Tíminn - 04.01.1958, Page 4

Tíminn - 04.01.1958, Page 4
4 TÍMINN, laugardaginn 4. janúar 193% Rússar gerast vinsælir í Færeyjum - Gefa vindlinga og leika danslög á bryggjunni - Bjóðast til að kenna Færeyingum að veiða síld - þeir hugsa málið - Utvarpssenáingar frá Einn er sá staður í Vestur- Evrópu, þar sem Rússar njóta almenningshylli og það er í Faereyjum. Árum saman hefir rússneskur togarafloti legiS við síldveiðar hjá Fær- eyjum. Rússar fá birgðir sínar heimanað og afli tog- aranna er fluttur þangað með stórum fiutningaskipum. Drykkjarvatn fá Rússarnir á eyjunum og sjúkir skipverj- ar eru fiuttir á spítala. Þegar rússneskt fiski skip kemur til hafnar í Fær- eyjum, hafa heimamenn gjarnan samneyti við skip- verjana, þótt áhafnirnar hafi raunverulega ekki leyfi til að fara í land. Grænlandi Kirkjubær í Færeyjum. Dönsfcu yfirvöldin hafa sig ölt við að koma í veg fyrir samskipti heimamatiTia og Rússa, en aðgerðir þeirra eru elcki sérlega vel þokk- aðar í Færeyjum. Það er þó deg- inum Ijósara, að Rússar eru fram- úrskarandi menn. Þeir gefa síga- irettur á bryggjunni og lelka dans- lög í háít'alarann í siglutrénu, og iþað kemur meira að segja fyrir, að þeir bjóði heimamönnum á bíó. Það' er fátt um stórviðburði í fær- eyiskri höfn og menn kunna að 'g'leðjast af iitlu. í Fuglafirði höt- 'uðust Færeyingar við yfirvöldin, af því að þau neituðu rússneskri áhöfn um Landgöngu tii að leika knattspyrnu við helmamenn. Ó- danikomu'.agið hefir orðið vatn á myllu skilnaðarmanna í Færeyj- um. Dör.sku yfirvöldunum er í iblaði þeirra lýst sem hreinum yfir- gangsseggjum, sem hafi það eitt verkefni að brjóta sjálfstæðisvið- leitni landsmanna á bak aftur. Vilja taka Færeyinga í læri Rúss'ar fara ekki í grafgötur um 'hræringarnar í sjáifstæðismálum eyjaskeggja. Það er athygiisvert, að þegar verzlunarviðskipti stöðv- ■uðust mifli Dana og Rússa fyrir tveimur árum, gátu Færeyingar isamt sem áður samið við Rússa um söiu á saLtsíld. Um haustið, þegar FæreyLnga vantaði beitu og stjórn arvöldin sneru sér tiL yfirmanna rússneska síldveiðiflotans og beidd- ust aðstoðar, var ekkert tiL fyrir- stöðu. Rússar voru fúsir til að láta 150 tonn af síld af hendi. Og nú hafa Rússar meira að segja boð- izt tiL að taka Færeyinga í læri og kenna þeim rússneskar veiði- aðferðir. Færeyingar hugsa málið og stjórnmálamenn eru nú að velta þvi fyrir sér, hvaða á'hrif væntan- Leg ákvörðun muni hiafa á l'ands- málin heima fyrix. Danskur útvarpsmaður er nú staddur á Grænlandi og hefir hann yfrið nóg að starfa. Hefir hann tekið saman alimarga fréttaþætti um grænlenzk málefni, gamla og nýja tímann eins og hann kemur fyrir sjónir þar í landi. Einnig hefir hann tekið samtöl við gamla Grænlendinga og fréttaþætti um siglingar meðfram ströndinni. -Svo er að sjá sem Danir þykist nú þurfa að sýna áhuga sinn fyrir grænlenzkri mienningu. Útvarps- maðurinn hefir einnig tekið upp þætti um jóLahatd í Grænlandi. í fréttaþætti frá Góðrarvonarfirði segir frá jólahaldinu þar, þar sem ýmsir gamlir jólasiðir eru enn í heiðri hafðir. MeðaL annars ganga menn bæ frá bæ á jóladagsmorg- un og syngja jólasöngva fyrir ut- an dyr hágrannans. Einnig eru fréttir frá jólaannríkinu í Góðvon og frá eyjunni, þar sem Hans Eg- ede dvaldi um fyrstu jólin í Græn landi. Fréttasendingunni er endur varpað frá Reykjavík. Von er á fleiri útvarpsþáttum frá Græn- landi og kennir þar margra grasa. Mun ístenzkum hlustendum þykj'a fróðleikur að fyigjast með græn- Lenzka útvarpinu. Meðalgönpmaðiir Rússa hjá Asíu- ríkjiím NTB—MOSKVU, 2 jan. — Veida mikil var haldia í súdaaisika siendi- ráðinu í Mosikvu í daig. Var þar m.a. mættur Búlganin forsætisráð herra. Sagði hann við blaðamenn, að árið 1957 hefði endað vel. og árið 1958 myndi enda enn betur. Á því ári Jnyndí taka.-it. að hæta í raun og veru sambúð rílkja í hekn inum og binda endi á kalda strið- ið. MeðaL gesta voru Siroeky for- sætisráðáherra TékkósLóvakíu og utanríkisráffiherrann Vaslav David. Eru þeir, sem kunnugt er, á Leið tiil AsíuiLanda. Fyrr um daginn voru þelr boðnir til miðdegisverð ar í Kreiml. Er það áilit frétta- ritara, að Rússar æbli sér að nota þá, sem meðalgöngiumenn til að vinna fýligi Asíuþjóða með því að bjóða þeasum ríkjum efnahags- aðstoð. MOBY D!CK Bandarísk kvikmynd. Aðalhlut- verk: Gregory Peck, Richard Basehart, Loe Genn Orson Welles Leikstióri: John Houston. Sýn- ingarsfaður: Austurbæjarbíó. Einar þrjár kvikmyndir hafa verið gerðar eftir skáldsögunni Moby Diek eða hvíti hvaiurmn, eftir bandaríska skáidið Herman Mel- vtlle. An efa mun þessi mynd vera sú bezta frá tæknilegu sjón armiði. Þarna eru menn að raun- verulegum hvalveiðum með þeim frumstæðu tækjum er tíðkuðust við veiðar á þeim tíma er sagan gerist og voru það fábrot- in að maðurinn stóð nær varnar- laus gegn hvaiskepnunni, ef eitt hvað bar út af, eins og t. d. það að hvaturinn snerist til varnar. Þessar hvalveiðar í myndinni eru mikitfenglegar og góð undirstrik un við þá atburði í lokin, þegar dregur til úrslita milli hvíta hvalsins og Ahab Skipstjóra. Myndin byrjar, eins og sagan, á hin- um frægu orðum þess er segir söguna og var einn til frása<gn- ar: Kallið mig Xshmael. Þennan i Ishmasl leikur Richard Base- hart. Hanu er nánast sagt litið annað en áhorfandi, en öðru máii gegnir um Starbuck stýrimann, sem leikinn er af Leo Genn. Hann er andstæða hins einfætta skipstjóra og er í raunimni full- tríii skynsemi og fyrirsjár. Gre- gory Peck leikur Ahab og veröur það að teljast mjög misráðið. I myndinni er u;n að ræða vaiið lið allt til smæsta aukahlutverks og er það enn til að veikja að- stöðu Pecks í hiutverki skipstjór ans. ÓLíkt hefði verið betra að hafa Orson WeUes í því hlutverki, en hann lei'kur prestinn mjög eft irminnilega. Óhugnanleg áherzla er lögð á brjálæðiskennda á- stríðu skipstjórans í að drepa hvíta hvalinn, sem kemur enn skýrar fram, þar sem Peck veld- ur ekki þeirri manngerð, sem fer til að „höggva mann og ann an“ með það fyr'cr augum að verða ekki sigraður af neinu nema dauðanum. Okkur er ræki- lega kunnugt að slíkt hugarfar þarf ekki að vera brjálæði, held- ur ekki á timum trúarvingls og hindurvitna. Það er í rauninni Leo Genn sem fer með stærst- an hlut út úr myndinni. Eftir að heilbrigð skynsemi hefir boðið honum að standa gegn brjálsemi