Tíminn - 10.01.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.01.1958, Blaðsíða 6
6 *■—< Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304. (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusimi 12323. Prentsmiðjan Edda hjf. Brunatryggingar og samkeppni SAGA brunatryggi ngann a í Reykjavik seinustu árin er næísta glöggt dæmi um fjár- málastjórn Reykjavlkur ann arsvegar og afstaða Sjálf- gtæðisflokksins við sam- _keppninnar hinsvegar. Þótt sú saga hafi nokkrum •Sinnjum verið rifjuð upp hér ’í blaðinu, þykir ekki úr vegi að gera það enn einu sinni. Sú saga er í megindrátt- um þessi: Á síðasta kjörtimabili voru tryggingamálin mjög til um- ræðiL Puiltrúi Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn barð jst fyrir þvi árum saman í bæjarstjórn, að húsatrygg- ingar í bænum yrðu boðnar út, ag loks undir lok síð- asta kjörtímabils lét íhaldið undan síga og féllst á það. Þegar tryggingiarnar voru boðnar út, gerðu Samvinnu- tryggingar langhagstæðast tiyggingatilboð, og fól það í sér 47% iðgjaldalækkun fyrir húseigendm- í bænum. Sjálfstæöisflokkurinn fékkst þó ekki til þess að fallast á þetta hagstæðá tilboð, held ur ákvað að bærinn tæki tryggingarnar í eigin hend- ur og lét iðgjöldin haldast óbreytt. SAMKVÆMT lögum bar bænum að leggja hagnaðinn af tryggingastarfsemi þess- ari í sérstakan sjóð, sem verja skyldi til eflingar trygg ingsastarfseminni og bruna- vörnum, svo og til lækkunar á iðgjöldum húseig'enda. Jafnframt er svo kveðið á, að fulltrúi stjórnar Fast- eignaeigendafélags Reykj a- víkur skuli eiga sæti í sjóðs- stjórn til þess að fylgjast með ráðstöfun sjóðsins. Þaö er skemmst af að segj a að allar þessar reglur og lagaákvæði um ráðstöfun tryggingasjóðsíns hafa ver- ið þverbrotnar. Árið 1954, sem var fyrsta tryggingaár bæjarins, nam hagnaður af tryggingunum samkvæmt bæjarreifcning- um, 2,1 millj. kr. Hann varð allur og óskiptur eyðslueyrir bæjarsjóðs. Enginn trygg- ingasjóður stofnaður. Árið 1955 varð hagnaöur- inn 2,4 millj. kr. og fór hver eyrir sömu leið. Árið 1956 varð hagnaður- inn 3,3 millj. kr. og varð enn sem fyrr eyðslueyrir í bæjarsjóð. Ekki er vitað til fulls, hver hagnaðurinn varð 1957, en gera má fyllilega ráð fyrir, að hami hafi orðið 2—3 millj. kr. og sé því hagnaður alls orðinn um 10 millj. kr. og hefir allur orðið eyðslueyrir bæjarsjóðs. í>ess má geta, að bæjar- stjóm og bæjarráð hafa aldrei samþykkt þessa með- ferð tryggingaf járins. Er hér imi að ræða eitt hið mesta fjármáiahneyksli í- haldsins, þar sem lög eru þverbrotin á borgurunum og þeim gert að greiða miklu hærri br unatryg'gingagj öld en nauðsynlegt er. HIN RÉTTA stefna í þessum málum er að sjálf- sögðu sú, að brunatryggingar séu boðnar út hæfilega oft og tryggjendur njóti þann- ig beztu fáanlegra kjara. Það virtist líka alvég sjálf- sagt, aö bæjarstjómarmeiri hluthm hefði þann hátt á ef eitthvað ætti aö marka yfirlýsingar hans og Sjálf- stæðisflokksins um trú þess ara aðila á yfirburðum frjálsrar samkeppni. Það sýnir sig hinsvegar hér í verki, að þessar yfirlýsing- ar er ekki neitt að marka. Engir eru fúsari til þess aö hafna samkeppninni og gripa til einokunar en ein- mitt forkólfar Sjálifstæðis- flokksins, þegar hagsmun- ir braskara eru annarsvegar eða beir þurfa að afla fjár í eyðsluhít þeirra opinberu fyrirtækja, sem þeir stjórna. íhaldstillögur EITT mesta „skrautnúm- er“ íhaldsmeirihlutans í Réykjavík að þessu sinni