Tíminn - 05.12.1957, Page 7

Tíminn - 05.12.1957, Page 7
T í MIN N, fimmtudaginn 5. desember 1957. 7 FréttamaSur blaðsins átti fyrir skömmu viðtal við þrjá gamla Hornfirðinga, sem nú eru búsettir á Höfn, hafa átt þar heima um margra ára skeið og sett svip á bæinn. Sigurjón Jónsson, oddviti Hafnarhrepps, slóst í för með j undirrituðum. Við höfðum Settu svip á bæ og hérað; byggðu, ýttu bát úr vör og hýstu ráðherra s „Tréklossann rak npp á Horm' ákveðið að byrja á því að heimsækja Jón Eiríksson, fyrrverandi hreppstjóra að Volaseli í Lóni, en hann er nú starfsmaður sláturhússins á Höfn. „Þá vorn engin akiygi tiF' JÓN EIRÍKSSON — Láttu það koma Jón Eiríksson er fæddur 1880. Hann bjó í Volaseli frá 1913 til 1947, en flutti þá til Hafnar. Mér skildist á Sigurjóni, að gamli hrepp stjórinn hefði komið við sögu þorpsins áður en hann flutti þang- að búferlum. — Þú ættir að spyrja hann um grjótið, sem hann flutti í grunn fyrstu húsanna hér í þorpinu, sagði Sigurjón á tröppunum, áður en við gengum inn í hús Jóns Eiríkssonar. — Ég var þá vinnudrengur hjá Þorleifi, alþingismanni á Hólum, sagði Jón, þegar við fórum að spyrja hann um grjótið. — Þorleifur tók að sér verkið fyrir Óttó Tulinius, en hann flutti verzlun sína hingað frá Papós vor- ið 1897. Grjótið var flutt hingað veturinn áður; var tekið uppi í klettum í Eystri- og Syðri-Töngum hérna fyrir innan, látið renna nið- ur á ís og flutt á sleðum yfir gjána að bakkanum hérna fyrir austan. Grjótinu var svo lyft upp á bakk- ann og safnað í hrúgur, og um vor- ið var' það nctað í grunn verzlun- arhússins og fyrstu íbúðarhúsanna hér á Höfn. — Ég var þá seytján ára og notað ur bara til að teyma hesta, segir Jón og dregur við sig setninguna, og manni dettur í hug, að hann hafi einhvern tíma snert á steini. — En þá voru engin aktygi til. Við lögðum hnakka á hestana og búndum taug framan við hnakk- kúluna; svo var reyrt framan við bringukollinn og þar voru einhverj ar lykkjur og taug úr iivorum sleðameið bundin í þetta. Ef slitn- aði aftan úr, — þá þurfti að girða upp á nýtt. Ég var við þessa flutninga hálf- an mánuð eftir áramót. Kaupið? Ein króna á dag. Unnið alveg myrkranna á milli — byrjað snemma og hætt seint. Fimmtán, sextán árum seinna voru borgaðir tuttugu og fimm aurar á klukku- stund við sláturhúsið hérna. Þá sögðu þeir: „Annað hvort að mað- ur vinni, þegar maður fær svona kaup“. Jón var sláturhússtjóri á Höfn í 37 ár og enn vinnur hann í slátur- húsi. — Þetta voru bölvuð vandræði áður en sláturhúsið komst upp. Þá skáru þeir kindurnar úti, alls stað- 'ar hingað og þangað, þar sem þeir fundu þurran blett. Bóndi á Mýr- unum skar einu sinni margar kind- ur að kvöldi og lét liggja yfir nótt- ina, svo var farið innan í um morg- uninn. En svo kom sláturhúsið. Það var endurbyggt 1947 og nú getum við lógað sex hundruð á dag. Við Sigurjón búumst til að ikveðja Jón, en stingum upp á því, I að við tökum mynd af honum að Iskilnaði. Jón féllst á það og sett- list í hægindastólinn sinn og and- ilitið, sem áður var glettið og lif- j andi, varð stirt og alvarlegt á svip- j inn. — Þetta er ekki sá Jón Eiríks- ison, sem við þekkjum. sagði Sigur- jón. Þú æílar að verða svo hátíð- lcgur. j — Segðu þá einhvern brandara, Sigurjón. Ég mundaði vélina. — Láttu það koma, sagði Jón Eiríksson og hláturinn brauzt fram a andlitinu. Sigurður Ólafsson, fyrrverandi