Tíminn - 23.11.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1957, Blaðsíða 4
4 T í MIN N, laugardaginn 23. nóvember 195)). JJcekur oq bofunbm Skemmtileg bók og snjöll um meistarann Toscanini GotitS nokkurra bóka, sem nýkomnar eru út hjá Det Schönbergske forlag í Khöfn Blaðinu hafa borizt nokkrar útgáfubækur danska forlagsins Det Schönbergske forlag í Kaup- mannahöfn. Hér er um að ræða forlag, sem er gamalt og gróið í starfi, gefur út allmargt bóka og yfirleitt mjög vandaðar að vali. Búningur þeirra er oftast látlaus en mjög smekklegur og fellur vel í geð bókamönnum. Skal nú getið lítillega nokkurra bóka, er forlag ið hefir sent frá sér í haust. Bæk- ur þessa forlags fást mjög oft héi á landi. Toscauini í nærbillede eftir Sam ’ uel Chotzinoff. Öllum er kunnugt,1 að Toscanini er frægasti hljóm sveitarstjóri, sem uppi hefir ver' ið. Hann er nýlega látinn, háaldr aður. Höfundur þessarar bókar,1 sam ekki er ýkjalöng og getur Toscanini ekki talizt ævisaga 1 venjulegum skilningi er bandarískur hljóm- listargagnrýnandi og var nákunn ■ugur Toscanini í þrjá tugi ára. Hann reynir ekki að lýsa til hlítar hljómilistarhæfileikum Toscanini eða göldrum hljómsveitarstjórnar hans, heldur varpa ljósi yfir hinn sérstæða persónuleika, lætur hann koma fram eins og hann er í einka lífi sínu, á heimili, í gestaboðum, einvaldann í heimi listarinnar, duttlungasegginn, göfugmennið, barnið, frelsishetjuna, hinn hug- stæða og hjartahreina mann. Hon um tekst að bregða upp svo á- hrifaríkri mynd af einum mesta persónuleika þessarar aldar, að hrifandi er. Auðfundið er, að bók in er rituð af djúpum sefa og glöggum mannskilningi, er hefir skilið Toscanini öðrum betur og átt þolinmæði til að umbera hann og njóta návistar hans. Með það í huga skilst, 'hvers vegna þetta eldfjall í mannslíki hélt við hann vináttu, sem hann braut aldrei af sér áratugum saman, og munu þeir kunningjar Toscanini hafa verið fáir. Bókin er stutt en sagan löng, ákaflega vel sögð og skreytt nokkrum talandi myndum úr lífi og starfi „Maestro". Jorphanions sön eftir Jules Rom ains. Hér er á ferð nýleg skáld ‘ saga eftir þennan kunna, franska höfund. Romains er fæddur 1885 og er þvi farinn að eldast. Hann er heimspekingur og náttúrufræð- ingur og á að baki mikinn rit- höfundarferil. Hann er og mik- ill ferðamaður og hefir farið um allar álfur heims. Talið er, að mesta og bezta skáldsaga hans sé Les hommes de bonne volonté eða Hinir velvilj uðu. Þetta er skáldsagnaflokkur, sem komin eru af nær 30 bindi og er samtíðarlýsing að formi og náði fram til 1933. Þessi nýja Jules Romains skáldsaga er raunar framhald þessa flokks en þó sjálfstæð skáld saga. Það er barátta ungs manns af hóglífsstétt fyrir framtíð sinni og örvæntingarfullar tilraunir til þess að finna sér fótfestu á brjál aðri öld, sem er inntak þessarar skáldsögu. Lyset og havet eftir Corrado Alvaro. Det Schönbergske forlag, átti stórafmæli á þessu ári og af því tilefni gaf það út nokkur önd- vegisrit heimsbókmennta á þessari öld í sérstökum bókaflokki í hánd hægum en ódýrum búningi. Ein bókin í þeim flokki er t.d. Untler- vejs til min elskede, eftir Þórberg Þórðarson. Lyset og havet eftir Alvardo hinn ítalska er í þessum fiokki og hefir að geyma tvær stuttar skáldsögur, nokkrar smá- sögur og nokkrar stuttar ritgerðir. Corrado Alvaro er nú talinn í hópi fremstu rithöfunda ítalskra, ekki sizt vegna smásagna sinna og smá greina um málefni dagsins. Hann er