Tíminn - 22.12.1957, Síða 8
T í M I N N, sunmidaginn 22. desember 1957
8
gieðja og gieðjast er fyrsta takmark jclanna,
Saga Jensens
(Framhald af 5. síðu).
hann fékkst, hvort sem það var
bóklegt nám eða líkamleg vinna.
Snemma kemur fram hjá honum
mikil athugunargáfa og áhugi á
véium. Hann lærði vélsmíði hjá
hinu heimskunna iðnfyrirtæki Bur-
mieister og Wain. Sjö mánuðum áð-
ur en hann fékk sveinsbréf stund-
aði hann nám í kvölddeild vél-
sitjóraskólans. Þá vann hann í vél-
smiðju frá því kl. 6 að morgni og
til kl. 5 síðdegis. í skólanum var
hann frá ki. 7—10 eða 11 að kveldi
og þá settist hann við að búa sig
undir skólann daginn eftir. Móður-
syistir hans, sem dvaldi þá um
trcna á heimili mágs síns, og svaf
á legubekk í stofunni, þar sem
Jessen sat við lestur og reikning,
sagði um hann: „Það er nú meira,
sem drengurinn hann Mariníus
leggur á sig við þetta nám sitt.
Ég vakna klukkan tólf, og þá er
hann að lesa, ég vakna klukkan
tvö og enn er hann að^.og stund-
um sé ég hann yfir bókinni, ef ég
vakna um þrjúleytið. Svo er hann
uppi ldukkan fimm. Ekki vildi ég
vinna það fyrir neitt, að barn mitt
legði á sig svona þrældóm“. Tví-
tugur að aldri lauk hann vélstjóra-
prófi hinu minna með mjög góðri
einkunn. Þá gerðist hann vélstjóri
á skipi. Hann lauk hinu meira vél-
stjóraskólaprófi 1. sept. 1911 með
ágæitri einkunn. Þá var Kristján
Jónsson ráðherra hér á íslandi og
var staddur í Danmörku um þess-
ar mundir. Honum var það áhuga-
máQ að fá færan mann til þess að
kenna vélfræði við Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík, og réði hann
Jessen til þessa starfs.
JESSEN sigldi svo frá Kaup-
mannahöfn með Ceres hinn 20.
september þá um haustið í áttina
til íslands. Þar með hefst síðari
hluti sögunnar, Fósturlandið. Það
fyrsta, sem Jessen sá af Islandi
var hin hrikalega klettaströnd
Austfjarða snævi þakin. Einhver
þyngsta þraut hans að leysa, er
■ hann var kominn til Reykjavíkur,
var að finna stjórnarráðshúsið,
hafði honum þó verið bent á, hvar
það væri. Fyrst fór hann inn í
Landsbókasafnshúsið og spurði þar
eftir ráðherranum og benti dyra-
vörðUrinn honum niður í bæinn,
þar sem stjórnarráðshúsið væri, en
þá lenti hann inn í íslandsbanka
og spurði þar eftir ráðherranum.
Loks var húsinu lýst svo fyrir hon-
um, að hann komst þangað, en
lágreist þótti honum húsið. Annars
eru margar góðlátlegar kímnisögur
í sögu Jessens, en það er alkunn-
ugt að söguritarinn kann vel að
fara með slíkar sögur, en það mun
Jessen einnig kunna. Ekki var ráð-
herrann í stjórnarráðinu, þegar
Jessen kom þangað og var honum
sagt, að hann væri ekki heima í
bænum, og var honum því vísað
inn til landsritara. „Það var mikill
maður vexti, brúnaþungur, svip-
mikill og dálítið hrjúfur í máli“,
segir Jessen í sögu sinni. Næst
hitti hann skólastjóra Stýrimanna-
skólans, er sagði honum, að hann
vildi ekki dylja hann þess, að hann
væri hreint ekki velkominn, og
hann teldi enga þörf á því að ráða
hingað danskan mann. Ekki er ólík
legt, þótt Jessen geti þess ekki_ í
sögu sinni, að honum hafi þótt ís-
land kuldalegt land eins og nafn
þess og þjóðin lík landinu, en
Bók Remarque
(Framhald af 5. síðu.)
