Tíminn - 19.01.1958, Qupperneq 8
6
T f M I N N, sunnudagsnn 19. januai 1958.
Minningarorð: Garðar Jóhannesson
Hiann lézt í Landsspítalanum
þann 20. nóvember s.l. af afleið-
ingum lungnaskurðar. — Enn eitt
herfang hins „hvíta dauða“ enn
einn ósigur.
Okkur, sem vel þekktum til kom
raunar ekki á óvart, þótt hann
befði ekki orku til að ganga til
sigurs í gegnum eldraun hinnar
erfiðu aðgerðar, svo mjög hafði
sjúkdómurinn, sem þjáði hann ár-
um saman, brotið niður mótstöðu-
afl hans og svipt hann vopnum í
baráttunni fyrir lífinu.
En þrátt fyrir þjáningar utn
árabil, ótal vonbrigði og síendur-
tekna ósigra, virtist andlegt þrek
Giarðars Jóhannessonar ávallt vera
óbugað. Stál viljans var staelt, þol-
gæðið óbrigðult. Augun loguðu af
initri glóð, gáfum, lífsþrá, baráttu-
kjarki og karlmennskulund. Og
því er svo erfitt að sætta sig við
að þessi glóð sé slokknuð og hann,
sem svo lengi hafði barizt þögulli
ótrvi'kulli baráttu við að endur-
heimta heil'suna, félli í úrslitasókn-
inni.
— En „lífið er mislynt á margt“.
Og það skeður of oft að geislar
brotna í tárum og frostið nístir
rattur þess stöfns sem átti í sér
fólgna svo mikla vaxtarmöguleika
til gildis fyrir umhverfið.
Garðar Jóhannesson var eyfirzk-
ur að ætt og uppruna, frá Gilsá í
Saurbæjarhreppi. Hann giftist
glæsilegri og þróttmikilli konu,
Hildigunni Magnúsdóttur frá Litla-
dal, sem hefir annazt heimili
þeirra af miklum dugnaði og mynd
arbrag og lætur að likum, að hlut-
verk hennar hafi oft verið erfitt,
eftír að eiginmaður hennar missti
heilsuna og umsjá barnanna þeirra
— sex, kom þvi að verulegu leyti
í bennar hlut.
■En konurnar vega oft upp björg
á veika arma sína og vita ei „hik
né efa“ og kvenhetjur eru til með
hverri kynslóð. —
Fyrir um það bil seytján árum
feenndi Garðar heitinn þess meins,
sem nú hefír orðið honum að ald-
untila. Hann var þá ungur bóndi
á ættstöðvum sínum í Eyjafirði,
logandi af lífsþrótti og áhuga, og
er auðskilið hvílikt áfall það hefir
verið fyrir hann og ástvini hans,
að hann skyldi verða að yfirgefa
heimili sitt, hætta í nýhafinni sókn
að stóru marki og hverfa til hælis-
vistar. En í Kristneshæli dvaldi
Garðar um árabil, eða meirihluta
þess tíma, sem hann háði baráttu
við bölvald sinn — berklana.
En kona hans og börn voru bú-
sett á Akureyri allmörg hin síð-
ustu ár, og munu það hafa verið
nær því hinar einu ferðir Garðars
út á hinn frjálsari vettvang lífs-
ins er hann fékk að heimsækja
þau við og við.
Samtök sjúklinga í Kristnes-
hæli — „Sjálfsvörn", áttu ötulan
og traustan stuðningsmann þar sem
Garðar var. Var hann um alMangt
skeið formaður þessa félagsskapar
Og rækti það starf, sem öll önnur,
af áhuga, alúð og trúmennsku.
Hann slakaði aldrei á réttmætum
feröfum og setti hátt það mark,
isem til heilla horfði.
Hann hafði óbilandi trú á mætti
isamtakanna og var brennandi í and
lanum í baráttunni fyrir sigri hins
Igóða málefnis. Vann hann á þessu
sviði mikilsvert starf og „Sjálfs-
vörn“ hefir beðið tilfinnanlegt
tjón við fráfall hans og vistmenn
hælisins hafa misst hlýjan og hug-
stæðan vin, sem þeir trega, en
muna lengi.
I Hver sá, er kom í Kristneshæli
og mætti Garðari Jóhannessyni,
hlaut að veita honum athygli, þó
fór efeki mikið fyrir honum, þess-
um grannvaxna, fölleita, veiklm
lega manni, sem bar svo skýr og
dapurleg merki þess sjúkdóms, er
svo lengi hafði gjört honum harða
aðsókn.
