Tíminn - 05.01.1958, Qupperneq 8
8
T í MIN N, sunnudaginn 5. janúar 1953,
Minning: Jónfríður Helgadóttir
Á morgun verður til moldar bor-
in frú Jónfríður Helgadóttir, Grett
isgötu 31 í Reykjavík. Jónfríður
var fædd að Hofi í Dýrafirði 21.
ágúst 1878, og var því tæpra 80
ára, er hún lézt á jóladag síðast-
liðinn. Foreldrar hennar voru
Heigi bóndi á Hofi, Einarsson í
Hjarðardal, Jónssonar af Ingjalds-
sandi, Jónssonar, og Guðrún Jóns-
dóttir bónda i Garði, Jónssonar.
Móðir Guðrúnar var Þuríður Jó-
niátansdóttir, Þorkelssonar. Móðir
Jónatans var Helga dóttir Þórólfs
Tálknfirðings, en hann og Jón Þor-
láksson á Bægisá voru systrasynir.
Jónfríður ólst upp í foreldra-
húsum, og vann flest þau störf,
sem verstfirzkar bændadætur
unnu á þeim tírna. Aldamótaárið
varð eitt mesta sjóslys í sögu
Vestfjarða, er 18 menn drukkn-
uðu í Arnarfirði, allir úr Ketil-
daiahreppi þar af 3 úr Feigsdal.
Aðeins einn maður komst af úr
þeim hildarl'eik, Gestur Jónsson
ættaður úr Dalasýslu. Þetta sama
ár kom Jónfríður á heimili þeirra
Feigsdalshjóna, Ragnheiðar Jens-
dóttur og Guðmundar Jónssonar,
en Guðmundur var móðurbróðir
Jónfríðar. Á þessu heimili sorgar
og safcnaðar kynntust þau Jónfríð-
ur og Gestur og tengdust þar bönd
um vináttu og ástar, sem reynd-
ust sterk og haldgóð, þar til dauð-
inn sleit þau, en Gestur dó árið
1931. Það hafa kunnugir fyrir
satt, að bæði Jónfríður og Gestur
haii fært ómetanlega huggunar-
gjöf þessu heimili í þeirri miklu
sorg, sem þar ríkti, með sínu
Mýja og rólega viðmóti, er ein-
kenndi þau bæði. Jónfríður giftist
Gesti 21. okt. árið 1902, og sama
ár reistu þau bú að Litlueyri í
Arnarfirði. Þar bjuggu þau í tvö
ár, en fluttust þá til Þingeyrar,
þar sem Gestur stundaði sjó á
supirin, en vann við bókband á
vetrum. Á Þingeyri voru þau, unz
veikindin kvöddu dyra hjá þeim
og eiginmaðurinn veiktist. Háði
hann langa og erfiða baráttu, þar
til dauðinn sigraði. Hafði Gestur
legið á sjúkrahúsi í Reykjavík í
sjö ár, en Jónfríður fluttist suður,
skömmu eftir að hann veiktist á-
samt dóttur sinni. Löng voru
þessi ár, og siðasta veturinn, sem
Gestur lifði, Ieið ekki sá dagur,
að hún færi ekki langan veg og
hlúði að manni sínum þeim hönd-
um, sem kærieikurinn einn stjórn-
ar. Eftir dauða manns sins bjó
Jónfríður með börnum sínum
tveim, Ingu og Bjarna, sem skildu
ekki við móður sína upp frá því.
Fyrir 9 árum veiktist Jónfríður
og var sjúklingur þau ár, sem
hún átti eftir ólifuð. Af sérstakri
nærgætni og ástúð önnuðust þau
Inga og Bjarni móður sína í veik-
indum hennar, ásamt bróður sín-
um og konu hans. Á allan hátt
reyndu þau að gera henni lífið
sem léttast með sinni rólegu, þol-
irnnóðu og tryggu lúnd, og þegar
síðasta stundin kom, dó móðirin
í örmum dóttur sinnar.
