Tíminn - 21.11.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.11.1957, Blaðsíða 5
T í MIN N, fimmtudaginn 21. nóvember 1957, 5 Reynir Þórðarson ráðinn starfsmað- ur happdrættis S.U.F. í Rvík Stjórn FUF í Reykjavík og sölunefnd hefir rátiiS sérstakan sölustjói a Starf sölunefndarinnar í Reykja- vik gengur vel. Nefndin er jafnan til viðtafs í skrifstofu full- trúaráðs Framsóknarfélaganna í Edduhúsinu kl. 5—7 virka daga. Starfið hefir reynzt svo viðamikið, að ekki hefir verið auðið að anna því í hjáverkum. Það hefir því ráðizt, að Reynir Þórðarson stúd- ent hefir tekið að sér að vera starfsmaður nefndarinnar fram að drætti. Hann mun hafa bækistöð sína í skrifstofu flokksins, símar 15564, 19285. Þeir sem hafa miða til sölu frá happdrættinu í Reykja- vik, eru beðnir að gera full skil sem fyrst. Hafið samband við skrif- stofu fulltrúaráðsins hið fyrsta. Uppgjör verða sótt til þeirra, sem þess óska. Hringið í síma 19285 og tilkynnið hvenær þið óskið að gera skil á miðum ykkar. Næstu daga munu starfsmenn sölunefndarinn- ar hafa símasamband við þá, sem hafa ekki gert skil. Vinsamlegast veitið greið svör og gerið upp mið- ana við fyrsta tækifæri. Sölunefnd- in skorar á alla FUF-félaga að að- stoða við sölustarfið. Komið eða. tilkynnið aðstoð ylckar til starfs- manns sölunefndarinnar, Reynis Þórðarsonar, eða einhvers nefndar manna. Sölunefnd happdrættis S.U.F. í Reykjavík skipa: Einar Birnir, form., Jón Arnþórsson, vara form., Arnór Valgeirsson, ritari, Elisabet Hauksdóttir gjaldkeri og Hörður Helgason meðstjórnandi. Hafið það hugfast, að 20% af andvirði seldra miða í Reykjavík rennur til félagsins. Þess vegna er mikið í húfi, að góður árangur ná- ist. Hér er um að ræða stærsta' fækifæri í sögu félagsins til fjár- afla. i Stjórnmálanám- skeið FUF í VETTVAN AR- í Degi MÁLGAGN S. U. F. Ritsfjóri: Áskell Einarsson Magnús Gíslason, Frosta- stöðum, leiðbeinir Eins og getið var um í frásögn af aðalfundi FUF í Skagafirði fyr- ir skömmu, var áformað, að félagið beitti sér fyrir stuttu stjórnmála- námskeiði. Þá var ekki séð, hvort framkvæmanlegt væri að koma á fót námskeiði á heppilegum tíma, en nú hefir rætzt úr þessu og hófst námskeiðið s. 1. þriðjudagskvöld. Fundir eru haldnir í félagsheimil- inu Bifröst á Sauðárkróki á hverju 'kvöldi þessa viku. Á fyrsta fundi heldur framsöguerindi Magnús Gíslason, bóndi á Frostastöðum, fyrrv. formaður FUF í Skagafirði, og Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum. Stjórnmálanámskeiðinu lýkur með skemmtun í Bifröst n. k. laugardagskvöld. Mikill áhugi er meðal ungra Framsóknarmanna í Skagafirði. Nánar verður sagt frá stjórnmálanámskeiðinu síðar í Vettvangnum. F. U. F. á Ákureyri hefur átgáfu á æskuIýSssíðu Fyrir atbeina Ingvars Gíslasonar. - Ritnefnd skipa þrír mennta- skólanemar. - Kemur hálfsmánaðarSega í Degi Fyrsti Yettvangnrinn birtist 13. nóv. s. S. Fjöfbreytt vetrarstarf F.U.F. á Akureyri MiSvjlrudaginn 13. nóvember s. 1. kom í blaðinu Dagur á Akureyri „Vettvangur æskunnar“, æskulýðssíða ungra Fram- sóknarmanna á Norðurlandi. Ætlunin er að ,,Vettvangurinn“ 1 Degi komi reglulega út hálfsmánaöarlega í vetur til að byrja með, en stefnt mun að því.að hann verði fastur liður í blað- inu framvegis. Ritnefnd skipa þeir Bragi