eru tillögur hans um hafnarmál in. Tillögum þessum var varpaö fram rétt fyrir ára- mótin, bersýnilega með ein- hliðía tilliti til kosnhiganna. Þetta sést m. a. á því, að á- huginn fyrir hafnarfram- kvæmdum hefir á undan- fömum árum ekki verið meiri en það, að tvær millj. kr. af tekjum hafnarinnar voru á áiinu 1956 gerðar að hreinum eyðslueyri hafn- arinnar. Tillögur voru líka gerð- ar í slíku flaustri, að ekki var leitað samráðs viö hafn- arstjórn áður en þær voru bornar fram. Tillögur þe,ssar fela í sér ailmiklar nýbyggingar inni í gömlu höfninni, byggingu a. m. k. átta bryggja, þar af tvær stórar hafskipabryggj- um hafnarvirki ur, en auk þess fela þær í sér eins konar stefnuyfirlýs ingu í óljósri framtíð um bygging-u stórrar hafnar með garöi út í Engey. Tillögum þessum var vís- að til hafnarstjórnar, og í umsögn hennar kemur í ljós, að ekkert samráð hefir verið haft við hana um þessar til- lögur eða þær framkvæmdir, sem þær fela í sér í gömlu höfninni. Koma þær meira að segja að verulegu leyti í bága við framkvæmdir þær, sem hafnarstjórn hefir þeg- ar ákveöiö eða er að láta gera. Ágreiningur er um til lögurnar og liar andlstaðá gegn sumum liðum þeirra. Þar við bætist svo, að aliir vita og viðurkenna, aö gamla höfnin er orðin allt of lítil fyrir nýjar og stórar bryggj ur, og eru tillögur þessar þvi af þeim sökum ófram- kvæmanlegar. ERLENT YFIRUT. Risavaxiö ítalskt T í M I N N, föstudaginn 10. janú&r 1958L ríkisfyrirtæki ítalska olíustofnunin býíSur amerískum og enskum olíuhringum byrginm FYRIR nokkrum dögum síðan, vakti viðtal, sem New York Times •átiti við formann olíustofnunar ítalska rikisins, verulega athygli | víða um heim. í viðtali þessu hélt ; forstjórinn, Enrico Mattei, því fram, að amerískir olíuhringir hefðu með aðstoð amerískra stjórnarvalda hindrað ítölsku olíust'ofnunina í því að fá sérrétt- indi tiil olíuvinnslu á vissum svæð um í Líbyu, og væru nú að reyna að útiloka ihana frá Sahara. Mattei lýsti yfir því í tilefni af þessu, að hann myndi ekkert láta ógert til þess að ná ítckum fyrir ítölsku olíustofnunina í hinum nálægari Austurlöndum. í þeim efnum yrði haldið uppi fullri samkeppni við erlenda olíuhringi. I Mattei skaut ýmsum himun ! stóru einkafélöguin skeik í bringu, þegar hann samdi fyrir nokkru síðan við írönsku stjórnina um rétt til oliuvinnsiu á vissu svæði í Iran og lofaði a'ð láta íranska rik- ið fá 75% af gróðanum. Ekkert erient olíufyrirtæki hefrn- áður boðið svo hagstæð kjör í hinum nálægari Austurlöndum. Áður hafði Mattei samið við egypsku stjórnina um einkaleyfi til olíuvinnslu þar í landi fyrir ítölsku olíustofnunina. Olíuleitin í Egyptalandi hiefur þegar borið nokkurn árangur og komst fram- leiðslan þar í 540 þús. smál. á siðasti. ári, en ráðgert er að hún aúkizt vérulega á þessu ári. ÍTALSKA olíustofnunin, E.N.I. (Ente Nationale Idrocarburi), er ríkisfyrirtæki, sem rekur olíu- og gasvinnslu, olíuflutninga og olíu- verzlun í samkeppni við einkafyrir tæki. Hún er þannig tilkomin, að Mussolini hafði sett á fót sérstaka stofnun til þess að leita að olíu á Ítalíu og hafði hún reynzt mikið tapfyrir.tæki. Eftir styrjöldina var ákveðið að leggja þessa stofn- un niður og var Mattei falið að j annast það verk. Mattei komSt j hins vegar að raun um að fyrir- i tæki þetta mætti gera lífvænlegt | og fékk því til vegar komið, að það fengi aukið starfssvið í stað þess að verða lagt niður. | Hingað til