fæddur og uppalinn meðal fá- tæks bændafólks í Suður-Ítalíu og hefir það mótað lífsviðhorf hans mjög. Ilann var lengi blaðamaður og er raunar enn, þar sem hann er ritstjóri „Popolo di Roma“, en það blað hefir hann gert að ske- ieggu baráttublaði fyrir lýðræðis legum hugsunarhætti. Margar smá sagna hans fjalla um lífið og vandamálin meðal bænda og verka manna á Suður-Ítalíu, en smágrein ar oft um félagsleg vandamál ítalskra borga og leggur hann þá oft út af atburðum í daglegum fréttum og nær þannig oft eyrum almennings í krufningu vanda- mála, sem annars er ekki svo auð velt að tala og rita um svo að menn heyri og sjái. Kemur þar í ljós blaðamannsreynsla hans. Mönten eftir T.E. Lawrence er ein bókanna í þessum afmælis- flokki Schönbergs, sem kallast ó- belísku bækurnar. Mönten er dag- bók höfundar frá herþjónustu í bækistöðvum brezka flughersins á tímabilinu frá ágúst til desember 1922 að viðbættum nokkrum hug leiðingum sem síðar var bætt við um efnið. í lífi og starfi T. E Lawrence eru margar gátur og Mönten er talin ein þeirra. Eftir heimsstyrjöldina fyrri afþakkaði Lawrence öll heiðursmerki, er hon um voru boðin, lokaði að sér og ritaði bókina „Sjö súlur vizlcunn- ar“, sem varð frægt ritverk. Ekki settist hann þó að veigum frægðar innar, heldur tók sér dulnefnið Ross og gerðist sjálfboðaliði í hern um. Hann reyndi að grafa sig í gleymskuna og tókst lengi að dylj ! ast, en þar kom að blöðin upp- ‘ götvuðu flótta hans og felustað. Þetta var 1922 og þá ritaði hann þessa skáldsögu í dagbókarformi. Hún var svo hreinskilin um lýsing ar á samtíðar- og samvistarmönn um höfundar, að hann taldi sig neyddan til að ákveða, að ekki i mætti gefa bókina út fyrr en 1950. Þess vegna hefir hún ekki séð dagsins ljós fyrr. Svo lét Lawrence lífið í bifhjólaslysi 1935. Dauði hans varð ein gátan í viðbót, og Churchill skrifaði minn ingargrein um þennan sérstæða mann. Bókin hefir verið talin opin berun um baráttu innhverfs og næmgeðja manns við hrjúfan veru leika daglegs lífs í umróti tuttug- ustu aldar og á sér vart hliðstæðu í nútíðarbókmenntm. Natten og floden eftir Davis Grubb. Þetta er amerísk glæpa málasaga gegnsýrð óhugnaði. Þar er rakin örlagasaga afbrotamanns í baráttu við réttvísina og á flótta frá mannfélaginu, sem hefir út skúfað honum, en hann er þó enn svo mannlegur, að hann fórnar sjálfum sér til þess að reyna að veita fjölskyldu sinni framtíðarör yggi. Það er saga um kynni sak lausra barna a£ glæpamanni í mynd föður þeirra og það er saga af hræsninni, glæpamanni í gæru prests og prédikara, sem kemur sem huggari en heggur sem naðra. Sagan er rituð af næmum mann skilningi, nokkurri beiskju og mik illi leikni. Livets passager eftr Jean Rev- erzy, sem er franskur læknir og starfar í Lyon. Þetta er stutt en allsérstæð skáldsaga um Palabaud manninn, sem er á valdi ofurástar til hafsins, og unir sjaldan heima í gistihúsinu, sem hann á og rek- ur á Tahiti. Söguhetjan fær ólækn andi sjúkdóm og snýr heim til Frakklands til þess að deyja í fæð ingarbæ sínum. Lýsingar bókar inar eru glöggar og meðal annars gefur læknirinn allskýra og ó venjulega lýsingu á ferðinni frá líf iiin til dauðans. I Efterkrig nefnist nýútkomið ljóðakver eftir Klaus Rifbjerg, ungt danskt skáld. Ljóðin eru all myrk og nýtízkuleg í búningi og efnið sótt í félagsleg vandamál ungs fólks og gefa ljóst til kynna það rótleysi, sem einkennir æsk- una eftir styrjöldina. Synd for farmand eftir Magda Helnning