Tíminn - 23.11.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.11.1957, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, laugardaginn 23. nóvember 1957 Útgefandl: Framsóknarflokkurinrt Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn ÞórarimwcB (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu. Súnar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 1232S Prentsmiðjan Edda hf. Baráttan viS kommúnismann víkur enn fyrir þjóðníðinu í Morgunblaðinu MORGUNBLAÐS-ritstjór unum er það svo xnikið í mun, að rægja þjóðina út á við og reyna að koma 1 veg fyrir, að íslendingar fái erient lánsfé, að þeir kunna sér livorki hóf né rétt ráð. Undanfarna daga hafa þeir glennt róg sinn yfir forsíðu Morgunblað'sins með stærsta letri. í gær er handagangilr inn í öSkjunni enn svo mik- ill, að þeir hola heimspóli- tískri frétt, um leyniráðst. kommúnista — sem þeim hefði áreiðanlega einhvern tíma þótt matur í og efni í þversíðufyrirsögn, niður í horn, með lítt áberandi letri, til þess að geta helgað for- síðuna þjóðarróginum að öðru Iejdi. Mbl. telur sig framvörö mikinn í barátt- unni gegn kommúnistum, en það hefir þó komið enn einu sinni í ljós, svo að ekki verður um villzt, að það er í augum Ihaldsins miklu mikiisverðara að rægja heið ur og lánstraust af þjóðinni ef möguiegt er. Það gerðist sem sé hliðstæð saga í gær og þegar Mbl. stakk fregn- inni um Poznan-óeirðirnar undir stól fyrsta dag, af því að Ólafur og Bjarni voru að biðla til kommúnista um stjórnarmyndun þá dagana. ÝMSIR HAFA haft orð á því síðustu dagana, að að- farir íhaldísforingj anna og Mprgunblaðsins væru með þeim endemum, að engin hliðstæð dæmi fyndust um það í stjórnmálasögu íslend inga, né að nokkur stjórnar- andstöðuflokkur, í lýðfrjálsu menningarlandi mundi telja sér sæmandi að haga sér þannig, ef hann vildi halda heiðri sínum. Slíkir flokkar gæta þess jafnan vel, hve hörð sem gagnrýni þeirra er á stjórnarstefnu og stjórnar störf, að standa með þjóð sinni. Þeir vita, að annars myndu þeir uppskera fyrir- litningu alls viti borins fólks. EN ÖÐRU máli gegnir um íslenzka Sjálfstæðisflokk inn. Stjórnarandstaða hans hefir frá upphafi verið byggð á því að verulegu leyti að rægja þjóðina alla út á við, veikja traust hennar eftir mætti, gera hana sem tor- tryggilegasta í augum ná- granna- og vinaþjóða, Þessi rógsherferð hefir gengið svo langt, að Sjálf- stæðismenn eru komnir í full komna sjálfheldu. Það er sama hvar íslendingar hafa leitað fyrir sér um lán, það heitir landsala, betl eða þjóð svik. Nú er upptalningu þeirra svo komið, að þeir eru búnir að draga í þann flokk landa, sem óhæfa þyk- ir að taka lán hjá, svo að segja öll lönd í vestri, austri og suðri, á norðurhveli jarð- ar, og þar með þau lönd, sem þéir lýstu yfir sjálfir fyrir kosningar, að þeir vildu taka lán hjá, svo sem V- Þýzkaland. Nú er það viðurkennt af Sjálfstæðismönnum, að ís- lendingar þurfi að taka lán til framkvæmda sinna, og það ætluðu þeir sjálfir að gera, samkvæmt eigin yfir- lýsingu fyrir kosningar, ef þeir stæðu að stjórn. En þeg ar svona er komiö, þá liggur það öllum viti bornum mönn um í augum uppi, að Sjálf- stæðismenn skulda þjóöinni