Tíminn - 19.12.1957, Side 8

Tíminn - 19.12.1957, Side 8
8 T í M I N N, fimmtudaginn 19. descmber 1957« * A víðavangi (Framhald af 7. síðu). Lítil klausa um aukna efnahags- samvinnu þjóðanna og tilboð Bandaríkjamanna um að leggja fram mesta skerfinn til aö efla samstarfið. Og ekki einu sinni rétt með farið tölurnar, sem Eisenhower forseti nefndi í því sambandi. Mbl. vill hafa þar allt minna í sniðum en rétt er. Hvern ig stendur nú á þessari meðferð á atburðum dagsins? Hér er gamla starfsaðferðin enn einu sinni. Fréttirnar verða líka að þjóna undir valdastreituna og áróðurinn. Eftir öll skrifin um „samskotaféð“ og „betlið“ kemur ræða Eisenhowers og tilboð Bandaríkjamanna og hvatning um aukið samstarf, heldur illa við. Eða mundu lesendur Mbl. ekki telja það líklegt, er Banda- ríkjamenn fara að veita lán úr Export-Importbankanum með nýj um krafti, heiti það „samskot“ og „betlifé“ hjá hlutaðeigandi þjóðum? Bækur og höfundar ir (Framhald af 6. síðu). hefir einkum mátt ráða stórhug hennar og stórlyndi-, síður fórnfýsi þá og kærleikslund, sem fram kem ur í frásögn Ólafíu. „Þær (þ.e. sængurkonurnar) og litlu börnin þeirra áttu hjarta hennar, en heim- ilið hennar átti það líka og amma og ég, allir áttu það, sem þurftu á liðsinni að halda, og landið hennar átti það, eiginlega átti allur heimurinn það, svo langt sem hún þekkti þarfir hans.“ Flestum mun verða hugstæð lýs- ingin á dvöl Ólafíu í Viðey hjá Magnúsi og Sigriði Stephensen. Má vel hugsa sér, að frú Sigriði, hinni margreyndu konu, hafi orðið þetta barn sannkallaður sólargeisli. Ólafía hefir vafalaust verið bráð- gjör og skýr strax í bernsku og næm fyrir þeirri ljúfu ástúð, sem frú Sigriður veitti henni. Það er vandsagt hvað skemmti- legast er í þessum endurminning- um. Þar skiptast á náttúrulýsing- ar og prýðilega vel gerðar lýsing- ar á mönnum og atburðum, sum- ar í senn skáldlegar og nákvæm- ar. Auðfundið er, að fóstra Ólafíu hefir alltaf hvatt hana en ekki latt, bæði til menntunar og starfa, sem þó lágu mörg utan þess sviðs, sem stúlkur almennt störfuðu á, og aldrei er að heyra að Þorbjörg hafi reynt að sveigja Ólafíu til neins þess starfs, er hún ekki kaus af frjálsum vilja. Mér er um megn að fylgjast fyllilega með þeirri hugarfars- breytingu, sem Ólafía segir að orðið hafi á sér á fullorðinsárr um. Sú dökka mynd, sem Guðs- trú hennar þá fær á sig að nokkru leyti, virðist í fullu ósamræmi við þann persónuleika, sem birt- ist í bókinni. Hver veit nema hið langvarandi heilsuleysi, sem þá tók að þjá hana, hafi valdið nokkru þar um? En hvað, sem or- sakað hefir þessi straumhvörf innra með henni, þá hefir lífsvið- horf hennar þó haldið áfram að vera svo jákvætt, að henni hefir ekki dottið í hug að leggja hend- ur í skaut og hugsa aðeins um eigin velferð. Þvert á móti varð það skylda að rétta þeim hjálpar- hönd, sem verst voru staddir. Það var ekki orðinn nema stigmunur á því hver þyngstu syndabyrðina bar, hún sjálf eða drukkin óláns- drós. Frásagnirnar „Aumastar allra“ vöktu strax athygli, er þær komu út. Ekki er ósennilegt að Ólafía hafi öðrum þræði skráð þær með það í huga, að þær kynnu að verða viðvörun þeim, sem ekki vita af- leiðingar þeirra Iifnaðarhátta, sem brjóta niður andlegt og líkamlegt þrek manna. Formála fyrir bókinni ritar Bjarni Benediktsson, fyrrv. mennta málaráðherra. Koma þar fram margar upplýsingar um störf og æviferil Ólafíu, sem hún getvtr ekki um í endurminningunum, en sem auka enn gildi bókarinnar. Ólafía Jóhannsdóttir ólst upp í skjóli óvenjulegrar konu, var sjálf miklum hæfileikum búin og reisti sér óbrotgjarnan minnisvarða með störfum sínum. Við lestur rita hennar komast menn í snertingu RæÖa Gísla GuÖmundss. (Framhald af 7. síðu). fram hefir komið, að annars staðar ’ á Norðurlöndum virðast kjörfundir j yfirleitt ekki vera eins langir og gert er ráð fyrir í þessu frum-1 varpi, hefjast ekki fyrr en kl. 9 að morgni og er slitið eigi síðar, en kl. 9 að kvöldi. í 103. gr. laganna er frambjóð-j endum og umboðsmönnum áskil-j inn réttur til að gæta þess að kjörstjórn og