Tíminn - 08.01.1958, Blaðsíða 8
8
T í MIN N, miðvíkudaginn 8. janúar 195»,
Minning: Frú Guðrun Magnúsdóttir
„Að ársins kvöldi eru jól
þess aftann skín svo fagur.
Þá lífsins skin sem skærast sól,
er sfcemmstur hér er dagur.
Svo margt sem veitti árið oss,
var oss þó geymt hið dýrsta
hnoss.
Og oss þó fyndist árið titt
svo strangt og strítt,
það endar þó svo unaðsblítt.
(V.B.)
Við andlátsfregn hinnar háöldr-
iuðu sæmdarkonu, Guðrúnar Magn-
úsdóttur, Tjarnargötu 47, á fjórða
degi jóla, ómaði í huga mér þessi
undurfagri áramótasöngur, sem ég
svo ofit hafði heyrt hana og jafn-
aldra hennar syngja — og þótti
mér í æsku sem ekkert samein-
aði eins vel trega hins liðna, til-
hlökkun 'hins ókomna, og dýrð jól
anna yfir ölluim lífsins myndum,
og þetta undurfagra Ijóð og 'lag.
Guðrún var fædd að Bjallanum
í Landsveit, 16. sept. 1864, dóttir
merkishjónanna Magnúsar Magnús-
Eonar frá Austvaðsholti (er síðast
bjó á Laugarvatni) og fyrri konu
hans, Arnheiðar Böðvarsdóttur frá
Keyðarvatni. 'Eru ættir þeirra al-
þjóð kunnar. — Með foreldrum
sínum fluttiist hún í bernsku að
Holtsmúla í sömu sveit, og síðan
vorið 1880 að Úthlíð í Biskups-
tungum. Minnti'st Guðrún jafnan
ættmenna sinna í Rangárþingi og
átthaganna með mikilli ræktarsemi
og nokkrum trega.
í Úth'líð lifði Guðrún æskuár
sín, elzt í stórum systkinahópi. En
þau voru 'sjö sem ólust upp í for-
eldrahúsum. Ættingjar austan ár,
sættu sig ekki við að allur sá fríði
systkinahópur hyrfi úr héraði, og
fóstruðu til fuHorðinsára tvær
systrauna, en níu vor-u þau sys'tkini
er úr þernsku komust. Lifa nú
aðeins tvö þeirra, Vigdís og Böðv-
ar.
Svo segir Böðvar í sinni bók, að
árferði hafi verið illt, öll þau ár,
sem faðir þeirra bjó í Úthlíð. En
fólk þetta var af þeim málmi
slegið, að það lót ek-ki baslið
smækka sig, heldur hagnýtti hina
hörðu bahát'tu fyrir daglegu brauði
til eflingar og a-ukins þroska. —
Hitt varð örlagaríkara, að önnur
þyngri ský en vatns og vinda
grúfðu yfir heiimilinu, þar sem
húsfreyjan varð árum saman að
berjast við illkynjað dauðamein,
sem lagði hana í gröfina haustið
1887, aðeins 47 ára gamla. Munu
þeir einir, sem eitthvað svipað
hafa reynt, geta rennt grun í á-
hyggjur og kvíða elztu dótturinn-
ar, sem fylgdist með dauðastríði
móðurinnar, og varð jafnframt að
sinna húsmóður og uppeldisskyld-
um á heimili föður og systkina.
Alla ævi fannst mér hún þera
djúpt í vitund sinni tregatón, sem
minnti á orð Matth. Joeh.:
-----í æsiku mér sprungu rætur.
— ég beið þess aldregi bætur.
En a'ldrei heyrði ég hana á það
minnast. Það þótti ekki hlýða með
þeirri kynslóð að kveinka sér
-undan örlögunum eða bera hjarta
sitt á torg.
Þegar Guðrúnar var ekki lengur
þörf í föðurhúsum, vistaðist hún
að Mosfeli í Grímsnesi til merkis-
prestsins Stefáns Stephensen og
frú Sigríðar, konu hans, og var
þar hin næstu ár. Minntist hún
þessa ágætis hemriiis með mikilli
virðingu og þökkum og ævilangar
tryggðir batt hún við þær Stephen
sensdætur.
17. júní 1894 giftist Guð-
rún Jóni Sigurðssyni frá Gegnis-
hólaparti, ágætum manni, vel gefn
um og glæsilegum. Var samhúð
þeirra farsæl og ástúðleg, svo að
hvergi bar skugga á, unz dauðkin
aðskildi þau um stund á annan
dag jó'la 1947. — Þau settust fyrst
að á Stofckseyri, þar sem Jón
stundaði jöfnum höndum verzlun-
arstörf, barnakennslu og sjó-
mennsku. En á sumrin lei-tuðu
þau lengi vel til blárra fjalla og
grænna grasa, þar sem lágu rætur
og minningar bernsku og æsku.