ANDRÉS KRISTJÁNSSON hefir
þýtt bókina á gott mál. Hann hefir
nú þýtt fjöldann allan af bókum og
bera þær þýðingar vitni góðri mál-
kennd og innlifaðri. Að vísu finnst
mér að málið á þessari bók hefði
mátt vera harðsoðnara á stöku
stað en slíkt er alltaf meiningar-'
munur en ekki neitt sem hægt er
að slá föstu.
FALLANDI GENGI ber hik-
laust að telja til merkari verka Re
marque og hún er í flokki beztu
bóka, en gu síður en Tíðindalaust
á vestundgstöðvunum, Vinirnir og j
Sigurboginn. Mér finnst, að maður
með þessar bækur á lista sínum
fari að slaga hátt upp í Nóbels-
! verðlaun, ef miðað er við veiting-1
una til Pearl S. Buck. Remarque!
hefir í bókum sínum skrifað fögur
: eftirmæli um þá skynslóð, sem
: barðist 1914—18 til að binda endi
1 á öll stríð. Fallandi gengi er ó-
1 missandi 'hlekkur í svanasöng kyn-
slóðar er fann tiimeð hjartanu og
týndi heilum föðurlöndum af því
hún trúði því að ein styrjöld væri
mönnum næg hirting. I. G. Þ. .
Jessen mun aldrei hafa verið blaut-
! geðja. Samt mun honum þá hafa
þótt ólíklegt, að í þessu landi og
hjá þessari þjóð myndi hann frá
þeim tíma ala allan aldur sinn.
Þegar Jessen hitti ráðherrann
tók ráðherrann honum mjög vin-
samlega og fékk honum skipunar-
bréf í embætti kennara í vélfræði
við Stýrimannaskóla íslands. Þar
með var Jessen orðinn embættis-
maður á íslandi. Brátt varð skóla-
stjóri Stýrimannaskólans góðvinur
hans og á nemendum sínum hafði
hann góð tök sem kennari.
FRÁ 1911 er saga Jessens þátt-
ur í sögu Islands. Hann er einn
þeirra manna, er hafa átt þátt í
þeirri gerbreytingu, er orðið hef-
ir í atvinnuháttum og þjóðlífi ís-
lendinga hina síðustu hálfa öld.
Enginn einn maður hefir kennt
eins mörgum íslendingum að fara
með vélar sem Jessen. Hann hefir
leyst mikið starf af hendi eftir að
hann kom hingað til lands. Auk
byrjunarstarfs síns sem kennari í
vélfræði við Stýrimannaskólann,
hefir hann verið eftirlitsmaður
margra vélskipa og skólastjóri Vél-
Fréttír frá S. Þ.
í stuttu máli
(Framhald af 8. síðu).
í sambandi við, að kjarnorkan
verður nú nýtt í daglega lífinu
og grípur meira og meira inn í
líf allra manna. í sérfræðinga
nefndinni voru 11 fulltrúar frá
jafnmörgum þjóðum, en úr hin
um ólíkustu vísindagreinum, eða
atvinnugreinum. Þarna mættu t.
d. sálfræöingur og fréttaritstjóri,
læknir og sérfræðingur í alþýðu-
tryggingum. Frá Norðulöndum
mætti Dr. Paul J. Rfiiter, yfir-
læknir í Kaupmannahöfn.
Aimenningur virðist gleypa við
öllu, sem borið er á borð um
kjarnorkumálin í blöðunum og í
útvarpinu. Jafnvel þótt menn
skilji ekkert af því, sem þeir
fasa, eða heyra um þessi mál
íaka þeir það sem heilagan sann
leika. Við þetta skapast hinar ó-
trúlegustu kerlingabækur.
ÖIl óvissan, sem af þessu skap
ast og sem er afleiðing þess, að
það síkartir rétrtar uppk-'Jiingar,
sem veita mönnum skilning á
hinu nýja afli, er hættuleg, segja
sérfræðingarnir. Þeir töldu, að
kjarnorkustofnanir, sem nú eru
til ættu að leggja áherzlu á, að
blöð og útvarp fái réttar upplýs
ingar um kjarnorkumáilin.
