Tíminn - 08.01.1958, Qupperneq 6

Tíminn - 08.01.1958, Qupperneq 6
6 T í MI N N, miðvikudaginn 8. janúar 1958, Útgefandl: Framióknirflokkarjíií Rltatjórar: Haukur Snorrason, Þórarlnn Þóraafesosw. iitoi, Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindar|{6te Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, lttti (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasimi 19523. Afgreiðslusimi llffi Prentsmiðjan Edda hf. ■■m.ii Samvinna í bæjarstjórnum í SAMBANDI við bæjar- og sveitarstjórnarkosningar þær, sem fara fram 26. þ.m. er efcki ófróðlegt að rifja upp úrslit seinustu hlið- stæðra kosninga, sem fóru fraim fyrir fjórum árum siðan. Að þessu sinni verða þó aðeins rifjuð upp úrslit- in í kaupstöðunum, enda veiuiegum erfiðleikum bund ið að gera greinilegt yfirlit um úrslitin í kauptúnun- um vegna þess, að þar var allmikiö af óháðum fram- boðum og sambræðslulistum, sem voru ekki nema að tak- mörkuðu leyti bundnir við flókka. Úrslitin í bæjarstjórnar- kosningunum urðu í stórum dráttum þau, áð einn flokk- ur fékk meirihiuta í fjórum kaupstöðum, en í 10 kaup- stöðuim hlaut enginn einn flokksur hreinan meirihluta. í EFTIRGREINDUM fjór um kaupstöðum hlaut einn flökkur meirilrluta: í Reykjavik hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn einn meiri hluta. í Kópavogi hlaut óháö bandaiag undir forustu Finn boga R. Valdimarssonar hreinan meirihluta. Á Ólafsfirði hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn hreinan meirihl/uta. í Neskaupstáð hlaut Sósíal istaiflokkurinn hreinan meiri hluta. í eftirtöldum 10 kaupstöð um hlaut enginn einn flokk ur meirihluta: Hafnarfjörður Akranes ísafjörður Sauðárkrókur Siglufjörður Akureyri Húsavik Seyðisfjörður Vestmannaeyj ar Keflavik EF SÚ KENNING Sjálf- stæöismann væri rétt, að hreinn glundroði skapist jafnan, þegar einn flokkur fær ekki meirihlutann, ætti að hafa ríkt ringulreið og glundroði í stjórn framan- gi-eindra 10 bæjarfélaga seinustu fjögur árin. 'Hvað segir svo reynslan um það? Hún segir í stuttu máli, að starfshæfur bæjarstjórnar- meirihluti hafi skapast í öllum þessum 10 bæjarfé- lögum með samvinnu tveggja eða fleiri flokka. í megindráttum hefur sú sam vinna verið á þessa leið: Á Akranesi og Seyðisfirði hafa íhaldsandstöðuflokk- arnir þrir haft með sér sam vinnu. Á ísafirði hafa Fram sóknarflokkurinn og Alþýðu flokkurinn myndað meiri- hlutann. í Keflavík, í Vest- mannaeyjum og á Siglufirði hafa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn unnið sam- an. í Hafnarfirði og á Húsa- vík hafa Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn unn- ið saman. Á Akureyri og á Húsavík hafa Alþýðuflokk- urinn og Sósíalistaflokkur- inn unnið saman. Á Akur- eyri og á Sauðárkróki stóðu Framsóknarmenn og Sjálf- stæðismenn saman aö vali bæjarstjórans en allir flokk arnir annars unnið meira og minna saman eða á víxl að afgreiðslu bæjarmála. Stjórn þessara bæjarfé- laga hefir að sjálfsögðu gengið misjafnlega, sumstað ar hefir hún gengið vel, en annarsstaðar miður. Óhætt er að segja, að hún hefir hvergi gengið miður en í þeim bæjarfélögum, en þar sem aðeins einn flokkur hef ir haít völdinv SÚ reynsla, sem hér