skipstjórans, snýst hann gegn livíta hvainum að Ahab föUmtra, af því hanm er fyrst og fremst hvalveiðimaður og það stríðir gegn metnaði hans að láta slkepnuna sieppa við svo búið. Skiptir það hann engu þótt það geti kostað hann lífið. Hann er yfirleitt ekki að hugsa um I»að frekar en í önnur skipti, þegar lrann veiðir hval. Þannig verð- ur hann ímynd þeirrar hetjulund ar, sem Ahab brestur og hefði verið hægt að gefa honum með rólegri leik. Þótt misráðið hafi verið i Ivlubverk skipstjórans verður ekki annað sagt um John Houston en hann sýni ótrúlega hæfni í að fella þetta flókna verk saman og gefa því sterka snurðulausa fram- vindu allt til enda. Hópatriðin eru öll mjög eðlileg og sannfær- andi og ekki á færi annarra en meistara að sníða af sliku ailan stirðleika. Það eina sem Houston ræður ekki við er sjálfur afi- gjafi myndarinnar, skipstjórinn, og veldur val leikarans þar úrsiit um. Mynd þessi er eftirminniiegt og mik- ið listaverk. Haldast þar í hend- ur góð leibstjórn, framúrskarundi myndata'ka og iitaval og leikur, sem er góður í heitd. f G. Þ. Við seinni bollann Andríki er af kaffiróf runnið. — FrummaSurinn skemmtir sér. — Á vinnubuxum og smókingjakka. — MannshöfuS er nokkuS þungt. — „Hvar eru pabbarnir ykkar"? Það er orðið langt um liðið frá því ég hafði tíma til að fá mér í seirtni bollann og rabba um heima og geima. Jólaönnin hefir hlaupið svo í blóðið í mér, að ég hef ekki getað sinnt mínuirt hugðarmálum svo nokkru nemi. Ekki svo að skilja að ég hafi tekið þátt í jóla- kapphlaupinu, ég átti þar síður en svo nokkurra hagsmuna að gæta en sálin í mér er eins og baró- meter, hún fer öll úr skorðiun þegar taugastríð ríkir í kringum mig. Þess vegna lief ég orðið að láta mér nægja að hvolfa í mig úr einum bolia og hlauoa svo af stað, argið og þrasið lieimtar sitt. Loks þegar jólahelgin gekk í garð lét ég mér nægja að éta mig saddan, sofa nægju mína og liáma í mig hverskyns góðgæti, mókti uppá dívan og fletti jólabókunum. Loks er lífið aftur komið í sitt fyrra horf og nóg næði til að sötra úr blessuðum seinni bollan- um. Og andríkið er af kaffirót mmnið einsog allir íslendingar vita. ★ Það var undarlegt að aka um b'æinn á gamlárskvöld. Stjörnu- bjart var og bragandi norður- Ijós, vaxandi tungl stafaði köldu skini á hrímga jörð. En annar- legur bjarmi öllu jarðneskari lék um Reykjavíkurbæ. Hvar- vetna loguðu æstir eldar, á opn- um svæðum höfðu verið reistir bá'lkestir miklir, gegnvættir oliíu og borinn eldur að. Eldstólpar báru við himin og reykjarmekki lagði víða vegu. Marglit biýs svifu um loftið, hvæsandi rák- ettur þutu upp og sprungu með miklum gný. Það var engu lík- ara en borgin væri í hernaðar- ástandi, vígólmur innrásarher væri að jafna hana við jörðu. Svo var þó ekki, borgarbúar sjálfir stóðu fyrir bessu fýr- verkeríi og eldgangi, Reykvík- ingar voru að kveðja liðið ár og fagna nýju. Það var vel til fundið að yfirvöldin skyldu sjálf skipuieggja brennur víða um bæinn, þá var ekki lengur að óttast að lögreglustöðin yrði sprengd í loft upp af öskrandi lýð né bílum saklausra borg- ara velt um koll. I stað þess að berja á lýðn- um og loka