Tíminn - 21.11.1957, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, fiimntudaginn 21. hóvetnber 1957.
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarlnsíom (áb)
Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindargötu
Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Örvænting Sjálfstæðisforingjanna
HVERNIG stendur á
hinum ofsalégu skrifum Sjálf
stæðisforingjanna um láns-
fjármálin? Þannig spyr mað-
ur mann. Svarið er augljóst.
Sextán mánuðum eftir Húsa
fellsfuncl situr ríkisstjörn-
in enn í góðu gengi, einbeitir
sér að því að greiða úr vand-
ræðunum, sem íhaldið hljóp
frá, og verður allvel ágengt
að útvega fjármagn til nauð-
syniegxa framkvæmda, er
stöðvaðar voru á s. 1. .ári.
Menn verða að skoða þenn-
an uppsteit nú í ljósi fyrir-
heitsins gamla: „Við kom-
um bráðum aftur.“ Svo mælti
Bjami. Vonbrigðin ráku
þessa foringja út í þá ógæfu
að láta erlend blöð flytja
rógsmál um íslenzk efna-
hagsmál og stjórnmál á
síðastdiðnu ári. Örvænt-
ing hrekur þá nú til þess að
birta fíflslegar slúðursögur
um eðlilegar umleitanir ís-
lenzkra stjórnarvalda að fá
lánsfé á erlendum markaði.
Þessum mönnum var orðið
svo mikið niðri fyrir, að þeg-
ar sýnt þótti að yfirlýsing
fjármálaráðherra um sæmi-
legar horfur í lánsfjármál-
unum var á rökum reist, og
vonin um að ríkisstjórnin
mundi ekki valda vandan-
um, var að engu orðin, ruddi
óhróðurinn sér braut úr
brjósti foringjanna og út á
síður Morgunblaðsins. Það-
an líður hann svo á fundi,
sem haldnir eru um þessar
mundir með dyggum flokks-
þjónum. Sjaldan hefir upplit
á íslenzkum stjórnmálafor-
ingjum verið óbjörgulegra en
á þeim Ólafi og Bjarna nú
á þessum haustdögum, þegar
þeir sjá að ráðherrastólarn-
ir eru þeim alveg jafnfjar-
lægir og fyrir 16 mánuð-
um. Þetta er hin augljósa
ástæða fyrir ofsafengnum
skrifum Mbl. og örvæntingar
tóninum i ræðum Ólafs
Thors.'
EPNISMEÐFERÐIN sjálf
er svo saga út af fyrir sig.
Þáð er fáheyrt, að íslenzk
blöð og stjórnmálamenn
skulí léggja lykkju á leið sína
til að spilla áliti og láns-
trausti landsins út á við, með
svikabrígslum og í garð ís-
lenzkra stjórnarvalda ann-
ars vegar, og tilefnislausum
aðdróttunum í garð vin-
veittra þjóða hins vegar. —
Þetta hefir að vísu verið leik
ið einu sinni áður, er Sogs-
Starfsaldurinn
í HEILBRIGÐISÞÆTTI
Tímans í gær var rætt um
merkilegt málefni. Meðalald
ur mannsins lengist sifellt
og munar allt að fimm ár-
um á áratug síðustu áratug-
ina í þeim löndum, sem
lengst eru á veg komin. Tí-
undi hver maður í Bandarikj
unum er 65 ára og eldri nú
orðið, og Esra Pétursson
læknir, sem þáttinn ritar,
telur hlutföllin hér á landi
lánið var að komast i hofn
á s.l. vori. Þá brígslaði „óá-
nægði Sjálfstæðisforinginn“
Bandarikjamönnum um að
hengja pólitísk skilyrði á
lánsféð, og var þetta í senn
ómaklegt og ósvífið í Ijósi
margra ára reynsiu. í Mbl.
og ræðum foringjanna í dag
er vinveittum ríkjum í
Evrópu brígslað um að þau
muni láta skilyrði fylgja lán
veitingum hingað, ef úr þeim
verður. Gegnir hér alveg
sama máli. Brigsl þessi eru
fram úr hófi ósmekkleg og
algerlega tilefnislaus. Bera
allir heiðarlegir íslendingar
kinnroða fyrir skrif og ræðu
höld af þessu tagi.
