Tíminn - 23.12.1957, Síða 6
6
T í M IN N, mánudagirm 23. desember 1957.
Útgefandl: Framsóknarflokkurlaa
Bitstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn ÞórarlaaMB (fb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargft*.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 183M
(ritstjórn og blaðamenn)
Augiýsingasimi 19523. Afgreiðsluslml lHJt
Prentsmiðjan Edda hf.
........................>—«—<>—<>—< ....................... ,
SÉRA MAGNÚ6 Helga-
son, sem lengi var skóla-
stjóri Kennaraskólans, er án
efa einn mesti ræðusnilling-
ur og kennimaöur, sem ís-
land hefur átt. í einu af
hinum snjöllu erindum, sem
hann fiutti í Kennaraskól-
anum og kallaði Samvinnu-
mál, ræðir hann um nauð-
syn þess að efla ást manna
á ættjörð, átthögum og
tunigu, og þýðingn þess fyrir
mannrækt og manndáö. f
niðurlagi erindi síns víkur
hann svo aö því, er hann
telur þýöingarmest. Hann
segir:
„EN ÞÓ AÐ ég bendi á
rækt og ást á ættjörð, átt-
högum og tungu, til varnar
gegn ómennsku og siðleysi,
þá er mér það fullkomlega
■Ijóist, að hinn eini trausti
; grundvöllur undir siðgæði
hverimr þjóðar, og um leið
■ allrar gæfu hennar, er trúin
og þá auðvitað eí'st á blaði
kristna trúin, svo sem Jesús
sjáifur kenndi hana með orð
ura Sínum og líferni. „Hún
þarf að vera dýpssta rót,
einna fyrsta byrjun allrar
menntunar, án hennar verð-
ur hitt alit hégómi“, sagði
einn frægasti skólamaður og
heimspekingur á fyrri hluta
19. aldar og var þó fullkom-
inn skynsemistrúarmaöur.
„Ótti Drottins er upphaf
viskunnar11, sagði austur-
’ lenzki spekingurimi tugum
alda áður. Sama segir sag-
, an og reynslan, þjóða og ein-
staMinga, á öllum öldum.
Trúin þarf að vera salt
mennmgarinnar, ef ekki eiga
að sannast á henni hin
frægu dómsorð Rousseaus:
„Því meiri siömenning —
því dýprí siðspilling“. Við
óskum eftir betri alþýðu-
' menntun, ég óska þó eink-
um eftir meiri kristindómi,
svo að menning okkar kaf ni
ekki í efntóhyggju, aurasýki
og munaðarsótt. Ég óska
hans til að gera íslendinga
að vönduðum mönnum og
göfuglyndum, koma þeim til
að elska sannleika og rétt-
vísi í hverju máli og vilja
hver öðrum hvarvetna gott,
gefa þeim þrótt til að starfa,
þol feil að líða, án þess að
bugást og halda vakandi hiá
þeim glaðri von um eilífa
framíör og sigur hins góða".
SÉRA MAGNÚS heldur
áfram og segir: „Þið kannist
við þjóðsöguna um álfkon-
urnar tvær, sem komu að
meýbami í vöggu, til að
skipta um, en urðu frá
að hverfa. með þessum orð-
umr „Ekki má. því mein er
á, kross er undir og ofan á,
og tvævetlingur situr hjá
og segir frá“. Veslings móð-
irin hafði orðið að fara og
skilja hvítvoðunginn eftir
og tvævett barn hjá, en
markaði krossinn helga yfir
og undir og fól það guðs-
vernd, þó að barnfóstran
væri smá. Krossinn helgt,
markaður af móðurhendi,
var aðalskj öldur barnsins
gegn vættunum. Án hans
heföi tvævettlingur litiö
mátt. Falleg saga, og hefur
djúpan og sigildan sannleik
að geyma, eins og fleiri þjóö
sögur. Það sækja enn í dag
ekki síður ótal illar vættir
að hinu uppvaxandi kynslóð,
til að gera hana að umskipt
ingum. Enn þurfa mæðurn-
ar að „fá henni englavörð,
síns innsta hjarta bænar-
gjörð“. Kiústindómurinn frá
mððurvöruhum og móður-
hjartanu verður enn bezti
skjöldurinn. Með honum
getur og góður kennari
hjálpáð, eins og tvævettling
urinn; án hans megnar hann
lítið. „Látið börnin koma til
mín,“ sagði Jesús. Takiö öll
þau orð hans til ykkar. Leið-
ið þau beint til hans; segið
þeim orð hans, eins og nán-
ustu vinir hans skýra frá
þeim í guðspjöllunum. Berið
þau til hans á bænarómn-
um, um leið og þið leitið
ykkur sjálf skjóls og hjálp-
ar. Látið engar mannasetn-
ingar komast upp á milli
ykkar og hans. Byggið þar
ofan á allt gott og þarft, sem
þið getið, sem mesta og bezta
íslenzka þjóðmenningu. Þó
að ísland verði aldrei aftur
þáð, sem það áður var, „önd
vegi andans í norðurhöf-
um“, þá svífur mér æ fyrir
sjónum sú framtíðarhugsjón
að íslendingar megi verða
gagnmenntaðasta og jafn-
menntaðasta þjóðin í heimi.