öm feeilsufar manna
og dýra
Heilsufar manna stendur meira
í nánu sambandi við heilbrigði
(dýranna, en margur gerir sér
I Ijóst. Um 80 dýrasjúkdómar geta
1 sýkt menn, langflest tilfeili af mat
areitrun stafa frá matvælum úr
dýraríkinu (kjöt, mjólik, ostur,
egg o. s. frv.) Til þass að fyrií
byggja þær hættur, s-am mönn
um stafar af sjúkum dýrum og
skemmdum matyælum, er nauðsyn
legt, að góð sanrvinna sé milli
lækna og dýralækna.
Það hefir komið í Ijós, að það
skortir talisvert á í ýmsum Evrópu
lönduim, að æskileg samvinna eigi
sér stað miili læikna og, dýra-
lækna. Til þess að ráða bót á
þessu gekkst WHO fyrir því ný
lega að efnt var til fundar í Var-
sjá (25. nóv. — 4. des.). Þar
mættu dýralæknar frá 23 þjóðum,
bæði frá Austur- og Vestur-
Evrópulýnduim.
Frá íslandi var skráður á ráð
stefnu þesisari P. A. Pálsson.
(Frá Up'piýsingaskriifstotSu S. Þ. í
Kaupmannahötfn).
stjóraskóla Islands frá því, að
hann var stofnaður 1915 og þar til
hann lét af því embætti fyrir ald-
urssakir 1956. Hann var Engineer
Surveyor to Lloyds Register of
British and Foreign Shipping 1921
—1950. Jessen var mjög annt um
skóla sinn, enda ber öllum sam-
an um, sem til þekkja, að hann
hafi verið úrvals kennari og mjög
laginn og duglegur skólastjóri.
Jessen er einn af beztu fóstur-
sonum íslands. Kuldinn, sem mætti
honum, er hann kom hingað fyrst,
hvarf brátt. Heyrt hefi ég, sem
þessar línur rita, að hann hafi ný-
lega sagt, að íslendingar myndu
vera hið elskulegasta fólk, sem til
væri. Og landið sjálft, hið heita
vatn þess, hitar nú íbúðarhús hans.
Guðmundi Hagalín hefir tekizt
í bók þessari að rekja með skemmti
legum frásögnum hið mikla ævi-
starf M. E. Jessens.
Bókin er prýðilega útgefin. í
henni eru margar myndir.
Þorsteinn M. Jónsson.
y*®#*%%®«*«i**%****%*»**%*9*#*»i>*6%%*©®4®«*œ*e®c5
'•%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%ÍbJ*
mssssfMiw
?<*>>:$
WAy
■.%%"
Drlæti og hjalpfysi eru mannlegar dyggðir,
sem þá koma bezt í ljós. Aldrei er fulltíða
maðurinn jafn tengdur barninu og ein-
mitt á jólunum. Aldrei skilur hann betur
en þá eðli, óskir og þarfir barnanna.
Okkar mesta ánægja er að geta gert
yður til hæfis í hvívetna í sambandi við
jólainnkaupin. Við viljum kappkosta að
inna af hendi þá beztu þjónustu sem völ
er á. Við vitum í hverju hún er fólgin.
Hugur og hendi verða reiðubúin til þess
að sinna hverju kalli yðar.
ÓVO
ATui HAH
£iUi&Ualm,
yM
Af kverjum er myndin ?
I Skrifararmm á Stapa segir:
,,Um ástamál Baldvins Einarssonar hefir fátt verið ritað, en
vafalaust margt skrafað á sínum tíma. Af bréfum Baldvins verður
ekki annað ráðið en að hann hafi borið ástarhug til Kristrúnar
Jónsdóttur á Stærra Árskógi til dauðadags, þótt atvikin höguðu
því svo, að hann. þættist neyddur til að kvænast annarri konu.“
Með konu. sinni eignaðist Baldvin son, Einar Bessa Baldvins-
son, sem er í miðju á myndinni. Bessi bjó í Þýzkalandi, en kom í
heimsókn til íslands árið 1907.
Bákin Skrifarinn á Stapa er þrotlaus skemmtilegs fró$-
ieiks af mönnum og málefnum á 19. öldinni. —
Bókfellsútgáfan