrrahaust var
byrjað að grafa fyrir grunni húss
ins, en því ekki Iokið, er fjár-
festingarleyfi þraut fyrir áfram-1
haldandi framkvæmdum um síð-
ustu áramót. ,
Nú hefði fengizt fjárfestingar-
leyfi fyrir áframhaldi byggingar-
innar og yrði að henni unnð, eftir
því sem fjármagn hrekkur til.
Einkennilegar aðfarir á
Alþingi.
Menntamálaráðherra gerði síðan
að umtalsefni þau einkennilegu
vinnubrögð, sem viðhöfð eru með
því að flytja á Alþingi þingsálykt
unartillögu um að halda áfram
verki, sem einmitt er verið að
halda áfram að vinna. Væri óvenju
legt að Alþingi samþykkti þings-
ályktunartiMögu um að skora á
stjórnarvöld að halda áfram verki,
sem einmitt væri byrjað á að
framkvæma með fullum krafti.
Ræða Gísla Guðmundssonar.
Gísli Guðmundsson, þingmaður
Norður-Þingeyinga tók því næst
'til máís og flutti mjög athyglis-
verða ræðu, þar sem fjallað var
um byggingarmál kennaraskólans
af víðsýni og málinu beint að
nokkru inn á nýjar brautir.
Sagðist hann, í sambandi
við umræður, sem orðnar væru um
byggingarmál skólans á Alþingi,
vilja koma áfram á ný, hugmynd,
sem hann hefði áður flutt um
breyttan aðsetursstað skólans að
byggt yrði yfir hann utan Reykja-
víkur.
Skólinn vel settur utan >
Reyfejavíkur. 1
Benti Gísli á það, og færði
fyrir því mjög glögg rök, að
skólanum er að mörgu leyti bú>
in betri framírð utau Reykjavík-
ur, þar sem rýmra getur verið
um starfsemi hans, hún ef til vill
orðið fjölbreyttari og orðið fá-
mennari byggðarlögum mikill
menningarstyrkur. Gat Gísli í
þessu sambandi um heilladrjúgt
starf Menntaskólans á Akureyri
og hvers virði sú stofnun væri
staðarbúuná»og Norflendingum,
sem á margan liátt hefðu orðið
skólanum að liði. Ilins vegar
skipti það litlu máli fyrir Reykja
vík, hvort skólinn væri þar eða
annarsstaðar.
Gísli benti einnig á það að sá
undirbúningur, sem gerður hefur
verið vegna byggingu skólans er
ekki til ónýtis, þó breytt verði
um aðsetur. Sú vinna sem lögð
hefði verið í það að gera sér grein
fyrir fyrirkomulagi byggingarinn
ar kæmi að notum, hvar sem skól-
inn yrði reistur og grafa þyrfti
einnig fyrir grunni þess húss, sem
reist yrði á þeim stað, sem skólan-
um er nú ætlað að rísa, enda
þótt honum yrði valinn annar stað
ur.
Ræða Gísla, þar sem frekar er
skýrt frá ýmsu varðandi fram-
tíðarhugmyndir um Kennaraskól-
ann verður birt í heild í blaðinu
á morgun.
Bjarni Benediktsson tók til máls
um byggingu kennaraskólans og
talaði um það hlægilega fjarstæðu
að byggja skólann á Vestur- Aust-
ur- eða Norðurlandi, eins og Gísli
Guðmundsson leggur til í tillögu
sinni.
Borgarstjórmn
og fiskurinn
(Framhald af 1. síðu).
einlivern jákvæðan árangur. Yf-
irleitt notar hann nefndir til
þess eins að svæfa mál.
En um leið og gerðar eru at-
huganir um bætta dreifingu,
þarf einnig að bæta sjálfa fisk-
öflunina. Það er til lítils að bæta
fiskbúðirnar, fáist þar aldrei æt-
ur matur.
ÖkuferSin
(Framhald af 12. síðu).
áður en hann kærði þá síðar meir.
