Tíminn - 11.12.1957, Side 2
2
1
TÍMI N N, miðvikudaginn 11. desember 1931
Ferðabók Hendersons komin út
í mjcg vandaðri íslenzkri útgáfu
Ein alira bezta feríabók, sem erlendur maíur
hefir skrifatS um ísland
Bókaverzlunin Snæbjörn Jónsson og Co. hefir sent frá sér
í vandaðri íslenzkri útgáfu hina kunnu ferðabók Ebenezer
Henderson. hins skozka guðfræðings, er ferðaðist um landið
þvert og endilangt árin 1814 og 1815 og hafði vetursetu í
Reykjavík. Reit hann síðan ferðabók um ísland og kom hún
út 1818 og var þýdd á ýmsar tungur fijótlega. Snæbjörn Jóns-
son hefir gert íslenzku þýðinguna.
Bók þessi hefir þótt fyrir margra
hlilta sakir ein allra merkasta ferða
lý^ing, sem erlendur maður hefir
gert um ísland og ísiendinga. Sér-
staklega eru þjóðlífslýsingar hans
glöggar og landfræðilegar og jarð-
frjeðiiegar athuganir hans merki-
légar, svo að hægt er að hafa marg
víslegt gagn af nú á dögum til
samanburðar, enda er frásögn hans
taiin einstaklega trúverðug.
Það hefir oft áður verið um það
rætt aðþýða Ferðabók Hendersons
og gefa út á íslenzku, en jafnan
verið talið, að ekki mundi úr því
verða fyrst um sinn, því að bókin
var í senn nokkuð erfið til þýðing
ar og útgáfan dýr, enda er bókin
yfir 500 blaðsíður í þeirri mynd,
sem hún birtist nú, í henni allmarg
ar heilsíðuteikningar og vantar þó
í hana formála og forspjall höfund-
ar. Það mun þó ekki skemma bók-
ina að mun í augum íslenzkra les-
enda, því að hvort tveggja var mið
að við erlenda lesendur.
Utgáfa bókarinnar er forkunnar
vönduð og um nákvæmni þýðingar
innar af hendi Snæbjarnar þarf
vart að efast, og nokkurrar aðstoð-
ar hefir hann notið, þeirra Björg-
úlfs Ólafssonar læknis, Magnúsar
Más Lárussonar, prófessors, Sigurð
ar Þörarinssonar jarðfræðings og
fieiri. Þýðingin öll og neðanmáls-
greinar til skýringar hljóta að
hafa verið mjög mikið verk og
seinunnið.
Fremst í bókinni er greinargott
yfirlit um höfundinn og bókina.
Siðan hefst ferðasagan. Langferðir
Hendersons voru þrjár. Hin fyrsta
um Þingvöll, að Geysi, nroður fjöll
allt til Eyjafjarðar, heimsótti þá
Stefán Þórarinsson amtmann og
Jón á Bægisá. Þaðan austur um
Þingeyjarsýslur, Múlasýslur, suður
um Skaftafellssýslur, Rangárþing,
Árnessýslu og til Reykjavíkur.
Hafði þar svo vetursetu. I aðra
ferðina lagði hann næsta \'or um
Borggrfjörð, Snæfellsnes, kringum
Breiðafjörð og um Vestíirði. Síðla
sama sumars lagði hann í þriðju
langferðina um Þingvöll. Kaldadal,
Arnarvatnsheiði, Hveravelli og of-
an í Skagafjörð til Hóla, þaðan
suður fjöll aftur beinustu leið til
Reykjavíkur.
í bókirini eru allmargar teikn-
ingar af merkisstöðum og eru þær
Ebsnezer trir->ersor.
að sjálfsögðu hmar merKustu. Þá
er þar einnig litprentað íslands-
kort Hendersons, þar sem ferðir
hans eru sýndar. í bókarlok er
stutt grein um náttúruskoðarann
Henderson eftir Sigurð Þórarins-
son og síðan ágrip af sögu íslenzku
biblíunnar, og á það ekki illa við,
þar sem allar ferðir Hendersons
hér á landi voru til þess gerðar að
útbreiða biblíuna. Loks er svo ýt-
arleg nafnaskrá. Ytri búningur bók
arinnar er með miklum ágætum.
