Tíminn - 03.12.1957, Qupperneq 12
Veðurútlit fyrir Faxaflóa:
Norðauslau kaldi, skýjað.
BarnaskóliáOddeyri tekur senn til starfa
. "■■ ■' ■
■. . ' ■ *■ .m- I ,M> H11I M*-T
Einhvern næstu daga tekur til starfa nýr barnaskóli á Oddeyri. Fram til þessa hefir aðeins einn barnaskóli verið
fyrir allan Akureyrarkaupstað, en nú verða skólarnir tveir, gamli skólinn, sem stækkaður var verulega fyrir
fáum árum, á brún Suðurbrekkna, og svo hinn nýi Oddeyrarskóli, sem er með nýju sniði, ein hæð. Skóla-
stjóri Oddeyrarskólans er Eirikur Sigurðsson.
Krist ján Sigurðsson opnar málverka-
sýningu í Sýningarsalnum
Fyrsta einkasýning Kristjáns, en hann er 65
ára a<$ aldri og sá ekki málverk fyrr en hann
var orÖinn nær þrítugur
Kristján Sigurðsson heitir listmálari sem opnar sýningu
í dag í Sýningarsalnum á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis.
Þetta er fyrsta einkasýning Kristjáns og mun ekki sízt vekja
athygli fyrir þá sök að listamaðurinn er kominn til ára
sinna, fæddur í Stafholtstungum í Borgarfirði árið 1892.
Hann skýrði fréttamanni Tímans svo frá að hann hefði ekki
séð málverk fyrr en hann var orðinn nær þrítugur að aldri.
Kristján sýnir rúmlega 20 olíu-
málverk, allar natúralistískar og
mun þetta vera fyrsta sýningin
þess eðlis, sem Sýningarsalurinn
gengst fyrir. Piestar eru myndirn-
ar landsíagsmyndir en einnig hefir
Kristján valið sér að yrkisefni
liús og götur í höfuðstaðnum og
loks eru fáeinar stillebens-myndir.
Kristján sagði svo frá að hann
hefði á tímabili reynt fyrir sér
sem abstrakt-málari en horfið aft-
ur að gamla stílnum og málar nú
eingöngu natúralístískt. Hann
kveðst þó kunna vel að meta það
sem bezt er gert á sviði abstrakt-
listar.
Einn af stofnendum
myndlistarskólans.
Kristján hefir lítillar tilsagnar
no'tið í listinni. í ungdæmi lians
þekktust ekki myndir né málverk
og listmálarar voru fjarlægt og
þokukennt hugtak. Það var ekki
fyrr en Kristján fluttist til Reykja
víkur sem fulltíða maður að áhugi
hans váknaði á myndlist og naut
fyrstu tilsagnar í skóla þeirra
(Framhald á 2. síðu)
Hússein konungur býðst til að miðla
niálum í deilu Spánar og Marokkó -
Harðir bardagar eru enn háðir í Ifni
NTB—Ammari, 2. des. — Hussein konungur í Jórdaníu
þefir boðizt til að gerast sáttasemjari milli stjórnar Marokkó
og Spánar vegna átaka þeirra, sem orðið hafa seinustu daga
1 spönsku nýlendunni Ifni á vesturströnd Afríltu. Er þessi
spánski landskiki umluktur á þrjá vegu af Marokkó. Bar-
dagar halda áfram, en fregnum ber illa saman, hvorum
veiti betur.
Hússein konungur kallaði sendi-
herra beggja ríkjanna á sinn fund
í dag og tilkynnti þeim, að hannj
vildi gjarnan taka að sér sáttaum- ]
■leitanir. Jafnframt ræddi hann við
tolaðamenn og kvaðst vilja leggja
sitt til að góð vinátta. mætti hald-
ast hér eftir sem hingað til milli
Spánverja og Araharíkjanna.
Bardagi á Saliara.
Fréttir hafa borizt um bardaga
í Sahara-eyðimörkinni. Þar réðust
Marokkóhersveitir á flutningalest
Spánverja. í fregnum frá Madríd
segir, að 16 af árásarmönnunum
hfi verið drepnir en 50 særzt. Blað
í Rabat segir, að skæruliðssveitir
Marokkomanna heyi harða bardaga
við Spánverja um hæinn Sidi Ifni
sem er aðalbærinn í nýlendunni.
Hafi uppreisnarmenn tekið í
notkun stórskotaliðsbyssur, sem
þeir náðu af Spánverjum. Þá séu
spánskar hersveitir innikróaðar í
Tiiicuni-virki og hafi flugvéiar
varpað niður til þeirra skotfærum.
Spænsk herskip iiggja úti fyrir
ströndinni, með liðsafla og her-
■»«■-•-r« *•
. SPAN5K 7,
VESTAFBIKA AL6IER
FRAN5K
/ VeST AFRIKA \
*SI •*.