Björgvin fyrsta 1917. Happafleyta. útgerðarmaður og núverandi flug- Björgvin var átta tonna og þótti aígreiðslumaður á Höfn, sat í stól þá mikill bátur. Ég fór á honum sínum, þegar við Sigurjón komum marga túra, bæði austur á firði og að heimsækja hann. Sigurður er til Vestmannaeyja. Þá voru glæfra- þéttur á velli og mikilfenglegur, logar ferðir fyrir utan ósinn og hefir sterka og breiða rödd, sem kom fyrir að bátar götuðust í lend- heyrzt hefir gegnum brim og boða; ingu. Einu sinni fórum við austur og hlátur, sem hrist hefði sjálfa á firði með garðmat. Versti túr, Jeríkóborg til grunna. Það var ver-1 sem ég man eftir. Við tókum vör- ið að hringja til Sigurðar og spyrja ur fyrir kan>félagið til baka •— hann um ýmsa böggla, sem áttu að matvöru í lest og kol á dekk, koma með flugvélinni. Skömmu tuttugu poka — og fengum hann á síðar kom maður inn í stofuna, j okkur í ósnum. Sex pokar voru eft- vatt sér að Sigurði og spurði: — | ir á dekki og allar rúður brotnar Þið hafið ekki fengið neitt brenni- í stýrishúsinu. Einn mannanna sást vín með véiinni? — Nei, það er ekki. Því er nú askotans verr, að það er ekki. Sig- urður sló í borðið og hló, svo að undir tók í stofunni. — Hsldurðu að það hafi heyrzt í honum í stýrishúsinu í gamla daga? sagði Sigurjón. — Og þið ætlið að tala um út- gerð? Ég hefi alltaf haldið því fram. að ef ekki er hægt að gera út héðan frá Höfn, þá er það ekki hægt annars etaðar af landinu. Miðin, segirðu? Þetta frá tuttugu mínútna og uppí þriggja tíma stím ekki, þegar við fórum að kanna liðið, en hann lá þá í sinni koju; hafði aldrei sjómaður verið og lét ekki sjá sig. Ég missti tréklossa af annarri löppinni, en hann rak síðar upp á Horni. Föt, sem flutu út úr stýrishúsinu, fóru sömu leið- ina. — Einhvern tíma tók þig út, Sigurður, skaut heimamaður inní. •— Við vorum í fiskiróðri, þegar mig tók út. Það var í vondu veðri við Hvanneyjarsker. Ég var úti og stýrði með snæristaumum, en þeir slitnuðu og ég flaut út. Ég var þá í sundvesti, sem ég keypti hjá Ellingsen; þótti það svo askoti hlýtt. En vestið bjargaði; ég flaut 4 því. Mótorinn var stopp, en þeir réttu mér hakann og skökuðu mér ;nn. Pumpuðu síðan sjóinn úr lest- inni og héldum heim. — Já, maður hefir oft verið úti í vondum veðr- um og klárað sig vel. Aldan er slæm við ósinn, þungir sjóar, sem koma inn á grynninguna og mæta mótspyrnu. — Taldir af, segirðu? Jú, við höfum verið taldir af, en það fór eins og presturinn í Bjairn- arnesi sagði og hafði það eftir kellingu suður á landi: „Það þýðir skki að segja mér það, að Jón minn sé dauður“. B. Ó. Gestirnir lágu fívers og kruss í húsumim' SIGURÐUR OLAFSSON — Maður hefir oft verið úti í vondum veðrum frá bryggjunni. Við sóttum mikið beint út af ósnum, en loðna var þá veidd inni á firðinum. Ég man eftir einni vertíð, að við beittum aðeins tvisvar, þrisvar siíd — allt annað loðna. En nú er hún horfin af firðinum. Áður var hann alltaf Sko&tna- könnun (Framh. af 6. síðu.) verulega bar sakir þess að þeim hefði verið meinuð skólamenntun. Ófaglærður verkamaður sagði svo: „Eg hefði átt að læra einhverja iðn‘. Miðaldra húsmóðir sagði: „Ég 99 U fullur af fugli, en nú er hún úti á fékk ekki að njóta mín í skóla, miðunum og lætur ekki sjá Sig. Eg mér var ekki leyft að stunda hef alltaf haldið það, að það væri nám.