ÞAÐ ER SVO sérstakur
kapítuli, a'ð foringja Sjálf-
stæðisflokksins skuli leyfa
sér að kalla eðlilegar um-
leitanir ríkisins til að fá lán
til framkvæmda og fram-
fara hér á landi „betl“ og
skrifa þannig um þau mál,
að ófróðir lesendur gætu
haldið að það gengi landráð-
um næst að útvega erfent
fjármagn til landsins. í vor
þegar svikabrígslin út af
Sogsmálinu gengu sem hæst,
var helzt að skilja á Mbl.
að ekki væri hægt a'ð fá láns
fé með heiðarlegu móti í
Bandaríkjunum. í sumar og
haust hefir því verið lýst
margsinnis í blaðinu, að
stjórnin væri að svíkja land-
ið í hendur kommúnistarikja
með lántökum í austurvegi,
sem engar eru. í dag er því
haldið fram, að óheiðarlegt
sé að fá lánsfé í löndum, sem
eru meðlimir í Atlh. bandalag
inu. Þarna er Mbl. þá búið
að útiloka tvær heimsálfur
að mestu, — og hluta af
þeirri þriðju. Hvar hyggjast
íhaldsforkólfarnir þá bera
niður? Suður í Ghana eða
Indónesíu? Málflutningur
þessi er auðvitað svo herfi-
legur og heimskulegur, að
engu tali tekur. Vitaskuld
verða erlend lán tekin að eðli
legum leiðum hjá þeim þjóð
um, sem við eigum nánast
samstarf við, eins og áður, sé
þess kostur. Slíkt gefur ekki
hið minnsta tilefni til þess
upphlaups, sem orðið er í
íhaldsherbúðunum. Óskyld
málefni eru heldur ekki und
irrót þess, eins og gefið er í
skyn í Mbl., heldur sálar-
kvalir nokkurra foringja,
sem sjá fram á að draumur-
inn í Húsafellsskógi ætlar
ekki að rætast.
í þjóðfélaginu
svipuð og á fólki í þessum
aldursflokki eftir að fjölga
hlutfallslega á næstu árum.
Það verður þá eitt af verk-
efnum læknavísindanna að
sjá um að heilsa þess og
starfsþróttur verði sem mest
ur, segir hann; en þá má
ekki standa á þjóöfélaginu
að hagnýta þennan starfs-
þrótt. En nú ber of mikið á
því að hann sé látinn fara
til spillis vegna óraunhæfra
ERLENT YFIRLIT:
Verður Kennedy næsti forsetinn?
Fræg strííshetja, snjall rithölundur og ábyrgur þingmaífur
New York, 11. nóv.
Eins og pólitískar horfur
eru nú í Bandaríkjunum, þyk
ir það fullvíst, að demokrat-
ar muni vinna forsetakosn-
ingarnar 1960.
Strax er því farið að stinga sam-
an nefium um það, hvert forseta-
efni þeirra muni verða og eru að
sjálfsögðu margir tilnefndir. Að
sjálfsögðu verður ekkert sagt end-
anlegt um'þetta nú, því að margt
getur gerzt á þeim þremur árum,
,sem eru eftir til kosninganna. Nýir
xnenn geta komið til sögunnar og
miklar breytingar orðið á þeim
aðistæðum, sem ráða mestu við val
forsetaefnisins. Allir spádómar nú
eru því meira og minna út í bláinn.
Það er hins vegar staðreynd, að
eins og nú standa sakir, er John
F. Kennedy, öldungadeildarmaður
írá MasSaehusetts, það forsetaefni
idemo'krata, sem ó mestu fylgi að
fagna. Hann vinnur yfirleitt í öll-
um skoðanakönnunum, sem hafa
farið fram meðal demokrata að
undanförnu. Með því er hins veg-
ar ekki sagt, að hlutur hans muni
istanda jafnvel eftir þrjú <ír. Það
hefir stundum reynzt hættulegt
imönnum, er hafa sótzt eftir að
verða forsetaefni, að athyglin hefir
ibeinzt að þeim o£ snemma og þeir
því orðið fyrir meiri gagnrýni
keppinautanna en ella.
Auk þessa eru slikir menn miklu
rneira undir smásjá almennings en
lella. Það er þannig vist, að fram-
ikomu John F. Kennedys verður
veitt mikil athygli í Bandaríkjun-
um næStu árin.
ÞAÐ ER vafalaust margt, sem
jnælir með Kennedy sem forseta-
efni. Hann er gáfaður maður og
isjálfstæður í skoðunum. Hann hef
ir aflað sér góðrar þekkingar sem
etjórnmálamaður. Hann er góður
rithöfundur og ræðumaður. Hann
er starfsmaður góður og hefir
isýnt mikla skyldurækni við þau
störf, er hann hefir tekizt á hend-
ur.
Ýmislegt kemur hins vegar til
greina, sem getur orðið honum að
ifalli við prófkjör hjá demokrötum
tsem forsetaefni, a. m. k. 1960. Þær
imótbárur, sem oftast eru bornar
fram gegn honum, eru þessar:
Kcnnedy sé enn of ungur til
iþess að verða forseti, en hann verð
ur 43 ára, þegar forsetakosningarn-
ar fara fram 1960. Hann eigi því
iheldur að bíða til 1964 eða 1988.
