Tíminn - 11.12.1957, Page 1

Tíminn - 11.12.1957, Page 1
41. árgangur. Reykjavík, miðvikudaginu 11. desember 1957. 279. blað. Forsætisráðherra og utanríkisráð- herra farnir á Parísarfundinn Meí ílugvél til Kaupmannahafnar í gærmorgun Viðræður um loft- ferðasamning í gær (10. desember) hefjast í Bonn samningaviðræður um lotft ferðaiaimning milli íslands og Sam bandsjyðveldisins Þýzkalands. í 'samninganefndinni íslenzku ■eru þessir menn: Dr. Helgi P. Briem, ambassador íslano- í Bonn, formaður, Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, Pál) Ásgeir Tryggvason, deildar stjór. i utanríkisráðuneytinu og Þórði.r Björnsson, flugráðsmaður. (Fr'á u ta n rí k i s ráð u ney t i n u). í gærmorgun lögðu Hermann Jónassou forsætisráðheira og Guðmundur 1. Guðmúndsson ut anríkisráðlierra af stað áleiðis til Parísar. Ráðherrarnir fóru með Viscount flugvélinni Gullfaxa til Kaup mannahafnar, og halda þaðan til Parísar til þess að sitja ráðherra fund Atlantshafsráðsins, sem hefst þar í borg hinn 16. þ. m. Þann fund nvunu sitja flestir eða allir forustumenn Atlantshafs- þjóðanna. Ráðherrarnir eru vænt anlegir hetm aftur rétt fyrir jólin. í fjarveru forsætisráðlierra gegnir Eysteinn Jóussou, fjár- málaráðherra störfum lians sem forsætis- og dómsmálaráðherra. Víðtækar ráðstafanir lögreglunnar vegna mikillar umferðar fyrir jólin Bifreiðaumferft beint frá fjölförnustu götum eftir því sem hægt er 1 gær rædclu blaSamenn við lögreglustjórann í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson. Skýrði hann frá ýmsum ráðstöfunum, sem lögreglan gerir til að koma í veg fyrir umferðaöngþveiti nú fvrir jólin. Ráðstafanir þessar eru tvenns konar. Annars vegar takmarkanir á akstri og unurn. MikiJ hætta er alltaf á ferðaaukningar og ættu allir saman við lögregluna urn að reglum í hvívetna. Samkvæmt heimild í 41. gr. lög- reglusamþykktar Reykjavíkur hef- ir veríð ákveðið að setja eftirfar- andi takmarkanir á umferð hér í hænum á tímabilinu 12.—24. des. 1957. Umferð vörubifreiða, sem eru yfir eina smálest að burðar- magni og fólksbifreiða, tíu farþega og þar yfir, annarra en strætis- vagná, er bönnuð á eftirtöldum götuœ: Laugavegi frá Höfðatúni í hins vegar aukin g'æzla á göt- slysum vegna stórfelldrar um- vegfarendur að taka höndum fara gætilega og hlíta settum vestur, Bankastræti. Austurstræti, Aðalstræti og Skólavörðustig fyrir neðan Týsgötu. Ennfremur er öku- kennsla bönnuð á sömu götum. Bann þetfa gildir alla fyrrgreinda daga frá klukkán 1—6 nema 21. des. til kl. tiu og 23. des. til kl. 12 og 24. des. til kl. 2 e. h. Þeim tilmælum er beint til ökumanna að forðast óþarfa akstur um fyrr- greindar gö'tur, enda má búast við að umferð verði beinl af þeim eft- ir því sem þurfa þykir. Wan prins leggur skýrslu um Ung- verjalandsmál fyrir allsherjarþing SÞ Albert Camus Nóbeísverðlaunum úthlutað í gær fór fram afhending Nob elsverðlauna í Osló og Stokkhólmi. í Oslo tók Lester Pearson, fyrrv. utanríkisráðherra Kanada, við frið arVerðlaunum Nobels. Forseti norska stórþingsins afhenti verð launin og kvað Pearson með starfi sínu hafa unnið friðarmálunum mikið gagn. Pearson kvaðst 'líta á verðlaunin sem hvatningu til á- framhaldandi starfa að þeim mál um. Þau væru kanadisku þjóðinni heiður. í Stok'khólmi tók franska slcáldið Albert Camus við hók- menntaverðlaunum Nohels við há tíðlega athcifn. Jafnframt voru af hent Nobelsverðlaun í eðlisifræði, efnafræði og læknisfræði. NATO-þjóðir fá flugskeyti frá Bandaríkjunum Lýsir vonbrigðum með árangurinn New York, 10. des. — Wan prins og utanríkisráðhérra Thailands gaf í dag skýrslu fyrir allsherjarþing S. Þ. um Ung- verjalandsmálið. Lét hann í ljós sár vonbrigði yfir því, að enginn árangur varð af viðleitni hans. Honum var hvorki leyft að koma til Búdapest né Moskva til að athuga ástandiö og ræða við stjórnarvöld. 