Anderson. Jens Kruuse þýddi á dönsku. Þetta er kölluð satíra en þó í léttum tón, raunar verður þetta aðeins hugþekk kóm idía um heimilisföðurinn sem lif- ir í eilífum ótta um að hegðunin sé ekki í fullu samræmi við dyggð ir virðingarverðs „forsorgara". Einkum er sagan talin skemmti lestur húsmæðrum. Himpe gimpe og fleiri barnaljóð eftir Halfdan Rasmussen. Höfund urinn hefir áður sent frá sér nokkr ar slíkar barnabækur og nýtur vin sælda að sögn. í bókinni eru marg ar skemmtil'egar teikningar. A.K. GRÖÐUR OG GARÐAR INGÓLFUR DAVÍÐSSOM GrænmetiS vinmir á vestan hafs i Bandaríkjamenn eru frægir fyr- ir auglýsingar sínar og sölutækni. Er þar stöðugt mikið að gerasi. Skal hér lítillega herrnt frá græn- metis og ávaxtasviðinu. Hvar er sá varningur seldur? Ðanskur garð- yrkjufræðingur, Klangart, kunnug ur vestra, leitast við að svara þeirri o. fl. spurningumí dönskum garðyrkjutíðindum nýlega. Mesta grænmetis- og ávaxtasalan fer fram í stórum matvörubúðum. Lát um okkur slást í för með hús- freyju á innkaupaferð. Hún leggur á stað í bíl sínum fimmtudags- morgun og ekur út úr miðbænum, kannske 4—5 kílómetra til búða- hverfisins. Þar eru stór, ókeypis bílastæði. Vestra virðast búðirnar víða vera að yfirgefa miðhluta borganna, vegna þess að pláss og bílastæði vantar, og flytja til út- hverfanna. Þannig er því iíka far- ið um ýmsa aðra starfsemi, sem bílarnir taka þátt í. Fyrr var reynt að safna flestu saman í miðborg- inni, en nú er þetta óðum að breyt ast. Starfsemin flytur burtu úr háu miðborgarbyggingunum í lægri og rýmri hús í úthverfunum. Þar rísa m. a. kjörbúðir af grunni og þangað leita húsfreyjunnar. Garðyrkjuprófessorinn H. B. Tukey í Michiganríki segir m. a.: „Jafnvel þótt um verulegar fram- farir sé að ræða í framleiðslu góðr ar og ódýrrar vöru eru framfarirn- ar í sölutæki samt miklu meiri. Orsökin er hin gífurlega sam- keppni milli ýmissa matvöruflokka á' markaðinum. Árið 1951 voru 125 SígóS tegundir ávaxta og grænmetis boð ið til sölu, þar af 98 tegundir í vagnhlassatali. Sumt er nýtt t. d. mangó kaktusaldin o. fl. HúsmóðLr in getur valið um fjölmargt og hef ir reynt hvort tveggja í sem sér- kennilegur og áhrifaríkur kaup- andi. Tveir þriðju af áyaxtakaup- unum á veturna eru appelsínur og epli. Veruleg áhrif hefir það hve smekklega og'rýmilega ávöxt- unum og grænmetinu er raðað á afgreiðsluborðin og í sýningar- gluggana. Margt þess háttar er rannsakað nákvæmlega og árangur inn birtur jafnóðum. Seljer.dur sýna nú orðið mikin áhuga á sölu Körfuknatileiksmót Reykjavíkur Fyrsta Reykjavíkurmeistara- mótið í körfuknattleik hélt á- fram að Hálogalandi miðvikudag inn .20. nóvember kl. 8. Leiknir voru 3 leikir. Fyrst léku lið frá Ármanni í III. fl. og sigraði A-liðið með 48:16 stigum, í hálfleik stóð 21:1, en þetta eina stig fékk B-liðið úr vita kasti. A-lið Ármanns er mjög vel samæft. Knattmeðferð og körfu- skot einstakra liðsmanna voru afbrigðum góð. Ef hin Reykjavíkur félögin hafa eins góðum liðsmönn- um á að skipa í yngri flokkunum, má hiklaust spá miklum framför- um hér á landi á næstu árum í þessum skemmtilega og vinsæla knattleik. í byrjun síðara hálfleiks náði B-liðið yfirtökum í leiknum og gerði þá 5 körfur (10 stig) í röð án þess að A-liðið fengi við neitt ráðið, en eftir það má segja að Ajliðið tæki leikinn í sínar hend- ur. Af einstökum leikmönnum bar mest á þeim: Davíð Helgasyni, Birgi Birgis og Magnúsi &lafs- syni. ! Annar leikurinn var á milli Gosa