Tíminn - 29.11.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1957, Blaðsíða 6
6 T f MI N N, föstudaginn 29. nióvenibtr 1957. Útgefandi: Framsóknarflokkorlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu vifS Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302,'l8303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323 Prentsmiðjan Edda lif. Samkvæmt fyrirf ramgerSri áætlun FYRIR NOKKRU lýsti Morgunbla'ðið því yfir, aö ríkisstjórn íslands væri „fjandsamleg“ Atlantshafs- bandalaginu. Um svipað leyti hófust rógskrifin út af láns- fjármálunum. Daginn eftir aö þau birtust hér, var fariö aö prenta ófrægingarskeyti íhaldsins í erlendum blööum. Þegar litið er yfir þetta starfssvið íhaldsins þessa síðustu daga, dylst ekki, að þessi atriði öll stíga ekki fram í þessari röð af tilvilj- un. Þetta ber allt svipmót fyrirframgerðrar áætlunar. Augnablikið er heldur ekki valið blindandi. Fyrir liggur yfirlýsing fjármálaráðherra um að íslenzka ríkið vinni að þvi að fá erlent lánsfé til að kallandi framkvæmda. Þess ara lána er leitað í Vestur- Evrópu og Ameriku eins og áður; fyrir dyrum stendur fundur Atlantshafsráðsins í París. Þar eru mikilvæg sam skiptamál Atlantshafsrikj- anna á dagskrá. Meðal ann ars hvemig megi enn frekar en orðið er efla efnahagsleg, pólitísk og' menningarleg sam skipti þeirra landa, sem í bandalaginu eru. En allt síð an utanríkisráðherranefndin (vitringamir 3) skilaöi áliti á s. I. ári, hefir verið rmnið að auknum samskiptum á l>essum vettvangi. Síðustu at burðir á sviði heimsstjórn- málanna hafa svo sannfært forustumenn vestrænna þjóða um að flýta þurfi raun hæfum aðgerðum í þess- um innbyrðis samstarfsmál- um þjóðanna, og eyða ágrein ingi. Er ljóst, að verkefni Parísarfundarins er að öðr- um þræði þessi mál, þótt hin hernaðarlegu vandamál séu sem sakir standa meira á orðl í blöðum. ÞAÐ er við þessar ástæð ur, sem Morgunblaðið brígsl ar ríkisstjórninni um „fjand skap“ við Atlantshafsbanda lagið og reynir að skapa tortryggni í garð íslands er- lendis með ófrægingarskeyt unum. Á hinn bóginn er sleitulaust unnið að því að skapa tortryggni hér heima fyrir í garð Atlantshafsbanda lagsins og stöðu íslands inn an þess. Þannig á að gera rík isstjórninni erfitt fyrir að taka fullan þátt í því aukna samstarfi lýðræðisríkj anna, sem á dagskrá er. í STOFNSKRÁ Atlants- hafsbandalagsins er tekið fraim, að unniö skuli að því að eyða ágreiningi í milli bandalagsþjóðanna á sviði efnahagsmála ogsamkeppni, og stuðlað skuli að efnahags legu samstarfi í milli ein- stakra ríkja innbyrðis og í milli allra þátttökuríkjanna. Aukin áherzla á þessi mál var undirstaða álitsgerðar utan rikisráðherranefndarinnar og síöan hún kom fram, hefir þetta samstarf verið eflt á marga lund. Það væri því ekkert nema eölileg þróun, að þessarar stefnu sæust merki í samskiptum íslands og annai'ra Atlantshafsþjóða og auðveldara en ella reynd ist t. d. að fá eðlileg lán hjá þeim þjóðum, sem aflögu- færar eru. En það eru ein mitt þessi úrslit, sem Morg- unblaöiö og formaður Sjálf- stæðisflokksins reyna að rægja. Þau heita fyrirfram „betl“ og „samskot" og eru bendluð við landssölu og pólitísk skilyröi. Þannig er unnið