14. september síðastliðinn álykt- aði ellefta allsherjarþing S. Þ. að Ungverjalandsmálið væri alþjóð- legt vandamál og fól Wan prinsi, þáverandi forseta þingsins að leita eftir samþykki Rússa við ályktun- um þingsins. Þingið krafðist frels- is og stjórnmálalegs sjálfstæðis Ungverjum til handa. Viðleitni prinsins. Hinn 10 október sneri Wan sér til utanríkisráðherra Ungverja og fór fram á mannúðlegri meðferð fanga og uppreisnarmanna, sem biðu réttarrannsóknar. Ennfrem- ur beindi hann þeim tilmælum til ungversku stjórnarinnar, að hún veitti öllum stúdentum jafnan rétt til háskólanáms. Ungverski ráð- hertann svaraði, að þetta væru málefni, sem stjórnin yrði að taka ákvarðanir um í krafti síns eigin valds. Wan prins benti þá á, að æskilegt væri að skiptast á upp- lýsingum og sjónarmiðum og svar- aði Horwath utanríkisráðhei’ra þá, að ef hann vildi setja fram lista með þeim spurningum, sem hann æskti að fá svar við, skyldi hann reyna að sjá til þess, að þær upp- lýsingar yrðu veittar. Óskaði nú prinsinn eftir því að fá að koma til landsins til að halda áfram við- ræðunum, en þá var honum mein- að að koma til landsins og eigi heldur fókk liann svar við spurn- ingum þeim, sem hann bar fram bréflega, þeim var ekki veitt við- taka. Markmiðið, sem ekki náðist. í skýrslunni, sem birt var i dag, segist Wan prins hafa leitazt við að ná fjórum markmiðum: 1. Mann úðlegri meðferð á ungversku þjóð- inni. 2. heimflutningi Ungverja, er Rússar fluttu úr landi. 3. að Rúss- ar færu með her sinn burt úr land inu og 4. frjálsum kosningum í Ungverjalandi. Fréttir í stuttu máli ÚTVARPIÐ i Búdapest tilkynnti seint í kvöld, að Palinkas majór, sem fékk Minzenty kardmála leysan úr haldi meðan uppreisn in í Ungverjalandi stóð yfir í fyrrahaust, hafi nú verið ðæmd ur til dauða og tekinn af Bfi. AMBASSADOR Rússlands í Banda- ríkjanna hefir fært Eisenírovver forseta bréf frá Bulganin for- sætisráðherra. Sagði hann að bréfið væri mjög mikilvægt, kvað það varða NATO og alþjóðleg vandamál, en neitaði að segja, hvert innihald þess væri. Sagði, að það yrði birt í Moskvu bráð- lega. FLUGSKEYTI af óþekktri gerð var Skotið upp frá tilraunastöðinni í Canaveral í dag. Halda menn, að hér sé um að ræða Jupiter- skeyti eins og það sem nota á til að bera gervitungl út í geimmn. HAFINN ER í dag brottflutnirvgur Hollendinga frá Indónesiu með brezkum og hollenzkum f'ugvél- um. Hollendingar sigla tundur- spillum til Nýju-Guineu. Eisenhower fer á Parísarfundinn Washington NTB, 10. des. — ÞatS var tilkynnt opinberlega í Washington í kvöld, að forsetinn mundi fara á ráðherrafund þjóða Atlantshafsbandalagsins, er liefst í París hinn 16. þessa mánaðar. Uppreisnarmenn vinna á í Ifni NTB-Rahat, 9. des. — Að undan teknum bænum Ifni og nokkrum minniháttar svæðum, er spán'ska hjálendan kringum Ifni nú mest- öll á valdi uppreisnarmanna, segir þjóðernissinnablaðið Alam í Mar- okkó í dag. Margir spánskir her- menn hafa fallið og verið teknir höndum. Múhameð konungur hvatiti í dag íbúa Marokkó til að láta fcvergi deigan síga og taka at- burðunum í Ifni með jafnaöargeði, í ávanpi, sem lesið var í útvarp í Marokkó. Konungurin segist nú fást við að reyna að fá viðurkennd á ný hin íandfræðilega og sögulega réttu landamæri landsins. Hann segir einnig að afstaða Marokkó- búa mæti hvarvetna skilningi og velvild. „Kóraninn hýður okkur að framíylgja réttlætinu í hvívitna", segir hann. Konungurinn er nú etaddur vestan hafs. Bifreiðastæði. Bifreiðastöður eru bannaðar á Vesturgötu frá Ægisgötu að Norð- urslíg, Grófinni, Naustunum milli Tryggvagötu og Geirsgötu, Pósthús stræti, Skólavörðustíg' sunnan meg in götunnar, Týsgötu vestan meg- in götunnar og Lindargötu norðan megin götunnar frá Ingólfsstræti að Klapparstíg. í þessu sambandi gat lögreglustjóri þess, að ýms fyr- irtæki myndu lána bifreiðastæði sín og jafnframt yrði unnið að því að útvega bílastæði eins og frekast væri koslur, en um þau vrði getið síðar. Umferð'abann. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti og Aðalstræti 21. des. frá átla til tíu um kvöldið og 23. desember frá átta til tólf. Þeim tilmælum hefir verið beint til for- ráðamanna verzlana, að heir hlut- ist til um, að vöruafgreiðsla í verzl (Framnald á 2. síðu) Frá skákmótinn í Ðallas í níundu umferð á skákmótinu í Dallas gerffu Gligoric og Larsen jafntefli, Szabo vann Naidorf, en skák Friðriks og Reshevsky fór í bið. Staðan eftir níu umferðir mun vera þannig: Gligoric hefir fimm og hálfan vinning, Friðrik finim vinninga og hiðskák, Szaho fimm vinninga og Reshevsky fjóra og hálfan vinning. París 10. des. — Bandaríkin hafa boðið ýmsum meðlimaþjóð- um Atlantsliafsbandalagsins flug skeyti af gerðunum Nike og Honest John. Flest ríkin hafa þegið boðið, þar á meðal Noreg- ur og Danmörk, Frakkland hefir enn ekki tekið ákvörðun. Þau lönd, sein nú síðast liafa tilkynnt j að þau muni þiggja boð þetta, I eru Belgía og Tyrkland. Nike og Honest John eru fjar- stýrð flugskeyti, sem ekki bera kjarnorkusprengjur. Lögð er á það áherzla, að ekki megi rugía þess- I um skeytum saman við stærri ger'ð ! ir, Nike-skeytin eru ætluð til varn- [ ar gegn flugvéium, en Honest Jóhn gegn landher. Herráðsfundur NATO á miðvikudaginn París 10. des. — Hinir fyrstu sendi menn bandalagsþjóða NATO koma til Parisar á miðvikudaginn, er her ráð bandalagsins og fastaráðið ræða um hermála'áætlun bandalags ins fyrir árið 1958. Rætt verður um núverandi ástand landhers, flughers og íflota bandalagsins. Vetni'svopn verða einnig á dagskrá. Fundirnir verða lokaðir, en að minnsta kosti sumt af ályktunum herráðsins verður hirt. Kom undir fullum seglum til Olafs- víkur eftir tólf tíma útivist Vélin bilaÖi skömmu eftir aft hann fór frá Höskuldsey Stykkishólmi í gær. — Jón Guðmundsson, sem fór einn á trillu frá Höskuldsey og' ætlaði til Stykkishólms á laugardag- inn, kom siglandi inn til Ólafsvíkur snemma á sunnudags- morguninn. Hafði vélin bilað og ekki komizt í gang aftur, svo að Jón tók það ráð eftir ítrekaðar tilraunir við að gangsetja vélina, nð setja upp segl og sigla til hafnar. Jón fór frá Höskuldsey um kl. 4 e.h. á laugardaginn. Var hann nýlega farinn áf stað, þegar vél bátsins hilaði. Frá Höskuldsey til Stykkishólnns er um klukkutíma ferð á meðalstórum vélbát. Hins vegar var bátur Jóns lítiM, eitt- hváð um átján feta langur og opin. Rak út fjörðinn. Þegar Jón kom ekki til Styk'kis- hólms, voru skip beöin að huga að honum. Jafnframt fóru tveir bátar af stað frá Styikkishólmi og tveir frá Grundarfirði að leita. Varðskipið Óðinn fór einnig af istað til leitar og hugað var að hátnum frá Skjaldbreið, sem var 'á suðurlei'ð. Þegar Jón hafði bjástr að við vélina í eina fjóra tíma án árangurs, halfði hann rekið nokkuð út fjörðinn. Hvessti nofckuð, þeg- ar á kvöldið leið og mun vindur liafa náð einuim sex stigum í Stykkishólmi. Vindur stóð út fjörð inn og rak Jón töluvert á hátnum. Sigling. Jón kveðst hafa orðið var við Grundarfjarðarbátana, en þeir íóru sinn hvoru megin við hann. Hins vegar gat hann elcki gefíð þeim merki, því honum var Ijóss vant. Hafði hann fyrr um kvöldið gert isér blys og kveikti á því, en síðan hafði vatn komizt í eld- spýtur hans, og eftir það gat liann ekkert Ijós haft uppi. Klufckan átta um kvöldið, þegar sýnt var að vélin hefðist ekki í gang, setti Jón upp segl. Náði hann til Ólafs víkur klukkan hálf fimm á sunnu dagsmorguninn og hafði þá verið rúma tólf tíma í ferðinni. Um tuttugu sjómílur éru frá Höskul-ds ey til Ólafsvíkur. Jón er milli þrítugs og fertugs og hinn vask- asti maður. Hann á heima í Höskuldsey. K.G.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.