“ Tölurnar hera með sér að verðmæti í loðnunni. Við átum f fimm löndum af þeim tólf þar hana soðna og steiktum hana eða s6m athuganir fóru fram, er veru Guðni Jónsson er elzti starfsmað- ur kaupfélagsins á Höfn. Guðni er fæddur 1878, en flutti til Hafnar 1907 og hefir búið þar síðan. Hann er nú umsjónarmaður í pakkhúsi kaupfélagsins. Við hittum Guðna í pakkhúsinu innan um háa stafla af mélpokum. Hann er lágur vexti og hýrleitur, kvikur í hreyfingum og ber aldur- inn vel. Guðni býður okkur í skrif- kompuna; segir að betra væri að koma heim til sín. — En þið farið nú ©kki að skrifa neitt, er það? — Ég kom hingað í júní fyrir fimmtíu árum, segir Guðni, þegar við förum að ympra á erindinu. —- Og þá yoru aðeins tvö íbúðarhús á Höfn. Ég rak hér skósmíðaverk- stæði eins og á Vopnafirði, þar sem ég bjó áður. Svo fór ég að byggja; setiti þá upp greiðasölu og rák hana lengi. Áður var ekkert gistihús til á Höfn, en mikill ferðamanna- straumur. Einn af fyrstu gestunum var Hannes Ilafstein ráðherra. Var þá hálfbúinn að byggja, en ráð herrann varð að gera sér það að góðu. llann var nú sá fyrsti af þess- um höíðingjum, en siðan hafa þeir gist mig margir. Stundum varð þröngt heima, þegar margir komu í einu. Gestirnir lágu þá þvers og kruss í húsunum á gólfinu. Varð einu sinni að sitja undir tuttugu og tveimur í heila viku. Það voru þýzkir skipbrotsmenn, en bátur þeirra strandaði við Ingólfshöfða. Þá var alltaf fuilt hús af ferða- mönnum, en næturgreiðinn var ekki hátt metinn. Svo byrjaði ég að kasta hér sílanót og ná í beitu fyrir útgerðarmennina. Gat þá ekki lifað, þó að ég hefði þessa greiða- sölu. Sílanótin hjálpaði mér í þrjú ár. Dró fyrir hérna við sandana, una og bragða á lýsinu. Og merki- legt þótti mér, að Haraldur Böðv- ófært að flytja hana. Hann hafði þá tryggt sér flugvél til flutning- anna. — Þú varst að spyrja um bátana mína, hann Björgvin fyrsta og Björgvin annan. Þarna sérðu mynd irnar á veggnum. Ég byrjaði með legur munur á viðhorfi fólks gagn vart lífinu eftir því hvað það hefir notið menntunar í ríkum mæli. Fólk sem ekki hefir áhyggjur af þvi að það sé ekki jafnfærf öðrum í störfum. Prósenta áhyggjulausra: Meðal Beigíumanna: <0 Barnaskólamenntun 54% Æðri menntun 80% Meðal Norðmanna: Barnaskólamenntun 65% Æðri menntun 82% Meðal Brazilíumanna: Barnaskólamenntun 40% ÆSri menntun 53% Meðai Þjóðverja: Barnaskólamenntun 68% Æðri menntun 79% Meðal Frakka: Barnaskólamenntun 58% Æðri mentnun 67% GUÐNI JÓNSSON Selur benzín 09 hákart þar sem flugvöllurinn er nú. Ég hafði strákana mína tvo með mér, þegar við köstuðum í fyrsta skipti. Nótin fylltist — ég hélt að við ætl- uðum varla að hafa það að draga A|dursmunur skiptil. hana. Gaf svo korlunum allt sam- an. engu mali — Hvenær fórstu svo að vinna Það er ekki mikill munur á við hjá kaupfélaginu? horfi fólks gagnvart þessari spurn — Um 1930. Ég var fyrst kjöt- ingu eftir efnum og auði. Jafn- matsmaður, en sé nú um mélvör- margir efnamenn sem fátækling una hérna i pakkhúsinu. Svo hef ar þjást af minnimáttarkennd ég smásölu á garðávöxtum og sel vegna menntunarskorts. Á sama benzín og hákarl. hátt virðist aldur engin áhrif hafa Við þökkum Guðna fyrir samtal- á viðhorf fólks í þessum málum. ið og höldum á fund þriðja manns- (New York Herald Tribune. Einka insj en hann.er Sigurður Ólafsson. rétt á íslandi hefir Tíminn). Á víðavangi T & B í Morgunblaðinu í gær er þessiJ ráðlegging til Tímans: „Þá ætti