að því að eitra hugi manna fyrirfram gagnvart þeirri þróun mála, sem þeg ar er orðin í samskiptum Atlantshafsrikjanna og á vonandi eftir að eflast enn verulega. Um það þarf ekki að deila, að það er styrkur fyrir ísland að eiga kost á nánara samstarfi í efna- hags- og menningarmálum við þjóðir Atlantshafsbanda lagsins. En skrif íhaldsblað- anna og ræður foringjanna og símskeytasendingar þeirra úr landi, miða að því að vinna þessari þróun tjón og þar með málstað íslands og aðstöðu hins frjálsa heims. Með þessum aðför- um hefir forustulið Sjálf- stæðisflokksins beinlínis- svikið þá utanríkisstefnu, er flokkurinn þóttist berjast fyrir allt fram undir Húsa- fellsfund. ÞESSI svik sjást e. t. v. bezt á því, að nú er rússn- eskur áróöur um samskipti íslands og Bandaríkjanna ekki aðeins gjaldgeng vara í Morgunblaðinu, heldur er beinlínis tekið undir hann og að því látið liggja að frem ur muni vansagt en ofsagt. En upp á þessi undur hef- ir þjóðin horft að undan- förnu eftir að hófst samspil Bjarna Benediktssonar og Tamöru Ershova í Moskvu í skrifum hér og þar um þessi mál. Út á slíkar brautir get ur pólitísk heift leitt kapps- fulla menn. En þótt þeir séu þar orðnir að athlægi, og allir landsmenn hljóti nú orðið að skilja, að valdabrask ararnir eru albúnir aö vaða með rógsmál sín um póli- tiska andstæðinga í útlend blöð, og spilla fyrir íslenzk um málstaði í leiðinni, halda hernaöaraðgerðir á- fram. Morgunblaðið hefir að vísu hörfað í bili. En vafa- laust er það allt „samkvæmt fyrirframgerðri áætlun" og ófrægingarstríðið færist aft ur í aukana með nýjum degi. Afíabrestm* og afkomulsorfur Upp úr skýrslu þeirri, er birt var að loknum fundi útvegsmanna, gnæfir sú stað reynd, að staða útvegsins, útflutningsverzlunarinnar og þjóðarbúsins í heild er erfið ari nú en ætla mátti að hún yrði, er ríkisstjórnin gerði Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Gagnkvæmt trúnaðartraust Átiants- hafsríkjanna er helzt til reikult Mismunandi stjórnmálasteína í ýmsum heims- hlutum er helzta orsökin, en Parísarfundurinn ætti atS mitJa atJ samræmingu Það er lýðum Ijóst að inn- an AHantshafsbandalagsins (NATO) ríkir kreppa að því leyti að gagnkvæmt trúnað- artraust aðilanna er reikult. Þessi kreppa á sér nokkurra ára aðdraganda, en aldrei hefir hún verið augljósari en síðan gerfitunglin rússnesku hófu för sína um himingeim- inn, — en sá atburður sýndi svart á hvítu að Ráðstjórnar- ríkin standa Bandaríkjunum talsvert framar í eldkólfa- smíði og þar með í kapphlaup inu um hervæðingu. Sú spurning Iilýtur að vakna, hvers vegna fór að bóla á tor- tryggni meðal aðildarríkja NATO löngu áður en gerfitunglunum var skotið á loft. Að mínu viti hljóð- ar svarið á þá lund, að strax við stofnun A-bandalagsins var ekki hirt um að ganga frá ýmsum mik- ilvægum vandamálum, sem síðan hafa vaxið og orðið þröskuldur í vegi fyrir samvinnu þjóðanna. Við verðum að hafa í huga, að A-bandalagið eru varnarsamtök allra þjóða vestan járntjalds, nema Sviþjóðar, Sviss, Austurríkis, ír- lands og Spánar. Alsír er aðili að bandalaginu sem hluti af Frakk landi. Bandalagið miðar að því að hindra hernaðarárásir gegn ákveðnu landssvæði, sem afmark- j að er