Ilvað sem því líður, þá skrifaði
biíreiðarstjórinn kvittunina ur.dir
gapandi byssukjaftinum. Síðan var
ekið áfram vestur á Hringbraut.
Á Hringbrautinni fór byssumaður
út og settist undir stýri, en fékk
félaga sínum byssuna og sagði
honum að gæta bifreiðarstjórans.
Allir út að ýta
Fyrrverandi byssumaður ók nú
af stað og fór Nesveg. Þegar hann
ætlaði að sveigja bifreiðina inn á
Ægissíðu, tókst ekki betur til en
svo, að hann drap á bifreiðinni í
beygjunni og kom henni ekki í
gang aftur. Virtist fyrrverandi
byssumanni vera ósýnna um að
kunna tök á bifreiðinni en loft-
byssunni. Voru nú góð ráð dýr,
unz skipunin þrumaði: Allir út að
ýta. Bifreiðarstjórinn gekk fram
í því, eins og ránsmennirnir, að
ýta bifreiðinni, enda stóð byssan
á honum. Ekkert dugði að ýta bif-
reiðinni og gekk í þessu þófi, þar
til bifreiðarstjórinn stakk upp á
því að sækja aðra bifreið til að
| draga þessa í gang. Þeir félagar
jinunu hafa treyst því að kvittunin
, fyrir áfengissölunni héldi, sögðu
bifreiðarstjórann mæla manna
j heilastan og skildu þar leiðir; bif-
1 reiðarstjórinn fór og hringdi í
lögregluna í stað dráttarbifreiðar.
Þegar lögreglán kom á vettvang,
voru þeir félagar farnir af strand-
staðnum. Þá var liðin ein og liálf
klukkustund frá því þeir fengu
leigubílinn á Hlemmtorgi og mest
af þeim tíma hafði bifreiðarstjór-
inn orðið að horfast í augu við
byssukjaftinn.
Á dansleik ineð loftbyssu
í vasanum
Rannsóknarlögreglumennirnir.
Njörður Snæhólm og Hörðu
Bjarnason fengu málið strax
hendur. Létu þeir bifreiðarstjó:
ann, sem gaf góða lýsingu á möni
unum, fara yfir myndasafn af a
brotamönnum, og þekkti hann þa
annan náungann.i Síðan hófst Iei
in og endaði hún á dansleik
Þórskaffi klukkan eitt um nót
ina. Var þá annar þeirra enn me
loftbyssuna í vasanum, en mu
ekki hafa notað liana sér til fran
dráttar á dansleiknum svo vita
sé. Þeir Njörður og Hörður tók
piltana til yfirheyrzlu og lau
henni um klukkan þrjú um nóttin:
Höfðu þeir þá játað að hafa ógi
! að bifreiðarstjóranum með lof
| byssunni og kváðust hafa verið a
f leika sér. Þeim „leik“ lauk þarn
um nóttina, þegar hurð Hegninj
• arhússins við Skólavörðustíg lol
aðist á hæla þeim.
Alsírmálið
(Framhald af 12. síðuj.
lengtum ofar öllum öðrum banda
lagsríkjum að mætti og áhrifum.
Þetta segja frönsku blöðin og
er mikill kurr í almenningi yfir
þessum tíðindum. Orðrómur þessi
hefir að vísu verið borinn til
baka að minnsta kosti að nokkru
leyti í Lundúnum, en Frakkar
virðast ekki taka mark á þeim
mótmælum. — í dag komu þeir
svo saman, landvarnaráðherra
Frakka og V-Þjóðverja. Ræddu
þeir afstöðu ríkjanna til fyrirhug
aðra breytinga á starfsemi Atlants
hafsbandalagsins, sem bornar
verða fram á fundi æðstu manna
rikjanna í desember. Urðu þeir
sammála um, að beita sér gegn
ölltim tilraunum er veittu Bretum
og Bandaríkjamönnum formlega
algera einokun á framleiðslu ný-
týzku vopna, þar eð slíkt myndi
skapa hættulegt misræmi innan
bandalagsins.