Vorið 1919 fluttu þau til Reykja-
víkur og stundaði Jón hér verzlum-
arstörf meðan heilsan leyfði.
Þau eignuðust fjögur börn. Son-
ur þeirra, Oskar, andaðist á fyrsta
ári, en dæturnar eru Arnheiður,
gift Guðjóni Sæmundssyni húsa-
meistara, Ragnheiður, gifft Guð-
jóni Guðjónssyni fyrrv. iskólastjóra,
og Guðríður, gift Birni Benedikts-
syni prentara. — Á heimili Guð-
ríðar dvaldi Guðrún öll sín elliár
og naut þar svo yndislegrar um-
hyggju sem hugsazt getur. Fannst
henni hún aldrei eiga nógu fögur
orð til að lýsa gleði sinni og
þökkum við dætur, tengdasyni og
dætrabörn. Og aldrei munu þeir,
sem safna kesknisögum um tengda
mæður, sækja efni til Guðrúnar -
Magnúsdóttur.
Frá bernsku- og æskuárum min-
um á ég minningar um margar
indælar stundir frá heimili Guð-
rúnar og mins góða frænda. —
Hvort sem það var til ánægju að
njóta saanvista og féla'gsskapar við
mínar hugljúfu frænkur — eða
fyrir nauðsyn, ef við systkinin
þörfnuðumst húsa vegna náms eða
starfa — breyttu þau jafnan við
okkur eins og værum við þeirra
eigin börn. — Og það voru ekki
við ein — það þurfti ekki frænd-
semi eða tengdir til. — Á be-rnsku-
dögum mínum var fátækt almenn
á Stokkseyri. Þá mun Guðrún ekki
hafa talið máltíðirnar, sem hún gaf
svöngum börnum, eða krónurnar,
sem hún fékk hjá manni sínum
handa snauðum konum. — Var
hún og einn af stofnendum kven-
félags Stokkseyrar, gjaldkeri þess
um mörg ár og mjög áhugasöm
um líknarstarfsemi þess. — Er ég
ekki viss um, að hún hafi átt önn-
ur gleðiefni meiri en að geta bætt
Innilegar hjartans þakkir til allra, fjær og nær, sem auSsýndu
hluttekningu og samúð við andlát og útför
Gunnars Hlíðar,
stöðvarstjóra, Borgarnesi.
Ingunn Hlíðar og dæturnar,
Guðrún og Sigurður E. Hliðar,
og bræðurnir.
Jarðarför móður okkar
FriðgerSar FriSfinnsdóttur
frá Þverlæk
fer fram frá Hagakirkju í Holtum, laugardaginn 11. janúar kl. 12,30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. — Bílferð verður frá Reykjavík
sama dag. Þeir sem hafa í hyggju að fara austur að jarðarförinni,
eru vinsamlegast beðnir að gera viðvart í síma 1 54 89 fyrir kl. 12
á föstudag.
S Börn hinnar látnu.
úr böli annarra, hvort heldur var
hugigu-n í sorg eða hjáip í neyð.
Á effri ánum sínum hér í Reykja-
vík gerði hún sér mjög far um að
heinnsækja aldraða og sjúka, alit
þar ti'l hún fékk sj'álf þau áföll,
sem bundu hana við herbergið og
stólinn. Og enn var gott að koma
til heunar. Þótt sjónin væri orðin
döpur <j'g heyrnin sljó, var sinnið
óbreytt og tryggðin sj'áiffri sér lík.
Guðrún var fríðleikskona, iðju-
S'örn og vel verki farin, unni göf-
ugum fræðum og fögrum iistum.
Hafði hún fagra söngrödd, var trú
ríékin, heimilisrækin og kirkju-
kær. Er það mikill arfur og góð-
ur, sem slíkar konur eftirláta kom-
andi kynslóðum.
Blessuð sé minning hennar.
J. E.
Minning: Sigurbjörn Björnsson
Borgarhöfn
Erlent yfirlit
(Framh. af 6. síðu).
Denis Healey, hefur nýlega gefið
út smápésa um þetta mál, er hann
fcallar: A Neutral Belt for
Europe? Hann heldur þar fram
þeirri skoðun, að það gæti orðið
upphaf annars meira og betra, ef
samkomulag gæti náðst um
Rajpadki-ti'Xi.jguna. Hainn leggur
áherzlu á, að Ungverjaland til-
heyri umræddu belti, ásamt Pól-
landi, Tékkóslóvakíu, Austur-
Þýzkalandi og Vestur-Þýzkalandi.