hef ir veriö rifjuð upp, hnekkir svo fullkomlega hinni svo- kcTJuð'u glundroðakenningu Sjálfstæðisflokfcsins hér í Reykjavík, að þar þarf raun ar ekki neinu við að bæta. Vissulega myndi ekki fylgja því nein glundroða- hætta hér, þótt Sjálfstæðis- fliokkurinn missti meiri- hlutann. Anstöðuflokkar hans myndu áreiðanlega geta komið sér saman um stjórn bæjarmálanna eins og þeir hafa gert svo víða annarsstaðar. Samvinna við Sjálfstæðis- flokkinn getur hinsvegar ekki komið til greina, eins og ástatt er. Hann er búinn að vera svo lengi einsamall við stjóm, að flór hans verð- ur ekki mokaöur rækilega, nema honum verði haldið utan dyra á meðan. Stangast við reynshma MORGUNblaöið þykist vera mjög hlakkandi yfir þvi, að ekki náðist samkomu lag milli andstæðinga íhalds ins í Reykjavik um einn sam eiginlegan lista. Þetta sé sönnun þess, að andstöðu- flokkarnir geti ekki náð samkomulagi um stjórn bæj armálanna eftir kosning- arnar, ef Sjálfstæðisflokk- urinn missti meirihlutann. Sennilega hefir Mbl. sjald an haldið fram kenningu, sem meira stangast við inn- Lenda og erlendla reynslu. Svo fjölda mörg eru þau dæmi, að flokkar, sem hafa barist og verið ósammála fyrir kosningar, hafa náð samkomulagi um stjórn bæj arfélags eða ríkis aö kosn- ingum loknum. Sjálfir hafa Sjálfstæðis- menn iðulega náð samvinnu eftir kosningar við flofcka, sem þeim hefir áreiðanlega ekki dottið í hug að sam- fylkja viö fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn mun ERLENT YFIRLIT: Tillögu Rapackis vex fylgi Fallast Rússar á eftirlit me S herjum símm í Austur-Þýzkalandi og Fóllandi? j ANNAN október síðastl. hélt ' pólski utanríkisráöherran, Rap- ‘acki, ræðu á allsherjarþingi S. þ., þar sem hann varpaði fram þeirri hugmynd, að samið yrði um, að ekki yrðu leyfð ar stöðvar fyrir kjarnorkuvopn eða eldflaugar í Þýzkaiandi, Pól- landi og Tékkóslóvakiu. Sama dag lýsti fuhtrúi Tékka stuðningi stjórnar sinnar við þessa hug- mynd. Stjórn Austur-Þýzkalands hefir einnig iýst sig fylgjandi henni. | Hugmynd þessi vakti í fyrstu ekki verulega athygli, enda ekki ný. Að verulegu leyti svipar henni til tillögu Edens á Genfarfund- inum um meira eða minna af- vopnað belti í Mið-Evrópu. Sú tilaga Edens fékk ekki verulegar undirtektir þá. i Síðan Rapacki varpaði tillögu sinni fram á þingi S.Þ. hafa Pól- verjar haldið áfram að reyna að afla henni fylgis og orðið nokkuð ágengt. Meðal annars hafa þeir leitað eftir stuðningi ýmsra ríkja við hana og mun mega rekja það til þess, að Gerhardsen, forsætis- ráðherra Norðmanna, lót svo lun mælt á ráðherrafundi Atlantshafs bandalagsins, að vert væri að at- j huga þessa tillögu Pólvcrja nán- ara. AF HÁLFU vestur-þýzku- stjórnarinnar í Bonn var tiliögu Rapackis tekið kuldalega í fyrstu og hún talin ólíkleg til að draga nokkuð úr stríðsótta eða vigbún- aðarkapphlaupi, nema meira fylgdi á eftir. Jafnaðarmenn töldu hinsvegar, að tillagan væri athyglisverð og yrði að athugast nánara. Af hálfu franskra stjórnarvalda var tillögunni strax illa tekið. Sú áfstaða virðist óbrey.tl enn, því að Pineau utanríkisráðherra lét svo ummælt i seinustu viku, að hann teldi eng:<i ávinning að slíku samkomulagi, því