Ingólfsson, Hjörtur Pálsson og Jón Einarsson. Allir nemendur í Menntaskólanum á Akureyri. Atidragandi og undirbúningur Fyrir nokkrum árum var gcrð tilraun með sérstaka æskulýðssíðu í Degi undir forustu Tómasar Árnasonar, þáverandi erindreka Framsóknarflokksins á Akureyri. Sú tilraun vákti athygli og var mjög vinsæl nyrðra. Vegna brott- farar Tómasar Árnasonar frá Ak- ureyri sofnaði Vettvangurinn út af að þessu sinni. Nú hefir þráðurinn verið tekinn upp að nýju fyrir at- beina erindreka Framsóknarflokks- ins á Akureyri, Ingvars Gíslasonar, lögfræðings. Ingvar er kunnur sem blaðamaður, bæði við dagblöð og tímarit. Hann átti sem kunnugt er sæti í ritstjórn Vettvangsins í Tímanum um ársskeið og lesend- um hans að góðu kunnur. Ingvar Gíslason mun starfa með hinni nýju ritnefnd á Akureyri. Fyrir atbeina FUF á Ákureyri í ávarpi ritnefndar Vettvangsins í Degi er greint frá því, að FUF á Akureyri hafi samþykkt á fundi sínum 23. okt. s. 1., að kjósa þriggja manna ritnefnd, er sæi um útgáfu sérstakrar æskulýðssíðu, er koma ætti háffsmánaðarlega í Degi í vet- ur. Greinilega kemur fram í Vett- vangnum í Degi, að hér er um að ræða aðeins einn þátt í starfi FUF á Akureyri og mun síðar vikið að öðrum liðum félagsstarfsins. Rit- nefndin segir orðrétt í ávarpi: „Ritnefndin væntir þess fast- lega, að ungir Framsóknarmenn á Norðurlandi sýni þessari við- leitni góðan skilning og geri sitt til að Vettvangurinn verði fróð- Iegur og skemmtilegur. — Góðar undirtektir Iesenda ráða miklu um framhald þessara þátta og hvernig tiltekst um útgáfuna að öðru leyti. Hér með er skorað á Framsókn- armenn að efla hinn nýja „Vett- vang“ sem mest með greinum og margvíslegri aðstoð, t. d. með því að gerast áskrifendur að Degi. For- dæmi ungra Framsóknarmanna á Akureyri vekur þá spurningu, hvort ekki sé tímabært að hleypa af stokkunum sérstökum dálkum frá ungum Framsóknarmönnum í biöðurn flokksins í Vestmannaeyj- um, ísafirði, Siglufirði og Norð- firði. Vonandi taka ungir Fram- sóknarmenn á þessum stöðum for- dæmi Akureyringa til eftirbreytni. Þessi mál voru rædd á síðasta aðal- fundi stjórnar S.U.F. og komu fram mjög eindregnar raddir um, að ungir Framsóknarmenn kæmu upp sérstökum æskulýðsdálkum í öllum héraðablöðum flokksins. Sambandsstjórn er mjög umhugað að hrinda þessu máli í framkvæmd og rnun efla hverja þá viðleitni, sem sambandsfélögin sýna í þá átt. Mikilvægur áfangi í útbreiíslustarfi samtakanna Nýmæli Akureyringa á ekki hlið stæðu í starfi annarra stjórnmála- samtaka ungra manna hér á landi. Samtök ungra Framsóknarmanna eru fyrstu stjórnmálasamtökin hér á iandi, sem hafa haft styrk til að halda uppi æskulýðssiðum í tveim blöðum í senn. Þetta eiga samtök- in að þakká dugnaði og framtaki sambandsfélagsins á Akureyri. Ritstjóri Vettvangsins vill fyrir hönd Samband'sstjórnar bakka Ak- | ureyringum framtaK þeirra og jafn framt vænta þess, að bráðlega ingvar Gíslason erindreki Framsóknarflokksins á Akureyri verði hægt að segja frá liliðstæð- um árangri annarra sambandsfé- laga. Margfisett starfa ungra Framsóknarmanna á Akureyri Um vetrarstarf FUF á Akureyri segir í Vettvangnum í Degi, að á fundi félagsins 23. okt. s. 1. hafi verið kosin sérstök nefnd, er ásamt stjórninni annist fræðslu- og I