Strandií
(Framhald af 12. síðu).
bar straumurinn brak og varning
úr skipinu inn um ósinn og um
allan fjörð.
Sæfinnur var með um 70 lestir
af vöru, ýmsar verzlunarvörur til
Kaupfélags A-Skaftfelliriga og
einnig nokkuð af brúarefni, þar
á meðal járnbita, á vegum vega-
málastjórnarinnar í brú, sem verið
er að byggja hér. AA.
GerfitunglitS sást
úr Ólafsfirði
Ólafsfirði í gær. — Grímur
Bjarnason hraðfrystihússtjóri og
fleiri menn hér í bæ sáu gerfi-
tungl á lofti klukkan 5 mínútur
fyrir klukkan 5 í gærdag. Sást það
greinilega og dró á eftir sér ljós-
rák. Sást það í 4 mínútur og var
það sá tími, sem það var að bera
þvert yfir himinhvolfið. BS
Sovétríkin veita Egyptum nær
þriggja milljarða krona lán
Raodaríkin !osa um „frosnar“ innstæður
NTR—Kftiró og Washingíon, 20. nóv. — Sovétríkin munu
veita Egyptum lán, sem nemur nær þrem milljörðum ís-
lenzkra króna og skal það notað til að efla atvinnuvegi
landsins samkvæmt fimm ára áætlun, sem um þetta hefir
verið gerð. Lánið er til 12 ára. Hafi samningar um þessa
efnahagsaðstoð verið undirritaðir í Moskvu, er yfirhershöfð-
ingi egypzka hersins, Abdel Hakim Amers, var þar staddur
ásamt sendinefnd fyrir nokkrum dögum.
Fregnir bessar eru samkvæmt
fréttastofunni Mið-Austurlönd,
sem er talin opinber stofnun að
nokkru leyti og því líklegt að rétt
sé hér með fariö, þótt af hálfu við-
komandi stjórnarvalda hafi ekkert
verið um þetta tilkynnt.
Nasser hikaði lengi.
Fréttaritarar í Beirút segja, að
Nasser hafi lengi hikað við að
þiggja efnahagsaðstoð frá Sovét-
ríkjunum og feta þannig í fótspor
Sýrlendinga. Hann hafi vonað, að
Bandaríkin myndu veita Egyptum
ríflega aðstoð. Síðasta von hans
um þetta hafi orðið að engu, er
Black bankastjóri Alþjóðabankans
kom .til Kairo á dögunum, en mun
ekki hafa gefið neinn ádrátt um
slíkt lán. í þessum fregnum seg-
ir, að ekki sé fullvíst til hvers
nota eigi rússneska lánið, en tal-
ið ósennilegt að byrja eigi á As-
wan-stiflunni fyrir þetta fé. Von
sé innan skamms á rússneskum
sérfræðingum, sem gera eigi áætl
un um viðreisn atvinnulífs í
Egyptalandi.
Bjóða 12 miíljónir
doílara til hers S. Þ.
NTB—New York, 20. nóv. Banda-
ríkin hafa boðizt til að leggja
fram 12 millj. dollara og Bretar
eina milljón til þess að standast
kostnað af herliði því á vegum
S.Þ., sem komið var upp, er Sú-
ezdeilan stóð sem hæst á s.l. hausti
og enn er við gæzlu þar eystra.
Tilboðin eru gerð með því skilyrði
að það sem þá er eftir af út-
gjöldum samtakanna á árinu 1957
verði jafnað niður á önnur aðild-
arríki sam’kvæmt venjum, sem gilt
hafa í því efni. Hingað til hafa
Rússar þvertekið fyrir að greiða
eyri af þeim kostnaði, Súezdeilan
hefir haft fyrir S.Þ.
Pineau og Dulles
kemur iíla saman
Bandaríkin veita smálán.
Seirit í kvöld var svo einnig til-
kynnt, að Bandarikin hefðu veitt
Egyptum lán að upphæð um 10
millj. ísl. króna til atvinnuupp-!
byggingar. Einnig hefðu 10 millj.j
af þeim 40 milljónum dollara, j
sem Egyptar áttu í Bandaríkjun-j
um, verið gefnar frjálsar, en þess
ar innstæður voru „frystar“, er
Súez-stríðið skall á.