Löndum þeim, sem mynduðu
þetta belti, yrði leyft að hafa
venjulejym vopnabúnað, en hvorki
kjarnorkuvopn eða eldfiaugar. —
Hann telur nauðsynlega, að um-
rætt. samkomulag verði tryggt með
nægilegu eftirliti. Þá telur hann
nauðsynlegt, að beitt verði refsi-
aðgerðum, ef samkomulagið verði
brotið, en telur hinsvegar vanda-
samt að ná samkomulagi uim þær.
Heaiey rökstyður afstöðu sína
með því m.a. að stjórnmiálaástand
ið í Mið-Evrópu sé mjög ótryggt,
eins og uppreisnin í Ungverja-
landi bendi ótvírætt til. Slíkir at-
burðir geti gerst aftur og orðið
sá neiisti, sem kveikti stón'elda-
styrjöld 1 Evrópu. Healey telur,
að umrætt svæði gæti hjálpað til
að draga úr þeirri hættu.
Þ.Þ.
Bálf ör fru Ðýrleif-
arTómasdóttur
frá VöIIum
Bálför frá Dýrleifar Tómasdótt-
ur frá Völlum í Svarfaðardal fer
fram í dag frá Fossvogskapellu.
Hún lézt á Þingeyri við Dýrafjörð
22. desembar s.l., 72 ára að aldri.
Dýrleif var fædd á VöHum,
dóttir þjónandi prests þar þá, sr.
Tómasar Ha'Ilgrímssonar og fconu
hans Valgerðar Jónsdóttur frá
Steinnesi. Hún giftisf Jóni Björns-
syni rithöfundi frá Dalvík 1912, er
lengi var blaðamaður við Morgun-
blaðið í Reykjavík og bjuiggu þau
þá hér, en síðar 'á Akureyri, þar
sem Jón gaf út blað á eigin spýt-
ur (Norðling). Varð Jón skamm-
lífur, lézt 1930, og dvaldi Dýrleif
þá í Reykjavík um stund, en flutti
þá til Þingeyrar ti'l systra sinna,
sem þar át'tu helma, og þar var
hún til dauðadags.
Frú Dýrleiff Tómasdóttir þótti
glæsileg kona á yngri árum, greind
og söngvln. Hún var kona einbeitt
og tápmikil og bar með miklu
þolgæði margiskonar m'ótlæti er
mætti henni á lífsleiðinni.
gv.
Þeir týna nú óðum töluuni, sem
á mínum ungdómsárum voru í
blóma lífsins, um og eftir síðustu
I aldamót, þessi kynslóð, sem mótuð
i var af því erfiðu árferði, er gekk
yfir landið allt tvo síðustu áratugi
jsíðustu aldar, þessi kynslóð, scm
|lagði liornsteininn að þeirri fram-
vindu þjóðfélagsins, sem vér ætt-
um nú að njóta góðs af.
Einn þessara manna var Sigur-
björn Björnsson, fyrrverandi bóndi
í Borgarhöfn, er andaðist á Höfn í
Hornafirði 23. april s. 1. Hann var
í heiminn borinn 3. ágúst 1874,
sonur hjónanna Ranveigar Þorláks-
dóttur og Björns Björnssonar, er,
um langan aldur bjuggu í Borgar-
liöfn. Rannveig var ættuð frá Skála-
felli í Suðursveit, en Björn var
sonur Björns Jónssonar, Björnsson-
ar bónda á Reynivöllum Brynjólfs-
sonar prests þ Kálfafellsstað, er
þar þjónaði um 60 ára skeið, 1726
—1786. Var séra Brynjólfur af ætt
Ólafs sálmaskálds Guðmundssonar
á Sauðanesi. — En kona Björns
Brynjólfssonar var Bergljót Sigurð-
ardóttir sýslumanns Stefánssonar í
A-Skaftafellssýslu, einn hinna
mörgu skaftfellsku sýslumanna af
Stóradalsætt í Eyjafirði, niðjar
Jóns biskups Arasonar.
Við Sigurbjörn Björnsson á ég
margar góðar þakkir og minningar
að rekja. Um nær hálfrar aldar
skeið gegndi hann forsöngvara- og
meðhjálparastarfi í Kálfafellsstað-
arkirkju í prestskapartíð minni og
föður míns og jafnan með hinni
mestu prýði. — Þegar ég lít yfir
Jiðna ævi, þá er Sigurbjörn, utan
minna nánustu ættingja, mér einna
hugstæðastur. Hann var, svo sem
að líkum lét, tíður gestur á heimili
mínu á Kálfafell'sstað, bæði fyrr og
síðar. Hann var prúðmenni hið
mesta, traustur og fróðleiksfús.
