Tíminn - 03.12.1957, Side 5

Tíminn - 03.12.1957, Side 5
T í M IN N, þriðjudaginn 3. desember 1957. 5 Sérstæðasta bókaverzlun landsins á þrjátíu ára starfsafmæli í dag Rætt viS Snæbjörn Jónsson, sem stofnatSi verzl- unina, sem síðan er við hann kennd I dag á sérstæðasta bókaverzl- un landsins þrítugsafmæli. Þa3 er Bókaverzlun Snæbjarnar Jóns- sonar, sem nú er í Hafnarstræti en var áSur alþekkt fyrirtæki, er setti svip slnn á Ausíurstræíi í hornhúsinu austan Hótel Isiands og bar skiltið The English Book- shop. Af tilefni afmælisins hitti Snæbjcrn Jónsson blaðamaður frá Tímanum Snæ- björn Jóns'son að máii í fyrradag og spjallaði stundarkorn við hann um stofnun bókaverzlunar- iiuiar. — Ég opnaði verzlunina 3. des. 1927, segir Snæbjörn, fyrst í tví- foýli við Sigurð Sigurz í Banka- Btraeti 7. Hann hafði ekkert með alit húsrýmið að gera og bauð mér inn. Sigurður var svo góður sölu- mafSur, að ég hefi varla bekkt hans líka. Það rann allt út, sem hann Býndi viðskiptamönnum, og ég naut góðs af því, því að hann seldi líka fyrir mig. Eg man alltaf þegar hann var að selja ensku spilin, en Bleppum því. Með Boga og Craigie að bakhjalli. — En hvers vegna varstu að fitja upp á þessari ensku bóksölu, sýndist þér markaðurinn svona góð ur? I — Nei, það var nú eitthvað ann- að. Fljótt á litið virtist markaður- inn blátt áfram enginn. En hér fengust fáar enskar bækur, og mér, sem hafði kynnzt enskum bókmenntum allnáið, sveið það, að þær skyldu vera íslendingum hálf- lokaður heimur. Hér voru að vísu nokkrir, sem lásu ensku, flestir isjáifmenntaðir, því að ensku- kennsla í skólum var ekki á marga fiska í þá daga, aðeins vísir til hennar en náði harla skammt. En það var Bogi Melsted, sem iagði fastast að mér að koma á fót buð með enskar bækur, og svo Sir William Craigie. Og þessir.j menn létu ekki sitjia við eggjunina eina. Sir William bauðst að koma 1 mér í sambönd við ensk útgáfu- fyrirtæki, og Bogi við dönsk, því að ég ætlaði að hafa á boðstólum bæk- ur írá mörgum löndum. Bogi gekk rneira að segja í ábyrgð fyrir mig, og kom það sér vel, þótt hann þyx’fti sem bétur fór aldrei að bíða tjón við það. Eg fór síðari til Danmerkur til þess að ræða um bókakaup og semja við forlög, og Bogi lét sig ekki muna um að greiða farareyri minn alveg úr eigin vasa. Sýnir í það, hve honum var þetta mikið áhugamál. Þaðan fór ég til Eng- lands og naut þar fyrirgreiðslu Sir Williams. Mælti hann með mér við forlög cg kom því m. a. til leiðar, að Oxford University Press varð umboðsaðili minn í Englandi, og betri fulltrúa getur enginn kosið | sér á þessum vettvangi, bæði að trausti og virðuleik. Sir William ge.kk að vísu ekki í ábyi’gð fyrir í mig, en hann afhenti mér spari- sjóðsbók og bað mig að geyma og grípa til, ef mér lægi lífið á. Til þess kom þó ekki. ’ — En átturðu nokkurt stofnfé sjálfur? — Það var nú harla naumt. Ég átti 20 sterlingspund til að kaupa fyrir í Englandi. Þetta hafði ég unnið mér inn með því að þýða á íslenzku afmælisrit frægs, ensks , firma, sem seldi liingað mikið af • hveiti um þessar mundir. Ég rit- aði 'lika formála, og ritið kom út í vandaðri prentun en er lí’klega i óvíða til hér á landi, ég á að ! minnsta kosti ekkert eintak. Við seinni bollann Óiafur Bergmann Erlingsson Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar hf. hefir bókasýningu í Skemmuglugga Haraldar við Austurstræti. Þar er m. a. sýnd hin íslenzka útgáfa af Ferðabók Henderson. Bogi vissi allt, sem gerðist í bænum. — Varstu lengi í sambýlinu í Bankasíræti? — Nei, aðeins nokkra mánuði. U;n veturinn skrifaði Bogi mér og sagði: Veiztu, að konurnar í Thor- valdsenfélaginu ætla að skipta húsi sínu í Austurstræti og leigja lxorn- ið? Blessaður reyndu að krækja í það. Bogi var nefnilega einn hinna fáu en xnerkilegu manna, sem vita allt, sem gerist í bænum einhvern veginn ósjálfr.