I En handtak hans var hlýtt og
bros hans bjart og er litið var í
djúp augnanna, lýsti það af lífs-
vilja, þreklund, andlegri auðlegð
og innri reisn. Hin djúpa þján-
ing var vandlega dulin á bak við
glatt viðmót og stolt viðbrögð og
ljóst var að hér bjó stór sál í
veiku gervi.
| Garðar Jóhannesson var heitur
og ör í skapi og mun ekki hafa
átt auðvelt með að láta hlut sinn,
er til átaka kom. Hann fór sína
. beinu braut, án tillits til duttlunga
'annarra og mun sumum hafa þótt
‘ nóg um þetta óbrigðula sjálfstæði
hans. En hann var jafnframt dreng
lyndur og djúphygginn, sterkur og
heill í hugsun, skarpgreindur, verk
hagur og verkfús og öruggur í
hverri raun.
Hverju hefði Garðar Jóhannes-
son áorkað, ef hann hefði haft
heilsu og starfsorku? Hvernig
hefði litið út sá garður, sem hann
byggði? Hvað hefði gróið í spor-
um hans?
Slíkum spurningum verður
aldrei svarað, en hitt er vitað að
hann var fæddur foringi og vöku-
maður og efalaust hefði hlutur
hans orðið allstór, ef hann hefði
notið sín, og mátt beita til hlítar
hæfileikum sínum og þreki, —
fyrst hann í þreytu og þraut lang
varandi sjúkleika reis svo hátt, að
hann gleymist ógjarnan nokkrum
samferðamanni, jafnvel ekki þeim,
sem þekktu hann aðeins í nokkra
mánuði.
— Svið Kristneshælis rökkvast
og rýrnar við, að hann er þaðan
horfinn, eyfirzk byggð hefir misst
ágætan son og íslenzka þjóðin er
fátækari en áður. En þegar gull
skírist í eldi, skapast auðlegð, sem
á sér eilíft gildi, og nú þegar hon-
um hafa opnazt þær Fögrudyr, sem
enginn getur lokað, verður för
hans stefnt á sigurbraut — í sól-
arátt.
Jórunn Ólafsdóttir
frá Sörlastöðum.
Framboðslistar
Framsóknarflokksins
Listabókstafir Framsóknar-
flokksins í kaupstöðum eru þess-
Ir:
Reykjavík B-listi
Akranes A-Iisti
ísafjörður A-listi
SiglufjörSur B-Iisti
Ólafsfjörður H-listi
Akureyri B-listi
Húsavík B-Iisti
Seyðisf jörður H-listi
Neskaupstaður B-listi
Vestmannaeyjar B-listi
Keflavík B-Iisti
Hafnarfjörður B-listi
Sauðárkrókur B-Iisti
Kópavogur B-listi
Listabókstafir Framsóknar-
flokksins í kauptúnum eru þessir:
Borgarnes B-listi
Stykkishólmur A-Iisti
Ólafsvík A-Iisti
Hellissandur A-Iisti
Patreksfjörður B-listi
Bíldudalur B-Iisti
Flateyri A-listi
Blönduós B-listi
Skagaströnd D-Iisti
Hólmavík A-íisti
Egilsstaðir B-Iisti
Eskifjörður B-listi
Reyðarfjörður B-listi
Fáskrúðsfjörður A-Iisti
Djúpivogur A-Iisti
Höfn, Hornafirði B-Iisti
Stokkseyri A-Iisti
Eyrarbakki A-Iisti
Bolungarvík H-Iisti
Hveragerði B-Iisti
Selfoss A-Iisti
Njarðvík A-listi
Allar upplýsingar varðandi ufr
ankjörstaðakosningu eru gefnar i
| síma: 19613. — Dragið ekki a8
kjósa, nú eru aðeins 8 dagar til
kosninga.
Tómstundastarfsemi
(Framhald af 4. síðu).
Föndur stúlkna (bast- og tága-
vinna): í Í.R.-húsinu við Túngötu,
miðvikud. 22. jan. kl. 5 e.h. og
föstud. 24. jan. kl. 8 e.h.
í félagsheimili U.M.F.R. við
Holtaveg, mánud. 20. jan. kl. 8
e.h. í tómstundaheimilinu að Lind-
argötu^ 50, þriðjud. 21. jan. kl. 8
e.h. í samkomusal Laugarnes-
kirkju mánud. 20. jan. kl. 8 e.-h.
Saumaflokkur stúlkna mæti til
innritunar mánud. 20. jan. kl. 7,30
e.h. að Lindargötu 50.
Taflklúbbarnir taka til starfa á
venjulegum stöðum mánud. 20.
jan. kl. 4,30 e.h. og miðvikud. 22.
jan. kl. 5 e.h. og 8 e.h.
Kvikmyndaklúbbarnir taka ti'l
starfa 1. febr. og 2. febr. Innrit-
un verður tilkynnt síðar í blöð-
um og útvarpi.
Frímerkjaklúbburinn heldur
næsta fund fimmtud. 24. jan. kl.
