Tíminn - 23.12.1957, Síða 9

Tíminn - 23.12.1957, Síða 9
Reyfejíúk, mánudaguritm 23. des. 1957. 9 WÍ&llÉP ffift. 'iSÍíl sth^eviip^f 9*»ii viVáísí hvíV«rt» tif»V < eh $ký***ha$ b&t. ií* h« — Hvað erbu g'ömul? — 44 ára. — HvaS ætlarðu aö gera | núna? — Ég hef skrifað Gerry og! sagt honum að ég hafi yfir- l gefið Charlie. Jafnskjótt og ég heyri frá honum, ætla ég að le'rta hann uppi. Ég varð felmtri sleginn. — Þú gerir þér ljóst, að l>að er örlítil og afskekkt ný- lenda sem hann á heima í. — Ég býst ekki við að þú munir kunna við þig þar. — Hann lofaði mér að ég mætti koma til hans ef lífið yröi mér óbærilegt eftir að hann færi. — Leggurðu svo mikið upp úr orðum ástfangins manns á unga aldri? — Jiá, þlegar viðkomandi maður er Gerry Morton. Ég var niðurbrotinn. Ég sat þögull langan tíma. Þá sagði ég henni söguna um veginn, sem Gerry liafði lagt. Ég ýkti dálítið og gerði sög- un-a afar áhrifaríka. — Því ertu að segja mér þessa sögu? — Ég hélt það frekar góð saga? Hún hristi höfuðið og brosti. — Nei, þig langaði að sýna mér fram á, að hann væri ungur og áhugasamur og svo upptekinn af verki sínu að hann hefði ekki tíma til að isinna öðrum hlutum. Ég mundi ekki tefja hann við starfið. Þú þekkir hann ekki eins og ég. Hann er svo ótrú- lega rómantískur. Hann álít- ur sjálfan sig brautryðjanda. Ég er hrifinn af áhuga hans að vinna stórvirki í lítt numd um löndum. Það er stórkost- legt, er það ekki. í s saman- burði við það, virðist lífið hér hégómi og eftirsókn eftir vindi. En vitaskuld er ein- manalegt þar. Jafnvel félags skapur við miðaldra konu væri vel þeginn þar. — Hugsarðu þér að gift- ast honum? spurði ég. — Ég fel mig í hans hend- ur. Ég vil að það verði hans vilji en ekki minn. Hún talaði svo einfaldlega og blátt áfram að þegar ég fór, þá var ég ekki vitund reiður við hana. Auðvitað á- leit ég hana heidur heimska, en ef menn létu heimskupör , kvenna alltaf hafa áhrif á sig j mundu þeir lifa í sífeiidu reiði! kasti allt sitt líf. Ég hélt að j allt mundi' lagast. Hún sagði | að Gerry væri afar róman- | tískur. En ég býst við að Gerry mundi verða illa við þegar hann fengi bréfið frá Marg- ! ery. Ég held að Margæry myndi einnig verða fyrir von- brigðum, jæja það mundi ekki gera henni mikið iilt, hún mundi fara aftur heim til eiginmannsins og ég var ekki í vafa um að þau mundu lifa í friði og velsælu það sem eftir væri ævinnar. En atburðirnir fóru á ann- an veg. Atvikin réðu því að mér tókst ekki með nokkru móti að ná tangarhaldli á Charlie Bishop næstu daga, en skrifaöi honum og bauð honum að borða með mér á- kveðið kvöld í næstu viku. Ég stakk upp á því að við færum í leikhús, þótt ég væri ekki sérlega hlynntur því, því ég vissi aö Charlie var hávaðasamur og þrætu- gjarn við skái. Ég óttaðist að hann myndi gera sig að fífli ef við færum í leikhús. Við ákváðum að hitt ast í klúbbnum og borða þar áður en við færum í leikhús- ið. Ég kom á tilsettum tíma. Ég beið, en hann léfc ekki sjá sig. Ég hringdi heim til hans en fékk ekkert svar, svo ég áleit að hann væri á leiðinni. Mér er illa við að missa af upphafi leikrita, svo ég hafði farið inn og beið hans þar, svo að við gætum farið bemt í sætin þegar hann kæmi. Ég hafði pantað mat til að spara tímann. Að lokum varð ég leið ur á að bíða og fór upp og borðaði einn. Hann birtrst ekki. Ég hringdi til Marsh- hjónanna og þjónn kom með þau skilaboð að Bill Marsh heíði svarað í símann. — Heyrðu, veistu nokkuö um Charlie Bishop, spurði ég. Við ætluðum að borða saman og fara í leikhús, en hann hefir ekki látið sjá sig. — Hann dó núna í dag. — Hvað? Ég hrópaði svo hátt, að þeir sem næstir mér sátu litu upp. Veitingasalurinn var troðfull ur og þjónarnir voru á þön- um. Síminn var á borði gjald- kerans og þjónn kom með tvö vínglös á bakka og af- henti gjaldkeranum peninga. Dyravörðurinn vísaði tveimur mönnum til sætis og hrinti mér óvart um leið og hann gekk framhjá. — Hvar ertu staddur? spurði Bill. Ég býst við að hann hafi heyrt skvaldrið í kringum mig. Þegar ég hafði upplýst hann um það, spurði hann hvort ég gæti komið til hans jafnskjótt og ég hafði borðað matinn. Janet vildi tala við mig. — Ég kem strax, sagði ég. Janet og Biil satu i dag- ljósið Kertaljósin eru fögur, en þau geta einnig verið hættuleg. — Foreldrar, leiðbeinið börnum yðar um með- ferð á óbirgðu ljósi. Um leið og vér beinum þessum tilmælum til yðar, óskum vér yður öllum gleðilegra jóla * Brunabótafélag Islands Af hverjwn er myndin? í Skrifaranum á Stapa segir: ,,Um ástsmál Baldvins Einarssonar hefir fátt verið ritaS, en vafaiaust margt skrafað á sínum tíma. Af bréfum Baldvins verður ekki annað ráðið en að hann hafi borið ástarhug til Kristrúnar Jónsdóttur á Stærra Árskógi til dauðadags, þótt atvikin höguðu því svo, að hann þættist neyddur til að kvænast annarri konu“. Með konu sinni eignaðist Baldvin son, Einar Bessa Baldvins- son, sem er í miðju á myndinni. Bessi bjó í Þýzkalandi, en kom í heimsókn til íslands árið 1907. Bókin Skrifarinn á Stapa er þrotlaus sjóíur skemmtilegs fróÓIeiks af mönnum og málefnum á 19. öldinni. — Bókfellsútgáfan

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.