Það er dýrlegt ætlunarverk
okkur öllum að vinna að því,
hver sem staða okkar er að
öðru leyti. Guð styrkir okkur
öll til að vinna að þvi ein-
huga, lifa fyrir það“
MEÐ ÞESSUM orðum
lýkur séra Magnús Helgason
ium-æddu erindi. Tíminn
veit enga jólaósk betri til
handa íslenzku þjóðinni en
að taka undir þessi orö hans.
Ef íslenzku þjóðinni heppn-
ast að gera kristindóminn,
— orð og starf meistarans,
sem fæddist á jólunum, — að
grundvelli menningar sinn-
ar og athafna, bíður hennar
vissuleg'a í framtíðinni að
vera göfug þjóð og batnandi,
hvað annað sem fyrir kynni
að koma.
í þeirri einlægu von, að
þetta megi takast, óskar
Tíminn lesendum sínum
Cfíe(iifetjra jóia
Bækur os höfundar
Bækur Menningarsjóðs og Þjóðvina-
féiagsins „með alira bezta móti“
Bók Arnórs um Einar í Nesi er „hreinasta
gersemi“.
. 1 Almanakið, þegar Tryggvi gamli
Bækur Menmngarsjoðs og G'unnarsson var ritstjóri þess í
Þjóðvinafélagsins 1957.
Ég h'efi fengið í hen.dur sex nýj
gainla daga.
Hvers vegna? — Vegna þess, 2.
. , „ . . , , .. heí'ti. Hefi ekki haft tíma til að
ustu bækur þessa virðulega utgafu , , ., , , , r,. ,
r . , ,, . þ, , % , lesa bok þessa, en 1. hefti las eg
fyrirtækis. Eru þær að þessu
sinni með allra bezta móti, svo að
ástæða er til þess, að fara um
þær nokkrum orðum.
Andvari hefir í lengri tíma ekki
verið jafn góður og að þessu
með ánægju og líkaði vel, svo
sem ég gat um í ritdómi í fyrra
vetur. í fijótu bragði verður ekki
betur séð en þetta hefti sé búið
tíkum kostum og fyrra heftið.
Fjögur ljóðskáld. Hér cru birt
sinni. Hann flytur nú ritgerðir eft ■ úrvalsijóð fjögurra skáida, sem
ir fjóra viðurkennda snillinga, fiestir höfðu mikið dálæti á, þeg
þá Jón Eýþórsson, Sigurð Þórar- ar ég var á milli fermingar og
insson, Þoukel Jóhannesson og tvítugs. Einkum voru þeir Jóhann
Gísla Sveinsson og verður ekki gert G sigurðsson og Sig urður Sigurðs
upp á milli þeirra. Þess má að-
eins geta að G. S. ræðir þarna
rnn efni, sem vafalaust væri hægt
að skrifa um heila bók, og væri
honum rnanna bezt trúandi til að
leysa það verk af hendi.
son vinsælir. Þeir Jóhann Sigur
jfjisson ogi Jónas Guðlaugsson
voru þá minna þekktir. En það
litla, sem kom fyrir almennings
sjónir frá þeim, náði mikilli hylli.
: Það var því þarft verk, að birta
Almanakið. I tvö undanfarin ár þetta úrval af ljóðum þeirra, því
hefi ég bent á það i ritdómum, að að ég hygg, að okkur eldri mönn
til þess væri hörmung að vita í unum finnist, sem við fyrirhitt
hve mikla niðurlægingu þetta áð um þarna gamla æskuvini, sem við
ur vinsséla rit hefir fallið á seinni höfum ekki lengi séð, þótt maður
árum. Að þessu sinni er það jafn hafi aldrei haft persónuleg kynni
óaðgengiiegt og þraut leiðinlegt af höfundimum. Hvernig valið hef
og það hefir verið síðustu árin. ir tekist, skal ekki um dæmt, þar
Skal ekki farið mörgum orðum sem 40 til 50 ár eru liðin síðan
um þelta að þessu sinni. Aðal ljóðin komu út í fyrstu. En leiðin
efni þess er, sem vera ber, árbókin legt fannst mér það, að þarna
og er hún með sö'mu ógöllum og fann ég ekki það kvæði Jónasar
verið hofir. Má það íurðiulegt Guðlaugssonar, sem mér hefir æ-
heita, að sljórn þessa virðulega tíð þótt bezt af hans kvæðum.