átt.. Ég fór til kvenn- anna í Thorvaldsensfélaginu og fékk góða áheyrn, og um vorið opn aði ég bókabúðina þarna á horninu, þar sem hún var síðan allan þann tíma, sem ég rak hana. Búðin var að vísu ekki stór, en þó fullskipaði bókaforði minn ekki margar hillur. Svo vel vildi þó til, að nokkrum dögum síðar fékk ég ailstóra bókasendingu, og varð þá strax búmannlegra um að litast, og síðar varð oft svo þröngt að út af flóði. „Ætli hann verSi ekki að Iækka seglin þessi“? — Þú hefir sett markið hátt í bokavalinu þegar í upphafi? — Já, ég var staðráðinn í því að hafa aðeins úrvalsbækur á boð- stólum, en auðvitað útvegaði ég það, sem ég var beðinn um, hvort sem það var gott eða illt, en það var nær alltaf gott. Ég man það vel, að Sigurður Nordal isagði mér löngu síðar, að hann hefði komið inn í búðina skömmu eftir að ég opnaði, og hefði hugsað með sér er hann hafði litið yfir bæk- urnar: „Skyldi hann ekki verða að lækka seglin þessi síðar“? Satt var það, að þar kom að ég varð að lækka seglin lítið eitt frá því, sem ég ætlaði mér í upphafi, en bókavalið var sarnt alltaf vand- að. Þá var Bjarni glaður. — Eignaðistu ekki fljótt fasta og góða viðskiptavini? — Jú, það rná nú segja. Fjöldi ágætismanna skipti við mig stað- fastlega, og bækurnar gerðu þá marga aö traustum vinum mínum, sem ég minnist með gleði. Það má til dæmis nefna Harald Níelsson, sem ekki naut lengi við eftir það, Ágúst Bjarnason og Ásgeir Sig- urðsson. Þeir lótu sér allir mjög ■annt um að verzlunin gæti starfað. Og ég man eftir Bjarna Sæmunds- syni, sem kom til mín með titil á erlendu vísindariti, sem hann vanhagaði mjög um en taldi þó liitlar líkur til að ég gæti útvegað, bað mig þó reyna. Ég settist niður sama dag og skrifaði pöntun, og með næsta pósti fékk ég bókina. Þá varð Bjarni glaður og undrandi. Eftir það leitaði hann jafnan til mín, ef hann vantaði erlenda bók. Og þeir urðu margir fræði- og vís- indamenn, sem það gerðu, þetta varð að fastri venju. ’Ég hafði þá venju að skrifa ætíð pöntun og senda hana sarna dag, og mér barst hún. Bækurnar komu því oftast fljótlega. „Ég vildi, að hún væri komin til Akureyrar". En það voru fleiri en Reykvík- ingar, sem leituðu til mín. Sigurð- ur Guðmundsson, skólameistari á Akureyri leit oftast inn þegar hann kom suöur. Það voru sólskinsstund- ir. Sá maður vissi, hvað bó'kmennt- ir voru. Hann sagði einu sinni, er hann hafði skoðað bækur um stund í búðinni: „Þessi verzlun er ein fremsta menningarstofnun lar.ds- inis. Ég vildi, að þú værir kominn með hana norður til Akureyrar". Því má nærri geta, að mér þótti vitnisburður hans góður. Mikil bókahjón. Eða þá hjónin á Hallorm-sstað, Benedikt og frú Sigrún Blöndal. Það voru einstök hjón. Bæði lásu mjög mikið, en aðeins úrvalsbæk- ur, hann mest á Norðui’landamál- um, hún á ensku. Bókaval þeirra var eftirbreytnivert. Vegna fjar- lægðar báðu þau mig síðar að velja Kiíjan feiminn viö sjálfan sig. — Stjórnvitringar máia. — Islenzk fráSþæging í Lundúnum. MARGIR heimskunnir stjórn- fást allmargir við skáldskap en málamenn og þjóðarleiðtogar hafa getið sér orð sem listmálarar og mun Churchill þar einna naértæk- ast dæmi. Hann föndrar við liti og pensla í frístundum sínum og segja sumir að myndir hans séu ekki sem lakastar. Eisenhower forseti dútlar einnig við að mála og var það talið til heimsfrétta að hann hafði ofan af fyrir sér, með því að festa liti á léreft þegar j hann veiktist fyrir nokkru. Hér á íslandi höfum við einnig dæminj fyrir okkur. Dr. Magnús Jónsson, j fyrrum ráðherra er landsfrægur j fyrir vatnslitamyndir sínar sem! margar hverjar eru afbragðs vel gerðar og þrungnar lífi og fjöri. j Miklir stjórnmálamenn búa oft' yfir stórbrotinni skapgerð og margir .