Tíminn - 11.12.1957, Qupperneq 9
T f MIN N, miðvikudaginn 11. desember 1957.
9
ðin sanna
SAGA
EFTIR
W. Somerset-
hélt Charli’e þeim sið sínum,
að aka til veitingahússins og
borða með Margery. Fólk
hafði skemmtun af þeim og
hló, en þó ekki illhvitnislega,
því ef svo viidi til að þeim
var boðið til helgardvalar upp
í sveit, var Margery vön að
skrifa húsmóðurinni og segja
að þeim mundi þykja vænt
um að koma ef hægt væri aö
sjá þeim fyrir hjónarúmi. Þau
höfðu sofið í sama rúmi svo
lengi að þau gátu ekki hugs-
að sér að sofa sitt í hverju
rúmi. Þetta var hálf skringi-
legt smáatriði. Eiginmenn og
eiginkonur heimtuðu oft á
tíðum sitt hvert rúmið og
urðu jafnvel önug ef til þess
var ætlast að þau notuðu
sama baðherbergi Nútímahús
voru ekki til þess fallin að
hýsa ástfangin hjón, en vin-
um þeirra skiidist fljótt að ef
þau óskuðu návistar Bishops-
hjónanna yrðu þau að sjá
þeim fyrir hjónarúmi. Sumt
fólk áleit að vísu að þessi
tiktúra þeirra jaðraði við
að vera ósæmileg og aldrei
var þetta þægilegt, en þau
voru viðkunnanleg hjón, sem
gaman var að hafa, og það
var ómaksins verk að láta und
an duttlungum þeirra. Char-
lie var alltaf fyndinn og and
ríkur og sérlega skemmtileg-
ur á sinn hátt og Margery var
vingj arnleg og góð. Það þurfti
sjaldnast að hafa neitt fyrir
því að stytta þeim stundir.
Ekkert þótti þeim eins
skemmtilegt eins og að reika
tvö ein um engi og haga.
Þegar maður gengur í hei-
lagt hjónaband er það ófrá-
víkjanleg regla að eiginkon-
an st'íar manni fyrr eða síðar
frá gömlum vinum og kunn-
ingjum, en þessu var öfugt
farið með Bishopshjónin. Hún
hnýtti hann traustari bönd-
um við gamla félaga sína.
Með því að gera hann enn
umburðarlyndari breytti hún
honum í betri félaga. Fólk
fékk alls ekki þá hugmynd
að þau væru hjón, þau líkt-
ust öllu fremur miðaldra
kærustupari. Og þegar svo
vildi til að Margery var eini
kvenmaðurinn meðal tylftar
karlmonna stóð hún ekki í
vegi fyrir því að menn
skemmtu sér eins og þeim
lysti, hún var miklu fremur
örvandi. Hvenær sem leið
mín lá til Englands, sótti ég
þau heim. Þaú voru vön aö
snæða í klúbbnum sem ég gat
um áðan og hvenær sem ég
var einn ’á báti slóst ég í för
með þeim.
Þegar við hittumst þetta
kvöld, áður en við fórum í leik
húsið, sagði ég þeim að ég
hefði boðið Morton í mat.
— Ég er hrædur um að ykk
ur finnist hann heldur leiðin-
legur, sagði ég. — En harin er
prýðis náungi og var einstak-
lega góður við mig þegar viö
hittumst í Borneó.
— Því léztu mig ekki vita 1
fyrr, hrópaði Margery. — Ég
hefði fengið stúlku með okk-
ur.
— Til hvers þarf stúlku,
spurði Charlie. — Verður þú
ekki með?
— Ég held að það verði
ekki gaman fyrir ungan mann
að dansa við konu á mínum
aldri, sagði Margery.
— Þvaður. Hvað heldurðu
að aldurinn komi þessu máli
við? sagði Charlie og sneri
sér að mér. — Hefurðu
nokkurn tima stigið dansspor
með nokkurri sem dansar
betur?
Vissulega hafði ég gert það,
en þrátt fyrir það dansaði
Margery prýðisvel. Hún var
létt á fæti og fylgdi taktinum
vel. — Aldrei, sagði ég af
djúpri sannfæringu.
Morton beið okkar þegar
við komum til Ciro. Hann
virtist óvenju sólbrúnn í sam
kvæmisfötunum. Mér fannst
hann ekki kunna verulega vel
við sig í fötunum en það var
kannske bara af því að ég
vissi áð'hann hafði geymt þau
í fjögur ár samfleytt niðri í
kistu og látið mölkúlur með.
Hann var óneitanlega frjáls
Hin
bandbox shampi
gerir hár yðar mjúkt og blæfagurt
8M
bandbox
Útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður,
Guðmundar Bjarnasonar
fyrrv. bóksala á Seyðisfirði, fer fram frá Fossvogskirkju, föstu-
daginn 13. des. ki. 2. Athöfninni verður útvarpað.
Ragnhildur Guðmundsdóttir,
Benedikt Þórarinsson,
Jóhanna Guðmundsdóttir
Jón Sigurðsson.
Sölubúðir
ÞÖKKUM INNiLEGA
auðsýnda samúð og vináttu við andiát og jarðarför eig-
inkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
Jóhönnu Guðnadóttur
frá Óspaksstöðum.
Eiginmaður, börn,
tengdasonur og barnabörn.
BEZTU ÞAKKiR
fyrir auðsýnda hiutfekningu við fráfail og jarðarför
föður okkar,
Sigurðar Jónssonar.
Salvör Sigurðardóttir, Laufey Sigurðardóttir,
Kristmunda Markússon, Jón Sigurðsson.
í Reykjavík og Hafnarfirði verða opnar um hátíð-
arnar eins og' hér segir:
Laugardaginn 21. desember til kl. 22
Þorláksmessu, mánud. 23. desember til kl. 24
Aðfangadag, þriðjud. 24. desember til kl. 13
Föstudaginn 27. desember er opnað kl. 10
Gamlársdag, þriðjudaginn 31. desember til kl. 12
Alla aðra daga verður opið eins og venjulega, en
fimmtudaginn 2. janúar verður lokað vegna vöru-
talningar.
Samband smásöluverzlana Kaupfél. Hafnfirðinga
Kaupfélag Reykjavkur og nágrennis —
S. í. S. Austurstræti
imniiiuiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiuiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiMiiii!
Ný bók eftir Jón Mýrdal V
V
■
KVENNA-I
MUNUR \
Allir sem þekkja Mannamun
ættu að lesa Kvennamun
Bókaútgáfan FJÖLNIR
riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiuiuiiiiiiiiniiiirniTTnmiiiimiiininiiiiiiiriiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii!