Tíminn - 28.12.1957, Page 9
fÍMINN, laugardagina 28. desember 1957.
r
Ðyggðin sanna
SAGA
EFTIR
W. Somerset-
22
stofunni þegar ég kom. Hann
var að lesa blöðin og h«n
þóttist vera þolinmóð. Hún
spratt á fætur þegar stúlkan
vísaði mér inn. Ég sá strax
að hún var í essinu sínu. Hún
rétti mér höndina og sneri
sér undan til að fela fossandi
tárin. Röddin var lág og
þrungin sorg.
— Ég flutti Margery hing-
að og kom henni í rúmið.
Lælcnirinn hefir gefið henni
róandi meðul. Hún er alveg
niðurbrotin. Er þetta ekki
voðalegt? Ég veit ekki af
hvarju aílt þetta þarf að
plaga mig.
Bishopshj ónin höfðu aldr-
ei haft þjónustufólk en ræst
ingakona korn á hverjum
morgni og tók til 1 íbúðinni
og þvoði upp diskana. Hún
hafði lykil að íbúðinni. Þenn-
an morgun hafði hún farið
inn í íbúðina að venju og ræst
dagstofuna.
Síðan konan yfirgaf Char-
lie hafði hann verið óreglu-
sarnur og því varð hún ekkert i
hissa þótt hann svæfi ennþá.
En tíminn leið og hún vissi
að hann þurfti að komast í
vinnu á réttum tíma. Hún
gekk að svefnherberginu og
barði að dyrum. Ekkert svar.
Hún hélt að hún hefði heyrt
stunu. Hún opnaði dyrnar
hægt. Hann lá í rúminu á bak
inu og andaði þunglega. Hann
vaknaði ekki. Hún kallaði á
liann. Eitthvað í fari hans
gerði hana skelfda. Hún barði
dyra i íbúðinni á sömu hæð.
Þar bjó blaðamaður. Hann
lá ennþá í rúminu þegar hún
kom og kom til dyra á nátt-
fötunum.
: — Afisakið herra minn,
sagði hún, en vildirðu vera
svo vænn að koma yfir í hina
íbúðina og líta á húsbóndann
þar. Ég held að hann sé veik-
ur.
Blaðamaðurinn gekk yfir
ganghi^ og inn í íbúð Char-
lies. Þar var tómt gias af
eitri. — Ég held þú ættir að
ná í lögreghma, sagði hann.
Lögreglumaðurinn kom á
vettvang og lét hringja á
sjúkrafoíl. Charlie var fluttur
á sjúkrahús. Hann fékk aldrei
meðvitund. Margery var hjá
honum þar til hann dó.
— Auðvitað er réttarrann-
•sókn óumflýjanleg, sagði
Janet, — en það er ljóst hvað
gerst hefir, Hann hefir sofið
illa slðuistu 3 til 4 vikurnar,
og ég býst við að hann hafi
tekið eiturlyf. Hann hefir tek
ið of mikið af þeim vegna mis
taka.
— Ei það skoðun Margerys?
spurði ég.
— Hún er niðurbrotin
mann)eskja og hefir ekki
myndað sér neina skoðun á
málinu, en ég kvaðst sann-
færð um að hann hafi ekki
framið sjálfsmorð. Ég á viö,
hann er ekki svoleiðis maður.
Hef ég á réttu að standa,
Bill?
— Já, elskan, sagði hann.
— Skildi hann ef tir nokkuð
bréf ?
— Nei, ekkert. En það und-
arlega er, að Margery fékk
bréf frá honum einmitt þenn
an morgun; varla bréf, bara
nokkrar línur: „Ég er svo ein-
mana án þín, elskan“. Það var
allt. En auðvitað hefir þetta
ekkert að þýða. Hún hefir lof-
að að segja ekkert um það
fyrir rétti. Ég á við, það
myndi bara vekja grunsemd
ir. Þetta var bersýnilega slys,
var það ekki Bill?