8 e.h. að Lindargötu 50.
Bréfavinaklúbbur: Það æsku-
fólk, sem vildi komast í bréfasam-
band við ungt fólk innlendds eða
erlendis ætti að ganga í þennan
klúbb og koma til innritunar að
Lindargötu 50, þriðjudaginn 22.
jan. kl. 8 e.h.
Ljósmyndaiðjan: Þátttakendur
komi til innritunar að Lindargötu
50 mánud. 20. jan. kl. 5—6 e.h.
eða 8—9 e.h.
Þátttökugjald er kr. 15,00 fyrir
tímabilið febr.—apr. í flokkunum
og greiðist það við innritun.
Allar nánari upplýsingar eru
gefnar í skrifstofu Æskulýðsráðs-
ins að Lindargötu 50, milli kl. 2
—4 e.h., nema laugardaga. Sími
15937.
ÚRUALS PRJÚniAGARIU
6RILQIU
Skrlfað og skrafað
(Framhald af 7. síðu).
byggingarsamvinnufélög á sínum
tíma. Þeir studdu setningu laganna
um verkamannabústaði gegn harðri
andstöðu ihaldsins. Eftir að það
féll í hlut Framsóknarflokksins,
að félagsmálaráðherrann væri úr
hópi hans, hefir verið gert nýtt,
stórfellt áltak i þessum málum,
fyrst með smáíbúðalánadeildinni
og síðan með bygigingalöggjöfinni,
sem nú gildir. Á grundvelli þess-
ara ráðstafana hafa þúsundir fjöl-
skýldna fienigið aðstoð til að
eignast sínar eigin íbúðir.
Það er ekki sízt vitneskjan um
þessa forustu Framsóknarflokksins,
sem gefur honum vaxandi byr í
seglin í bæjiar Og sveitarstjórnar-
ko'sningunum nú.
Hús í smíðum,
Bem eru tnnan logsasnarum-
Oarmis Reyhiavikur. bruna-
t'VCBÍum við meö hinum hac-
kvamustu skilmálum,.
Siml 7080
I |
r
i |
Framleiðum
allar tegundir
af einkennishúfum
Ódýrar vinnuhúfur
með lausum koUi
Kaskeyti ávallt
fyrirliggjandi.
Bílstjórahúfur
I Póstsenöum 1
| P. Eyfeld |
Ingólfsstræti 2.
I Box 137, sími 10 1 99. I
iitK.. .Biir' 'MimiiiiiiiiiiimiiitiiiiiiiiitiiiiiiiHiiHiMtittni
Mál og menning
(Framhald af 5. síðu).
Snorrastö&U'm í Kolbeinsstaða-
hrcppi, dags. 22. nóv. 1957, segir
m. a. á þessa leið:
Hér er oft sagt, að það sé fjal-
felli yfir allt, þegar hvergi sér á
dökkan díl, ár eru Lsi lagðar o'g
vötn sömuileiðis, hagleysur full-
komnar og snjó hefir drifið í
hverja lægð og smugu. Var greini
legt fjalfelli hér á sunnanverðu
Snæfellsnesi í fyrravetur.
Mér er ekki grunlaust um, að
þetta orð sé óþekkt í sunium
landshiut'urn. Eg hefi einu sinni
séð orðabók Blönda'ls, og svipað-
ist ég þá eítir þessu orði án ár-
angurs.
I
ÞAÐ ER réftt, að orðið er ekki
í Blöndalsbók. Hins vegar er þar
orðið fjalíella í sömu merkingu.
Dr. Jakob Benediktsson segir mér,
að það orð bafi verið notiað í Skaga-
firði. Gaman væri að frétta nieira
um þessi orð. H. II.
RAKBLÖÐ
BLÁ —
RAUÐ
IflŒYFILSBfiÐIH
Kalkofnsvegi. Sími 2 24 20.
Minnis-
bækur.
Kosninga-
band-
bækur.
HREYFILSBÚÐIN
Hekla fer frá Reykjavik á hádegi í
dag austur um land í hringferð.
Esja er væntanleg til. Reykjavíkur
í dag að austan. Hcrðubreið er á
Austfjörðum. Skjaldbreið fer frá
Reykjavik á morgun vestur um
land til Akureyrar. Þyrill fer vænt
anlega frá Reykjavík í diag til.Aust-
fjarða. Skaíltfellingur fer frá
Reykj'avík á þriðjudag til Vest-
mannaeyja.
JaifúaffeMES k®mið
iiiiiiiniiimiiiimuiiiíiiiimmiiimiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimi
PELS
TIL SéLU
Amerískur pels, % sídd,
til sölu að Njálsgötu 85.
Sími 18178.
iiiiiiiiiiiiniiimiimtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiutiiuiiiimn