Tíminn - 05.01.1958, Síða 12
Allhvass vestan og snð-vestan,
skúrir og éljaveður.
Hitastig kl. 18.
Reykjavík 0 sft., Akoreyri 3 st»
London 7 st., París 5 sL, Hant*
borg' —5 st., K.liöfn —3 st.
Sunnudagur 5. janúar 1958.
Frá togarabryggjunni
Myndin sýnir uppskipun á karfa við togarabryggjuna í Reykjavík. Kranar
um i stórum trogum.
lyfta farminum upp úr lestarrúmun-
(Ljósm.: Tíminn).
Norskur brúðgumi setur met
í sukki og svalli
Stórkostlegri svallveizlu, sem hafizt hafði í Ösló lauk viku
seinna í Kaupmannahöfn með viðkomu í Gautaborg. Og allt
virtist benda til þess að hjónaleysi ein sem ætluðu að ganga
í heilagt hjónaband í Ósló á gamlárskvöld yrðu að hætta
við áform sitt, þótt úr rættist að lokum fyrir greiðvikni
dönsku lögreglunnar.
Botnlangasjúklingurinn játar á sig
þrjú innbrot á nýársnótt
Hvarf af Landakotsspítala á gamlárskvöld
og kom a<$ Hegningarhúsinu sííar um nótt-
ina og leitafti gistingar
Eins og skýrt var frá hér í blaðinu, þá hvarf botnlanga-
sjúklingur af Landakotsspítala á gamlárskvöld og kom síðar
um nóttina að Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og baðst
inngöngu. Hafði hann verið fluttur austan af Litla-Hrauni, þar
sem hann er að taka út refsingu og botnlanginn skorinn úr
honum í Landakotsspítala og pilturinn rétt farinn að fylgja
fötum, þegar hann hvarf af sjúkrahúsinu á gamlárskvöld.
Hann var þó ekki óhressari en það á nýársnótt, að hann játaði
1 gær að vera valdur að þremur þeirra fimm innbrota, sem
framin voru liér í bænum á nýársnótt.
Rannsóknarlögreglunni imun
strax hafa þótt nokkuð líklegt
að ,;sjúMingurinn“ væri valdu r
að einhverju þessara innbrota og
var hann því t&kinn til yfirheyrzlu
strax á fimmtudaginn. Þessum
yfirheyrzlum lauk svo í gær með
því að pilturinn játaði á sig þrjú
innhrot.
Engir fimtíukallar.
Innbrot þau sem pilturinn ját-
aði á sig, voru í Grænmelisverzl-
iun 'landbúnaðarins, go*sdrykja-
verksimiðjuna Sanitas cg skrif-
stofur Loftleiða, Reykjanesbr. 6.
Var áilitið að stclið hefði verið
fimmtíu krónum í hvorum staðn-
um fyrir sig, grænmetisverzlun-
itini og gosdr>rkkjagerðinni, en
þessu neitar pilturinn og segist
eqga peninga hafa fundið í þess-
um fyrirtækjum.
25 krónur í umslagi.
Pilturinn segir, að fyrst etfir
að hann fór af sjúkrahúsinu hafi
hann farið gangandi að Skrifstofu-
byggingu Lcftleiða. Fór hann þar
inn og hóf leit að peningum en
var lítils var. Þá varð fyrir honum
meilkt umslag, sem honum sýnd-
ist peningalegt. Reif liann það
upp og fann í því tuttugu og fimm
krónur. Við nánari athugun mun
hann hafa séð að meiri pening-
urn var ekki ætlaður staður í urn-
sflaginu.
Innbrot við Ægisgarð.
Á nýársnótt voru framin tvö
imbrot við Ægisgarð. Þverneitar
pilturinn að eiga nokkurn þátt í
þeim. Pilturinn mun verða flutt-
tir austur að Litla-IIrauni, þegar
gengið hefur verið frá málum hans
hér.
Fjöltefli í Fljótum
Fljóitum í gær. — Fyrir jólin kom
Halldór Pálsson á Katmbi í Hofs
hreppi hingað í Fljótin og tefldi
fjcltefli við Fljótamenn. Teflt var
á tuttugu borðum cig fóru leikar
þannig, að Hal'idcr tapaði átján
skákum og gerði tvö jafnteíli.
Stjórnmálanám-
skeið
Félag ungra"* Framsóknar-
manna í Keflavík gengst
fyrir stjórnmálanámskeiði,
er hefst miðvikudaginn 8.
janúar n.k. kl. 8,30. Fundar-
efni: Eysteinn Jónsson flytur
erindi um stjórnmálastefnur.
Næsti fundur verður
sunnudaginn 12. jan. kl. 2
e. h. — Fundarefni nánar
auglýst síðar.
Fundirnir verða í Tjarnar-
lundi.
• •
Þung færð á Oxna-
dalsheiði
B'lönduósi í gær. — Snjó skefur
nú á Öxnadal-heiði og á Vatn's-
skarði cg er þvi þung færð á þeim
stöð.im. Áætlunarbifreið kom þó
frá Akureyri í morgun. Búizt er
við að Öxnadalsheiði verði mokuð
að nýju á nfánudag, svo áætiunar
bifreið geti komizt yfir hana. Er
eir.kum lögð áherzla á þetta vegna
skólafólks sem er nú að hcerfa til
náms eftiir jciiafriið.