Þau Jónfriður og Gestur eign-
uðust 5 börn, sem öll eru á lífi,
2 syinir og 3 dætur. Tvö af börn-
um þeirra hafa gifzt, Ásta gift
Lárusi RögnvaMssyni stöðvar-
stjóra í Stykkishólmi, en hann lézt
árið 1956 og Gústaf iðnverkam. í
Reykjavífc, kvæntur Jóhönnu Ás-
geirsdóttur. Hin börn þeirra eru:
Helena sjúklingur á sjúkrahúsi í
Reykjavík, Bjarni bókbindari,
Reykjavík, og Inga saumakona,
Reyfcjavík.
Jónfríður heitin var gædd góð-
um mannfcostum. Hún var gáfuð
og minnug, kunni góð skil á mörgu
því, er jafnan hefir þótt prýða
fróðan íslending. Hún var ættfróð
og. eftirtektarvert var, hversu vel
hún hélt sínu góða minni á því
ssviði. Hún hafði gaman af Ijóð-
um og kunni margar lausavísur,
sem fáir eða engir aðrir kunnu.
Jónfríður fylgdist vel með öllu,
sem gerðist í kringum hana og
var með fullri meðvitund um altt
fram á síðustu mínútuna, sem
hún lifði. Hógværð og prúð-
mennska einkenndi alla hennar
framkomu, enda bar heimili henn-
ar þessum eiginleikum Ijóst vitni.
Hún hafði og til að bera hina
góðlátlegu kýmni, sem einkennt
hefir og einkennir svo marga í
ætt hennar.
Eitt sinn skal hver deyja. En
misjafnlega sækir dauðinn að.
Suma sækir hann, þegar enginn
á von á, en aðra má segja, að
hann sæki, þegar allir búast við
honum, oft veitir hann þá sjúkum
hví’ld og frið, og við bað mega
vinir og ættingjar Jónfríðar heit-
innar hugga sig, því að hún var
rnjög þjáð síðustu stiyidir lífs
síns. En eigi að síður erum við
alltaf djúpt snortin, er dauðinn
knýr á dyr, því að margs er að
minnast, þegar ástvinur er í burtu
kallaður, en glaðzt getum við þó
yfir hinni góðu heimfcomu, sem
allir eiga í rífci guðs, þar sem
kærleikur og vinátta ráða ríkjum.
Blessuð sé minning Jónfríðar
Helgadóttur.
S.R.
íþróttir
(Framhald af 4. síðu).
, Hjartarson, Sveinn Helgason og
! Ari Jónsson.
Þá voru gerðar tvær samþykktir
! í vallarmálum. Vegna vaxandi
ifjölda leikja í yngri flokkunum
í verður að staðsetja stóran hluta
l þeirra leikja á æfingavöllum félag-
j anna, og vegna breyttra aldurstak-
jmarkana í þessum flok’kum fól
| þingiS stjórn ráðsins að hefjast
handa um að fá aukna aðstöðu fyr-
ir þau mót.
Á s. 1. sumri var hinn nýi leik-
vangur í Laugardal tekinn í notk-
un og samþykkti fundurinn að
færa þeim aðilum, sem unnu að
þeim framkvæmdum, þakkir knatt-
spyrnumanna.
„Ársþing K.R.R. haldið í des.
1957 telur, að þörf sé mikilla úr-
bóta í vallarmál’um í bænum. Hefir
m. a. orðið að láta verulegan hluta
leikjanna í yngri flokkunum fara
fram á æfingavöllum félaganna til
óhagræðis fvrir þau. Þar sem horf-
ur eru á, að leikjum fjölgi á næsta
sumri, þá vill þingið mega vænta
skjótra aðgerða í máli þessu. Felur
þingið stjórn K.R.R. að fyl'gja eft-
ir aðgerðum í þessu skyni við vall-
arstjórn og aðra þá aðila, sem hlut
eiga að rtjáli“.