Tíniinn að láta niður falla skamm irnar um Tamöru Ershova 3 Moskvu“. En svo nefnist friðar- dúfan, sem Bjarni Benediktssoiv tyllti upp á forsíðu Morgunblaðs- ins hér á dögunum. Átti hún a(i undirbyggja rógsskrif Mbl. uni lánsfjárniálin. Þarf frekar vitna við fyrst Tamara segir það? spurði Mbl. En gáði ekki að því að hin auðtrúa kona hafði ekki gert annað en endurtaka komnr- únistaáróðurinn, sem látlaust liefir gengið allt frá 1951. Á þetta hefir verið bent í Tímanum. Þar hafa ekki verið neinar skannnir um Tainöru, Iieldur minnt á hlut- verk Bjarna í þessum leik, En fyrir samstarf T & B er hann nú orðinn einn „sérkennilegasti Rússadindillinn á Vesturlöndum'* að áliti Alþýðublaðsins. „Hættan" frá lands- byggðinni í Morgunblaðinu í gær eru m. a. þessi uminæli úr ræðu á Varð- arfundi: „í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að bæjarstjórn og þingmenn Reykjavíkur beiti sameiginlegunv áhrifum sínum til þess að ráð- stafanir rikisstjórnarinnar til aukins jafnvægis í byggð lands- ins skerði ekki hagsmuni Rcyk- víkinga og þá sérstaklega þeirra, sem lífsframfæri sitt hafa af iðn- aði og sjávarútveg'i. Er rétt að skýra þessa tillögu nokkuð nán- ar. Frá samtökuin iðnrekenda liöfuin við fengið þær upplýsing- ar, að nokkuð sé þegar farið að bera á því, að auðveldara sé a9' fá innflutningsleyfi fyrir vélum til ýmiss konar framleiðslu og fjárfestingarleyfi, ef iðnaðarfyrir- tækin eru staðsett utan Reykja- víkur. Munu iðnrekendur I Reykjavík þegar hafa látið freist- azt af þessum tilboðum, og fíutt atvinnustarfsemi sína úr Reykja- vík. Þó eru hráefnin til iðnaðar- ins fengin í gegnum Reykjavík, og fullunna varan er aftur fiutt til Reykjavíkur til sölu aðallega og nær eingöngu hér. Þetta verð- ur að telja mjög óheillavænlega þróun. Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta vandamál almennt hér, þ.e. það, sem kallað er með slagorði „jafnvægi í byggð lanðs- ins“. í sjálfu sér get ég verið alveg samiuála hagfræðingi Þjóð- viljans í því efni, að þetta só efnaliagsleg fjarstæða.“ Verður þetta birt í ísafold? Enn segir í MbL: „Við ræðum hér um Reykja- vík og hagsmuni Reykjavíkur, þ. e. hreina hreppapólitík. Við þvi er ekkert að gera, að nokkur á- tök eigi sér stað milli sveitar- félaga í ýmsum málum. En þeg'- ar afskipti ríkisvaldsins fara að verða til þess að þróunin verði sú, að iðnaður, sem ella hefði verið staðsettur liér, ef iðnrek- endur hefðu sjálfir mátt ráða, fer að færast burt úr bænum, þá er nokkur hætta á ferðum, sér- staklega þar sem vitað er, að núverandi ríkisstjórn hefir sýnfc það, að hún er ekki sérlega vin- veitt Reykvíkingum og reykvísku atvinnulífi. Ákvarðanir í þessuni efnum kunna að vera gerðar cin- niitt um þessar mundir. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjasfc vel með. Það er of seint að hefja aðgerðir, þegar ný iðnfyrir- tæki hafa verið stofnsett annars staðar, lms byggð og vélar sett- ar niður. Þá verða þau ekki auð- veldlega flutt. Hugmyndin um að koma í veg fyrir liið árstíðabuudna atvinnu- leysi í liinum dreifðu byggðum landsins með því að stofnsetja iðnfyrirtæki þar, sem ómögulegfc er að reka þau með hagkvæmni, er mjög varhugaverð, svo ekki sé meira sagt “ Skyldi þetta verða enduiprent- að í ísafold? Það væri ómaksins vert fyrir fólkið úti um.land aS I fylgjast mcð því.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.