fyrirtækis skuli ekki leitast við Svart blóm. Þetta er skáldsaga
að fá annan mann til að semja eftir hinn fræga enska Nóbels-
árbókina. Þarna er og ein ritgerð
eftir dr. Björn Sigurðsson, um há-
vísinda’legt efni, og get ég vart
skilið, að hún eigi nokkurt er
indi til almennings. En vafalaust
mundi hún sóma sér vel í vísinda
itimariti. Því segi ég það, að
mikill var nú munurinn að lesa
verðlaunahöfund, John Gals-
worthy. Eg hefL lesið nokkrar sög
ur eftir þennan víðkunna og stór
brotna höfund og líkað þær a'llar
vel. Þelta er einnig góð saga, þótt
ég telji hana ekki þá bezlu, er
ég hefi lesið eftir þennan höfund.
En frambærileg er hún í bezta lagi
Bók, sem á brýnt erindi
til samtíðarinnar
og þýðingin ágæt, eftir því sem
bezt verður séð.
Einars saga Ásmundssonar, eft
ir Arnór Sigurjónsson. Óþanft er
að ræða miíkið um þessa bók, því
að ég hefi sannar fregnir af því, að
hún er að verða uppseld, en það
eru aðeins úrvalsbækiur, sem selj
ast strax upp á íyrsta ári. Og
þetta er að sjólfsögu bezti dómur
inn um bókina. En í stuttu máli
vil ég segja það, að þessi bók er
hreinasta gersemi. Auðvitað var
mér kunnugt um það, aður en ég
las bókina, að höfundurinn er
einn ritsnjailasti maður landsins.
En hitt vakti furðu mina, hvað
hann hefir sýnt frábæran dugnað
við að afia sér hermiida ag það
góðra og öruggra heimilda. Og
úr þessum miklu heimildum vinn
ur hann svo vel, að með eindæm
um má telja. Þá er niðunskipun
efnisins á þann veg, að tdja má
tii mLkiMar fyririmudar. Bókin
er í einu orði sagt, bæði fróðleg
og skemmtileg og hefir yifirleitt
alia þá kosti, sem góð bó(k þarf að
hafa. — Fyrir mig pexsónulega
var bók þessi hreinasta óplnfoenin.
Þannig stendur á því, að í æsku
minni, um og eftir síðustu atdamót,
heyrði ég bæði margt og mikið
sagt frá Einar Ásmundssyni. En
íflest af þvi var illmaalgi ein og
isieggjudÓTnar, því að hann átti
að hafa verið bragðárfofur hinn
mesti. Og ég sem unglingur hlaut
að leggja nokkurn trúnað á þetta.
En nú dregúr Arnór þarna upp
nokkuð aðra og sannari mynd af
Einari, sem seint mun fyrnast.
Slíkt er kærkomið l>eim, sem í
upphafi hefur fengið aíranga liug
mynd um þennan stórbrotna og
isérkennilega gáfumann. Því var
það, að nrér flaug í hug þessi
vísa:
Bókin flytur fagra mynd
og fræði um „bragðakauðann."
Arnór þvær af allri synd
Einar lifs o>g dauðan.
Beniamín Sigvaldason
Sveinn Víkingur:
EFNIÐ OG ANDINN
Sr. Sveinn Víkingur hefir sent
frá sér merkilega bók, sem bóka-
útgáfan Fróði hefir géfið lit.
Bók þessi er allsérstæð í bóka-
flóðinu nú og hlýtur að vekja at-
hygli og verða mikið lesin. Hún
er annars eðlis en velflest af því,
sem nú er fremst á boðstólum. Að
vís.u ekkert spjall um spánnýtt efni,
heldur þaulhugsaðar og viturleg-
ar orðræður um sígilt vandamál,
sem alla snertir, sjálft lífið í efni
og anda, tilgang þess og mikilleik
og glimuna um langan aldur við
að ráða rúnir og velja leiðir á
víllugjarnri vegferð manna, með
þá þrá í brjósti að ná hinni réttu
stefnu, sem leiðir til hinna hæstu
tinda og æðstu gæða.