Bókauppbo<S Siguríar
Benediktssonar á morgun
NTB—PARÍS, 20. nóv. — Fyrstu
viðræður þeirra Pineau og Dull-
esar í Wasliington hafa ekki bor-
ið neinn árangur. Fastafulltrúi
Bandaríkjanna í Atlantshafsráð
inu í París, Randolph Burgess,
upplýsti þetta í dag, efiir að fund
ur hafði verið lialdinn í ráðinu
um vopnasölu Breta og Banda-
ríkjamanna til Túnis. Ráðið kem
ur saman í næst uviku til þess
að ræða málið að nýju, enda
sjáist þá hver orðið hafi árangur
inu af viðræðum, sem nú fair
fram um þetta deilumál.
Sigurður Benediktsson heldur
bókauppboð í Sjálfstæðishúsinu kl.
5 á morgun, föstudag. Bækurnar
verða til sýnis þar í dag kl. 2—7
og á morgun til kl. 10—4 síðd. Á
þessu uppboði ber mest á ævisög-
um ýmiss konar, sumum fágætum,
og er áhugi manna um að ná í
þær bækur mjög mikill. Þó eru
þarna og fleiri bækur á boðstólum
svo sem Leksikon Björns Halidórs-
sonar, Bréf Þórbergs til Láru og
Smásögur Laxness.
Himingeimurinn er
ekki lofttæmt rúm
NTB—MOSKVU, 20. nóv. — Tass
fréttastofan rússneska hefir það
eftir vísindamanninum Jarkov
Albert, að himingeiinurinn utan
við gufnhvolf jarðar sé ekki aúð
ur og tómur, eins og lialdið liefir
verið, heldur sé bétfleiki loft-
tegunda þar taisvert mikill og
miklu meiri en gert hefir verið
ráð fyrir. Er þetta byggt á upp-
lýsingum frá rússnesku gerfi-
hnöttunum, en ýms mælitæki
þeirra hafa sent mikilvægar upp
lýsingar gegnum senditæki. —
Samkvæmt lauslegu áliti taldi
vísindamaðurinn, að hver rúm-
sentimetri myndi innihalda mörg
þúsund gaseindir. Fullyrti lxann
einnig, að taka yrði margar fræði
tilgátur, er liér að liita, til endur
skoðunar. Hann kvað þéttieika
vera mestan næst sólinni.
Þá kvað Albert einnig hafa
komið í ljós, að radíóbylgjur
senditækjanna hefðu truflast af
einlxverjum mjög fjariægum
bylgjum, en ókleift væri með
vissu að segja hvar í geyninum
upptök þessara tiuflaua væru.
„Topaz“ í bæjarráíi
(Framhald af 1. siðu).
það þori ekki annað en
hespa þetta mál af fyrir kosn
ingarnar, kvo að fulltrúanum
verði eitthvert verð úr
skemmuskrifiinu?
Þetta mál minnir ánnars
bæjarbúa óþægilega á húsa-
flutningabrask og aðra „bæj-
armálaþjónustu" Tópazar í
samnefndu leikriti, sem sýnt
var hér fyrir nokkru og fól í
sér ádeilu á spillingu í opin-
berum rekstri.
En hvenær koma þá vél-
sóparnir?
Gufugos
(Framhald af 1. síðu).
að gjósa, og það af allmiklum
krafti, og gusu þær síðaii báðar
samfleytt eins lengi og vitað var
í gærkveldi.
— Það verður annars fróðlegt,
sagði Guðni að lokum, — að sj:
hvort goskrafturinn lielzt, því að
það hefir verið mjög misjafnt hé”
í Hveragerði. Þó hef ég sór^taklega
góða trú á þessari holu, því að
gosið kom í réttri dýpt, og fleira
kemur þar.ílíka til.
Nú mun verða hætt ■ að bora í
Hveragerði að sinni.
Auglýsið í Tímanum