Kortið sýnir bækistöð Spánverja,
Ifni á vesturströnd Afríku
gögn, en hafa ekki getað lcomið
neinu á land, sökum skothríðar
frá uppreisnarmönnum.
í Madríd er hins vegar sagt að
spánskar hersveitir séu að berja
uppreisnina niður og séu sem óð-
ast að uppræta einstakar skæru-
Iiðasveitir.
Frá skákmótinu
í Texas
Skákmótið í Dallas hófst s. 1.
sunnudag. Fregnir um úrslit í
fyrstu umferð voru óljósar enn
í gær, en samkvæmt skeyti til
upplýsingaþjónustu Bandaríkj-
anna hér, verður það helzt ráðið,
að Friðrik hafi tapað fyrir Yanow
sky frá Kanada. Úrslit virðast að
öðru leyti hafa orðið þau, að
Gligoric og Ewans gerðu jafn-
tefli, en skákir Reshevskis við
Szabo og Larsens við Najdorf fóru
í bið.
I gær átti að tefla sýningarskák
fyrir almenning, og teflir Pal
Benkö þar við Kenneth R. Smith.
í umferðinni í gær átti Friðrik að
tefla við Reshevsky.
Suðurheimsskauts-
farar komast
í hann krappann
NTIí — LUNDÚNUM, 2. des. —
Brezku leiðangzírsnienuirnir,
seni nú eru að brjóstast þvert
suður yfir Suðnrheinisskautið,
liafa orðið fyrir tveim lirollvekj-
andi „óliöppum", sem þó eiidjíðu
bæði betur en við liefði mátt bú-
ast, segir í útvarpssendingu frá
aðalbækistöð leiðangursinanna
við Weddelhaf.
Foringi leiðangursmauna, dr.
Vivian Fuclis heyrði aðeins livell
an brest og áður en hann vissi
af brast ísinn undir dráttarvél-
inni, sem liann ók. I fimm óra-
langar og tawgaspennandi
klukkustundir liékk dráttarvélin
fram af ísbrúninni. Það eina
sem varnaði lienni frá að falla
niður , í jökulsprunguna, var
bandið, sem tengdi saman allar
dráttarvélarnar. Loks eftir mikla
fyrirhöfn tókst að ná dráttarvél-
inni upp á skörina.
Daginn eftir lá aftitr við slysi.
Allar fimm dráttarvélarnar, að
einni undanskilinni, liöfðu farið
yfir snjóhengju, en þá brast luiii
skyndilega ofan í gínandi jökul-
gjána og sást aðeins eftir liring-
iða af lausasnjó. Dráttarvélin,
sem seinust var, sú sama og' ó-
lieppnin elti daginii áður, var
aðcins tvo metra frá jökulbrún-
inni, er liengjan féll.
Eldur í mann-
lausu húsi
Hitinn kl. 18.
Reykjavík 8, Akureyri 5, Tors*
havn 8, Khöfn 5, Londou S, NeW
York 8.
Þriðjudaginn 3. desember 1957.
Vinnumiðlunarnefnd stúdenta óskar þess
að atvinnurekendur og aðrir leiti til hennar
efþörf erámannafla.
Vinnumiðlunarnefnd stúdenta starfar nú af fullum krafti
enda ekki vanþörf á, því stúdentar eru öðrum mönn-
um fremur auralausir og ekki sízt fyrir jólahátíðina.
Vinnumiðlunin hefir nú starfað í 6 ár með góðum ár-
angri og tekizt að útvega mörgum blönkum námsmann-
inum aukaskilding þegar mest lá við.
Nú oru það tilmæli nefndariniiar að atvinnurekendur og aðrir
sem þurfa á mannafla að halda láti nefndina vita, ef þörf er
á starfsmanni. Nefudin liefir aðsetur í skrifstofu Stúdentaráðs í
háskólaiiiun og er til viðtals á þriðjudögum, fimmtudögum og
Iaugardögum kl. 11—12. Síini íiefndarinnar er 15959.
Bandaríkjamenn skjóta gervihnetti
út í geiminn næstkomandi miðvikud.
Flaugin þriggja stiga — Hnötturinn 2 kg
NTB—Florída, 2. des. — Ef veður verður hagstætt og
allt gengur samkvæmt áætlun, mun bandarískur gervihnött-
ur innan tveggja sólarhringa slást í för með rússnesku Sput-
nikunum tveim, sem þegar hafa hringsólað nokkur hundruð
sinnum umhverfis jörðina. í tilraunastöðinni Canaveral í
Flórída stóð í kvöld þriggja stiga eldflaug af Vanguard-gerð
fullbúin tii að leggja af stað út í himingeiminn.