upplýsingar um það, hvar í heiminum megi leita eftir lánum, án þess að’ það kallist landsala, betl og þjóösvik. EN FYRST Sjálfstæðis- menn hafa slík orð um eðli- legar lánaumleitanir rikis- stjórnarinnar, er vert að þjóðin rifji upp, hvaða hátt- ur var hafður á lánaumleit- unum þeim, sem Ólafur Thors hældi sér mest af fyrir síðustu kosningar. Hvernig bar hann sig að? Það var ein mjesta kosningabeita Ólafs fyrir kosningarnar, að hann hefði leitað eftir 400 millj. kr. láni í V-Þýzkalandi og taldi sig hafa fengið vil- yrði fyrir því, fyrir sérstakan velvilja og yersónuleg af- skipti dr. Adenauers. Sem sagt. Ólafur sagði með þessu, að hann hefði farið á fund Adenauers og beðið hann um lán, ekki í nafni heiðarlegr- ar, skilsamrar þjóðar með sjálfsvirðingu, ekki á þann hátt, sem sjálfstæð þjóð leit ar til annarrar á venjuleg- an hátt í þessu efni, án undir mála eða beiðni um miskunn semi, heldur eins og þurfal- ingur, sem biður sér miskunn ar og hjálpar. Ólafur lýsir sem sé yfir, að hann hafi beðið dr. Adenauer að sjá nú aumur á sér og þjóöinni, hjálpa í neyð og gera það sem persónulegan greiða að lána féð. Og Adenauer á svo, að sögn Ólafs, að hafa vikn- að og sýnt honum þá misk- unn að gefa hlyrði um lánið. Og svo kemur Ólafur fram fyrir þjóð sína, slær sig til riddara og segir henni, að hún hafi fengið lán, en ekki á sama hátt og sjálfstæðar þjóðir taka slík lán með gagnkvæmri virðingu, held- ur fyrir beiningabeiöni Ólafs og miskunnsemi og persónu- legrar greiðasemi dr. Aden- auers. Ef oddvila erlendrar þjóðar og íslendingum sjálf um hefir nokkru sinni verið svívirðing ger í sama máli, þá er það í þetta sinn, enda er er þetta eina dæmið í allri sögu þjóðarinnar um lána- umleitanir meö þessum hætti. Og hafi íslenzkur for sætisráðherra nokkru sinni farið með betlistaf til ann- arra þjóða, þá er það Ólafur Thors í þetta sinn. Og svo aumkunarverða ætlar hann þjóð sína, að hann hælist um á eftir. ERLENT YFÍRLIT. r u Mexíkó er áhrifamest latnesku Ameríkuríkjanna í aíjijéSamálum New York 17. nóvember. Banclaríki Norður-Ameriku eiga tvö nábúaríki, Kanada að norðan og Mexico að sunnan, sem bæði eru líkleg til þess að eflast mikið á komandi árum. Kanada er miklu stærra að flatarmáli og sennilega enn auðugra frá náttúrunnar hendi, en að íbúatölu er það ekki nema rösklega hálfdrættingur við Mexicó. Mexico hefir nú um 30 1 millj. íbúa, og mun fólksfjöldi vafalaust aukast þar mjög á næstu áratugum. Landið er stórt, 760 þús fermilur, og má enn stórlega færa út og bæta ræktun þar, svo aö framleiðslu landbúnaðarvrara má vafalaust margfalda. Mikil nátt úruauðæfi eru þar í jörðu, sem eru enn ekki hagnýtt nema að litlu leyti, en Mexico er talið eitt námuríkasta land heimsins. Iðn aður er enn tæpast meira en á byrjunarstigi, miðað við það, sem hann getur orðið. Mexico hefir því öll skilyrði tii þess að verða mikið framtíðarland. Við þetta má bæta því, að nátt úrufegurð er mikil og margbreyti leg í Mexrco, svo að landið hefur skilyrði til þess að verða eftirsó-tt ferðamannaland, því að loftslag á hásléttuni þar er líka mjög þægilegt. ÞAÐ gildir nokkuð svipað um Mexico og Kanada, að bæði ríkin fylgja utanríkisstefnu, sem