Ég sá að Janet var staðráð-
in í því að trúa því að Charlie
Bishop hefði ekki framið
sjálfsmorð, en ekki var ég
nógu vel að mér í kvennasál-
fræði, til að vita hversu djúp
sú trú hennar var. Og vita-
skuld gat það átt sér stað, að
hún hefði rétt fyrir sér. Það
er óskynsamlegt að ætlast til
þess að miðaldra vísindamað
ur fnemji sjálfsmorð, sakir
þess að miðaldra hústrú hans
hafi yfirgefið hann, og það
er meira að segja afar sénni-
legt að hann hafi tekið of
stóran skammt af svefnlyfj-
um, hálfdrukkinn og slæpt-
ur. Enda var það úrskurður
réttarins. Honum var bent á,
að Charlie Bishop hefði upp
á síðkastið sýnt af sér mikið
óþol sem hefði orðið til þess,
að konan hefði skilið við
hann, og það væri harla aug-
ljófst, að ekkert væri fjær
skapi hans en svipta sjálfan
sig l’ífi. Dómarinn lét í ljós
samúð sína með ekkjunni og
varaði við þeim hættum, sem
fylgja svefnlyfjum.
Ég hata jarðarfarir, en
Janet bað mig um að verða
við jarðarför Charlies. Nokkr
ir starfsbræður hans við
sjúkrahúsið höfðu látið' í ljós
ósk um að vera við, en þeir
voru taldir af því, samkvæmt
beiðni Margerys. Janet, Bill,
Margery og ég, voru einu
manneskjurnar viðstaddar.
Við áttum að sækja kistuna
í líkhúsið, og það átti að taka
m,ig 'í leiiðinni þangað. Ég
hafði auga með bílnum og
fór niður þegar ég sá hann
koma, en Bill fór út úr biln-
um og mætti mér í dyrunum.
— Andartak, sagði hann,
ég þarf að segja þér dálit-
ið. Janet vill að þú komir með
okkur á eftir og drekkir te-
sopa. Hún segir að það gagni
ekkert að skilja Margery
eftir, við ætlum að spila briss
öll á eftir. Kemur þú?
— Svona klæddur? spurði
ég.
Ég var í sjakkett með mann
drápara og diplómatabuxum.
— Það er allt í lagi. Það
dreifir hugsunum Margerys.
— Ágætt.
En við spiluðum aldrei briss
samt sem áður. Janet, Ijós-
hærð og björt yfirlitum, var
afar lagleg í sorgarklæðuni
og lék vel hlutverk hins syrgj
andi vinar. Hún grét dálítið
strauk léttilega af hvörmun-
um til þess að skemma ekki
augnalitinn, og þegar Marg-
ery fór að gráta, faðmaði hún
hana að sér og hughreysti
hana. Svo fórum við aftur til
hússins. Þar beið símskeyti
eftir Margery. Hún tók við
því og fór upp á loft. Ég geröi
ráð fyrir því að það væri sam
úðarsk/eyti frá einum vina:
Charlies. Bill fór að skipta
um föt og ég fór upp í setu-
stofuna og náði í brissborðið. |
urn að gera að verá foróma
laus, sagði Janet sem kom
tll að hjálpa mér. Auðvitað
hefir Margery verið afar mið:
ur sín en nú verður hún að)
taka sig á. Brissrúbía gerir
henni gott. Auðvitað þykir
henni mjög miður hvernig
fór um aumingja Charlie en
hann hefði hvort sem er ald
rei komist yfir það að Marg
erys fór frá honum og það
er ekki hægt að neita því að
þetta var ágæt lausn málsins.
Hún sendi Gerry skeyti í
morgun.
— Um hvað?
— Sagði honum frá aum
ingja Charlie.
í sömu svipan kom þjón-
ustustúlkan upp í herbergið.
— Frú Bishop vill gjarnan
sjá yður, viljið þér finna
hana.
— Auðvitað, svaraði Janet.
Hún skundaði út úr her-
berginu, ég var einn eftir. Bill
kom upp og við fengum okk
ur staup. Loks kom Janet til
baka. Hún rétti mér sírn-
skeyti. Það var á þessa lund:
— í guðanabœnum biddu
eftir bréfi stopp Gerry. —
— Hvað heldurðu að þetta
þýði? spurði hún mig.
— Það sem stendur þarna,
svaraði ég.