Útgefendur og þýðandi eiga mikl-
ar þakkir skyldar fyrir að liafa
ráðizt í þetta verk.
Fundurimi
í Gamla báó
Fundurinn, sem boðað var til í
Gamla bíó á sunnudaginn til þess
að krefjast brottf'lutnings hersins,
var allfjölmennur. Nokkrar ræður
voru fluttar og töluðu þeir Einar
Bragi Sigurðsson, Guðmundur
Böövarsson, Svavar Guðnason og
Jónas Árnason. Samþykkt var á
fundinum ályktun, þar sem vittur
er dráttur á framikvæmd ályktun
ar Alþmgis frá 28. marz 1956 og
skorað á ríkisstjórnina að fram
kvæma ályktunina. Að fundi lokn
um fóru allmargir fundarmenn
hópgöngu heim til forsætisráð
herra og afhentu honum ályktun
MÍRningarhljómleikar um próíessor
< Sveinfejörn Sveinbjörnsson
i.Hálf fannst mér þetta nú þunnt“
sagði áheyrandi af einurn fremri
bekkjanna við sessunaut um leið
og þeir gengu framhjá mér út úr
Hátíðarsa'l Háskólans s.l. sunnu-
dagskvöld. Og satt að segja get ég
ekki með góðri samvizku látizt
vera á allt öðru máli.
Tónleikarnir voru leiðinlegir.
Samt skyldi enginn skilja þetta
svo, að hér sé verið að lasta tón-
skáldið sem líkt. Próf. Sveinbjörn
var gott' tónskáld, og mörg verk-
anna, sem flutt. voru, eru með
fallegustu tónverkum, sem við
éigum. Ennfremur ber engan veg-
inn að la-sta Ríkisútvarpið fyrir að
vilja halda minningu hans í heiðri
svo og kynna áður óþekkt tónverk
hans. Því fer fjarri. Hitt er svo
ahnað mál, að verk próf. Svein-
fejörs eru of einhæf og hvort öðru
lík, til að heppileg't sé að setja
saman efnisskrá með þeim eín-
göngu. Það er eins og í þau vanti
þá uppbyggingu og spennu, sem
þarf til að halda athygli áheyrand
ans vakandi lengi í einu. Af þessu
leiddi, að ýfir tónfeikunum hvíldi
drungi mikiil, sem „akkustikin“
varð sízi til að halda athygli áh
varðx sízt til að draga úr. Flytj
endur allir leystu verkefni sín óað
finnanlega af hendi, bæði Páll ís-
ólfseon tónskald, er stjórnaði tón
leikunum, söngvararnir Guðrún Á.
SimC'nar, Þorsteinn Hannesson og
Guðmundur Jónsson, Útvarps-
hljámsveitin og Dómikórinn. En
flytjendur viriust heldur ekki hafa
ýkja mikla ánægju af viðfangsefn-
unum, og varð það til að auka enn
á þunglamalei'kann. — Heldur
birti.þó yfir 'þeim hluta flytjenda
og áheyrenda, sem vitni urðu að
því, er Páil hirifsaði óvart nóturn-
ar af fyrsta lágfiðlu-púltinu og
skellti þeim í gólfið.
En í fullri alvöru sagt, þá álít
ég, að það yrði mifdu betur þegið,
ef Ríkisútvarpið kynnti hin
ókunnu verk Sveinbjörns sitt í
hverju íagi í dagskrá sinni. S. U.
Sérstæð sagnabók um lífiS í
Reykjavík fyrir og eftir aldamótin
Þúsund og ein nótt eftir Gunnar M. Magnúss
Valdimar Jóhannsson, forstjóri bókaútgáfunnar Iðunn
skýrði íréttamönnum 1 fyrradag frá útkomu tveggja nýrra
bóka á forlagi hans. Nefnist önnur 1001 nótt Reykjavíkur
eftir Gunnar M. Magnúss. Hin er þýdd, nefnist Á tæpasta vaði
eftir John Castle.