að víg- búnaðarkapphlaupið myndi halda áfram eftir sem áður og hlutlaust belti gæti ekki stöðvað eldflaug- ar, sem skotið væri yfir það. Þótt franska stjórnin hafi þann- ig ekki skipt uni skoðun, bendir margt til þess, að Bonnstjórnin sé kominn að þeirri niðurstöðu, að tillögu Rapacki beri að íhuga nánara. Má jafnvel vel vera, að stjórnin sé þegar byrjuð á því eftir diplomatiskum leiðum. F\P ÍR st;*iw u : Boun væri umræ.tt samlkomulag ekki svo miklum erfiðleikum bundið frá því sjónanmiði, að her hennar hef ur enn ekki kjarnorkuvopn, og ætlun hennar er að leyfa ekki staðsetningu eldflauga í Vestur- Þýzkalandi, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Hinsvegar hefur ameríska setuliðið í Vestur-Þýzkalandi k.jarnorkuvopn og mun það telja varnarstöðu sína mjög veikta, ef það léti þau af hendi. Bandaríkja menn munu því þessari samninga gerð heldur mótfallnir- og áreiðanlega fús til sam- starfs í bæjarstjórn Reykja- víkur með hvaða andstöðu- flokki sinna sem væri, ef hann missti meirihlutann, því að svo mikið kapp mun hann Jeggja á það, að eiga áfram hlutdeild i stjórn bæj arins og torvelda þannig nauðsynlegt hreinsunarstarf eftir hina langvinnu ó- stjórn hans. Slíkt samstarfsboð yröi að sjálfsögöu ekki þegið, enda óþarft, þvi að andstöðuílokk ar hans munu auðveldlega geta komið sér saman, eins og svo víða annaifsstaðar, ef meirihlutinn fellur þeim i skaut. Josef Cyrankiewicz forsætisráð'herra Póllands Það mvndi hinsvegar koma hér á móti, að Rússar gæiiu ekki held- ur látið setuíið sín í Austur-Þýzka landi eða Póilandi hafa kjarn- orkuvopn. Bandarikiamenn hafa hinsvegar ekki viljað leggja mik- ið upp úr því, þar sem Rússar myndu reyna að sniðganga sam- komulagið. Þýzka stjórnin er nú sögð halda því fram, að þetta rnegi hindra með því að semja um nógu strangt eftinlit. Hún muni að sjálfscgðu ekki fallast á neitt samkomulag um þetta efni, nema tryggt væri nógu öruggt eftirlit með því, að samkomuieg yrði haldið. EF ÞÆR frognir, sem greindar eru hér að framan um breytta ; afstöðu þýzku stjórnarinnar, reyn- ; ast réttar. getur hæglega svo far- i ið, að örlög Rapachi-tilíögunnar, 1 — en svo er áðurgreind tillaga Pólverja nú oftast nefnd í höfuðið á póiska utdiríkisrá'dheiiríilniim, — velti á því, hvort Rússar-vilja fallast á nægilega traust eftirlit með herjum sínum í Ausitur:Þýzka landi og Póllandi. I Sennilegt er, að sairíkomuiag um meira eða minna aávopnað belti í JIið-Evrópu, myndi ekikert draga úr stríðsótta og vígbúnaði, ef það byggðist etóki á öðfu og meiru en einhliða yfirlýsingii. Þá , væri vafasamur fengur í þvi. Ö'ðru máli gegnir hinsveg’ar, ef sam- fara því yrði komið á öruggu eftir- liti með hinum erlendu hcrjum á þessu svæði, til tryggingar því, að umrætt samkomulag yrði hald- ið. Hingað til hefur allt sam- komulag um afvopnun strandað á því, að ekki hefur tekist að semja um tilheyrandi eiftifiit. Ef samkomulag næðist um fuilkomið eftirlit í sambandi við Rapacki- tiilöguna, væri ísinn brotinn að þessu leyti, og þá væri lífclegra að meira gæti komið á efltir. ÞESS skal svo getið að lokum, að þingmaður brezka Verkamanna flokksins, sem er einna kunnastur Ífyrir skrif