„Aðalfundur K.R.R. haldinn 12.
des. 1957 þakkar Laugardalsnefnd,
borgarstjóra og bæjarstjórn Reykja
víkur fyrir hinar þróttmiklu og
hröðu aðgerðir, sem stuðluðu að
því að hægt var að taka íþrótta-
svæðið í Laugardal í notkun á síð-
asta sumri. Sérstaklega vill fundur-
inn þakka framfcvæmdastjóra svæð
isins, Gísla Halldórssyni, fyrir hans
stórbrotna þátt í framgangi máls-
ins“.
Á fundinum voru nokkrir for-
ystumenn félaganna sæmdir merki
K.R.R. Bjarni Bjarnason, Þróttí,
var sæmdur stjórnarmerki ráðsins,
Grímar Jónsson, Val, Gunnar Már
Pétursson, Víking, Haraldur
Snorrason, Þrótti, Haukur Óskars-
son, Víking, Jóhannes Bergsteins-
son, Val, Jón Guðjónsson, Fram,
Ólafur Þ. Guðmundsson, KR, Pálí
Guðnason, Val, Sigurbergur Elís-
son, Fram og Sigurgeir Guðmanns-
son, KR voru sæmdir merki K.R.R.
með lárviðarsveig.
Formaður stjórnarinnar fyrir
næsta ár var kosinn Ólafur Jóns-
son, Víking, en með honum verða
í stjórn: Haraldur Gíslason, KR,
Haraldur Snorrason, Þrótti, Jón
Guöjónsson, Fram, og Páll Guðna-
son, Val.
Minning: Einar Jónsson Long
Mánudaginn 2. desenber s. 1.
var til moldar borinn að Hallorms
sitað, Einar Jónsson Long.
Einar fæddist að Hólum í Norð-
firði 14. o^kt. 1869. Faðir hans var
Jón Matthíasson Long, og er Long
ættin kunn eystra. Þegar Einar
var enn ungur að áður fluttist
faðir hans búferlum úr Norðfirði
upp í iStóru-Steinsvað í Hróars-
tunigu á Héraði. Sautján ára að
aldri, 1886, kvaddi Einar föður
húsin og réðist vinnumaður að
Brefcku í Fljótsdal og var þar sam
f’leyitt næstu 5 árin, en fór þaðan
að, Hailorm=;itað til ö-mmu
miinnair, ’EIísabetar Sigurðardótt
ur. Þar var hann að mestu leyti
upp frá iþví að undanteknum ár-
unuim 1893—1905 og 1918—28.
Þau ár var hann í vinnumennsku
á ýmsum istöðum á Upphéraði, í
Fljótsdal, Vcillum og Sfcriðdal. Á
fynatu lárum sínum á Hallorms-
’Stað fcvæntist Einar Margréti Stef
ánsdóttur. Slitu þau samvistum
efir allanga isambúð og áttu sér
eina dóttur, Elísabetu, sem gift
er ’Binni Jóhannssyni, kennara í
Hafnarfirði. i
Ég, isem þessi minningarorð
rita, átti því láni að fagna að vera
samvi'stum við Einar tflest bernsku j
og æskuór min, þar sem hann
var 'tíðast á iheiimili tföður míns og
ól önn (fyrir oifckur systfcinunum |
með því hugarfari, sem góðum I
mönnum /einum er gefið. Hefi ég;
aldrei mann þekkt, sem slíkt
yndi Ihafði af börnum og hann.
Kom sá eiginleiki hans fram í,
stakri umhyggju og viðleitni til að
fræða og iskemmta. Einar varl
harla vel að sér í íslenzkum sögn 1
um og kunni kynistrin öll af kvæð
um og söigum. Bar þar hæst frá
Isaginir af karfVnienns'kumönnum,
sem hann hatfði ýmist sjálfur
kynnzt eða hatft spurnir af og les
ið um. Hann bar mikla virðingu
fyrir og itók ústfóstri við hetju-
og manogiildishugsjón íslendinga
sagna. Var hann því hetjudýrk-
andi, isem mat menn eftir þvi,
hvernig þeir stóðust prófraunir,
hinis dagilega lífs. Sjlálfur komst j
hann ósjaldan í hann krappan!