kjósendur hagi sér lögum samkvæmt við kosningaraf- höfnina, og er gert ráð fyrir að slíkir aðilar séu viðstaddir þar sem kosning fer fram, ef þeir óska þess. Það er nú farið að tíðkast a.m.k. allvíða að umboðsmenn frá kosningaskrifstofum hafi með sér merktar kjörskrár og skrifi á blöð nöfn þeirra sem kjósa, en sendi síðan blöð þessi kosningaskrifstof- um sínum. Á þennan hátt geta kosningaskrifstofur vitað, hverjir kosið hafa á hverjum tíma, og munu þær nota þessa vitneskju til að ganga eftir því, að þeir kjósi sem heima sitja. Með breyting- unni á 103. gr., ef að lögum verð- ur, er þessi starfsemi umboðs- manns bönnuð, enda hefir hún á- reiðanlega mælzt misjafnlega fyrir a.m.k. hjá þeim, sem ekki vilja láta aðra hafa afskipti af þvi, hvort þeir neyti atkvæðisréttar síns eða ekki. Þá gerir frv. ráð fyrir, að bætt sé við 105. gr. laganna ákvæðum, sem eigi að tryggj'a það, að hin merktu kjörskráreintök undirkjör- stjórna, komist þegar í hendur ■réttra aðila, yfirkjörstjórnar og hlutaðeigandi yfirvalds. Með þessu á að koma í veg fyrir, að óvið- komandi fái vitneskju um það eftir á, hverjir hafa komið og hverjir ekki. Er með þessu enn aukin sú leynd, sem yfir kosningunni hvílir. Áróður og spjöll 139. gr. núgildandi laga fjallar um óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll. Samkvæmt þessari grein laganna er nú m.a. bannað að reyna að hafa áhrif á atkvæða- greiðslu, hvort heldur er meðræðu höldum, prentuðum eða skrifuðum ávörpum eða auglýsingum á sjálf- um kjörstaðnum, þ. e. í kjörfund- arstofu, kjörklefa eða annars stað- ar í eða á þeim húsakynnum, þar sem kosning fer fram, svo og í næsta nágrenni.“ Hér er því bætt við í frumvarp- inu að sama gildi um flokksmerki, merki lista eða önnur auðkenni, enda er þar um einskonar aug- lýsingar að ræða. Ennfremur eru orð laganna „næsta nágrenni“ í frumvarpinu skilgreind svo, að þar 'skuli teljast um að ræða næstu hús að utanverðu og aðliggjandi götur. Hin bannaða áróðursstarf- semi, samkv. þessu ákvæði, má ekki eiga sér stað „á næstu hús- um“ eða „í aðliggjandi“ götum.í:) Þá er í frumvarpinu viðauki við sömu (139.) grein, þar sem bann- að er að hafa flokksmerki, merki lista eða önnur auðkenni á bifreið- um meðan kosning stendur yfir, og ennfremur bannað að nota gjall- arhorn til áróðurs á sama tíma. Með þessu er nokkuð úr því dreg- ið, að áróðurs- og auglýsingastarf- semi setji svip sinn á daginn, sem er eins og kunnugt er sunnu- dagur. Breytingar þær, sem nú eru ó- taldar, þ.e. á 146., 147., 148. og 149. gr. laganna eru allar sama efnis og fela í sér hækkun sekta fyrir brot gegn ákvæðum kosn- ingalaga. En núgildandi sektará- kvæði eru frá 1942, og því eðlilegt að þeim sé breytt. Niðurstaða meirihlutans Eins og í nefndarálitinu stendur hefir allsherjarnefnd athugað frum varpið, en ekki orðið sammála um afgreiðslu þess. Meirihluti nefnd- arinnar telur það til bóta á gild- andi kosningalögum og leggur til, að það verði samþykkt. *) Þessu ákvæði var breytt við 3. umr. og tekið upp orðalagið „næsta nágrenni“ eins og verið hefir x lögum. við persónur, sem rísa hátt yfir hið hversdagslega. Sigríður Thorlacius. Hamfletfar rjúpur Hamborgarhryggur Nautakjöt, buff og gullash Svínakótelettur Wienarschnitchel \M)Z- HÁLðAST Gerið innkaupin fyrr en seinna Jólaávextirnir eru komnir frá Randaríkjimum: Delicious-epli Blue Goose-appelsínur Grape-aldin — Perur, ferskar — Sífrónur NIÐURSOÐNIR ÁVEXTIR: Perur — Ananas — Ferskjur Aprikósur — Jarðarber — Plómur ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR: Sveskjur — Rúsínur — Konfektrúsínur — Blandaðir ávextir með sveskjum og án — Epli Frá kjötdeildinni: Pantfö í hátíÖamatinn strax í dag GRÆNMETI: Rauðkál — Hvítkál — Gulrætur — Rauðrófur ennfremur niðursoðið grænmeti í úrvali. SÆLGÆTI TIL HÁTÍÐANNA: Freyjukonfekt — Lindu-súkkulaði — Úrval af vindlum og öðrum tóbaksvörum. Ávaxtahlaup — kaldir og heitir búðingar — Súpur í bréfum og dósum — kakó — KAKOMALT — Suðusúkkulaði. KERTI OG SPIL ATVÖ RU BUÐI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.