hefur E.N.I. ekki orð- ið mikið ágengt á sviði olíuleitar- innar á Italíu. Úr olíuborum þess í'Pódalnum fengust ekki nema 172 þús. smálestir á síðasll. ári. Ameriskum olíufélögum, sem hafa sérleýfi á vissu sviði á Siikiley, varð hins vegar vel ágen.gt. Þar hefur E.N.I. nú einnig fundið olíu og gerir sér góðar vonij- um fram 1 leiðslu þar. ÞEGAR olíuleitinni á Ítalíu sleppir, h’efur starfsemi E.N.I. yfir leitt heppnast mjög vel, enda er það nú orðið eitt mesta riisafyrir- tæki á Itaiíu. Mestum árangri hef ur það náð í framleiðslu á nátt- úrugasi, en sú framleiðsla þess nam 166 billjónuni kúbíkfeta á síðastl. ári. Gasið er leitt ’eftir pípum mn mestalla Ítalíu og eru slíkar aðalleiðslur, sem eru á veg- I um E.N.I,, orðnar 2810 mlílna langar. Talið er, að gásframleiðsl- an á vegum E.N.I. á síðastliðnu ári svari til 5 millj. smál. áf kol- Bæjúrfulltrúi Framsókn,- arflokkisins hefir j!afn(an bent á, að naúðsynlegt væri að ákveða nýja framtíðar- höfn og reisa hinar nýju bryggjur þar. Borgarstjór- inn hefir jafnan svarað með því, að þessi mál væru í at- hugun, unz hann og flokkur hans varpa fram áðurgreind um flausturstillögum vegna bæj arst j órnarkosninganna. Slík vinnubrögð sanna vissulega, að nýrrar for- ustu er þörf, ef nýr og auk- inn skriður á að komast á hafnarmálin. Enrico Mattei um. Þá á E.N.I. meira og minna í sex stórum oliubreinsunarstöðv- um og ræður yfir allstórum flota olíuflutningaskipa. í smiðum hefir E.N.I. nú fjögur stór oliuflutninga- skip, tvö þeirra vérða 36 þús. smá- lestir hvort og hin tvö 45 þúsund sniálestir hvort. Þá rekur E.N.I. olíuverzlun í stórum stíl og hefir eigin sölustöðvar meðfram öllum aðalvegum Ítalíu og í Bambandi við þær hu'ndruð oliuílutninga- bíla. Nýiega hefir svo E.N.I. reist verksmiðju, sem framleiðir jöfn- um höndum gerfigúmmí og áburð, og er bún langstærst sinnar teg- undar í Evrópu. Lofcs hefir bvo E.N.I. hafið undirbúning að því að láta til sín taka á .kjarnorku- sviðinu. ir stjórn kommúnista. Eftijr,styrj- öldina varð liann einn af stofn- endum kristi-lega flökksiws1 og var þingmaður fyrir hann til 1953, er hann taldi sig ekki ilengur' hafa tírna til þess að gegna þœigstörf- um. FJARRI FER ÞVÍ þó ÍMattei sé stjórnandi risavaxins lúkisfyrir- tækis, að hann isé sósMilsti að skoðunum. Hann telur |»að hins vegar geta verið heppilegt, að rík- ið reki fyrirtæki á ýmsutn Byiðum og keppi við einkarefcsturinn. Þetta sé þó einkum heppilegt, þeg- ar um hagnýtingu orkulinda sé að ræða, því að þar megi ■ek'ki' skapa einkafyrirtækjum einokiunarað- stöðu. Eftirlit ríkisins fcomi ekki heldur að fullu gagni á rpvi sviði, nema- rikið hatfi sjálft ekihvern rekstur til samanburðar og geti þannig beitt sér, ef einkaframtak- ið revnist ekki nógu atorkusamt eða ætlar að skapa Sér aí&’töðu til einokunar. _ . ■Mattei er efnaður maður, því að hann hefir haft fleiri jiárn í eld- inum en að stjórná E.JÍíJ L.aun, þau, sem hann fær hjá 'E.Iý.I., læt- ur hann renna til, baniálþeimilis í héraði þvi, þar sem hann.-.ér upp- vaxinn. Andstæðingar: .'