og kiunni frá mörgum svaðilförum
að 'siegja, Isem hann hafði ratað
í, ýmist í blindbyl á Fjarðarheiði, I
þegar hann var í kaupstaðarferð,
eða í öðrum ferðum á fjallveg-!
um og í byggðum au'stanlands. Ein I
ar var ihið mesta karlmenni að
burðum og ihörfcu, og mun það
sannmæli, að hann hafi dugað öðr
um mönnum betur, þegar á bátinn
'gaf. Mörgum fannst sjálfhæðnis ]
keimur af fráscgnu'm hans. Sjálf j
ur fcvaðst hann viija segja það,
sem liann vissi réttast, og væri |
það eikki hól að viðurkenna þá
eiginleika, sem manni væru áskap
aðir. í þessum orðum er Einari
rétt ilýst, því tfáa hygg ég verið
hafa 'einlægari en hann, og aldrei
kvað við fals'kan tón í máli hans.
Það var því ekki að ófyrirsynju,
að iglíkur imaður átti upp á pall
borðið hjá okkur krökkunum.
Hann 'stytti ofckur því margar
st'undirnar með afrebssögum sín
um O'g fcvæðum. Ég undraðist iöng
um þau býsn, sem ’hann kunni af
Ijóðum. Voru honum munntöm-
ust' Hjóð Pális Ólafssonar, enda
þekkiti ihann skáldið, sem bjó að
Hallfreðarstöðum, lekki langt frá
æisikuíheimili Einars. Einar kenndi
mér og fileiri börnum að lesa og
draga til stafs. Valdi hann Njálu
tiil lestrarkennslunnar, xnun hon
um hafa þótt Litla gula hænan
helzti bragðdauf. Hefi ég ekki
heyrt annars getið en honum fær-
ist kenns'ian vel úr hendi.
Einar var ætíð annarra manna
þjónn, því hann bjó aldrei eigin
búi og þar isem hann var í vislum
á ýmisum istöðuim, hlaut hann að
kynnaist mörgum manninum, enda
hafa þeir verið fáir í Upphéraði
sem höfðu ekki allnáin kynni af
honum, og margir bundu við hann
trygðir og hann við þiá. Hann
þótti láhlaupamaður við verk, eink
'Um er hann gekfc að slælti, en
efcki mun hann hafa verið að!
sama skapi eirinn við þau störf,
som þurfti nositursemi við.
Það er litlum vafa undiroprið,
að Einar Long hefir verið það, sem
kallað er á „rawgri hillu“ í lífinu.
Hann bjó yfir þeim hæfilei'kum,
sem hefðu áreiðanlega enzt hon
um til námsframa og æðri mennt
unar. Hann var prýðilegur iskrif
ari, skar vel út og síðast en efcki
sizt hafði hann stiáQminni. Auk
þessa var hann vcl sfc'á'ldmæltur,
en flíkaði því ógjarna, og efcki
fékkst hann til að birta ljóð sín
í ljóðasafni austfirzkra skálda, er
komu út fyrir nokkrunn árum.
Sj.álfur var 'hann isér þess vel með
vitandi, að hlutskipti hans hiefði
betur orðið annað, og þeim kost-
um urðu margir að sæta á íslandi
á þeirn. dögum, að una við löngun
ina ©ina tii nláims. En fátæfctin,
þeisisi trúi fylgifiíikur fsileindinga
•ti! iskaimms tíma, meinaði mörgum
gáfuðium unglingi að njóta liæfi-
leika sinna sem skyldi. En Ein-
ar var isj'álfmenntaður og minnt-
iS't mieð hilýjuni hug ailra þeirra,
sem höfðu frætt hann og vísað
honum veginn að uppsprietitum
fróðleiks og bókvísi. Hann sætti
oig jafnan lagi að ræða við þá
menn, sem hann vissi fróða, og
sveigði þá gjarna talið að skáld-
sfcapnum, og komu roenn þá ekki
að tómum kofa'num hjá honum, og
varð hlutur hans ekki minni í
þeim umræðum.