þeirra eru gæddir sköpun-j arhæfileikum sem bezt koma fram j í starfi þeirra. En örlítil kvísl af! meginánni seitlar stundum til lilið j ar og kemur fram í óvæntri mynd sennilega ber enginn þeirra við að yrkjx atómljóð. Allfrægt er dæmið um píanó- snillinginn Paderewski sem var fremstur slaghörpuleikara á shini -tíð og fór að gefa sig að stjórn- málum í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann náði svo langt að verða for- sætisráðherra Pólla-nds um árabií. — o — Bráðlega kentur út í íslenzkri þýðingu bók Peters Hallbergs lektors uin Halldór Kiíjan Lax- ness og verk hans. Bók þessi mun áreiSanlega vekja geisilega athygli ekki síst fyrir þá sök að þar eru birt fjöldamörg einka- bréf skáldsins frá fyrri tíð, þar sem Iiann ræðir af hreinskilni um sjálfan sig og aðra enda bréf in ekki skrifuð með það fyrir augum að gefa þau út á prenti. Laxness fór nýlega í mikta og Ianga reisu til Indlands. Bað hann Ragnar í Smára, útgefanda bókarinuar þess lengstra orða að gefa bókina út fljótíega eftir burtför hans svo fólk væri al- mennt búið að gleyma henni þeg ar liann kæmi aftur. Svo eitthvað hlýtur bókin að geyma fyrst jafn vel Kiljan er feiminn ... — O — FLESTIR hafa ei-nhvern tíma orðið fyrir því að umboðsmenn sértrúarflokka beria að dyrum hjá þeim og vilja selja þeim guðsorð við vægu gjaldi. Oftast er þetta bezta fólk, sem gengur upp í þeir-ri góðu trú að það sé að frelsa heim- inn undan synd og fári og skilur með engu móti afstöðu þeirra sem skella ‘hurðinni á nefið á þeim. Oft láta þó sértrúarmennirnir ekki setja sig út af laginu eins og eftir- farandi saga sýnir sem kunningi minn sagði mér. Hann var á ferð í Lundúnum fyrir skömmu og varð þá fyrir því að ókunnur maður | stöðvaði hann á götu og ávarpaði þannig er skiljanlegur áhugi mik- hann. Vildi sá enski fá kunningja illa stjórnmálamana á málaralist. minn til að koma á -trúarsamkomu, En sjaldnast hafa þeir nokkuð til sem haldin var þar í nálægu húsi. málanna að leggja í list sinni, þeir, f-ara troðnar slóðir og fylgja við- í urkenndum reglum á léreftinu þótt þeir brjóti nýjar brautir á sviði þjóðmálanna. Ým'sir stjórnmálamenn fást við aðrar greinar listar en málaralist, t. d. má geta þess að Mao hinn kínverski er talinn lipurt Ijóð- skáld. Hann yrkir eftir aldagöml-, um rímreglum þjóðar sinnar og erj því somu sögu að segja um hann; og kollega hans, sem föndi’a við' liti. íslenzkir stjórnmálamenn; og senda þær bækur er ég héldi, að þeim væri ánægja að. Þetta var mikill ábyrgðarhluti og mér var um og ó. Tókst það þó á hendur, eiv sagði, að þau skyldu endursenda i þær bækur, sem þeim líkaði ekki. | Mér var forvitni á þvi að vita,! hvort bækurnar kærnu ekki aftur, J en svo fór, að þau endurscndu aldrei bók. Mér fannst ég hafa staðizt próf og líkaði vel. Þau hjón- in áttu að lokum mikið bókasafn erlendra úrvalsrita. Er nn í góðtim höndum. — Þú seldir nokkuð fljótt? — Já, kannske, en ég var farinn að eldast, og dóttir mín, sem hafði séð um búðina síðustu árin, gifti sig, og ég varð einn. Þá vildi ég ekki hætta á neit-t, og nú er vei’zlun in í góðum höndum, og mér þykir væn-t um það. Ólafur Erlingsson rekur hana í sama anda og áður en í stærri stíl og með nýtízkulegra sniði eins og vera ber, og hefir á boðstólum fjölda úrvalsbóka er- Jendra. I Ferðabók Hendersons. I — Ég hefi heyrt, að út komi bók , í sambandi við afmæ-lið? I — Já, það er Ferðabók Hcnder- sons, sém verzlunin gefur nú út, J og ég hefi þýtt. Það er merkasta (Framhald á 10. síðu). H f! n h i i j j Kunningi minn vildi losna við manninn án þess að móðga hann og tjáði honuin að hann skildi ekki nema lítið eitt í ensku og því til- gangslaust fyrir hann að hlusta á guðsorð á því máli. Englendingur- inn var ekki af baki dotlinn, því hann kvaðst eiga í fórum sínum bæklinga og smápésa, sem falir væru fyrir lágt verð. Ku-nningi minn sagði þá að hann læsi ekkert tungumál sér að gagni nema móð- urmál sitt. Þá spurði Englending- urinn hvað vær móðurmál hans, hann ætti nefnilega í tösku sinni trúmálarit á öllum þjóðtungum. Nú þóttist íslendingurinn mundu sleppa vel og tjáði þeim e-nska af talsverðri drýldni a-ð sennilega gæti ekkert orðið af kaupunum því að móðurmál hans væri ís- lenzka sem ekki væri lesin nema af örfáum hræðum norður á hjara veraldar. En Englendingurinn fór í tösku sína og dró þar upp litinn pésa s-em hann rétti.kunningja mín um sigri hrósandi. Pésinn bar nafnið: „Friðþægingin” og va-r prentaður á Akureyri 1913. Og nú gat landi-nn ekki færst lengur undan að eiga viðskipti við guðs- manninn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.