Þessu mikla og merkilega efni
er þannig velt fyrh- sér, að hver
og einn athugull lesandi sér fyrir
sér þau leiðarmerki, sem höf. set-
ur honum ti'l glöggvunar. Þau
blasa við augum á þessari vand-
rötuðu leið. Bókin er skrifuð af
skarpri athugun og mikilli rök-
vísi, víðsýni og andlegri tigin-
mennsku. Ber hún höf. sínum frá-
bærlega gott vitni. Því’ að honum
hefir tekizt afburðavel að varpa
ljósi á villugjarna stigu, svo menn
fái áttað sig, ef þeir kæra sig um
þaö.
Og bökin er tilvalin að lesa með
ungu fólki, — gæti 'verið einskon-
ar kennslubók. Hún er þannig
byggð og búin í hendur lesanda,
að auðvelt er að gera efni henn-
ar skil í áföngum, sem slikri með-
ferð hentar. Og efni hennar veitir
mikla útsýn og umræöurþörf, og
er líklegt til að dýpka lífsskiln-
ing allra, er lesa hana og íhuga.
Hún á því brýnt erindi til sam-
tíðar, sem talin er býsna reikul
í ráði, eltir margan hrævareldinn
og fátt tekur alvarléga.
Ég vildi með þessurn örfáu orð-
um aðeins leyfa mér að vekja at-
hygli á þessari merku og ágætu
bók, og með því jafnframt þakka
höf. þetta frábærlega góða verk
hans, af heilum hug.
Snorri Sigfússon
Mikil jólaverzlun —
greiðar samgöngur
Akureyri: Sanigöngur um hér-
aðið og yfir heiðar eru nú orðnar
greiðar afttir, efitir áhlaupið í vik-
unni. Vaðlaheiði er bílfær oig eins
Öxnadalsheiði. Sveitafólk og fólk
úr nærliggjandi þorpum streymir
til bæjarins til að gera jólainn-
kaup. Er mikið um að vera í verzl-
unum og jólaverzlun virðist mjög
mikil. Veður er nú stillt og kalt,
í dag er ofanhríð, en ekki tíl
trafala.
’BAÐSTjOfAN:
Enn um Matthías og
Guðmund á Sandi.
JÓN BERGSSON skrifar: Sunnu-
daginn 22. sept. birtust í Tíman-
um vísur Matthíasar Jochumsson
ar, er liann orti í tilefni af fyr-
irlestri Guðmundar Friðjónsson-
ar „Skák“, en Guðmundur vakti
ekki litla athygli á þeim tíma,
eins og raunar alta tíð meðan
hann lét til sín heyra. Þessar
vísur Matthíasar fóru austur á
Fl.iótsdaisliérað eða hrafl úr
þeim. Eg var þá unglingur inn-
an við eða um fermingu, ekki
lærði ég þær allar ,en þó sakn-
aði ég einnar vísu, sem mér
finnst að ekki rnegi sleppa und
an, on hún á að koma næst á
eftir 5. vísunni eða þessari. Upp
þá stökkur andskoti; vísan er
svona:
Gvendur skælir grönina,
gleiður stælir hnefana,
jörkum pælir jörðina.
Eg var að fæla sauðina.
Eg kann svo ekki þessa sögu
lengri..
Ölfus — Öllfoss.
ENN SEGIR í bréfi Jóns Bergs-
sonar: ,,Eg vil um Ieið og ég
sendi þér þessa vísu Matthíasar,
þakka þér birtingu rabbs míns
um Ölfoss eða Ölfus, en þar sem
þú segir að ég sé „kunnur fræði
maður“, þá er helst til þykkt
smurt, því að oflof, — þó að
það sé i góðri meiningu fram bor
ið — verður ætíð að háði. En
það er annað, sem ég vil vekja
athygli á. >ú settir sem sé hor-
titt í greinrna hjá mér, sem ekki
var gwstuk. Þar, sem ég dreg
þá áíykfun, er ég hafði fundið
Ölfusvatsnsvik í Þingvallavatni,
að „Þingvallavatn hafi um skeið
heitið ÖJfusvatn, en þar ei' bætt
in í „eða réttara Ölfossvatn", en
það var ég búinn að taka fram
áður, að vatnið hafi á dögum Ara
Ölfossvatn heitið, en Öifus nafn
ið siðar fluttst á Ölfóssvatn.
Það er svo sem fleira en Ölíus-
vatnsvíkin, sem bendir til þess.
að ÖMusniafnið hafi náð upp í
Þingvallavatn, skammt frá vatn
inu er bær, sem heitir Ölfusvatn.
Sá bær er i Grafningshreppi.“