Einar Long var maður glaður
og reifur í dagfari, ræðinn og
sfcemimtiiegur, en undir niðri
brunnu heitar itilfinningar og ört
geð, og kom það istuindum fram,
ef honum fannst sér eða öðrum
misboðið. Tók hann jaifnan svari
þeirra, sem honum fannst hall-
mælt að óverðskulduðu.
•• Einar var meðailmaður á hæð
og sívalvaxinn. Hann var karil-
mannilegiur og höfðinglagur, dökk
ur ytfirSiituim, augun brún og snör
undir í'Oðmuim torúnum, og var svip
urinn hinn drengilegasti.
I Tvo isáðustu áratuígi ævi sinnar
var 'hann alimj'ög fariinn af starfs
þraki, enda hafði hann oft farið
illa mieð isig við vinnu og í hrakn
inguim og þá sést lítit fyrir. En enn
var hann til dánardæguns, fá aldnei
í kör og ihéQt amdleg'um krctftum ó-
skertum, nema hvað minni og
heyrn voriu teíkin að biiia. Sjónin
dugði honum itil enda, og látti hann
því athvarfi hjá hol’lvinttm sínum,
bókunum, ctftir að hin slæma
heyrn hanis meinaði honumi að
taka þátt í orðræðum tnanna.
Síðustu árin var Einar heitinn
hjá 'hjiónunum Þornýju Friðriks
dóttur og Hraíni Sveinbjarnar-
syni að HaUormssitað, þar rt.il hann
fiuittist á s. 1. vori suður ó EOfli
heimilið Grund, og þar andaðist
hann 26. nóv. s. I.
Þökk sé gamla manninum fyrir
samveruna, og ég óska honum góðr
ar ferðar yfir Sandamærin.
Þórhallur Guttormsson.
Áthugasemdir viS frásögo Eiríks
Einarssonar í, Jslenzkum sagna*
þáttum og þ jóðsögnm“
í íslenzkum sagnaþátt'um og
þjóðsögum XI., bls. 106—107 seg-
ir friá Sigurði Jónssyni á Jaðri, þax-
sem lýkur aHönguim kafla um
Bjarna Jónsson í Tungufelli, bróð-
ur Sigurðar. Þó að ýmislegt hafi
skolazt til í fráisögni’nni um Bjarna,
er þar eikki algjörlega rang't með
farið, eins og orðið (he'fir í fr'ásögn
inni uim Sigurð. Gegnir það furðu,
að menntamaður sfculi rita upp etft-
ir ein’hverj’U'm óvönd'uðum eða ill-
kvittnum 'söguima'nni 'kjaftæði um
mann, sem hann hafði engin kynni
af.
Um Sigurð 'á Jaðri segir svo m.
a.: „Það einkenni'legaista við Sig-
urð og sem hellst er í minnum haft,
er bariómur íhans og hve Jítið
liann gerði úr öllu, er honum kom
við.“
Eftir þessa sviðssetningu kernur
s'tógandi í ffá'sögninni, eins og til
þess að gera þennan ímyndaða
skaplöst Sigurðar ennþá áhrifa-
meiri. Þar er 'svo djúpt tekið í ár-
inni, að fáir bændur hafi staðið
honum á spörði, þegar honu'm hafi
tekizt upp með vesældartóninn og
auðimýkti'na í tilsvörum, og væri
þó tangt til jafnað.
Og síðan er sálfræðiteg skýring
gefi.n áiþessu fyrirbæri hjá Sigurði
og hinurn „mörgu stétitarhræðrum
hans fyrr og síðar,“ en Sigurður
er þarna tekinn sem staðgangill
þeirra. — Undirrót þessa ófagnað-
ar er svo sögð vera“ eins konar
drýgindi,“ þ. e. a. s. mont.