og B-liðs ÍR í III. fl. Eftir að hafa séð B-lið ÍR leika við A- lið frá sama félagi fyrsta kvöld meistaramótsins, var hægt að bú- ast við auðunnum sigri Gosa. Leik urinn var nokkuð þófkenndur, en jafn og voru 1 og 2 stig sem skildu liðin að, á annan hvorn vegin, all- an leikinn út. Lið Gosa fékk 8 vítaköst, en öll körfuskotin mis- tókust. Má segj'a að einn veikasti punkturinn hjá körfuknattleiks- mönnum okkar sé körfuskot og er leitt til þess að vita, að góð upp- hlaup og vítaskot eru oft á tíðum eyðilögð með ónákvæmum eða blindum körfuskotum. Leiknum lauk með naumum sigri ÍR með 19:18 stigum. 'Síðasti leikur kvöldsins var svo milli KR og Gosa í II. fl. KR er yngsta körfuknattleiksfélagið, var stofnað fyrir árf. Félagið hefir leikið tvo leiki á þessu móti, sigr- aði II. fl. ÍR með 26:25 stigum og nú II. fl. Gosa með 23:18 stigum. II. fl. KR á aðeins eftir að leika einn leik í þessu móti, á þriðjudag- inn kemur og er það við lið Ár- manns. Má búast við fjörugum og skemmtilegum leik, þar sem senni- lega er um úrslitaleik í II. fl. að ræða. Leikur Gosa og KR var mjög fjörugur og jafn, lengst af. Stöku sinnum brá þó fyrir grófum leik,' og voru margir leikmenn búnir að fá dæmdar á sig nokkrar einstak- lingsvillur, en hegning fyrir þær eru vítaskot á körfu, eitt eða tvö eftir því hversu brotið er alvar- legt. Beztir í liði Gosa voru þeir Eggert Jónsson og Grétar Sigurðs son en í KR liðinu bar mest á Guðmundi, hæði fyrir örugg körfuskot og góða uppbyggingu sóknar. Af þeim 49 stigum sem KR hefir gert í þessum tveimur leikjum hefir Guðmundur einn gert 17 stig. Á þriðjudaginn kemur, 26. nóv. heldur mótið svo áfram og keppa þá í III. fl. ÍR A og Gosi; KR og Ármann í II. fl. og KR og ÍR í meistaraflokki, en það er fyrsti meistaraflokksleikurinn í þessu móti. Ekki er að efa það, að baráttan verður mjög hörð um Reykjavík- urmeistaratitilinn, undir leiðsögn ameríska þjálfarans Nordlander, sem hér var fyrir skömmu. Hið nýstofnaða körfuknattleiks- ráð sér um mótið, en það hefst kl. 8 öll kvöldin. BlaSlaukur tækninni, þeir finna að það borg- ar sig. Matseðill Bandaríkjanmanna hef ir breytzt mjög mikið síðustu 40 árin. Korn- og kartöfluneyzla hefir farið tiltölulega minnkandi, en neyzla grænmetis og ávaxta aukizt í staðinn. Neyzla á salati alls kon- ar, gulrótum, káli o. fl. eykst óð- um. Appelsínur sigra eplin. Hver Bandaríkjamaður borðar árlega sem næst 15 kg. af tómötum og 10,5 kg af höfuðsalti. Mikið er um hraðfrystingu grænmetis og kæli borð og kæliskápar eru komnir í fjölda matvörubúða. Talið er vestra að aðeins 25—30% af doll urum kaupendanna komist alla leið til framleiðenda. Hin 70—75% ganga til millilið- anna þ. e. sölu, vörumeðhöndlunar og flutninga. Þetta leiðir til þess að hinir efnaðri kaupa meira af hinu holla grænmeti, en hinir fá- tæku. Framleiðendur reyna auðvit að að annast sölu og dreifingu að nokkru sjálfir til að losna við milli liðakostnaðinn, en við marga erfið leika er að etja. Hin mikla sam- keppni styður að aukinni vöruvönd un við sjálfa ræktunina og allan umbúnað og flutning vörunnar. Mikið af ávöxtum er kælt fljótlega eftir uppskeruna. Kartöflur erut víða seldar þvegnar í plastpokum og jafnvel vaxbornar utan o. s. frv. Auðvitað verða vörurnar dýr- ari með öllum þessum lystilegu að gerðum, en jafnframt útgengi- legri. Á markaðstorgum er hægt að kaupa t. d. kartöflur o. fl. ó- (Framhald á 5. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.