hann í fúlum kjall- ara, sáu yfirvöldin sér þann kost vænstan að viðurkenna fruimmannstilhneigingu hins al- menna borgara og lofa honum að njóta síns æðis án þess að hætta yrði á tjóni og slýsum. Því það er staðreynd að furðu grunnt er á frummannsnáttúr- unni jafnvel í fari hins prúð- asta horgara, fyrr en varir get- ur mannætan risið upp í per- sónu vorri og heimtað blóð og eld. En mannætan lætur helzt eldci á sér kræla nema svo sé í pottinn búið að hinn dagfars- prúði borgari þurfi ekki að bíða tjón á mannorði sínu. Þannig er það í styrjöl'dum og hernaði og þannig er því farið á gamlárskvöldum lífsins, ein- staklingurinn getur falið sig meðal múgsins og f jöldans, þarf ekki að óttast að verða lög- sóttur fyrir spell og ósæmilega hegðun, því slíkt er einmitt allt að því lögverndað á viss- um dögum. + fslenzkir námsmenn erlendis finna uppá ýmsu sér til dundurs og tíðfordrífs og fellur ekki allt í kramið lijá góðborguriim. Full- veldisfagnaður mikill var haldinn í einu sendiráða okkar 1. des. Var þar mikið um dýrðir og skörtuðu menu sínum prúðasta klæðnaði svo sem lög gera ráð fyrir. Einn ugnur námsmaður skar sig þó úr Itópnum. Hann var klæddur smók- ingjakka góðum og bar þverslaufu. En allur var maðurinn furðulegur niðrum sig. Hann var í óhreinum vinnubuxum kagbættum og hafði inniskó á fóturn. Ekki þótti hon- uin nóg að gert, því þá er setzt var undir borð, klæddi hann sig úr jakkanum og tók hraustlega til matar síns á skyrtunni einni sam« an. ★ Tveim námsmönnum öðrum í sömu borg þótti höfuð sitt ger- ast nokkuð þungt og fóru bví til hárskera og létu nauðrafca á sér kollinn. Þá létu þeir sér vaxa alskegg. Annar beirra þótti toiafa svo m-erkilegt skegg og skalla að liann var ráðinti til að leika brjálaðan stúdent í kvikmynd sem sýnd verður hér á landi þegar þar að kemiur. * Tveir kínverskir vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaun fyrir afrelc í eðlisfræði í þetta sinn. Kínverj- ar þessir sem eru artierískir ríkis* borgarar, eru báðir ungir menn, annar þrítugur en hinn 34 ára og báðir afar smávaxnir. Þar við bæt- ist að margir Kínverjar eru barns- leeir ásýndum langt fram eftir aldri. Þegar beir komu með flug- vél til Stokkhólms var þar fvrir virðuleg móttökunefnd af Svía hálfu. Þegar vísindamennirnir stigu út úr vélinni, var þeim vel fagnað af Svíum sem gengu fram og klöpnuðu þeim á kollinn og sögðu „Elsku litlu kútarnir, hvar etu pabbarnir ykkar?“ — Ljótur. Nýárskveður til forseta íslands Meðal fjölda árnaðaróska, sem fonseta íslands bárust á nýártsdag, voru heiilaskeyti fná Friðrilk IX. Danakonungi, Ólafi V. Noregskon- ungi, Gústaf VI. Adoiif, konuinigx Syíþjóðar, IMio Kekkcmen Einn." landsiforseta oig O’Ceallaigh, for- seta írlands. Ennifremur bárust forseta heilia Skeyti friá Möhammad Reza Pahlav íranskeisara, Francisco Framco, riikisieiðtoga Spánar og þeim Voroshilov forseta Sovétríkjanna, Búlganin forsætisráðherra og Krustjöflf, aðalritara kömmúnisita- Eo’kks Sovétrikjanna. Þá tíárust og heillaóslcir £r!á í'slenzlkum sendiheiTum og ræðkr- mönnum erlendis ög ýmsum öðr- uim.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.