sín um utamríkismál, (Framhald á 8. síðu). NýárskveSja til Islendinga írá Noregi Sendiherra Noregs, Torgeir Andersen-Rysst. hefir sent blaðinu eftirfai-andi nýjárskveðju tii ís>- lendinga frá Sören K. Hauge, odd- vita á Fjölum í Noregi, heirna- byggð Ingólfs Arnarsonar: ÞESSA DAGANA hefi ég, sem oddviti, tekið á móti hinum hjart- næmustu jóla- og nýjárskveöjwm frá vinum okkar á íslandi til allra á Fjölum og mín persónulega. í þessu tilefni vil ég segja, að það erum við, scm höfum ástæðu til að þakka. Að þér, íslendingar, vilduð vera með olckur á Fjölum á þjóðhátíðardegi yðar þann 17. júní 1957, er minning, sem aldrei fyrnist. Sanweran í Dal, — ferðin til Rivedals og Kleppsnes og aftur inn í Dalsfjörðinn á sólbjörtum júnídegi er öllum íbúum Fjala ógleymanlegur viðburður. Því miður höfum við ekki heim- ilisföng vina okkar á íslandi. Þess vegna leyfi ég mér að foiðja yður herra ambassador að senda ölium þeim, sem voru í Noregi, kveðjur okkar og þakkir. Og með þessari nýjárskveðju iátum við einnig ■< í ljós þá von okkar, að yður veitist öllum enn tækifæri til að finna „veginn heim til Fjala“. Að siðustu scrstök kveðja til yðar herra ambassador með beztu nýjársóskum. — Yðar Sören K. IIauge.“ ‘SAÐSrorAN Á þrettándakvöldi Það er tómlegt á þrettándakvöldi. Jólaskrautið sett kyrfilega í kassa, jólatréð komið út á hlað, margíitu ljósin horfin. Jólasvein- arnir á bak og burt, skólinn byrjaður og hversdagurinn. Fljót voru þau að líða, blessuð jólin að þessu sinni. Nokkrir bjartir dagar í skammdeginu, en nógu margir samt til þess að lyfta okkur yfir erfiðasta hjallann. Þegar maður lítur út um glugg- ann nú að loknum öllum hátíða- höldum, sést, að dagsbirtan er meiri, og þegar kemur fram á daginn, lekur maður eftir því, að dagurinn er lengri. Það mun- ar verulega um þennan hálfa mánuð. Seint á þrettándakvöld voru jólaljós- in slökkt í miðbænum í Reykja- vfk og starfsmenn með tröppur voru í óða önn að taka niður skraut og ljós sums staðar. Við fyrstu sýn virtist daufara yfir borginni, en brátt venst maður gamla svipnum á ný. Þessi ljósa- hátíð var góð meðan hún entist, og ekki má gera hana hversdags- lega. Vonandi verður gengið rösk lega að því að taka niður allt jólaskrautið. Hér um árið hékk það uppi sums staðar í margar vikur, og var það iii ama og leiðinda. Ekki hefi ég heyrt getið um brennu eða álfadans á þrettándanum hér í R-eykjavík eða í grennd. Er það eiginlega saknaðarefni. Væri ekki ráð að geyma eittlivað af brennuefni fram á þrettánda, hafa þá lokahátíð jólanna með þjóðiegum áli'adansi og 'annarri skemmtun? í sumum foyggðum laitdsins er mikil hátfð á þessu kvöldi. Átfar dansa á hjami við bjarma frá blysum. Margir fs- lendingar á miðjum aldri eiga í .huga sér slíka æskumynd. Undir miðnætti á þrebtándakvöld logaði litiil bálköstur að húsa- baki í Vesturbænum. Nokkrir strákar voru á hlaupum þar í kring. Þótt fullorðna fólkij héldi sig imtan dyra, lifði löngunin til að halda upp á þrettándakyöld með ungu kynsióðinni. Hún má ekki slokkna. Með hverjum þjóð- legum sið. sem glatast, er höggv- ið skarð i þjóðlega menningu. — JFrosti.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.