ÞETTA VÆRI nú allt gott og
blessað, e'f satt væri, en svo óhönd
ug'lega hefir til tekizt,’ að sá, sem
þarna er tilnefndur sem persónu-
garfing'ur bænda'volæðis í þessu
landi, Sigurður Jónsson, var, að
sögn þriggja barna hans, sem enn
eru 'á lífi, og nokkurra vandalausra
samtíðarma'nna hans, alveig laus við
allan „harióm“ eða „vesælartón“.
Það er því engin furða, þó að ekki
hafi verið gott til fanga um sann-
anir, enda tilfærir Eiríkur ekki
eitt einasta dæmi jnáli smu til stað
festingar.
Hann reynir að vísu að leggja
Sigurði í munn orðiin: „Andaðu á
týruna, drengiur minn,“ og nefnir
ekki ómerkari mann ti’l vit-nis en
séra Jóhann Briem. Og fylgir það
með, að þetta haifi honum þótt Siig-
urði lífct. — Jæja, hvoirt séra Jó-
hann hefir e'fcki þekkt bæima í
Tungufellssókn og vitað, að hann
gisti aldrei á Jaðri, eins og þarna
er sagt, beld’Ur alltaf á kiricjustaðn
urn, Tunigufelii.
i Eða, hvort hann hefir ekki
þekkt í sundur þlá feðga, Sigurð
Jónsson, og föður ’hans, Jón Svein
björnsso-n, bónda í Tungufcíli, en
það var einmjtt hann, semv saigði
þassi orð, en ekki Sigiuirðúr, eins
og þarna er sagt. Siigurðttr var þá
í föðurgarði og átti þá enn enga
1 „marga og stóra syni.“ — Lamp-
arnir á þem tímuhi voru auðvitað
ekkert annað en ’týrur, svo að þetta
befir aðeins verið réttnef.ni hjá
í Tungufellisbóndanum á iifDúlm hlut,
en ekOoert voiæði eða barfiómur.
Þá er að lokum klausan um
vinnumaiTininn, sem á að vera ann
að dæmið uim barlóm Sigurðar. Þar
er enn krítað liffuigt í Elkáildskapm-
| um. — ’Þessi „vinnuimaður“ var að
nokkru leyti uppalinn á Jaðri, eða
frá elleíu ára aldri cg fór þaðan
24 ára. Ekki getur það því talizt,
að hann hafi verið orðinn „rosk-
in.n“, þegar haina fór.
Einhvern fc'ma öagði þessi vinnu
maffiur við kunningja sinn: „Það
var skörntn að því, hvernig hús-
bóndinn falaði mig. Hann spurði,
hvort ég mundi hanga, elf hann
leyfði." En orð Sigurðar voru
þesisi: „Ætiii þú hangir ekki, ef
ég latfi við?“
Ekki er rétt að vinnumaðurin.n
hafi farið frá Jaðri vegna þessarar
sér&ennilegu fölunar, heídur fór
hann, þegair vinnuikraiftur var orð
inn ;vo miikil á hei.miliinu, að lians
var angim þörf.
Sigurður Jónijson á Jaðri vissi
vel, hvað hann viidi, því að har.n
var sjálfstæður í orði og verki og
hélt fatít á sínu máli. — IJann
missti aldrei hjú vegna upptourðar-
leysis. Mikiu fremur sóttist fólk
eftir því að Viera langvisitum á
Jaðri, enda var kona Sigurðar,
Ingibjörg Jónsdóttir, fram úr skar
andi góð húsmóðir.
Hitt er rétt, ða Sigurður var yfir
lætislaus maður, eins og aillir þeir
bræður, en vonandi verður aldrei
svo brenglað hugtökum í íslenzku
máli, að slíkf verði talið barlómur,
vesaldómur eða niffurbælt rnont.
Þó að þetta séu, e. t. v. ekki stór
ir hlutir, þá tel é'g sjiálfsagt að leið
ré'tta, fyrst betur er vitað, enda
veit ég, að þetta, se,m var metnað-
armál Ara fróða, er eins cnetnað-
armá'l dr. Guðna Jóns.sonar og
al'lra góðra saginaritara, að haía
það 'hei'dur, er sEnnara reynist.
S. E. Hjörieifsson.