.jiatis hafa ekki talið henta að notfæra scr það, að Mattei hefir efiiázt vei, því að hann hefir með stjónn sinni á E.N.I. sannað, að rikið getur vel rekið stofnanir 1 samképþni við einkafyrirtæki, ef vel tekst með val sljómenda. Hinir sósiallstisku f-lokkar á Ítalíu toenda efcki sízt á E.N.I. til sönnunar (því, að stefna þeirra eigi rétt á sér. Þ. Þ. ÞÓTT ÞETTA stóra fyrirtæki sé rekið af ríkinu, er það þó fyrst og fremst verk eins manns, En- rico Mattei. Hann er 52 ára gamall, sonur lögreglumanns og einn fimm bræðra. Á uppvaxtar- árum sínum var hann mikill ijþróttagarpur, en hefir nú lagt íþróttir að mestu á hilluna, þegar það er undanskilið, að hann stund- ar lax- og silungsveiðar í tómstund- um sínum. Á stríðsárunum tók hann þátt í andspyrnuhreyfing- unni gegn Mússolini, sat þvi all- lengi í fangelsi, en slapp þó að lokuni og var í stríðslokin aðal- foringi einu öflugu skæruliða- hreyfingarinnar, sem ek'ki var und Kynnir sér me<Sferð þungavínnuvéla ísafirði í gær. — Oddur Péturs- son, bæjarverkstjóri, eri förum til Bandaríkjanna til að kyinna sér meðferð þungavinnuvéla. Er hann einn í hópi nokkurra manna,' sem fara vestur í boði Bandaríkja stjórnar þessara erinda. Þá mun Oddur kynna sér aðferðír Við mal- bikun gatna og býst við að verða þrjá mánuði í ferðinni. G.S. T?AÐSrorAN Hve mikil „commission"? Morgunblaðið er í gær ákaflega hrifið af fyrirkomulagi lóðaút- hlutunar í borginni. Þar skrifar áreiðanlega einn úr innsta hrign- um, sem verið hefir í náðinni. Einn af þeirri manntegund, sem fær lóð á fárra ára fresti, byggir og selur. Hversu mikla „commiss- ion“ fær flokksskrifstofa Sjálf- stæðismanna? Hversu miklir pen- ingar frá lóða- og húsabraski haína að lokum í flokkskassa jhaldsins? Hversu margir borgar- biiar, sem hafa orðið að sæta okri í sambandi við húsnæði, greiða óafvitandi í kosningasjóð? 1 minu nágrenni fengu tveir heiðursmenn lóð til aö byggja á hús með 4 íbúðum. Ári síðar eru komnar 4 fjölskyldur í þetta hús, hafa keypt sig þar inn, en dánd- ismemiirnir tveir eru búnir að selja allt sitt, og sjálfsagt komn- ir í annað brask. Iíversu mikinn skatl fékk kosningasjóðurinn af þessum viðs-kiptum? Þær þúsund ir Reykvíkinga, sem hafa fundið réttlætið í lóðaúthlutunimii á pvngju sinni undanfarin ár, gleyma því varla þegar íhaldið biður um þakklætisvottorðið við kjörborðið 26. janúar. Hundurinn og hrægammurinn í Morgunblaðiiiu í fyrradag var ákaílega ruddaleg mynd af skipi, sem stóð uppi á karnbi, og til þess að sýna virðinguna fyrir fiot anum, hafði ritstjórinn hund, sem lyfti læri upp að kinnungi bátsins. Þar afgreiddi íhaldið útgerðma, Á myndina vantaði andlit strandkapteinsinís!; Að vísu var hrægayimurinn fljúgandi yf- ir skipinu, svipaður ilokksmerki Sjáltstæöismanna, og iná vera, að hann hafi átt að .tákna for- mann flokksins og strandkap- teininn, sem er ein og sama per- sónan. En hvaða fyrlrmann £ flokknum táknar huntiurinn? Það er gáta, sem jafnast áreiðanlega á við jólamyndagátu Morguh- blaðsins. •:> ■» l :• ... Eldsvoðar uppljóma aumingia- skapinn Tvö timburhús hafa briihriið hér í Reykjavík síðustu mánuðina. og lá við stórfelldum brúna við Þinghoitsstrætið á aðfahgadags- kvökt. I bæði þessi skipti hefir slökkvistarfið komið seiní að not- um vegna þess, að hverfi þessi eru vatmdaus. Hversu mörg bæj- arhveríi eru vatnslaus? Þarf að kvikna í húsi í hverju þeirra til þess að borgararnir étti sig á því að vatnsveitukerfi bæjarins er úrelt og i niðurníðslu, eins og svo margt annað í borginni. Hvar sem toemur að rauiihæfum framkvæmdamálum, :er furðu margt í óiest.ri. En skrumið á sýningnm og í bláum bótoum er i stakasta iagi. Þar kunna ihalds- menn til verka, þótt yerkin sjálf leki niður í höndunurri á þeirii. — Svartböfð1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.