Fylgismenn Kennedys svara þessu
im. a. með því að benda á, að 1960
verði Nixon ekki nema 47 ára, en
það þykir nokkurn veginn víst, að
hann verði þá forsetaefni repu-
blikana.
Kennedy sé kominn af ofríku
fólki, en faðir hans, sem var sendi-
herra í Bretlandi í stjórnartíð
'Roosevelts, er einn af ríkustu
'mönnum Bandaríkjanna. Blaðið
i „Fortune" sagði nýlega, að eignir
gamla Kennsdys væru yfir 200
millj. dollara.
Kennedy sé kaþólskur og það
imuni spilla fyTir honum eins og
Alfred E. Smith, sem var forseta-
efni demokrata 1932.
aldurstakmarka. Það er á-
ríðandi að menn staðni ekki
í viðhorfi sinu til mála sem
þessara, eða láti gamla laga
bókstafi villa sér sýn. Hér
er hreyft merku máli, sem
þörf er að ræða, og er vel að
Esra læknir hefir hafið það
á loft í þáttum sínum í Tím-
anum. Eru gildandi aldurs-
takmörk í íslenzku þjóðfélagi
skynsamieg og réttlátt, í
ljósi þeirra staðreynda, sem
læknirinn bendir á? Svar viö
þessari spurningu varðar þeg
ar fjölda manna, og það
snertir að lokum alla þjóð-
félagsþegna. Þess vegna er
vakin athygli á málinu hér.
K E N N E D Y
Kennedy hafi aldrei fengizt við
inein framkvæmdastörf, t. d. ekki
verið ríkisstjóri, en forseti Banda-
iríkjanna þurfi að vera starfsvanur
á slíku sviði.
Fyigismenn Kennedys svara þess
um mótbárum gegn honum á þenn-
,an hátt: Vantrú á ríkum mönnum
,er minnkandi í Bandaríkjunum,
enda unnu margir þeirra af mikl-
um trúnaði fyrir þá Rooscvelt og
Truman. Andstaðan gegn kaþólsk-
aim mönnum hefir minnkað, jafn-
iframt því, sem þeim hefir mjög
fjölgað. Fyrir næsta forseta Banda
ríkjanna skiptir mestu máli, að
ihann sé vel að sér í alþjóðamálum
'Og þá þekkingu hefir Kennedy til
að bera flestum fremur.
JOHN F. KENNEDY er fæddur
'1917. Foreldrar hans eru mjög
auðugir, eins og áður segir en hann
hafa eigi að síður innrætt börnum
sínum að reyna að ryðja sér sjálf
braut í lífinu. Systkini Kennedys
ivoru níu, en sjö eru nú á iífit
Gamli Kennedy lagði fyrir eina
anilljón dollara handa hverju
þeirra til að afla sér menntunar
;og viðurværis, en hvatti þau jafn-
framt lil að gæta þess að gera
iþetta fé ekki að verðlausum eyðslu
,eyrir. Börn hans hafa líka fylgt
þessu dyggilega, því að þau hafa
öll komizt vel til manns.
Ætlun John F. Kennedys var
upphaflega að gerast rithöfundur
um stjórnmál og utanríkismál og
stundaði hann nám i því skyni
foæði við enska og ameríska skóla,
m. a. Harvard. Prófritgerð hans
þar, sem fjallaði um, hve Bretland
■var illa viðbúið síðari styrjöldinni
(Why England Slept), varð met-
isölubók í Bandaríkjunum og vann
ihonum mikið álit sem rithöfundi.
Fyrir nokkmm misserum síðan
hefir Kennedy gefið út aðra bók,
isem fjallar um nokkra ameríska
þingskörunga (Profiles in Com--
age) og er hún búin að vera leng-
ur á metsölulista en nokkur önn-
ur bók um Iangt skeið. Hið al-
menna álit, sem Kennedy hefir
unnið sér. byggist ekki sízt á
henni og þeim skoðunum hans,
;em þar koma fram beint og
óbeint.
EINS OG aðrir ungír menn, inn-
ritaðist John F. Kennedy í herinn,
þegar Bandaríkin drógust inn í síð
ari styrjöldina. Hann gekk í sjó-
herinn og varð yfii’maður á hrað-
xkeytabát, sem Japönum tóikst að
eyðileggja, en vegna snarræðis og
öruggrar fomstu Kennedy-s tókst
að bjarga mestallri áhöfninni. Af-
rek Kennedys er meðal þeirra fræg
ustu, sem unnin voru í styrjöldinni
og hlaut hann æðstu heiðursmerki
að launum. Vegna þessa afreks nýt
ur hann mikillar hylli meðal fyrrv.
hermanna.