á landakortinu. í því er ! varhugaverð hætta fólgin, að ' bandalagið tekur enga afstöðu til mála í öðrum heimshlutum — svo sem Austur-Evrópu, Miðaust- urlöndum, fjarlægari Austurlönd- um, Suður-Asíu eða Afríku. Misjafnir hagsmunir. Samt sem áður á næstum því hvert einasta stórveldi í A-banda- laginu hagsmuna að gæta utan þeirra landamæra, sem tákna endimörk Atlantshafsrikjanna á opinberu korti. Sum þessara stór- velda álíta jafnvel þessa hagsmuni lífsnauðsynlega. Tökum t. d. hags- muni Frakka í Norður-Afríku. Öll V-Evrópa byggir afkomu sína á olíu þeirri, sem fæst frá Mið-Aust- urlöndum. Bandaríkjamenn eiga hagsmuna að gæta í Kóreu, Japan og Formósu. ( í þessu er fólgin meginorsökin að misskilningi þeim, sem ríkir innan A-bandalagsins. Hvert stór- veldanna fyrir sig hefir tilhneig- ingu til að álíta að því beri að vænta styrks frá hinum í þeim erjum, sem það á í utan endi- marka bandalagsins, hvort sem bandalagsríkin eigi þar beinan eða óbeinan hlut að máli. Bandaríkja- mönnum finnst bandalagsríkiíl hafa ekki verið heilshugar í stuðn ingi í erfiðleikum þeim, er þeir eiga í varðandi Kóreu og Formósu eða gagnvart Kína og S. Þ. Sams konar tilfinningar bera Frakkar í brjósti til okkar vegna þess að þeim finnst, að bandalagsríkin hafi ekki fylgt þeim að málum deilum þeirra við Norður-Afríku- búa. Margir Bretar eru einnig sömu skoðunar og Frakkar að við höfum ekki lagt fram lið okkar í bandalaginu sem þessi tvö ríki mynduðu í Súez-deilunni í fyrra. Togstreitan Þessi hagsmunatogstreita hefir átt mikinn þátt í því að ala á tor- tryggni og sérdrægni milli aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins. Tvenns konar efasemdir ala á tor- tryggninni: Annars vegar óttinn við það, að við mundum draga Evrópu inn í stríð, sem brytist út í Asíu, hins vegar, hvort hægt væri að reikna með okkur á öld fjarstýrðra flugskeyta, hvort við mundum reyna að verja t. d. Vest- ur-Berlín og eiga þannig á hættu toríímingu New York og Detroit. Þannig er í stórum dráttum eðli þeirra vandamála, sem liggja fyr- ir fundinum í París í næsta mán- uði. Er Atlantshafsbandalagið ein- göngu varnarsamtök bundin við Vestur-Evrópu eina? Eða myndar Atlantshafsbandalagið kjarnann í þeirri heimsfylkingu, sem vinnur að því að stennna stigu við komm- únismanum? Það getur orðið erf- itt að svara þegsum spurningum í fyllsta einlægni; stefna NATO- veldanna hefir hingað til verið sú að leysa hvert vandamál út af fyrir sig á hverjum tíma. Hver mundi afstaða smáríkis? Stórveldin innan NATO vita ekki, og hafa ekki talið það í sín- um verkahring að vita, hvernig íslendingar t. d., sem eru aðilar að bandalaginu, mundu bregðast við, ef bandalagið færi út í styrj- öld til varnar íran, sem ekki er í bandalaginu. Við eigum skyldur að rækja við íran. En hvaða skyld- ur hafa íslendingar að rækja í íran? Við skulum vona hið bezta sam- kvæmt þeirri meginreglu, að stefnan skuli ekki ráðin með það versta í huga. Ég býst við, að Walter Lippmann ” ekki verði gert ráð fýriF því á Parísarfundinum að þörf-sé á að taka ákvörðun í verstu vándamál- unum. Við megum verðá ártægðir með árangurinn, ef okkúr tekst að auka traust rnánna ‘á 'A-banda- laginu sem