Eldflaug þessi vegur 11 smálest-
ir. Fremst í henni hefir verið
komið fyrir gervihnetti, sem að-
eins vegur tvö kíló. Er liann því
miklu minni, en hinir rússnesku
félagar hans, enda mun hann alls
elcki sjást með berum augum, þótt
honum takizt, eins og bandarísku
vísmdamennirnir vona, að komast
út fyrir gufuhvolfið og hefja ferð
sína umliveríis jörðina. í opinberri
tilkynningu segir, að hér sé um að
ræða tilraun til undirbúnings því,
að sendur verði frá tilraunastöð
flotans annar gerfihnöttur og
miklu stærri, eða 8 kg. út í geim-
inn. Er gert ráð fyrir að það verði
skömmu eftir nýár.
Útbúinn senditækjum.
Gervihnötturin er fylltur með
súrefni og parafinolíu. I tilkynn-
ingu hins opinbera segir, að' fyrsti
hluti rakettunnar muni falla í
Atlantshafið um 370 km frá strönd
inni, en annar hluti hennar um
1600 km á hafi úti. Gervihoiöttur-
inn sjálfur er útbúinn tveimur
senditækjum. Verður annaS tækið
búið venjulegri rafhlöðu, en hitt
fær orku frá sex ,,fótósellum‘‘, er
hlaðast af sólarljósinu.
Afla upplýsinga.
Þá segir, að markmiðið sé fyrst.
og fremst að afla upplýsinga um
hversu endurbæta megi eldflaugar
útbúnaðinn og gera hann öflugri.
Einnig megi vænta mikilvægra
upplýsinga um samsetningu hinna
ytri loftslaga og ástand geimsins.
Lærbrotnaði er hann læddist að rjúp-
um, magnyltöflur sóttar í skyndi
AKUREYRI í gær. — S.l. sunnu
dag bar svo við, að ungur maður
sem var að ganga við rjúpur á
Öxnadalsheiði, rann 200 metra nið
ur hjarnfönn í brattri skriðu, lenti
á kletti og lærbrotnaði og marð-
ist einnig illa.
Þetta var Leifur Tómasson,
verzlunanmaður á Akureyri, kunn
ur íþróttamaður. Var hann að
læðast að rjúpnahóp í fjallshlíð-
inni en fór yifir hjarnfönn, skrik-
aði fótur og gat ekki st.öövaö sig.
Þegar hann liafði runnið 200 m.
lenti hann á steini, sem stóð upp
úr hjarninu, og lærhrotnaði en
rann síðan drjúgan spöl enn. —
Félagar Leifs hröðuðu sér í bíl
niður að Bakkaseli til að súna
eftir sjúkrabíl, en urðu að aka
niður að Bægisá, vegna þess að
stöðin þar svaraði Bakkaseli ek'ki.
Slysið varð um klukkan 9 um
morguninn, en vegna þessara tafa
kom læknir og sjúkrabifreið ekki
á staðinn fyrr en kl. 1. Reynt var
að hlynna að Leifi, og sótti einn
félaga hans heitt kaffi, sæng og
magnyltöflur niður að Bákkaseli.
Siðan var Leifur fluttur í sjúkra-
húsið á Akureyri.
ikil aðsókn að Framsóknarvistinni
Um kl. 11 í gærkvöldi var
slökkvilið kvatt að húsinu Skóla-
gerði 6 í Kópavogi. Var húsið
mannlaust, en nágrannar gerðu
slökkviliðinu aðvart. Tók’ um klst.
að kæfa eldinn, sem aðallega var
í gangi hússins. Urðu nokkrar
skemmdir á ganginum. Eldsupp-
tök eru ókunn.
að Hótel Borg annaS kvöld
Að þessu sinni virðist Framsókiiarvistin ekki síður vin-
sæl c' undanfarna vetur. Síðustu daga hefir mikið verið um
aðgönguiniðapantanir á skrifstofu Framsóknarfélaganna og má
því búast við að' færri komist að en vilja.
Eisis og áður hefir verið auglýst vcrður vistin að Hótcl
Borg (inng. suðurdyr). Húsið verður opnað kl. 8, en sezt að
sniluniun kl. 8,30. Þegar að spilunum loknum verður úthlutað
vönduðmn verðlaumim til þcirra, sem flesta slagi hljóta.
Síðan niun sr. Árilíus Níelsson flytja ávarp.
ITjálmar Gíslason skemmtir með' eftirhermum o. fl. og að
því loknu verður dausað' til kl. 1.
Fráteknir að'göugumið'ar þurfa að sækjast á skrifstofu
Framsóknarfélaganua í Edduliúsinu (símar 22038 og 15564)
fyrir Iiádeg'i á mið'vikudag.