Upphaflega hafði verið gert ráð
fvrir því í Kennedysfjölskyldunni,
i að elzli bróðirinn, Joseph, yrði
jhinn pólitíski leiðtogi ættarinnar.
| Iíann féll í stríðinu og ákvað John
■F. þá að taka upp merki hans. Ár-
1 ið 1946 náði hann kosningu sem
þingmaður í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings og var endurkosinn tví-
vegis. Hugur hans stefndi hins veg-
ar hærra eða að ná sæti í öldunga-
deild Bandaríkjaþings. Árið 1952
■bauð hann sig fram til öldunga-
deildarinnar gegn Cabot Lodge,
iscm nú er aðalfulltrúi Bandaríkj-
anna á þingi S. Þ. Baráttan milli
þeirra varð hörð, en lauk með sigri
Kennedys. Ke.nnedy er nú búinn að
istyrkja sig svo í sessi, að repu-
blikanar munu eiga örðugt með að
fá frambjóðanda gegn honum, er
hann sækir um endurkjör á næsta
ái’L
| Á þingi hefir Kennedy látið all-
omrkið bera á sér. Hann hefir yfir-
leitt fylgt frjálslyndara, armi
flokksins, en þó í vissum málum
tekið sjálfstæða afstöðu, þegar
,hann hefir talið flokkinn ganga of
langt í yfirboðum. Þetta hefir gert
hann vinsælan meðal óháðra kjós-
lenda, en þeir eru margir í Banda-
ríkjunum.
Á flokksþingi demokrata í fyrra
jnnunaði minnstu að Kennedy næði
|útnefningn sem varaforsetaefni
deniokrata. Sennilega hefir hann
verið heppinn að falla í það skipti.
I Suðurríkjamenn studdu hann þá
^ (Framhald á 7. síðu)
Mðstofan
Bezta ár á þessari öld? ______
Ágætur borgari tók mig tali í
strætisvagninum hér á dögunum
og við spjölluðum um tíðari'arið.
Hann kunni lýsingu á veðurfar-
inu í stórum dráttum alla leið
frá sl. hausti og fram á þennan
dag. Mér þótti þetta merkilegt.
Sjálfur á ég ákaflega erfitt með
að muna veðurlag mánaðanna
svo að liægt sé að gera saman;
burð í liuganum frá ári til árs. í
önn og ys dagana hverfa kenni-
leitin smatt og smátt nema hægt
sé að miða þau við einstaka at-
burði, sem hugurinn geymir.
En kunningi minn var sem sagt
ekki þannig gerður. Hann kunni
skil á rás tímans og yfb'bragði
nátLurunnar og þegar hann hafði
lokið yfirferðinnr og haft allt ár-
ið undir, kvað hann upp dóminn:
Bezta ár á þessari öld, alveg tví-
mælalaust. Mér þykir líklegt að
hann hafi rétt fyrir sér, en ég
hafði ekki áttað mig á því sjálf-
ur, að þetta væri bezta tíðarfar
í mínu minni. Ætli margir hafi
áttað sig á þessu? Vel má vera,
að fleiri en ég fari illa vakandi
bilið frá hausti til hausts, en þá
er mál að vakna og líta í kring-
um sig, og minnast þess að land
ið lætur blítt við börnin sín
og við þökkum það ekki ætíð
sem skyldi.
Uppskerart á bókamarkaðinum.
ÞESSI árstið er uppskerutimi
bókamanna. Þeir bera feng sinn
í hlöðu eins og bóndi á haust-
degi. Hvert dagblað flytur nú
um sinn fregnir af nýjum bók-
um. Þær koma margar ó dag og
erfitt er að muna, hvað þær
heita allar. Á vorin sést svo varla
ný bókr. Ef handritið er til er
það geymt til uppskeruhátíðar-
innar hæfilega löngu fyrir jól.
Bókamenning okkar í dag er
oi’ðin ískyggilega háð gjafatízk-
unni. Fyrir almennan lesenda og
bókamann væri ánægjulegra að
eiga von nýrra bóka í hverjum
mánuði en standa í flóðinu upp
í axlir i nóvember og desember.
Allt um það er énægjulegt að
koma i bókabúðirnar nú í haust.
Það er margt fallegra bóka og
góðra bóka. Bókagerðinni sjálfri
virðist fara fram. Mér sýnist ó-
venjumikið af fallega gerðum
bókum á markaðinum í ár. Það
er tvímælalaust framför.
—Frosti.