skemmtistarf félagsins í vetur. Nefndina skipa þeir Már Péturs- son, Tryggvi Gíslason og Jón Rögn- valdsson. Segir orðrétt í Degi um þennan þátt félagsstarfsins. „Fundurinn samþykkti enn- fremur að halda reglulega fræðsiu- og umræðufundi í vetur, þannig að á öðrum hverjum fundi a. m. k. yrði feitginn þekktur fyr- irlesari til þess að halda fyrir- lestra um eitthvert það mál, sem hefir þjóðfélagslegt gildi eða á annan hátt menningargildi. Um- ræðufundir eru hins vegar liugs- a'ðir sem venjulegir málfuiidir, þar sem flutt yrði framsöguræða um afmarkað efni og síðan yrðu almennar umræður. Rétt er að geta þess, að fyrsti fundurinn var haldinn s. 1. sunnu- dag og var Ingvar Gíslason máls- hefjandi. Umræðaefni var stjórn- málaviðhorfið. Þegar hafa verið lögð drög að því að fá fyrirlesara til þess að flytja erindi um sérhætfð efni. Mikill áhugi ríkir á Akureyri fyrir starfi ungra Framsóknar- manna. Starf FUF á Akureyri er óVenju þróttmikið og færist félag- ið mikið í fang. Formaður er Bald- ur Ágústsson, deildarstjóri hj'á KEA á Akureyri. Erindreki Fram- sóknarflokksins ó Akureyri, Ingvar Gíslason, leiðbeinir um starfið. Undir handleiðslu hans mun verða haldið stjórnmálanámskeið síðar í vetur á Akureyri. 17 •<%> / Kaupio mioa i reiðinni í Banka- stræti GúSgeir Ágústsson og Bruno Hjalíested sjá um söluna í happdrættisbií- reiíinni í Bankastræti Hin glæsilega happdrættisbif- reið SUF vekur mikla athygli veg- farenda í Bankastræti. Gerðin Opel Kapitan er mjög vinsæl á markaðn- um nú og óvenju eftirsótt. Látið ékki happ úr hendi sleppa. Kaupið miða þegar þér eigið leið um Bankastræti. Miðinn kostar 20 kr. Dregið verður 21. desember n. k. Aðalfundur FUF í A-Húnavatns- sýslu Áformað er að aðalfundur FUF í A-Húnavatnssýslu verði haldinn í þessum mánuði. Fundardagur eða fundarstaður hefir enn ekki verið fastákveðinn. Nánar verður skýrt frá aðalfundarstörfum síðar í Vett- vangnum. Vetrarstarf F. U. F.: Fastir íræðslu- og málíundir og útgáía æskulýðsslðu í Degi .RITNEF.N1>: BRAGl ÍNC.ÓLFSSON HJÖRTini PÁI SSON JÓN EINARSSON Sala happdrætíis- miða S.U.F. geng- ur vel Fjögur héruð ná 100% sölu í þessum ménuði DregiiS 21. desember Söluhorfur í happdrætti S.U.F. virðast góðar. Þær fregnir, sem happdrættisnefndinni hafa borizt frá Sambandsfélögunum, benda til þess, að viðunandi árangur náist. Mörg héruð miunu selja upp og flest fara langdrægt í það. Þeir, sem hafa miða til sölu frá aðalum- boðsmönnum og hafa enn ekki gert full skil, eru áminntir um að herða söluna og gera sem fyrst skil. Eins og áður er kunnugt, muu um 20% af andvirði seldra rniða í hverju liéraði renna til viðkomandi FUF-félags. Hér er um nýmæli að ræða, sem mun verða verulegur tekjuauki fyrir flokksstarfið í hverju héraði. Au'k þessa mun SUF verja ágóðanum til víðtæks erindreksturs og annars útbreiðslu starfs um iand allt. Vinningar í happdrætti SUF eru Opel Kapitan bifreið og hnattferð með skemmti- ferðaskipinu „Southern Cross“. Verð miðans er kr. 20.00. A v a r p Fclng ungra Framsóknnr- mannn n Akureyri snmþykkti Frá Vettvangnum Ungir Framsóknarmcnn, send- ið Vettvangnum greinar. For- menn Sambandsfélaga eru áminntir um að senda Vett- vangnum fréttir af félagsstarf- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.