varnarsáihtökum V-Evrópu. Leiðin til endurreisnar ' Mín persónulega skoðun, sem ekki er mjög útbreidd, ér sú, að togstreitan, sem á sér stað innan NATO-bandalagsins, muni ríða þvi að fullit -— ekki í náinni íranj- tíð, en í fyllingu tímans'-—- nema því aðeins að stórveldi NÁTO geti komið sér saman um sameiginlega stjórnmálastefnu, sem miði að því að koma á friði og öryggi við Austur-Evrópu og Ráðstjórnarrík- in. Með öðrum orðum:- Ég efast um, að NATO-ríkin geti rekið sam eiginlega stefnu gagrLyart^Asíu og Afríku. En þau. geta. áteiðanlega starfað saman á þeim gnundvelli, að verja Evrópu með aílsherjar samtökum, byggðum á. íjryggi. ráöstafanir sínar til að rétta við hag útgerðarinnar vm s. 1. áramót. Og ástæðan er m. a. sú, eins og skýrslan ber með sér, að meðalafla- magn vélbáts og togara hef- ir reynst minna en áætlað var, og er nú áætlað á næsta ári í samræmi við fengna reynslu. Þetta eru augljósar staðreyndir, og eru endurteknar hér upp úr blaðinu i gær, vegna þess að línubrengl í þessum dálki hafði endaskipti á einni máls grein. Töfraheimor öraefanna. UM ÞESSAR mundir á Ferða- félag íslands 30 ára afmæli. ís- lendingar eru menn félagslyndir ef dæma má af þeim aragrúa félaga sem öll virðast þrífast hið bezta hér á landi. Flest eru þetta þarfafélög, en að mínu ó- liti er Ferðafélagið eitt þeirra sem nauðsynlegast er og þarfast. Það hefir opnað mönnum leið að náttúru landsins, kennt mönnum að meta fegurð og hreinleika ís- lenzkra öræfa. Það hefir opnað nýjan töfraheim þvi fólki, sem er dæmt til að eyða ævidögum sín- um í þröngum skrifstofukytrum, erilsömum verzlunum og skrölt- andi strætisvögnum. Öræfin eru ósnortið land, ævintýraveröld þar sem höfuðskepnurnar búa einar að sínu. Fannhvítir jökla- tindar og dimmblá fjöll gnæfa við himin, þögul og tignarleg, þar finnur maðurinn bezt skyld- leika sinn við guð og náttúruna. Þögnin er rofin af seitlandi lind í klettastíu, grá mosaþemba á svörtum eyðisandi, ber því vitni að lífið heldur áfram endalausu tafli sínu við dauðann. Melgrasskúfurinn harði. ÓBY GGÐIRNAR skarta ekki pálmatrjám og sígrænum lund- um þar sem óvextirnir sliga greinarnar. Island er land eyði- leikans. Og einmitt þess vegna verður manni svo glatt í geði að sjá melgrasskúfinn harða, fá- tæklegt gras, berjast hetjulegri baráttu fyrir tilveru sinni í landi þar sem litskrúðgum blómum er ekki lift. Þar með er ekki sagt, að öræfalieimurinn búi ekki yfir fjölbreytilegum litum og fögrum, ■ý' ^ . - A'V •ftV S hvergi eru litbrigði einmitt fjör ugri en hér, veikustu litatónar njóta sín eins vel og sterkir hreinir litir í fjöllum og hlíðum. Loftið er hreint og tært og út- sýnið gruggast ekki af móðu og mistri svo sem verða vil! á suð- lægari breiddargráðum, þess vegna eiga allir litir hér jafnan rétt. — Fleiri og fleiri íslending- ar bætast í þá fylkingu, sem sækja til öræfanna til að auðga anda sinn. Ferðafélag íslands hef ir á þeim þrem áratugum, sem það hefir starfað, unnið mikið og gagnlegt verk við að leiða fólk upp í óbyggðir og sýna þeim þann töfraheim, sem blasir víð hverjum sem dregur skó af fót- um sér frammi fyrir íslenzkri náttúru. —Ljótur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.