er vin veitt Bandaríkjunum, en er þó í senn óháð þeim. Af Nató-ríkjun um er Kanada það ríkið, sem hef ur sennilega nánasta samvinnu á þingi S. þ. við hin óháðu ríki Asíu og Afríku, og af latnesku Ameríkurikjunum gildir hið sama um Mexico. Mexico tckur iðulega sjálfstæða afstöðu til ýmsra mála og fuiltrúar þess, sem láta til sín heyra hér, blanda sér yfirleitt! ekki í kalda stríðið, heldur leggja áherzlu á jákvæða afstöðu til mál anna. Af þessum ástæðum er því venjulega veitt taisverð athygli, er Mexico hefir að leggja til mál anna. Bersýnilegt er líka að Mexico er áhrifamikið innan sam taka latínsku Ameríkuríkjanna, sem fara mcð ekki færri en 20 atkv. eða einn fiórða hluta at- kvæðamagnsins á þingi S. þ. Þetta sést m. a. á því , að öll Suður Ameríkuríkin standa nú að til lögu um að Mexico fái sæti í af- vopnunarnefnd S. þ., enda þótt búið væri að ætla Brazilíu og Argentínu þar sæti, ásamt þeim ríkjum Suður-Ameríku, sem eiga fulltrúa -í Öryggisráðinu (Kolum bía og Panama). Ástæðan er sú, að Mexico hefir allmikið látið þessi mál til sín taka og leitast við að benda þar á leiðir til mála miðlunar. Vesturveldin höfðu heldur kosið að fá Argentínu en Mexico i ncfndina. VAFALAUST á það sinn þátt í því að skapa Mexico vissa for- ustustöðu meðal latnesku Ameríku ríkjanna, að þar hefur verið betra og öruggara stjórnarfar en í nokkru öðru þessara rikja sein ustu 20 árin. Mexico bjó við mjög óstöðugt og ólýðræðislegt stjórnar far, eins og önnur latnesku Suður- Ameríkurikin hafa gert til þessa Þetta er samskonar „lána- beið'ni" og þegar þurfamað- ur í Reykjavík snýr sér til framfærsluskrifstofunnar og grátbiður íhaldið um hjálp, eða þegar góður íhaldsmaður fer til íhaldsbankastjóra og biður um háajfi víxil út á andlitið og sem pensónulega greiðasemi viö sig. Um þetta ættu Sjálfstæð- ismenn aö hugsa, þangað til Morgunblaðið er búið að benda á nokkur ríki, sem ís- lendingar mega leita lána hjá, án þess að það kallist landsala, betl eða þjóðsvik. Mateos (nema Uraguay), þangað til árið 1934, er Lazaro Cardenas og flokk ur hans, þjóðlegi byltingarflokk urinn (PRI) náðu völdum. Card enas var forseti 1934—40 og reynd ist mjög róttækur umbótamaður. Hann lét skipta stórjörðum milli smábænda og hann þjóðnýtti olíu námurnar, sem voru eign Banda ríkjamanna. llorfði óvinsamlega um samskipti Bandaríkjanna og Mexíco út af því máli um skeið, unz samkomulag náðist um skaða bætur. Cordenas hófst handa um margar aðrar framfarir og endur bætur. Samkvæmt stjónarskrá Mexico má ekki endurkjósa forset ann, en Cordenas réði vali eftir manns síns, er hann lét af for setaembætti ’40, og hefir raunveru , lega ráðið vali forsetanna síðan. | Flokkur hans nýtur fylgis yfir 1 gnæfandi meirihluta þjóðarinnar, , því að bændur og verkamenn fylkja sér jöfnum höndum um hann, og því má segja, að sá mað ur, sem flokkurinn útnefnir sem forsetaefni, sé nokkurnveginn sjálfkjörinn eftir það. Sú venja hefir skapast, að fráfarandi for seti bendi flokknum á eftirmann sinn, en enginn þeirra hefir gert það, án samráðs við Cordenas. Cordenas hefur sig annars ekki mikið í frammi, en vinsæidir lians eru svo miklar, að það, sem hann segir, eru