Auk þess treysti það vináttubönd-
in, að kona hans var fósturbarn
foreldra minna, sem flutzt hafði
með þeim frá Hálsi í Fnjóskadal
að Kálfafellsstað.
Oft hefir það verið sagt um
Skaftfellinga, að hagleikur væri
þeim í blóð borinn, og sú var raun-
in á um Sigurbjörn. Ilann hóf
snemma snriðar og stundaði þær
jafnframt búskapnum alla tíð.
23. október aldamótaárið gekk
hann að eiga eftirlifandi konu sína,
Elísabetu Eiríksdóttur, sem reynd-
ist manni sínum hinn traustasti
förunautur. Þótt efnin væru ekki
alltaf mikil, var heimili þeirra jafn-
an rómað fyrir snyrtimennsku og
góða umgegni. Reistu þau fyrst bú
að Kálfafelli, en fluttust brátt að
Borgarhöfn og bjuggu þar um nær
40 ára skeið, unz þau 1948 fluttust
með Pétri, syni sínum að Höfn í
Hornafirði. Varð þeim hjónum
HygKlmi bóndl trygglr
dráttMrvéi sina
tveggja barna auðið, er upp kom-
ust, Péturs vélasmiðs á Höfn, sem
kvæntur er Magneu Stefánsdóttur
frá Kálfafelli, og Ágústu, er giftist
Júlíusi Síefánssyni frá Kálfafelli,
nú vegaverkstjóra á Iiöfn. Var
Stefán Jónsson (d. 1943) hrepp-
stjóri á Kálfafelli, tengdafaðir
þeirra systkinanna, hreppstjóri
Suðursveitar um aldarfjórðungs-
skeið, staðíastur drengskaparmað-
ur.
Ótaldar voru þær stundir, er
Sigurbjörn vanh að smíðtífn fyrir
sveitunga sína, og voru þær sjaldn
ast taldar til reiknings, enda var
honum jafnan ríkara í huga að
verða samfferðamönnum sínuni til
heilla heldur en safna hér veral'd-
argæðum.
Um leið og ég' að skilnaði. kveð
hinn -aidna vin minn, ’ Sigurbjörn
Björnsson, og þakka honum óröfa-
tryggð við mig og fjölskyldu mína,
sendi ég ekkju hans, frú Elísabetu,
börnum þeirra og öðrum var.da-
mönnum samúðarkveðju mína og
bið guð að blessa þeim allar íjúfar
endurminningar þeirra um hann til
næstu endurfunda.
Jón Pétursson.
Kosningaskrifstofa
B-Iistans í Kópavogi
Kosningaskrifstofa stuðn-
ingsmanna B-iisfans í Kópa-
vogi verður opnuð í kvöld
að Álfhólsvegi 32.
Skrifstofan verður fyrst
um sinn opin frá kl. 8,30—
10.00 e. h. alla virka daga,
nema laugardaga, en þá verð
ur hún opin frá ki. 1,30—
7.00 e. h. cg á sunnudögum
á sama fíma.
Sími skrifstofunnar verður
auglýstur síðar.
Skrifstofan gefur allar
upplýsingar um kjörskrá í
Kdpavcgi.
Stuðningsmenn B íistans f
Kópavegi eru hvattir til að
hafa samband við kosninga-
skrifstofuna, og athuga hvorf
þeir séu á kjörskrá og gefa
upplýsingar um þá, er kunna
að verða fjarstaddir á kjör-
degi svo og annað er að gagni
maetti koma við undirbúning
kosninganna.
Kosninganefndin.
Til stuðningsmanna B-Iistans
Kosningaskrifstofan
Kosningaskrifstofa B-listans í Edduhúsinu verður opin
dagiega frá kl. 10—10. Símar 22Ö38 — 15564.
Símar 22038 — 15564.
Utackjörsta^akosning
Utankjörstaðakosning í Reykjavík er hafin. Þið,
sem ekki verðið í bænum á kjördag 26. jan. n. k„ munið
að greiða atkvæði áður en þið farið úr bænum.
Frá Framsóknarfélögunum
í Reykjavík
Hverfast]órar
Hafið samband við kosningaskrifstoíuna fyrir hádegi.
Munið hverfastjórafundinn kl. 2,30 í dag.
K]örskráin
Athugið hvort þið eruð á kjörskrá. Kjörskráin liggur
frammi á kosningaskrifstofunni í Edduhúsinu — sími
2 20 38 —opið til kl. 9 í kvöld. Kærufrestur er útrunn-
inn um þessa helgi.