— Fáviti. Auðvitað hef ég
sagt Margery að það hafi ekk
ert að segja, en hún er kvíð
in út af því. Það hlýtur að
vera svar við skeytinu sem
hún sendi um dauða Charl
lies. Eg held að hún hafi ekki
þrek til að spila bridge eftir
allt saman. Eg meina, það
væri ekki tlhlýðilegt að spila
bridge daginn sem maður
hennar er jarðarður.
— Rétt, sagði ég.
—Allt sem við getum gert
núna er að bíða eftir bréfinu,
sagði Janet.
Eg sá enga ástæðu til að
halda áfram samtalinu. Eg
fór. Nokkrum dögum seinna
hringdi Janet til mín og tjáði
mér að Margery hefði feng
ið svarskeyti frá Morton. Hún
las það fyrir mig:
— Þyfcir hörmulegt að
heyra sorglegar fréttir stop
auðsýni fyllstu sanuið á
sorgarstundu stopp ástarkvej
ur stop Gerry. —
— Hvað heldurðu um þetta?
sprði hún mig.
— Þetta er mjög kurteis
legt.
— Auðvitað gat hann ekki
sagt að hann væri dauðfeg
inn.
'— Ekki ef hann vildi vera
háttvís.
— En hann sendir ástar-
kveðjur.
Eg gerði mér í hugarlund
livernig þessar tvær konur
hefðu rannsakað gaumgæfi-
lega skeytin tvö frá öllum
sjónarhornum og velt fyrir
sér hverju orði til að fá alla
meiningu út úr því. Eg heyrði
næstum samtal þeirra í hug
anum.
rRADI «*«•
KALDIR
BÚÐINGAR
Köldu ROYAL-búðingarnir eru Ijúf-
fengasti eftirmarur, sem völ er á.
Svo auðvelt er að matreiða þá, að ekki
þgrf annað en hraera innihaldi pakk-
"ans saman við kalda mjólk, og er búð-
ingurinn þá tilbúinn til framreiðstu,
Reynið ROYAL-búðingana, og þér
verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Royai
assg'
|S\ vtswwsW
ÍÁ.f?UOV>'-
W.V.V.VAV.V.V.VV.V.Y.V.V.V.W.VAWWAWAW
> Öllum þeim mörgu, er veittu okkur mikla og ó-
vænta aðstoð, er heimili okkar brann 8. des. s.l. þökk-
um við hjartanlega.
> Við biðjum ykkur allrar blessunar og óskum ykkur .
|| gleðilegs nýárs. ■;
I; Sigrún Pálsdóttir og Jóhann Einarsson, ■!
!• Þvervegi 38.
■’ ’■
'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV
FósturfaSir tninn, bróðir og frændi,
Jón Óiafsson,
Króksf jarðarnesi.
andaðist á hsimili sínu á jóiadag.
Haukur Friðriksson,
Bjarney Ólafsdóttir,
Óiafur E. Óiafsson.
Guðrún Bjarnadóttir,
húsfreyja að Vallá á Kjalarnesi,
lézt í Landsspitalanum 6. desember. — Jarðarförin auglýst síðar.
Aðstandendur.
Útför eiginmanns míns og sonar okkar,
Gunnars Hlíðar,
stöðvarstjóra í Borgarnesi,
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. desember kl. 11 árd.
Jarðsett verður i Fossvogskirkjugarði.
Ingunn H. Hlíðar,
Guðrún og Sigurður E. Hlíðar.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim mörgu nær og fjær,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andiát cg jarðarför eigin-
manns míns, föður og tengdaföður,
Jóns Jóhannessonar,
bifreiðastjóra, Laugateig 17.
Sérstaklega þökkum við Bifrciðastjórafélaginu Þrótti fyrir góða
aðstoð og hluttekningu.
Anna Benediktsdóttir, Sæmundur R. Jónsson,
Loftur H. Jónsson, Hrafnhiidur Jónasdóttir.
Móðir okkar og tengdamóðir
Jónfríður Helgadóttir,
Grettisgötu 31.
andaðist í Landakotsspítala á jóladag.
Inga Gestsdóttir, Bjarni Gestsson,
Ásta Gestsdóttir, Helena Gestsdóttir,
Gústaf Gestsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir.
.VJ’JWmW i