flokki hans einskonar óskráð lög. MJÖG miklar framfarir hafa átt sér stað í Mexico síðan 1934, er Cordenas hófst til valda. Ekki sízt hefur framsóknin verið mikil á sviði alþýðumenningarinnar. Ár ið 1930 voru 60% íbúanna ólæsir en 1950 ekki nema 38% og síðan hefur unnist mikið á. Ekki sízt er erfitt verk að útbreiða lestrar kunnáttu meðal hreinræktuðu Indíána, sem telja um 30% íbú anna. Af íbúunum eru hvítir menn 15%, en kynblendingar 55%. Mikil framsókn hefir einnig átt sér stað á sviði æðri menntunar og lista í Mexico á sama tíma. M. a. hafa hás'kólanum i höfuðborg inni verið reistar byggingar, sem eru talday sérstæð listaverk, þar sem leitast hefir verið við að sam ræma list frá tímum frumbyggja landsins og sjónarmið nútíma- menningar. Verklegar framfarir hafa verið miklar á umræddum tíma í Mexico og hagur almennings batnað véru lega, svo að hann mun sennilega hvergi betri í hinum latnesku ríkjT um Ameríku. NÆSTA sumar eiga að fara fram forsetakosningar í Mexico og gerðist sá atburður nýlega, að núv. forseti gaf vísbendingu um, hvcr ætti að verða eftirmaður I hans. Áður hafði aðallega verið I rætt um þrjú forsetaefni, en for setinn gekk framhjá þeim ölium. Ástæðan var sú, að Cardcnas kærði sig ekki um neitt þeirra, en þau voru öll talin heyra til hægri armi stjórnarflokksins. Fyr ir valinu varð Lopes Mateos verka málaráðherra, sem hvorki hefir verið talinn tilheyra beint hægri eða vinstri armi flokksins. Hann hefir hinsvegar unnið störf sín sem ráðherra á þann veg, að Cordenas hafði öðlast traust til hans, en hægri menn fiokksins hafa talið óhyggilegt að risa gegn honum. Fullvíst þykir þri, að Mateos verði kosinn forseti Mexico í kosningum þeim, sem eiga að fara fram næsta sumar. Ilinn væntanlegi forseti, Lopez Mateos, er 47 ára gamall. Hann er lögfræðingur að menntun og vann fyrir sér sem kennari við barnaskóla meðan hann stundaði háskólanám. Hann hóf afskipti sín fyrst af stjórnmáium 1929 sem sósialisti, en gekk síðar í flokk Cordenasar. 1946 var hann kos- inn á þing og 1952 skipulagði hann kosningabaráttuna fyrir núv. forseta, Ruiz Cortines. Eftir að Cortines tók við forsetastörfum, var það eitt fyrsta verk hans að gera Mateos að verkamálaráð- herra. Mateos hefir getið sér mik in orðstír sem sáttasemjari milli verkamanna og vinuveitenda og er sagður hafa unnið sér traust beggja. Hann er starfsmaður mik ill. Vinnudag sinn byrjar hann oft ast kl. 5 að morgni og vinnur allflesta helgidaga. Hann er kvæntur maður. Ilann notar ekki stjórnarbifreiðar, heldur ekur sjálfur litlum Fiatbíl, sem hann á. Kunnugir menn telja, að Mat eos sé líklegur til að reynast ötull og farsæll forseti og framfarir munu því halda áfram að eflast í Mexieo í stjórnartíð hans. Þ.Þ. GULLBRUÐKAUP œ mmm • ■ Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin vík. Þau eru taœöi ennþá vel ern og Steinunn Gisladóttir og Páll Jóns- fer Páll dag hvern til vinnu. Heimili son, innheimtumaður1 hjá tollskrif þeirra er núrta að Nóatúni 26. stofunni. Þau hafa allan sinn búskap TÍMINN óskar þeim til hamingju búiö á Seltjarnarnesi eða Reykja- með þennan merkisdag í lífi þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.