1001 nótt Reykjavíkur er allný-
stárleg bók að formi. Hún flytur
lýsingar úr Reykjavíkurlífinu um
síðustu aldamót. Þar er einkum leit
azt við að draga fram það, sem
setti svip sinn á bæjarbraginn og
þá tíðum það, sem kynlegt er og
smáskrítið eða gamansamt. Þætt-
irnir eru sjálfstæðir en þó tengdir
saman á óvenjulegan hátt.
Þarna kennir margra grasa. T. d.'
cr þrana að finna lýsingu á fjör-'
unni í Revkjavík aldamótanna, allt.
vestan af nesi og inn að Kletti.'
Er þar lýst liverri vör og athafna-'
lífinu þar, svo og ýmsu smáskrítnu
er þar gerðist. Áður fyrr var fjai’-;
an miklu snarari þáttur í dagstriti
manna og leik barna, og slík sam-
felld lýsing á öllum gömlu vönxn-
um í Reykjavík mun ekki vera til
nema í þessari bók. Þarna er sagt
frá því, sem spjallað var um á
gatnamótum á tímum vatnsberanna
og oft raktar sögur, sem „kjafta-
kerlingarnar" létu ganga frá manni
til manns um breyskleika náung-
ans, litið inn í brugghús gamalla
kynjalyfja og rakin sagan um við-
skipti læknanema og Þórðar mala-
koffs, en sögnin um þau lifir enn
óljós í vísunum, sem sungnar eru.
Þarna er líka þáttur allýtarlegur
af Reykjavíkurdvöl Hannesar Haf-
stein, sögu rúr skólalifinu og er
þarna rnargt, sem ekki hefir sézt á
prenti fyrr.
Nokkur kaflaheiti úr bókinni
gefa nokkra hugmynd um efnið:
Eyfirzku hjónin á Rauðará —
Reykj avíkurf j ara — Með auknefni
að fornum sið — Rósin af Saron
—• Kínverjinn með glasið — Söng-
urinn um Þórð malakoff — Tíma-
skiptaárið og framtiðarmaðurinn
— Stundaglasið og vatnsberarnir
— Sæfinnur með sextán skó —
Um franzós og hreinleika — Frá-
sagan um ljónið og gullna hanann
— Dymbildagur í Latínuskólanum
— Breyzkur og hjartfólginn bróð-
ir. Allmargar myndir eru í bókinni
sem er um 200 blaðsíður að stærð,
vönduð að gerð með gömlu Reykja
vík á kápu eftir Atla Má.
Hetjusaga „greifans af Auschwitz“
Á tæpasta vaði er sagan um
brezka liðþjálfann Charles Coward
Umerí fyrir jólin ]
(Framhald af 1. siðu).
anir og geyxnslur við Laugaveg,
Bankastræti og Skólavörðustíig,
Austurstræti, Aðalstræti og aðrar
miklar umferðagötur fari fram fyir
ir hádegi eða eftir lokunartíma á
áðurgreindu tímabili frá 12.—24.
des.
Löggæzlan.
Þá skýrði lögreglustjóri frá því,
að löggæzlan yrði stórlega aukin
fyrir jólin. Um hundrað og fjöru-
tíu manns eru nú í götulögreglunni
og ætlunin er að hafa 50—60 menn
á vakt í einu og jafnvel reiknað
með að kalla áttatíu lögreglumenn
til starfa, ef þörf krefur. Að venju
verður bænum skipt i mörg varð-
svæði og auk þess. eftirlitssvæði.
Búast má við meiri umferð nú en
í fyrra, en bifi’eiðum hefir fjölgað
um átta hundruð á árinu og þeirr- .
■ar fjölgunar mun að sjálfsögðu
gæta nokkuð. Að lokum bað lög-
reglustjórinn þess, að þeirri áskor-
un yrði beint til vegfarenda, að
fara að öllu með gát í umferðinni
og kvaðst vilja hvetja fólk til að
fara eftir fyrirmælum lögreglunn-
ar c,g hlýða reglum.