Sagan er á þessa lund: Norð-
maður einn var handtekinn
snemma morguns í Ingerslevgade,
og var sá norski ,,fuld scm
en pade“ — Lögreglumenn-
irnir, sem tóku manninn í sína
vörzlu, hcfðu séð sitt af hverju
iuim dagar , en þó tók steininn
úr, er þeir maettu mann-
ir.um s' > vei „puntuðum“ að
jáfnvel Hönum brú. Norðmaður-
inn var orðinn slæptur mjög og
minni har.s hcfði brugðist svo
hann vi:si varla í þennan heim
né annan. Þó tókvt lögreglumcnn
unum að kornast á snoðir um að
hann hafði árið 1.956 gerst sekur
um einhverja óhæfu í Danmörku
og verið visað úr landi af þeim
sckum. Daginn fyrir gamlársdag
var hann leiddur fyrir rétt.
Það byrjaði víst á þriðju-
daginn var.
Hann skýrði svo frá, að það
hefði ví:t verið á þriðjudaginn
var, sem hann hitti kunningja
sinn í O-tó. Kunninginn var að
undirbúa veizlu milkia í tTeíni af
því að hann var nýikilinn við
konuna. Og þar sem Norðmaður-
inn vinur okkar ætlaði innan tíð-
ar að ganga í hjónaband, þótti
þeim tilvalið að slá sér saman í
veizlu. Pleiri vinir drifu að og
íú var slegið upp herlegu partíi.
Xunnur múrarameistari i Osló-
rcrg tók að sér að standa strauim
if kcstnaði við vcizluhöldin. Effir
n.'kinn glaum og gleði í Oslé var
• iddið af stað til Gautaborgar og
jlteitir.ni haldið áfram, Tii farar
innar voru fengnir leiguhílar og'
enn var ekið áfram til Mátaneyjar
cg yfir sundið til Kaupimanna-
hafnar. Það sem síðan gerðist er
allt þcku hulið fyrir brúðgamann
um sem er 31 árs að aldri. En
eftir dýrlega máltíð uppgötvaði
hann að hann hafði orðið viðskila
við veizlufólkið og þar á ofan
staui'blankur og múraralmeistar-
inn sterkríki farinn veg allrar ver
aldar.
Dóimarinn vonkenndi hinum veg
vifflta brúðguma og kvaðst rruindu
leita á náðir norska sendirúðsins
og' mælast til þess að það styrkti
manninn til þess að ferðast hciim
til Oslóborgar aftur, þar sem brúð
urin sat í festum, svo ekki þyrfti
að fresta brúðkaupinu.
Landsstjórinn á Kýpur er í London
Stjórnin frestar að taka ákvörðun
Sir Foot ræíúr vitJ brezka ráíherra um Kýpurmálið
LONDON, 4. jan. — Sir. Hugh
Maekintosh Foot, landstjóri Breta
á Kýpur, er nú staddur í London
cg ræðir við Lennox Boyd ný-
lendumálaráðherra. Nú um helg-
ina verða þeir staddir á sveita-
estri Macmillans forsætisráðherra
sem hefir látið þeim í té bústað
sinn til viðræðnanna, en hann
er sem kunnugt er í þann Veginn
að fara af landi brott í langt ferða
lag. Einnig ræðir Foot við Selwin
Loyd utanríkisráðherra. Sir Foot
hefir undanfarið aflað sér mik-
illa vinsælda og álits fyrir fram-
'kcmu sína við eyjarukeggja á
Kýpur.
Ákvörðunum fres'tað.
Brezka stjórnin hefir að undan
förnu haft Kýpurmálið í athug-
un, og hefir nú enn fresitað að
taka ákvarðanir. Talið er, að;.eng-
ar ráðstafanir verði gerðar ti’l að
eyða misklíðinni á eynni fyrr en
éftir að þingið kcmur saiman,
hinn 20. janúar. í gær ræddi
stjórnin tillcgur, sem landstjór-
inn hafði laigt fram til lausnar
deilunni. Geit er ráð fyrir, að
landstjcrinn leggi áherzíu á, áð
hafnar vérði viðræður í London
við hinn útlæga erkibiiskup, Makar
ios. Greiniiegt er, að brezka stjórn
in leggur nú aukið kapp á að ná
sairkcmulagi við stjórnir Grikk-
lands og Tyiklands áður en hún
leggur blessun sína yfir þær áætl-
anir, sem landstjórinn hefir lagt
fyrir hana.
Fimmtán kindur brunnu inni
Loforð Bláu-Skáldu íhaldsins 1954
- o g efndir árið 1958
L0F0RB:
Um framkvæmdir í Laugardal sagði Skálda m.a.: „Haf-
izt verður handa um framkvæmdir við byggingu sund-
lauganna næsta vor, en laugarnar verða 3, þ. e. al-
menningslaug, keppnislaug og dýfingalaug".
EFNDIR:
Engin laug hefir verið byggð, það hefir ekki einu sinni
verið tekin stunga til málamynda eins og gert var við
Sundlaug Vesturbæjar.
Eins og getið var í blaSinu í gær gerSist sá hörmulegiatburður í fyrrakvöld, að 15 kindur brunnu inni í skúr
i Kringlumýri. Kviknaði eldurinn út frá gaslaugt sem eigandin skildi eftir í skúrnum meðan hann brá sér
frá um stundarsakir. Skúrinn var alelda, þegar maðurinn kom aftur. Tókst honum að bjarga tveimur hrútum.
Myndin sýnir skúrinn eins og hann leit út í gærmorgun. (Ljósmynd: Tíminn).