Gunnar M. Magnúss
sem átti óvenjulegan þátt í styrjöld
inni. Hann var tekinn til fanga í
Calais 1940, en háði eftir sem áður
stríðið við Þjóðverja og hlaut fyrir
mikla viðurkenningu hjá brezka
hernum og þýzkum dómstóli að
stríði loknu. Hann flúði oft úr
fangabúðunum og skipulagði
skemmdarstarfsemi gegn Þjóðverj-
um, en dvaldi loks lengi í fanga-
búðum Þjóðverja við Auschwitz.
Þá hætti hann að flýja sjálfur en
lagði sig í mikla hættu við að
koma samföngum sínum undan og
tókst að smygla vopnum og sprengi
efni inn í búðir dauðadæmdra
fanga, og fangarnir sprengdu upp
þrjá brennsluofna. Saga hans er
öll hin merkilegasta, og vitnisburð-
ur hans fyrir dómstóli í Nurnberg
gerði 2000 föngum kleift að fá
skaðabætur hjá auðhring, sem
þrælkað hafði fanga í nauðungar-
vinnu í efnaverksmiðjum.
Skagfirzk ljótS
(Framhald af 12. síðu).
Þeir komu báðir fulltíða menn til
Skagafjarðar. Fjórir höfundanna
eru látnir, en eins" og æviágripin
sýna, hafa þeir allir dáið síðau
1950. Var við það ártal miðað, að
þá hefðu allir höfundarnir verið
á lífi.
Undirbúningur undir prentun.
Að undirbúningi undir prentun
unnu Helgi Konráðsson, Pétur
Hannesson og Hannes Pétursson.
Hannes var jafnframt ráðgefandi
um val og niðurröðun efnis og ann
aðist prófarikalestur bókarinnar. •
Bókin er prentuð í Prentverki
Odds Björnssonar h.f. á Akureyri
og er allur frágangur hinn vand-
aðasti. Bókin er tvö hundruð sex-
tíu og fjórar blaðsíður að stærð.
ww,
V.V.V,
I; Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vin-
I; áttu á sextugsafmæli mínu, 21. nóvember síðastliðinn. ;•
;■ Gleðileg jól. £
;■ Anna Nordal.
'.V.V.V.V.V.V.'.'AVAW.V.V.V.W.SVV.V.V.’.V.WW.V
Aðalfundur Fram-
sóknarfélags
Kópavogs
Aðalfundur Framsóknarfélags
Kópavogskaupstaðar verður hald
inn mánudaginn 16. þ. m. kl. 8.30
síðd. í barnaskólahúsinu við
Digranesveg.
Dagskrá fundarins auk aðal-
fundarstarfa verður nánar til
kynnt síðar. Félagar, fjölmennið.
Tvö hefti af
„Heima er bezt”
Ut eru komin nóv. og des-
emberheftin af „Heima er bezt“
og eru bæíi fjölbreytt að efni
og mjög glæsileg ag öllum frá
gangi.
I uóvember heftinu er grein
um Erlend Einarsson forstj. SÍS
og störf lians, og myndir og
stuttar greinar af framkvæda
stjórum hinna ýmsu deilda SÍS.
Auk þess breytt efni og myndir
til fróðléiks og skemmtunar. M,
a. hin fróðlega Vesturferðarsaga
Steindórs Steindórssonar. í des.
lieftinu er ágæt grein um Möðru
vallakirkju í Hörgárdal eftir séra
Sigurð Stefánsson og margt ann
að ágætt efni til skemmtunar og
fróðleiks á jóluin. Ritið auglýsir
mikinn afslátt á bókum til nýrra
áskrifenda.
Bifreiðaeigendur!
HaldiS bifreiðinni ve! vðð
Ef yður er annt um bifreiðina, þá látið
smyrja hana að staðaldri á „Shell“-stöðvunum
við Reykjanes- eða Suðurlandsbraut.
Opið: alla virka daga kl. 8—12 og 13—18 nema
laugardaga kl. 8—11.
MUNIÐ: Reglulegur smurningur eykur
verðgildi bifreiðarinnar við söiu hennar.
Olíufélagið Skeljungur h.f.